Vísna gáta dagsins

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

 

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:.

 

Einn er dreingur endalaus,

er í hörðum skóla;

hvorki fótur finnst né haus

á fögrum þessum dóla.

-

Rétt svar barst við dagsinn kl.09.59

Rétt svar er: Hringur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, góóóður

Hárrétt Gunnar Þór, hringur er svarið.

Þessi var nú allt of auðveld, og grunaði mig það svona pínulítið.

Læt hér aukagátu fyrir ykuur gátu bloggara fyrst þú varst svona snar:

Fer í sjó og sekkur ekki,

fer fyrir björg og brotnar ekki,

fer í jörð og fúnar ekki,

fer í eld og stekkur.

 

Nú er ég að fara útúr dyrunum, fara á hátíð Einstakra Barna að leika mér með pronsessunni minni og veit ekki alveg kl. hvað ég verð við tölvu aftur í dag.

Sigfús Sigurþórsson., 29.4.2007 kl. 10:20

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Neibbb, hvorugt réttt og hvorug nálægt því.

Þetta er nokkuð sem oft er talað um með oft virðingu ef karlmaður á það, en ávall niðrandi ef kona á það.

Sigfús Sigurþórsson., 29.4.2007 kl. 17:23

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Jæja Dúa Dásamlega, ekki þarf ég að spyrja þenn Hall sem er þú segir að sé barnabarn höfundar, sem sagt höfundar J.B.

Alla vega er það ekki svarið sem ég er að leita eftir þannig að það bíttar engu, ég reyndar skil ekki hvernig Sól passar við síðustu hendinguna: fer í eld og stekkur.

Svarið sem ég leita eftir ber fólk, og er fólk yfirleitt ekki ánægt með að hafa, vinsæll drykkur á oft þátt í að gera þetta afar áberandi svo ekki sé meira sagt.

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 05:25

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þú hlutgerir þetta segir þú Gunnar Þór, já það er rétt, því er hegðun, hugrekki, fífldirfska varla orðið.

Þetta er eins og ég sagði nokkuð sem sumt fólk BER, og fólk er ekki ánægt yfirleitt með að hafa, allavega ekki mjög áberandi. Vinsæll drykkur verður oft valdandi að þetta STÆKKAR.

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 11:50

5 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

gátan sem ég var með er ekki alveg eins, hún var svona, Hvað er það sem fer í björg og brotnar ekki, fer í sjó og sekkur ekki, fer í eld og brennur ekki?, veit ekki hvort hún er eftir afa minn, en hann handskrifar hana í stílabók 1938

Hallgrímur Óli Helgason, 30.4.2007 kl. 17:10

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Hallgrímur, já ok, þá er

trúlegt að einhver hafi breitt gátunnui, og aukið um eina línu.

Og svo það sé á hreinu, ég er ekki að leita að orðinu sól.

 

en þótt ég sé ekki að leita að orðinu Sól, þýðir það ekki að það sé ekki rétta orðið við gátuna eins og þú ert með hana, og meyra að segja gæti gáta verið nákvæmlega eins en með þess vegna tveimur svar orðum, eins og þú væntanlega veist.

Og ekki misskilja mig neitt, ég er ekkert að efast um réttmæti svarsin, þetta er einfaldlega ekki orðið sem ég leita eftir.

 

Hér er hún eins og ég setti hana inn hér að ofan.

Fer í sjó og sekkur ekki,

fer fyrir björg og brotnar ekki,

fer í jörð og fúnar ekki,

fer í eld og stekkur.

 

Hér eins og þú Hallgrímur Óli setur hana upp.

fer í björg og brotnar ekki,

fer í sjó og sekkur ekki,

fer í eld og brennur ekki?,

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 19:00

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hallgrímur Óli, smá forvitini, hvað heitir afi þinn? Eins og sést ofar í Athugasemdum er hún tileinkuð einhverjum J.B. í minni bók, sem ég skrifaði sjálfur gátuna í, man ekki nákvæmlega hvenær, sennilega 1972 til 1974 og trúlega uppúr blaði eða bók.

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 19:13

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Dúa mín, þetta er allt eðlilegt.

Ég hef séð og verið með í að svara gátu sem þrír aðilar voru með sitthvort svarið og öll vitlaus, og að mér fannst ekkert svarið nógu gott og ekki heldur það sem gátustjórinn setti síðar fram, en það breytti ekki því að sá sem setti gátuna fram var að leita að ákveðnu svari og þessvegna hafði enginn svarið rétt.

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 19:45

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, nú gleymdir þú einu Gunnar þór, skeggið brennur, ja eða hvað, sviðnar?

Fer í eld og stekkur, þá er átt við að það hlaupi er það ekki?

En ég er smmála því, að fáum konum þykir fínt að vera með skegg.

Svo var það drykkurinn sem ég er tvíveigis búinn að minnast á, sá góði/vondi drykkur eykur þetta stykki, og jafnvel svo mikið að flestum þykir nóg um.

Hleypur í "klessu" í eldi, fæstir hafa séð þetta á báli trúi ég.

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 20:10

10 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já gátur geta verið fjölbreyttar og svörin mörg, fer eftir orðalagi, afi minn var ekki J.B. því hann hét Ingólfur Indriðason og skrifaði hann þetta 1938 eins og ég sagði ofar í athugasemdir, hann gæti hafa skrifað þetta upp úr útvarpi, ég veit að hann skrifaði ýmislegt þaðan.

Hallgrímur Óli Helgason, 30.4.2007 kl. 20:24

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Einmitt Hallgrímur Óli, Ég þykist kannast við þetta nafn, var hann eitthvað í að yrkja? Jú svö við nánast einni og sömu gátunni geta einmitt verið margvísleg eins og þú segir, fer eftir orðalægi og þvíumlíku.

Gunnar þór, hárrétt. Ístra er svarið, eða mannsístra eins og stendur nákvæmlega hjá mér, ekki með ý, en það er nú ekki að marka þar sem ég man ekki uppúr hverju ég skrifaði þetta þótt ég telji nánast víst að það hafi verið uppúr einhverju riti..

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 20:39

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar er: Mannsístra/Mannsýstra.

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 20:40

13 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

nei Sigfús hann var ekki að yrkja, ekki neitt sem gefið hefur verið út, en sveitungar mínir á Ytrafjalli í Aðaldal, þeir voru Indriðasynir og miklir hagyrðingar, þú hefur örugglega heyrt eftir þá eitthvað,

Hallgrímur Óli Helgason, 30.4.2007 kl. 20:50

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ok Hallgrímur Óli, kannast þú við nafna þinn Hallgrímsson? og nafnið Gunnar Hallgrímsson? og svo Ketill Indriðason? ég átti eitt sinn skruddu sem ég krotaði vísur og kvæði í og minnir mig endilega að þar hafi ég átt mikið eftir þennan Ketil.

-

Ég er alveg sammála þér Gunnar Þór, en þetta er svo sem ekki fyrsta vísan sem ég set inn sem ég hefi ekki verið sáttur við, en ávallt þegar ég hef borið vangaveltur mínar útaf því undir fróðari menn hafa þeir skírt fyrir mér að ástæðan sé vegna þess að orð og orðatiltæki sem botnuð voru hér áður fyrr öðru vísi en í dag er gert.

-

Hahahaha, ég sagði aldrei að öllum konum þætti eitthvað að því, og svo er ég kannski með huga öðruvísi ístru en þú ert með í huga, alla vega eru margir og margar að berjast við að vera með sem minnst af ístru,,,, en ekki nenni ég nú að búa til einhver deilumál um það.

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 21:37

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Voðalega kom þetta eitthvað vitlaust útúr mér Gunar Þór, þetta átti að vera einhvernveginn svona:

en ávallt þegar ég hef borið vangaveltur mínar undir fróðari menn í þessum málum, hafa þeir skírt fyrir mér að ástæðan sé vegna þess að orð og orðatiltæki sem botnuð voru hér áður fyrr, kannski ekki með nákvæmlega sömu meiningu í þá daga og í dag.

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 21:42

16 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

nei ég kannast ekki við Hallgrím eða Gunnar, Ketill Indriðason á Ytrafjalli í Aðaldal  f.1897, d.1971,var mikill hagyrðingur eins og hans kyn allt, ég man vel eftir honum þar sem ég var orðin ellefu ára er hann lést, bróðir hans á lífi ennþá nýorðin 99 ára Indriði gaf út margar fyrstu bækur Ættir Þingeyinga, svo er t.d. Indriði Úlfsson skólastjóri og rithöfundur bróðursonur Ketils.

Hallgrímur Óli Helgason, 30.4.2007 kl. 22:02

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já akkvurat Hallgrímur Óli, ég man vel eftir honum í skrddunni minni góðu, man líka eftir nöfnum sem ég ekki þekkti eins og Hallgrími og Gunnari sem ég því miður man bara ekki hvers synir voru, þetta er allt löngu daíð fólk. Ég þarf endileg að finna skrudduna góðu, þar á ég greinileg aslatta af efni eftir hann Ketil, en er Ketill þá afabróður þinn? eða?

Það hefur nú löngum fylgt Þingeyingum hveðskapurinn.

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 22:11

18 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

nei, Ketill var ekki afabróðir minn, afi Ketils og amma Hallgríms afa míns voru systkini, og svo ég nefni það líka að Axel Guðmundsson rithöfundur er lést 1971 var bróðir Hallgríms afa míns.

Hallgrímur Óli Helgason, 30.4.2007 kl. 22:21

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Ok, þú ert ansi tengdur miklum ritsnillingum, en þessir snillingar hafa allir verið uppi á mjög svo svipuðum tíma er það ekki? og allir dánir nema þá bróði Ketils? og svo Indriði Úlfsson bróðursonur Ketils.

Eru einhverjir ritsnillingar frá þessu fólki komið núna í skáldskap eða í einhverskonar ritmennsku? utan Indriða Úlfssonar

Sigfús Sigurþórsson., 30.4.2007 kl. 22:35

20 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

nei, það eru nú ekki margir sem láta að sér kveða núorðið af þessum skáldum frá Ytrafjalli, Ása Ketilsdóttir er eitthvað að kveða og skrifa hún býr á Laugalandi í Ísafjarðardjúpi hún er dóttir Ketils á Ytrafjalli, Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi er góður með pennann hann er systursonur Ketils á Ytrafjalli, já þessir voru fæddir um svipað leyti, s.s. Ketill f.1897, afi minn Hallgrímur f.1897 og Axel bróðir hans f.1905

Hallgrímur Óli Helgason, 1.5.2007 kl. 00:48

21 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Indriði Aðalsteinsson - mynd af siv.is Indriði Aðalsteinss er það ekki?

Og hér er vísa eftir Ásu Ketils: (sem er fædd 1935 er það ekki?)

Ég skal kveða við þig vel,
viljirðu hlýða barnkind mín,
pabbi þinn er að sækja sel,
sjóða fer hún mamma þín.

-----------------------------------

Dæmi um fjölskylduvísur

Vettlingana vantar hann,
verður úti’ að gana.
Innarlega er aðgæslan,
ekki næst í hana.

Þorkell Guðmundsson Syðra-Fjalli

Gott er að hafa góða sjón
og geta séð hið rétta.
Ef hún Guðrún á hann Jón
yfir mig gengur þetta.

Þorkell Guðmundsson Syðra-Fjalli

Mínum eigin augum með,
eins og kóng í pelli,
ég hef raunar sóley séð
sitja út’ á velli.

Indriði Þorkelsson Ytra-Fjalli

Hrifinn mjög á himinljós
horfir Ketill smái.
Föl er sérhver foldarrós,
fagur himinblái.

Indriði Þorkelsson Ytra-Fjalli

Litlum má á manni sjá 
mikla hnykla’ í brúnum.
Hungrið þjáir halinn smá,
hann vill fá að súpa á.

Indriði Þorkelsson Ytra-Fjalli

Þori ég ekki þarna inn
þó það væri gaman.
Stóri hrússi, strákurinn,
stangar mig í framan.

Indriði Þorkelsson Ytra-Fjalli

Kofann passar Ketill minn,
hvert ætlarðu’ að fara,
Móra greyið ætlar inn
endilega bara.

Indriði Þorkelsson Ytra-Fjalli

Allavega Ketill kann
kúnstum sínum haga,
laufabrauðið, heyri ég hann,
hengi ég upp á snaga.

Indriði Þorkelsson Ytra-Fjalli

Drengurinn með klára kinn
kemur að finna pabba sinn
þín ei linna lætin stinn,
litla skinnið, Högni minn.

Indriði Þorkelsson Ytra-Fjalli

Kvöldúlfur er kominn í nánd,
krökkunum sýnir hrekki,
fara að búa þarf um Þránd,
þetta dugar ekki.

Indriði Þorkelsson Ytra-Fjalli

Bagar hungur barninu,
bágt er það að vita,
einhver sæki Ólöfu
ofurlítinn bita

Indriði Þorkelsson Ytra-Fjalli

Farðu að sofa Solla á ný
svo að geispum linni
þar til betur birtir í
baðstofunni þinni.

Indriði Þorkelsson Ytra-Fjalli

Fékk þar telpan feitan slag,
flón gat pabbi verið,
sumars fyrsta föstudag
Fríðu gaf hann kverið.

Indriði Þorkelsson Ytra-Fjalli

Kalt er litlu lummunum,
líkna vill þeim enginn.
Pabba er hlýtt á höndunum,
hann skal verma drenginn.

Indriði Þorkelsson Ytra-Fjalli

Úti bylur hríð á hól,
húsin varla eygja má.
Raunamædd á rauðum kjól
röltir stúlka gólfi á.

Ketill Indriðason Ytra-Fjalli

Göngum eftir götum fornum,
gráu fjúki hyljast þær,
hristir móti hríðarkornum
hendur sínar yngismær.

Ketill Indriðason Ytra-Fjalli

Sérðu blessað sólskinið á suðurskýjum.
Ei þó blási anda hlýjum,
enn skal fagna degi nýjum.

Ketill Indriðason Ytra-Fjalli

Vera skaltu velkominn,
vinur hress og glaður,
heim að Fjalli í fyrsta sinn,
fárra vikna maður.

Ketill Indriðason Ytra-Fjalli

Þegar birtast bros á kinn
björtu augun skína
horfi ég í himininn
hugsa’ um auðlegð mína.

Ása Ketilsdóttir frá Ytra-Fjalli,
húsfreyja á Laugalandi við Ísafjarðardjúp

Sigfús Sigurþórsson., 1.5.2007 kl. 01:18

22 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já þetta eru skemmtilega vísur, Þorkell Guðmundsson var afi Ketils og Ása er fædd 1935 og þessi mynd er af Indriða á Skjaldfönn, móðir hans systir Ketils er Hólmfríður fædd 1906 og er á lífi, síðan get ég nefnt það að móðir Guðmundar Friðjónssonar skálds á Sandi í Aðaldal var systir Þorkels Guðmundssonar afa Ketils.

Hallgrímur Óli Helgason, 1.5.2007 kl. 08:53

23 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já kappi, þú ert skemmtilega umvafinn skáldum. Það er gaman af þessu.

Sigfús Sigurþórsson., 1.5.2007 kl. 09:01

24 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

og finnst ég er byrjaður að nefna skáldin í minni sveit, þá verð ég að nefna nokkur fleiri, s.s. Egil Jónasson á Húsavík, hann var frá Hraunkoti í Aðaldal sem er stutt frá mínu gamla heimili, Þórólfur bróðir hans var bóndi þar ágætur hagyrðingur líka, svo voru synir Guðmundar á Sandi þeir Bjartmar, Valtýr, Þórgnýr, Þóroddur og Baldur ágætis skáld og hefur eitthvað komið út eftir þá, kona Baldurs var Signý Hjálmarsdóttir og kom út eftir hana ljóðabók hún lést ung 1956, síðan Steingrímur Baldvinsson í Nesi gott skáld, kom oft í heimsókn til hans er ég var krakki hann lést 1968, Jóhanna í Árnesi dóttir hans gaf út nokkrar bækur, svo að síðustu Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum var ágætur hagyrðingur, þekkti hann vel, fór oft í heimsókn til hans með föður mínum.

Hallgrímur Óli Helgason, 1.5.2007 kl. 09:55

25 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahahaha, og bara aftur hahahaha, þú ert aldeilis sprungin út frá hagyrðinga fólki.

En ert þú ekkert að semja? eða einhverjir af þinni ungu kynslóð?

Þetta er glæsilegt.

Sigfús Sigurþórsson., 1.5.2007 kl. 10:06

26 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þórólfur væntanlega Jónsson og þá frá Hraunkoti, eitthvað kannast ég við þetta og eins Signý Hjálmarsdóttir.

Steingrímur Baldvinsson í Nesi - Þá á Húsavík eða nágrenni?

Sigfús Sigurþórsson., 1.5.2007 kl. 10:08

27 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

nei ég er nú ekki mikið skáld, en hef hnoðað saman vísum, Þórólfur Jónasson var bóndi á Hraunkoti bróðir Egils, Signý var kona Baldurs frá Sandi þau bjuggu á Bergi sem var rétt við Sand, Steingrímur var bóndi í Nesi í Aðaldal þar sem er kirkja, Jóhanna bjó í Árnesi sem er við hliðina á Nesi, var gift Hermóði Guðmundssyni frá Sandi, það er nú ekki mikið um það að yngri kynslóðin sé að yrkja annars er ég svolítið dottin út úr þessu þar sem ég flutti til Bolungarvíkur 1980, svo gleymdi ég að nefna einn hagyrðing í viðbót, Hreiðar Karlsson fyv. kaupfélagsstjóra á Húsavík, hann er giftur systir móður minnar, mig minnir að ljóðabók Signýjar Hjálmarsdóttir heiti Geislabrot.

Hallgrímur Óli Helgason, 1.5.2007 kl. 11:11

28 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já einmitt, ég er nú alveg að missa tökin á þessari ættfræði sem við erum búnir að fara yfir, ekki óeðlilegt þar sem ég er nú ekki mikill garpur í þessari íþrótt.

En það er gaman að velta sér uppúr þessu.

Sigfús Sigurþórsson., 1.5.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 158942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband