Sunnudagur, 29. apríl 2007
Er þetta nú ekki kvikindis skapur?
Karl greyinu er puðrað bara eitthvað út í geim, og Drottin hefur ekki nokkur tök á að hafa hald á sálu hans né samferða félagögum hans.
Og eins og hann sé nú ekki búin að þvælast nóg um geyminn, löngu orðið tímabært að hann fái að hvílast bara í kyrrð og ró, niður á 7 fetunum.
Svo er þetta bara orðið eins og einhverskonar úrgangs losunar aðferð, þessu er bara skotið burtu í kippum, núna losuðu þeir sig við 20 úrganga, hvernig er það eiginlega, ef ekki er pláss fyrir þá dauðu, og hvað svo, verður þá pláss fyrir mig? lifandi
Nei ég bara svona að velta þessu fyrir mér, er ekkert mikið veikari í dag en í gær, enda var ég svona líka í gær.
Vel tókst til þegar ösku leikarans James Doohan, sem er betur þekktur sem Scotty í Star Trek, var skotið út í geim frá skotpalli í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum í dag. Aðdáendur leikarans fjölmenntu og fögnuðu ákaft þegar ljóst var að Scotty var kominn út í geim. Ekkja leikarans, Wende, fylgdist með því þegar Doohan lagði í sína síðustu langferð.
Aska um 200 annarra manna, þar á meðal geimfarans Gordons Coopers, var einnig send út í geim með eldflauginni en fyrirtækið Space Services Inc. skipulagði þessa óvenjulegu útför. Geimfluginu hafði verið frestað ítrekað af ýmsum ástæðum en SpaceLoft XL eldflaugin lagði loks af stað í dag frá skotpalli nálægt bænum Hatch.
Þegar eldflaugin var komin í um 110 km hæð yfir jörðu losnaði hylki, sem innihélt öskuna, frá eldflauginni og lenti í um 50 km fjarlægð frá skotstaðnum. Ættingjar og vinir hinna látnu gátu síðan sótt öskuna þangað.
Doohan lést árið 2005, 85 ára að aldri en hann hafði þjáðst af Alzheimersjúkdómi. Hann hóf leik í feril sinn í útvarpi og sjónvarpsþáttum áður en hann sló í gegn sem vélstjórinn Scotty í Star Trek-sjónvarpsþáttunum. Persóna Doohans var þekktust fyrir að bregðast við fyrirskipunum frá áhöfn geimskipsins Enterprice: Beam me up, Scotty.
Doohan fæddist í Kanada og hafði mikla reynslu af leik í útvarpi og á sviði þegar hann fór árið 1966 í áheyrnarpróf fyrir nýja geimþætti, sem NBC sjónvarpsstöðin ætlaði að hefja framleiðslu á. Doohan fór með línurnar sínar með mismunandi hreimi. Framleiðendurnir spurði hann hvaða hreimur honum þætti heppilegastur. Ég taldi að röddin með skoska hreiminum væri valdsmannslegust," rifjaði Doohan upp síðar. Svo ég sagði þeim að ef þessi persóna ætti að vera vélstjóri þyrfti hún að vera Skoti."
Þeir sem vilja njóta þjónustu Space Services þurfa að greiða jafnvirði 35 þúsund krónur fyrir að láta senda gramm af ösku út í geim með þessum hætti. Frá og með árinu 2009 ætlar fyrirtækið að bjóða upp á að senda ösku út fyrir gufuhvolfið og sú þjónusta verður öllu dýrari.
Scotty skotið út í geim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Sjónvarp, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Breytt 30.4.2007 kl. 23:21 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi karlanginn, þá er hann floginn á braut.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.4.2007 kl. 08:44
Hvað ætli hefði verið hægt að veita mikla aðstoð til alnæmissmitaðrara barna í Afríku fyrir kosnaðinn af þessu?
Ester Sveinbjarnardóttir, 29.4.2007 kl. 08:46
Já Kristín Katla, hann þurfti að skjótast aðeins.
Þessa ferð greiða að stórum hluta aðstandendur þeirra dauðu og uppskotnu Ester.
Sigfús Sigurþórsson., 29.4.2007 kl. 08:59
Já en Sigfús oft veltir maður því fyrir sér þegar svona bruðl er í gangi hvort fólk sé með hjartað á réttum stað. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að verða svona, við eigum að láta okkur annað fólk varða.
Ester Sveinbjarnardóttir, 29.4.2007 kl. 09:03
Ég er svo tregur Ester, eða jákvæður, ég vill trúa því að þetta fólk sem er að ausa pening í þessa geymferð sé að gefa í góðgerðarmál eða láta eitthvað gott af sér leiða, en að sjálfsögðu er það einhverskonar draumar, sennilega er er verið að skjóta upp arfinum.
Sigfús Sigurþórsson., 29.4.2007 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.