Ég er búinn að henda fullt af bloggvinum út - Ég er búin að hreinsa til í bloggvina skránni minni.

 

Þetta eru fyrirsagnir sem maður hefur séð hér á blogginu.

 

Er dónaskapur að henda bloggvinum út?

 

Hér á þessu ágæta blog.is er margt skemmtilegt fólkið, ég hef þá trú að hver manneskja hér hafi og eigi eitthvað sérstakt í sér sem enginn annar hefur eða á.

 

Öðru hverju sér maður færslur þar sem síðustjóri er að hóta og eða henda út bloggvinum!

 

En ég hefi lengi velt fyrir mér af hverju þetta fólk er að henda út fólki sem það á annað borð gerði að bloggvini, annað hvort að ósk hins aðilans eða eins og maður hefur orðið vitni að, að það er að henda út fólki sem það sjálft óskaði eftir að gerðist bolggvinur.

 

Þetta bara skil ég einganveginn, jú jú, sumir eru með hótanir til að fá fleiri heimsóknir og commennt, en er það siðferðislega rétt að óska eftir að einhver gerist bloggvinur, og svo ef sá þóknast viðkomandi ekki, þá er bloggvininum hent út eins og einhverju rusli, þessi bloggvinur hafði akkvurat ekki gert neitt af sér nema að samþykkja viðkomandi sem bloggvin, að hans ósk, þetta finnst mér argasta ósvífni og á þetta fólk að skammast sín sem svoleiðis hagar sér.

 

Að sjálfsögðu getur komið upp að einhver bloggvinur hefur í frammi dónaskap og óvirðingu jafnvel við bloggvin, og er þá að sjálfsögðu eðlilegt að henda þeim bloggÓvin út.

 

Svo koma sumir með þá afsökun að þeir þurfi að taka til, svo auðveldara sé að heimsækja bloggvini, þetta er akkvurat eingin afsökun, ef búið er að óska eftir að einhver verði bloggvinur eða einhver hefur verið samþykktur sem bloggvinur, á hann fullan rétt á að vera inni, það er mín skoðun, annað er dónaskapur, þeir sem vilja sortera bloggvini, geta gert það á ákaflega einfaldan hátt, og það er að setja viðkomandi GÓÐA fólkið í sér möppu, eins og jú sumir gera hér.

 

Ég mundi skammast mín ákaflega, að koma fram við fólk hér eins og ég hafi einhvern rétt á því hvort það commenti hjá mér eða ekki, og ekki kemur til greina að ég hendi út bloggvini sem EKKERT hefur gert af sér, EKKI EINUSINNI commentað hjá mér, hvað þá sýnt mér dónaskap eða óvirðingu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Jamm en þú gleymdir einu,,,,, svo er maður að fikta á eitthvað sem maður kann ekki á og hendir óvart út bloggvini   það er súrt í broti.  Ég tók eftir því um daginn að ég var ekki lengur bloggvinur hjá einum sem hafði beðið mig um að vera bloggvinur.  Kanski fannst honum ég svo leiðinleg að hann henti mér út, eða það hefur farið eins fyrir honum og mér sem óvart henti út?

Mér finnst gaman að fylgjast með skrifum fólks og einfaldastaleiðin til að ná contact er að vera bloggvinur.  En það er enginn að skuldbinda sig til að lesa allt sem bloggvinur skrifar eða að vera samþykkur öllu því sem bloggvinur skrifar.  Það er líka mjög skemmtilegt að rökræða við þá sem hafa annað sjónarhorn en maður sjálfur, gefur manni tilefni til að skoða betur huga sinn. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.6.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: halkatla

ég er sammála þessari grein

halkatla, 21.6.2007 kl. 15:32

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ég held ég tæki ekki eftir því þótt einhver henti mér út....

ekki að ég sé utan við mig.....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.6.2007 kl. 16:08

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þannig eru þessir listar, sumir eru virkilega að nota sér bloggvinalistann, aðrir minna, og er bara ekkert athugavert við það.

Víst er það rétt Ester, að sjálfsögðu getur komið fyrir að fólk geri einhverja skyssu sem það ætlaði sér alsekki, en við erum náttúrulega ekki að tala um það hér.

Hvort sem fólk á fáa eða marga bloggvini breytir það ekki rétti þeirra að vera á listanum, hafi maður óskað eftir eða bloggvinurinn óskað eftir að vera á listanum á annað borð, og maður hefur samþykkt veru hanns þar.

að sjálfsögðu hafa allir rétt á að henda öllum út, en er það siðferðislega rétt að gera slíkt? ef viðkomandi hefur ekki sýnt dónaskap eða held svívirðingum yfir viðkomandi.

Ég held nú að flestir sem eru að standa í svonalöguðu séu að senda restinni á listanum þau skilaboð að ef það standi sig ekki í að lesa og commennta hjá þeim hnedi viðkomandi þeim út, og eru þessi skilaboð þvyngunaraðferð til að fá meyri lestur og comment.

Alveg er mér slétt sama þótt fólk hendi mér út, því þá sannar það fyrir mér að þetta var alsenginn bloggvinur, puntur basta.

Sigfús Sigurþórsson., 21.6.2007 kl. 20:39

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mjög góð skrif hjá þér. Algjörlega sammála þeim.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.6.2007 kl. 21:25

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Fáa en góða , mín skoðun kv.

Georg Eiður Arnarson, 21.6.2007 kl. 23:17

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Flott hjá þer Sigfus/eg hefði ekki orðað þetta betur/enda engin snillingur /Hann Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 21.6.2007 kl. 23:52

8 identicon

"Kammerat" Sigfus.  Eg er buin ad vera fjarri godu gamni undanfarid - og nu kem eg "timabundid til baka" og finn allt breytt hja ther.... eg er ekki alveg viss um hvort thad er til hins betra eda...... En allavega - bara til ad lata thig vita, hvad eg hef gaman ad gatunum thinum - i hvert skipti sem eg kemst inn til ad "tekka" a theim.  Bestu thakkir, E.

Edda 24.6.2007 kl. 01:28

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Betra er seint að svara en aldrei, er búinn að vera að njóta sveitasælunnar alla helgina og komst bara ekki í netsamband.

Kærar þakki KÆRU bloggfélagar.

Sigfús Sigurþórsson., 25.6.2007 kl. 00:55

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ps. Edda, þú tekur þetta að sjálfsögðu til þín, þótt þú sért ekki með Mbl blogg síðu, ertu bloggféagi minn fyrir það, og það góður.

Sigfús Sigurþórsson., 25.6.2007 kl. 00:57

11 identicon

Nei, nei felagi - alls ekki.... bara ad tekka a malunum!! En eins og vid vitum, tha kemur thetta allt med kalda vatninu - er thad ekki bara?? Takk fyrir og bestu kvedjur, E.

Edda 25.6.2007 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

241 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband