Sakleysi barnanna.

Margt skemmtilegt og merkilegt dettur uppúr börnunum okkar, skemmtilegt og merkilegt vegna hreinskilningslegra spurninga eða svara þeirra.

Oft eru svona uppákomur kannski eingöngu skemmtilegar fyrir þá sem þekkja eða eiga það barn sem um ræðir hverju sinni, og þó, mér finnst alltaf gaman að heyra svona gullkorn hjá hverjum sem er.

 

Guðbjörg Sól var með vinkonu sinni sem er á svipuðum aldri og hún að leika sér hér heima í dagr, þær voru að vesenast með hamstrana og gefa fiskunum í 300 lítra fiskabúrinu, vesenast í tölvunum, maulandi kexköku drasl og perla, eftir það dró Guðbjörg Sól fram slatta að litabókum, og eina stóra svaka flotta litabók.

 

Vinkonan spurði hana hvort hún hafi ekki verið dýr, þessi fallega litabók.

 

Dýr? hvað er það? spyr Guðbjörg Sól, og virtist ekki fatta hvað Birta vinkona hennar var að meina.

 

Kostaði hún marga peninga? útskýrði Birta vinkona.

 

Æææi ég veit það ekki sagði Guðbjörg Sól, það skiptir engu með peningana!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Björgvinsdóttir

Halló. Ég er með eina sem alltaf vekur hlátur. Fjögurra ára dóttursonur minn var með mér eitt sinn í fjárhúsi um sauðburð og hittist svo á að ein ærin var að bera. Við horfðum á standandi upp í garðanum. Þá datt mér í hug að nú væri tækifæri til að fræða guttann eilítið um lífið og tilveruna og segi. Einu sinni komst þú nú svona úr mömmu þinni. Já sagði hann og skildi allt á augabragði. Einu sinni var líka mamma mín rolla.

Sigrún Björgvinsdóttir, 26.5.2007 kl. 20:28

2 identicon

Krakkar eru yndisleg

Birna Dis Vilbertsdóttir 26.5.2007 kl. 21:27

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það gétur verið alveg yndislegt að hlusta á blesssaða einglana, sérstaklega ef fullorðnir eru ekki nálægt. Þau gefa lífinu gildið sem þarf.

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Börn eru yndisleg.

Svava frá Strandbergi , 26.5.2007 kl. 23:48

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Yndislegt! Og væri ekki gaman ef satt væri.

Góð Rollusagan. hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 27.5.2007 kl. 00:10

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já það er alveg með eindæmum hvað getur oltið uppúr uppúr þeim, og ávallt svo saklaust og innilegt.

Sigfús Sigurþórsson., 28.5.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband