Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

        

Finnst sá ætíð fátækur
Fjöllin hæstu krýnir
Hann er aldrei hýrleitur
Hölda friði týnir

.

ATH: Svarið við þessari gátu eru 4 orð, 1 við pr. línu.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það er að sjálfsögðu hárrétt Gunnar Þór.

           

 

 

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.09,23

Rétt svar er:  Eiríkur - Snær/Jökull - Ljótur/Grettir  - Friðþjófur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 27.5.2007 kl. 09:49

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá kemur hér aukagáta:

Eins og nóttin er eg blakt,

upp þó flest í heimi lýsi,

mörgu frá þó skýri skakt,

skylt er mig að allir prísi.

Sigfús Sigurþórsson., 27.5.2007 kl. 09:50

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og að sjálfsögðu varstu fyrstur með rétt svar við þessari aukagátu Gunnar Þór.

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.10,06

Rétt svar er:  Prentstafir

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 27.5.2007 kl. 10:48

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og tillum hér inn einni léttri:

.

Lítil hreyfing heitir það.
Hárið fór af sínum stað.
Verki litlu vann hann að.
Vænt er skarðið, eða hvað?

Sigfús Sigurþórsson., 27.5.2007 kl. 10:49

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gerðu aðeins betur Málfríður eða aðrir.

Skalli er of sterkt til orða tekið, þannig að ekki er það rétta orðið.

Sigfús Sigurþórsson., 27.5.2007 kl. 11:27

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei kappi, ég mundi segja að Málfríður hafi verið heytari.

Sigfús Sigurþórsson., 27.5.2007 kl. 14:08

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nákvæmlega Gunnar Þór, vik er svarið.

Rétt svar barst við auka gátu kl.22,37

Rétt svar er:  Vik

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 28.5.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

224 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband