Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hvernig myndast ský?

Í náttúrunni streymir loftið upp á við af ýmsum ástæðum.  Þannig myndast ólík ský.

skya.gif (35697 bytes)Ef litlir blettir á jörðinni hlýna af sólskini, myndast einstök ský, þegar hlýja loftið streymir upp og rakinn þéttist.  Við köllum þetta HITAUPPSTREYMI, og skýin eru þá oftast slétt að neðan, en alþakin keppum eða kúlum að ofan, líkt og blómkálshaus.  Þau líkjast þá bólstruðu sæti, og við köllum þessi ský BÓLSTRASKÝ.  Þau eru algeng, sérstaklega á hlýjum sumardögum.  Þau myndast þá yfir þeim stöðum á landi, sem sólin hitar mest, til dæmis suðurhlíðum fjalla.  Á sama tíma getur verið heiðríkt yfir sjónum, sem hlýnar ekki eins mikið. Sandar hitna líka meira en mýrar.  þegar þessi bólstraský eru orðin til, oftast rétt yfir fjöllum, fara þau að hreyfast með vindinum, sem þar er, og hann er oft annar en vindurinn niðri við jörð.

skyb.gif (28846 bytes)Við skil streymir loft líka upp á við.  Það er hlýja loftið, sem lyftist yfir það kalda og kólnar þá og þéttist og myndar ský.   En þetta gerist á belti sem er oft eins breitt og Ísland.  Þessi ský ná þess vegna yfir geysistór svæði og þekja allan himininn.  Við köllum þau SKÝJABREIÐUR.

skyc.gif (29761 bytes)Þegar loft streymir í áttina að fjalli og verður að blása upp eftir hlíðum þess, myndast oft ský þeim megin ofan til á fjallinu.   Við köllum þau VINDSKAFIN SKÝ, af því að þau eru stundum aflöng og mjókka til endanna. Hinum megin við fjallið streymir loftið niður, og þar er þá oft heiðskýrt, eða þá minni vindskafin ský. Loft getur kólnað án þess að streyma upp á við.   Það getur stundum blásið yfir kaldari sjó eða land, sem kælir það.   Þá myndast skýin alveg niðri við jörð, en það köllum við ÞOKU.   Þoka er sem sagt ekki annað en ský niðri á jörðinni.

Ský myndast á mismunandi hátt (bólstraský, skýjabreiður) og útlit þeirra er ólíkt því.  Þau myndast líka í mismunandi hæð.  Eftir þessu tvennu, útliti og hæð, er skýjum skipt í tíu tegundir.

LÁGSKÝ eru lægst allra skýja, og neðra borð þeirra er aldrei meira en í 2000 metra hæð yfir jörð.  Til lágskýja teljast ÞOKUSKÝ, FLÁKASKÝ, BÓLSTRASKÝ OG SKÚRASKÝ.

MIÐSKÝ eru á hæðarbilinu 2000 - 5000 metrar.   Þau skiptast í NETJUSKÝ, GRÁBLIKU OG REGNÞYKKNI.

HÁSKÝ eru í meira en 5000 metra hæð yfir jörðu.   Þau skiptast í KLÓSIGA, BLIKU og MARÍUTÁSU.

skyd.gif (91956 bytes)
Lýsing skýjategunda:

Þokuský
Ýmis jöfn og gráleit hula eða gráar skýjadreifar, sem berast fremur hratt yfir loftið. Stundum lyftir þoka sér frá jörðu og verður að þokuskýjum.
Netjuský
Öldóttar skýjabreiður, stórar eða smáar.   Oft eins og litlar hvítar öldur með heiðríkjubletti á milli, en stundum stærri gráir og skuggalegir keppir.
Flákaský
Öldóttar skýjabreiður, með stórum gráum hnoðrum eða löngum skýjagöndlum, ná stundum yfir allt loftið.  Algeng haust og vetur.
Gráblika
Ljósgrá og jöfn skýjabreiða, sem nær oftast yfir allt loftið. Gegnum þau sést sólin eins og lítill hvítur hnöttur með óskýrum útlínum.
Bólstraský
Ljósleit á efra borði með sléttu neðra borði.  Geta líkst bómullarhnoðrum (góðviðrisský) eða verið háreistari og hnyklast þá líkt og reykjarstrókar.
 
Regnþykkni
Dökk eða grá skýjabreiða sem nær oftast yfir allt loftið, með langvinnri rigningu eða snjókomu (ekki skammvinnar skúrir eða él, þá væru þetta skúraský).
Skúraský (stundum þrumuský)
Þau myndast, þegar bólstraský verða mjög háreyst.  Minna oft á hrikaleg fjöll eða fjallgarða.  Þeim fylgir skúrir eða snjóél, en stundum þrumuveður eða hagl.
Klósigar
Þunnar, fíngerðar og hvítar trefjar eða fjaðrir hátt í lofti. Stundum líkt og komma í laginu (vatnsklær).

 
Blika
Ljósleit þunn skýjaslæða, ýmist á öllu loftinu eða hluta þess.  Sól skín í gegnum blikuna, svo að hlutir varpa skuggum.  Oft er stór hvítur hringur í kringum sólina (rosabaugur).
Maríutása
 Hvítir og smáir skýjagárar hátt í lofti (ullin hennar Maríu guðsmóður!).  Fremur sjaldgæf ský.
 
Ég hef ekki fundið út hvorki hver tók saman.
Skemmtilegar skýjamyndir á þessari vefsíðu.

mbl.is Skýjahöll yfir Vík í Mýrdal valin mynd ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru það peningarnir eða

SS665666

 

Mér hefur nú alltaf þótt þessi klæðnaður afar spennandi, en að velja þessar vörur af öllum ítil að stela botna ég ekkert í. Ætli það hafi ekki verið peningarnir sem fólkið var að hugsa um? kannski liggja einhverjar allt aðrar hvatir á bakvið ránið.

 

mbl.is http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1260996

 

ATH ATH: Ég fjarlægði síðustu færslu vegna þess vefsíðan sem ég vitnaði í er sennilega ekki við líði lengur, biðst forláts.


Ææ er þetta nú nauðsinlegt?

SSTrade_CenterEr virkilega nauðsinlegt að vera að ýfa upp þennan hörmulega atburð loksins þegar kannski sár eru máské að byrja að gróa?
mbl.is Brot úr beinum gætu hafa verið notuð til landfyllingar í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill ekki vera mem?

SSolkrusÞað er náttúrulega alveg svivirðilegt að tengja Ölgerðina við svona keppni, þetta er keppni um að drekka áfengan bjór og það vill Ölgerðin sjálfsögðu ekki koma nálægt, þeir hafa ábyggilega HARÐBANNAÐ þeim að láta nafnið Ölgerðin eða nafnið á þeim drykkjum sem þeir framleiða sjást nokkurstaðar.
mbl.is Ölgerðin kemur ekki að drykkjukeppni með neinum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú bíða pólitískir atvinnuleysingjar.

SS3453245Nú þegar enginn veit hvaða flokkar verða við stjórnvölinn næstu árin sitja atvinnulausir einstaklingar sem meyra eru pólitískari í sér en aðrir og bíða með að ráða sig í vinnu hjá Ríki og bæ.

Hjá Ríkinu eru fullt af lausum störfum heyrði ég fleygt í dag og kíkti þess vegna eftir því á vefnum og ekki get ég séð betur en að það sé rétt, ástæðan fyrir fyrirsögninni er að maður svo oft heyrt fólk segja að það ráði sig ekki í vinnu hjá Ríkinu vegna þess að þessi eða hinn flokkurinn sé við völd.

Ég verð nú að segja eins og er, nei annars, held ég sleppi því bara.

En hér eru vefslóðir þar sem hægt er að sjá fullt af lausum störfum, mikið sem kom inn bara í dag og síðustu daga.

http://www.mbl.is/mm/atvinna/starf.html?adno=571745;count=0

 

http://starfatorg.is/


Verð að segja frá þessum.

Ég og vina hjón mín vorum að rabba saman um daginn og veginn í gær, og á meðan var dóttir mín og 9 ára (að ég held 9 ára) sonur þeirra að leika sér á stofugólfinu beint fyrir framan okkur á meðan.

Pabbinn sem er nokkuð mikill áhugamaður um pólitík er að fræða okkur um hversu málefnalaus flokkur Íslandshreyfingin sé, við, ég og kona hanns hlustuðum með þokkalegri athygli og vorum ekkert að spá í börnin, nema hvað að allt í einu rís stráksi upp og styllir sér upp fyrir framan pabba sinn og segir, ég er búinn að fatta hverjum Ómar ætlar að hjápa,,,, núúúú sagði pabbi hanns, og hverjum ætlar hann svo sem að hjálpa?    Nú auðvita öllum sem bíta gras.

Og þar hafi þið það, ekki skrökva blessuð börnin.


Þetta er nú vægast sagt óréttlátt.

Mahmoud_Ahmadinejad34Það er nú hreint og beint ófyrirgefanlegt ef þetta er rétt með farið í fréttinni, Bandaríkjastjórn neitar þessu hinsvegar.

Í frettinni segir meðal annars:

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, verður ekki viðstaddur fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun, þar sem rætt verður um kjarnorkuáætlun Írans.

„Ekkert verður af ferð Ahmadinejads forseta hingað sökum þess hve Bandaríkin hafa verið sein með að útvega honum vegabréfsáritun,“ sagði heimildarmaðurinn.

Þessu hafa bandarísk stjórnvöld neitað.


mbl.is Íransforseti ekki viðstaddur fund öryggisráðs SÞ; vegabréfsáritunin of lengi á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hélt hún væri að hrapa.

ab380-006Ég hélt hreilega að flugvél væri að hrapa einhverstaðar afar nálægt mér, þaut út að glugga og (hvernig segja krakkarnir?) DÍSÚS KRÆST, og ég bý í Hafnarfirði, þannig að hún var ekki að lenda á flugvelli hér, og ekki að heimsækja mig, það er víst.

Þessi flugvél getur borið allt að 840 farþega og dróst hjá framleiðendum um 2 ár að afhenda vélina og vegna þess hefur þurft að segja upp um 10 þúsund starfsmönnum Airbus-verksmiðjanna. og tafirnar hafa kostað Airbus meira en sex milljarða bandaríkjadala.

  Airbus A380 er engin smá smíði og sennilega ekki mikið leikfang, alla vega ekki Jón og séra Jón.

Vonandi verðum við ekki með svona skrímsli fljúgandi þvers og kruss yfir okkar annars friðsælu bæjum.

Bætt inn í færslu eftir á:

http://www.visindi.is/index.php?aAction=showMore&nID=199&topCat=4

http://www.jonar.is/frettir/nr/214

http://ruv.is/heim/frettir/mobile/frett/store64/item85899/


mbl.is Stærsta farþegaþota í heimi yfir Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband