Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Af hverju vill ég stækkun ÁLVERSINS?

Nú göngum við Hafnfirðingar að kosningaborðinu þann 31 mars, ekki er að undra þótt fólk sé í óvissu með hvort það eigi að vera með eða á móti stækkun álversins, en hafa ber það í huga að ef við höfnum því núna eru litlar líkur á að við afturkallað þau mistök.

Af hverju vill ég stækkun? Ég hef tekið saman nokkra punkta sem gera það að verkum að ég er harðákveðinn í því hvað ég muni kjósa, hér koma nokkrir af þeim sem ég hef tekið saman ásamt fleyri upplýsingum:

Fréttamynd 419139

31. mars nk. göngum við Hafnfirðingar að kjörborðinu til að kjósa um framtíð Álversins/ISAL í Straumsvík. Það er deginum ljósara að fái fyrirtækið ekki að stækka og dafna mun því verða lokað í nánustu framtíð.

 

 

Álverið í Straumvík hefur verið starfrækt frá því árið 1969, eða í 38 ár.

 

Hversu hættulegur er bíll á 1 km hraða?
Bent hefur verið á athyglisverðan samanburð á magni brennisteinsdíoxíðs við mælingarstöðina á Hvaleyrarholti og hraða á bíl. Í þessum samanburði er hámarkshraði bílsins, t.d. 30 km í íbúðarhverfi, sambærilegur við hæstu leyfilegu mörk brennisteinsdíoxíðs. Þá verður meðalhraði bílsins 0,2 km á klukkustund á ári, en kemst einstaka sinnum upp í 1 km hraða og örfáum sinnum á ári fer hann á 2 km hraða. Tvo mánuði ársins stendur hann síðan kyrr.

 


Hreyfimynd af stækkuðu álveri.

Búið er einnig að setja saman stutta kvikmynd um álverið í Straumsvík og fyrirhugaða stækkun þess og er hægt að skoða hana með því að smella hér .

Enginn vafi er á því að Hafnarfjarðarbær mun að fullu njóta aukinna skattgreiðslna frá Alcan á Íslandi, þótt tafist hafi að samþykkja lagafrumvarp þess efnis.

Við stækkun álversins í Straumsvík verða til um 1200 ný og varanleg störf, þar af um 350 bein störf hjá fyrirtækinu og ríflega tvöfalt fleiri afleidd störf vegna aukinna umsvifa. Heildarstarfsmannafjöldi hjá álverinu verður þá um 850, það munu skapast 550 ný störf í Hafnarfirði.

Yfir 100 fyrirtæki í Hafnarfirði áttu bein viðskipti við álverið á síðasta ári.

ISAL er vottað af umhverfisstaðlinum ISO 14001 eitt fárra fyrirtækja í þessu landi.

Álverið er hluti af nýjasta iðnaðarsvæði okkar Hafnfirðinga.

 Umræður um áhrif loftmengunar frá álverinu í Straumsvík hafa verið á miklum villigötum. Dæmi um það eru þær ásakanir um að losun brennisteinsdíoxíðs sé skaðleg fyrir fólk í nágrenni verksmiðjunnar en slíkar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast, eins og sérfræðingur Umhverfisstofnunar hefur staðfest í fjölmiðlum (sjá hér).  

Ef niðurstöður loftgæðamælinga í nágrenni álversins eru skoðaðar kemur í ljós að styrkur brennisteinsdíoxíðs í lofti var á síðasta ári að meðaltali um 0,56 míkrógrömm á rúmmetra, sem er rúmlega 200 sinnum minni en það magn sem þykir skaðlegt.

Alcan rekur fimmtán álver í heiminum og álverið í Straumsvík er svona í meðallagi stórt og er framleiðslan þar er um 1/15 af heildarframleiðslu Alcan.

Stór hluti raflína að álverinu í Straumsvík verður lagður í jörðu samkvæmt nýju samkomulagi Alcan og Landsnets. Álverið greiðir kostnaðinn og Hafnarfjarðarbær mun ekki bera neinn kostnað af breytingunum. Ekki stendur aðeins til að nýjar línur fara í jörð heldur líka hluti þeirra sem fyrir eru. Sú kvöð fylgir þessu samkomulagi að stækkun álversins verði samþykkt í kosningunum á laugardag.

Þjónustufyrirtæki eru ríflega 800 á öllu landinu og yfir hundrað í Hafnarfirði. Fimmta hvert fyrirtæki í Hafnarfirði hefur lifibrauð sitt alfarið eða að hluta til frá Alcan Ísal, fyrir utan það að fyrirtækjunum mun fjölga verulega má búast við að tekjur fyrtækjanna tvöfaldist.

Samkvæmt útreikningum sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Alcan á Íslandi og skilaði af sér í síðustu viku munu beinar tekjur bæjarfélagsins af starfsemi álversins, verði stækkun þess heimiluð, verða um 800 milljónir króna á ári. Aðrar tekjur bæjarsjóðs vegna aukinna umsvifa fyrirtækja sem eiga viðskipti við álverið og annarra afleiddra starfa og umsvifa atvinnulífs í Hafnarfirði verða um 600 milljónir króna skv. útreikningum hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins. Þetta jafngildir alls ríflega 60 þúsund krónum á hvern bæjarbúa eða um 250 þúsundum króna á ári fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu.

Umhverfisnefnd Staðardagskrá 21 leggst ekki gegn því að tillaga Alcan að deiliskipulagi fyrir stækkun álversins í Straumsvík.

Fyrirtæki og verkalýðsfélög styðja stækkun.

Stjórn MÁLMS – samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, vekur athygli á mikilvægi stækkunar álversins í Straumsvík fyrir vöxt og viðgang íslensks málm- og véltækniiðnaðar. Undanfarna áratugi hafi þjónusta við álverið verið meginverkefnastoð margra fyrirtækja í greininni.

Á stjórnarfundi Verkstjórafélags Hafnarfjarðar, sem haldinn var 17. mars síðastliðinn, var samþykkt stuðningsyfirlýsing við stækkun álversins í Straumsvík. Verkstjórafélagið segir að þar starfi margir af félagsmönnum sínum og njóti góðrar starfsaðstöðu.

Félag vélstjóra og málmtæknimanna leggur áherslu á að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað, enda verði stækkunin unnin í sátt við umhverfissjónarmið og fullnægi öllum skilyrðum um mengunarvarnir. Þetta var samþykkt á fundi félagsins á dögunum.

Verkalýðsfélagið Hlíf mælir með stækkun álversins í Straumsvík og skorar á Hafnfirðinga að greiða stækkun álversins í Straumsvík atkvæði sitt í væntanlegri atkvæðagreiðslu og renna með því styrkari stoðum undir atvinnulífið í bænum.

Alcan hefur samið við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um að útvega þá raforku sem þarf til aukinnar álframleiðslu í Straumsvík. Umsamið meðalafl til nýs hluta álversins í Straumsvík er 465 megavött og umsamin árleg orkukaup 4.074 gígavattstundir. Núverandi orkusamningur er um 335 megavött og 2.932 gígavattstundir.

Heildarkostnaður við stækkunina er áætlaður um 1.200 milljónir bandaríkjadala, eða rúmlega 80 milljarðar íslenskra króna á núverandi verðlagi.

Umhverfisstofnun gaf út starfsleyfi fyrir stækkað álver í nóvember 2005 og það hefur þegar tekið gildi. Í starfsleyfinu eru enn strangari umhverfiskröfur en gerðar voru í samþykktu umhverfismati vegna stækkunarinnar.

Líklegt er að fasteignagjöld af stækkun álversins verði í fyrstu um 400 milljónir króna á ári, eða ríflega 200 milljónir króna umfram það sem greitt yrði af öðru iðnaðarhúsnæði á svæðinu. Þetta bætist við fasteignagjöld af húsum og lóðum sem Alcan á nú á svæðinu, en þau nema líklega nálægt 250 milljónum króna á ári. Alls yrðu fasteignagjöld af álveri Alcans þá um 650 milljónir króna á ári. Hafa ber í huga þegar þessar fjárhæðir eru skoðaðar að húsakostur Alcans eru afskrifaðar mun hraðar í fasteignamati en flest annað atvinnuhúsnæði.

Margir hafa mjög ranga sýn á starfsemi ISAL. Þeir halda að starfsfólkið starfi við óviðunandi mengun allan daginn og óþrifalegar aðstæður. Þetta er á miklum misskilningi byggt. Það segir sig sjálft að starfsfólk myndi ekki vinna hjá ISAL í 30 til 35 ár ef aðbúnaður starfsmanna væri ekki góður.

Orkusamningar ISAL renna út árið 2014, eftir 7 ár og engin veit hvað gerist eftir það. Að óbreyttu gæti þá lokun verksmiðjunnar blasað við.

Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifaði nýlega athyglisverðan pistil. Þar kemur hann inn á þau sjónarmið sem víða heyrast, að ekki sé þörf á nýjum störfum í tengslum við stækkað álver í Straumsvík, vegna þess að það sé svo mikil þensla í þjóðfélaginu og nóg um atvinnu.
     Í grein sinni spyr Sveinn:
Þurfum við tekjur og störf? 
"Vitað er að tekjur bæði ríkis og Hafnarfjarðarbæjar munu stóraukast
svo nemur mörgum milljörðum á ári ef stækkun álversins verður að veruleika. Andstæðingar framkvæmdanna telja það raunar alls óviðeigandi að draga slík aukaatriði inn í umræðuna. Þá er gert lítið úr þeim vel launuðu störfum sem verða til við stækkun verksmiðjunnar. Það er greinilegt að verulegur hópur fólks á Íslandi telur það litlu eða engu máli skipta hvort við nýtum orkulindir þjóðarinnar til að skapa útflutningstekjur, ný störf og skatttekjur til ríkis og sveitarfélaga.


Hagvöxtur á Íslandi hefur verið verulegur undanfarin ár. Gallinn er bara sá að hann byggist að verulegu leyti á einkaneyslu. Viðskiptahalli er mikill og viðvarandi. Hagvöxturinn er sem sé að verulegu leyti tekinn að láni erlendis. Allar nágrannaþjóðir okkar keppast við að laða til sín erlenda fjárfestingu og byggja upp varanlegan hagvöxt með útflutningi vöru og þjónustu. Það er ills viti ef íslenska þjóðin er farin að trúa því að við þurfum ekki á því að halda að nýta auðlindir okkar til að skapa útflutningsverðmæti og vel launuð störf. Margir virðast halda að verðmætasköpun sé aðallega á hendi ríkis og  sveitarfélaga en litlu máli skipti hvort fyrirtækin fara eða vera, lifa eða deyja. En það er auðvitað argasta vitleysa. Við getum ekki til lengdar lifað á því að flytja inn og selja hvert öðru flatskjái og bíla, fjármagnaða með erlendum lánum. Vonandi þarf ekki stórkostleg efnahagsáföll til þess að sannfæra þjóðina um að við þurfum á arðbærri framleiðslu og útflutningstekjum að halda."

Á þeim 40 árum sem álverið hefur starfað hér í Hafnarfirði hafa myndast gríðarlega sterk viðskiptatengsl inn í iðnaðar- og atvinnulíf okkar Hafnfirðinga. Á þessum árum hefur skapast mikil þekking á þessari starfssemi og ný fyrirtæki orðið til, út frá starfsemi álversins.

Hagur Hafnarfjarðar mótmælir harðlega þeim ítrekuðu rangfærslum sem Sól í Straumi fær að flytja sem sannleika í íslenskum fjölmiðlum. Þannig hafa samtökin komist upp með að rangfæra tölur og staðreyndir og sá tortryggni.
Flestir fjölmiðlar hafa gagnrýnislaust flutt fréttir frá Sól í Straumi þó svo að staðreyndir hafi vísvitandi verið sniðgengnar. Einu fjölmiðlarnir sem hafa sýnt öllum sjónarmiðum sömu virðingu eru Fjarðarpósturinn og Víkurfréttir.
Hagur Hafnarfjarðar vill koma eftirfarandi á framfæri. Sól í Straumi og hagsmunaaðilar þeim tengdir eru að reka einhverja stærstu og dýrustu kosningabaráttu sem hagsmunasamtök hafa staðið fyrir á Íslandi. Framtíðarlandið hefur eytt tugum milljóna í gerð auglýsingaefnis, dýra auglýsingaherferð og fundi þar sem skilaboðin er fyrst og fremst gegn stækkun álversins. Hafnarfjarðarleikhúsið er þessa dagana að sýna uppfærslu á áróðursverki Andra Snæs. Fjölmiðlar hafa nú innanborðs yfirlýsta stuðningsmenn Framtíðarlandsins og virðast yfirmenn þeirra stofnana ekki gera athugasemdir við þennan opinbera stuðning starfsmanna sinna. Við spyrjum: Er þess gætt að þessir fréttamenn hafi ekki áhrif á fréttaflutning af íbúakosningunni?
Fulltrúar Sólar í Straumi hafa átt ótakmarkaðan aðgang að fjölmiðlum og fengið að segja sína útgáfu af sannleikanum. Fulltrúum Hags Hafnarfjarðar hefur ekki verið boðið upp á slík viðtöl.
Við teljum það sanngjarna kröfu af okkar hálfu að fá að koma okkar sjónarmiðum að með sama hætti og fulltrúar þeirra sem á móti eru. Hefur eitthvað breyst á Íslandi? Eru okkar skoðanir ekki jafn réttháar og skoðanir þeirra sem flokka sig sem umhverfisverndarfólk?
Hagur Hafnarfjarðar eru samtök fólks sem óttast um vinnu sína verði stækkun hafnað. Við minnum á að fimmta hvert fyrirtæki í Hafnarfirði á afkomu sína að hluta eða öllu leiti undir viðskiptum og þjónustu við álverið. Á annað þúsund hafnfirðinga eiga lífsafkomu sína undir þessum fyrirtækjum. Eigum við í það minnsta ekki skilið sanngirni í umfjöllun fjölmiðla?  Ingi B. Rútsson formaður Hags Hafnarfjarðar 

 

SigfúsSig.

Ps. Breytt kl.12.25: Letur stækkað.


Mbl.is lang vinsælasti vefurinn.

Þessu er ég ekki hissa á.

Vefmiðla lesendur heimsóttu mbl.is að meðaltali 70,2 í síðustu viku, en vísi.is að meðaltali 44,3 sinnum. Þátttakendur á aldrinum 20-29 ára heimsóttu mbl.is oftast, eða að meðaltali 86,4 sinnum, en sami hópur heimsótti vísi.is 53,8 sinnum.

Og karla oftar en konur.


mbl.is Skoða mbl.is að meðaltali tíu sinnum á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggðalögin þola ekki lækkun á aflareglu.

Bolungarvík

Guðmundur Halldórsson, fyrrverandi formaður smábátafélagsins Eldingar, segir í samtali við fréttavefinn bb.is að smærri byggðalög á Vestfjörðum muni ekki þola að aflaregla á þorski verði færð niður úr 25% í 22%, líkt og Hafrannsóknastofnun lagði til síðasta sumar.

Að sögn Guðmundar myndi þessi breyting jafngilda ríflega 50 þúsund tonna niðurskurði á landsvísu að verðmæti 130 milljarða króna. Þá reiknast honum til að í Bolungarvík einni saman jafngildi þetta niðurskurði um 1.150 tonn af þorski að verðmæti tæplega þriggja milljarða króna. Tapað aflaverðmæti á ári væri þá um 230 milljónir. „Byggðalögin þola þetta ekki“, segir Guðmundur.

Til hvers niðurskurð?

Það er hreinlega sama hvar sjómenn ætla að bera niður veiðarfæri eftir öðrum fisktegundum er þorskurinn undantekningalaust "fyrir"

Er ekki lag núna? að aðstoða smábátaútgerðina? sífellt er verið að blaðra um að rétta hlut hennar en ekkert er gert. Mikill hluti landsbyggðarinnar stendur og fellur með þessum smábátum og því ekki að gera eitthvað núna, það mundi svo sem ekkert laga kvótakerfið, en það gæti gert það að verkum að fólk á landsbyggðinni sem ekki getur tekið sér neitt annað fyrir hendur mundi kannski skrimta þar til lausn finnst á kvótakerfinu sem gjörsamlega er að þurrka út sjávarplássin.

Venus HF-519

Sumir hafa nú heldur ekki efni á að missa af kvóta sínum.

38 skip fá þorskkvóta í rússnesku lögsögunni í Barentshafi

24.3.2007 Búið er að úthluta þorskkvótanum sem Íslendingar hafa leyfi til að veiða í rússnesku lögsögunni í Barentshafi á þessu ári. Kvótinn er 2008 tonn og skiptist hann á milli 38 skipa.

 

 

 

Og loðnuskipin, sem enn leita að loðnu eftir að kvótinn var aukinn, finna ekkert nema síld, og línubátar, sem eru að verða búnir með þorskkvóta sína og leita nú dauðaleit að öðrum tegundum, fá ekkert nema þorsk.


Hver er munurinn á því að vera grá eða græn?

Valgerður Bjarnadóttir skrifar pistil á visir.is:

Kosningabaráttan er hafin. Íslandshreyfingin hefur hafið kosningabaráttu þótt enginn framboðslisti hafi komið fram og að sögn hóf Frjálslyndi flokkurinn sína kosningabaráttu klukkan átta í gærmorgun. Formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fílar starf forsætisráðherra í botn, segir verstu útkomu kosninganna verða þá að Samfylkingin og Vinstri græn myndi saman ríkisstjórn, sú skoðun hans kom væntanlega fáum á óvart.

>>>Margt athyglisvert í þessari grein.<<<


Fer klárlega ver með einstaklinga en klámið.

SSgane12Við erum alveg einstök þjóð, bönnum klám ein leifum spilavíti.

Það er ekki hægt að segja fyrir um með neinni vissu hver getur orðið sjúkur spilafíkill og hver ekki. Spilafíkn er falin sjúkdómur. Spilafíkn er ekki einungis slæmur ávani, heldur mjög erfiður og skæður sjúkdómur. Á svipaðan hátt og fólk verður háð áfengi eða fíkniefnum verða spilafíklar haldnir óstjórnlegri löngun til að leggja undir fé í ýmis konar fjárhættuspilum. Fjárhættuspil snúast um spennuna og hasarinn sem fylgir fjárhættuspilum er eins og að taka róandi lyf eða örvandi til að koma spilaranum í rétta stuðið og líðanina. Þessi áhrif hverfa svo aftur þegar fjárhættuspilarinn þarf að horfast í augu við raunveruleikann, tapaða peninga og tíma. Eftir sem stressið og álagið eykst finnst fjárhættuspilaranum að hann verði að leita sér fróunar í enn meiri spilamennsku. Afleiðingin verður stigversnandi tilfinningalegt og fjárhagslegt öngþveiti sem getur leitt til hruns bæði fjárhættuspilarans og fjölskyldu hans. Spilafíkn getur þjakað fólk á öllum aldri jafnt unga sem aldna af báðum kynnum, sama hver staða þeirra er eða fjárhagsgeta vefsíðu Samtaka áhugafólks um spilafíkn.

Ég þekki persónulega til nokkurra aðila sem hafa lent í þeirri óhamingju að spila frá sér fjölskildu, hús og heilsu.

Hefur fólk ekkert orðið vart við þetta vandamál eða hvað?

 


Lyfjaáts dauði algengari en fólk grunar.

SSannanicolesmithSorgleg saga, saga Önnu Nicole Smith. Hér heima þegjum við eins og steinar ef fólk deyr af sömu ástæðum og Anna Nicole.

Eininn þarf að vera hissa á manneskja sem bryður töflur, hinar og þessar gerðir og í óhóflegu magni deyi af þeim völdum.

Fyrstu vísbendingar bentu til þess að lát hennar hafi tengst lyfjaneyslu og að frekari rannsóknir hafi staðfest það,  og í ofánalag sýndu rannsóknir að hún var að éta verkjalyf auk þunglyndislyfja, vaxtahormóna, megrunar- og svefnlyfja, við hverju býst fólk?

Anna Nicole Smith er tilvalið dæmi til að upplýsa fólk hér heima hversu hættuleg ofnotkun lyfja er.

Ég sleppi því alveg að vera að tala eitthvað niður til Önnu vegna eiginmanns síns og umtals sem um það mál er í gangi, í hvaða farveg skildu þau málferli nú fara?

Kæru íslendingar, þunglindir, léttlindir og bara hver sem er, varist ónauðsinlegt lyfjaát útí það ýtrasta

Blessuð sé minning Önnu Nicole Smith.


mbl.is Ofneysla lyfja olli dauða Önnu Nicole
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk vill breytta tannlæknaþjónustu við börn.

SSskodak_312"Hér virðist kallað með skýrum hætti eftir algerri stefnubreytingu," segir Dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Ísland

 

Rúnar benti einnig á að mikill minnihluti svarenda vildi að einkaaðilar sæju fyrst og fremst um rekstur heilbrigðisþjónustu, sama hver þjónustuþátturinn var. Í þeim tilvikum sem fólk vildi að einkaaðilar kæmu að heilbrigðisþjónustu þá var það sem viðbót við hið opinbera. Mest fylgi væri við að einkaaðilar og hið opinbera kæmu jöfnum höndum að rekstri læknastofa og var rúmlega 51% svarenda á því.

Hér greinin öll sem er eftir Guðna Einarsson


Allt annað en Álver og kosningar.

Hvað vill barnið þitt með sér í skólann?

Gríðarlegt úrval smárétta er í boði handa börnum, og mikið af þeim er mjög hentugt sem skólanesti.

Ég hlustaði á örstutt myndband/frétt um þetta mál sem er hér á Mbl. undir fyrirsögninni: Forleikur að skólanesti (Krakka Kraftur) spurningu sem varpað er fram undir lok myndbandsins varð til þess að ég fór að hugsa um dæmi sem ég þekki þar sem skólanestið er ekki það nesti sem ég mundi senda mitt barn með sér í skólann, nema þá í algeri neyð. http://www.mbl.is/mm/folk/recipes/index.html?sub=view_recipe;rec_id=947  og  http://www.mbl.is/mm/folk/recipes/index.html?sub=view_recipe;rec_id=943

Einnig fékk þetta stutta myndband mig til að hugsa enn meyra um það sem ég sendi mitt barn með sér, og í þeim vangaveltum fanst mér ég geta gert betur, þótt hún fái ávalt hollan mat með sér.

Sumir foreldrar nýta sér það að börnin fá nesti sem selt er í skólanum (sumum skólum allavega) og trúi ég ekki öðru en að þar sé um hollan og góðan mat að ræða, hvort sem það er morgunmatur eða hádegismatur.

Hver er orkuþörf barnanna okkar?

Til eru ágætis reikningstöflur til að styðjast við og meira að segja hægt að fá brjóta niður efni fyrir efni og hvað barnið þarf af hvaða efni.

Meyra að seigja reikningstossi eins og ég sem aldrei fékk hærra en 8 í reikningi alla mína barnaskólagöngu get stuðst við svona töflu.

 

Skólamatur ehf. gefur út ágætis upplýsingar eins og þessar.

 

Er þetta í lagi hjá börnunum okkar? það gæti verið góð spurning til mín, þetta gæti líka verið góð spurning til þín.

Þessar töflu hér fyrir ofan tók ég úr rannsókn sem Umhverfisstofnun gerði haustið 2004.

Innflytjendur bjóða uppá allskonar fæðu og jafnvel auglýsa það sem skólamat, en eins og Breskar rannsóknir hafa sýnt er mjög varasamt að vera kærulaus við val á nesti og skólamat fyrir börnin okkar: http://observer.guardian.co.uk/foodmonthly/story/0,9950,1388934,00.html

Í grein eftir Anna Sigríður Ólafsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur gerði er góðar upplýsingar þótt ekki skanni þær allt sem þarf að vita: http://www.borgaskoli.is/matur_mjolk/hollt_nesti.htm

Nú svo getur fólk að sjálfsögðu haft meyra fyrir skónestinu og þá er tilvalið að skoða þetta: http://www.mbl.is/mm/folk/recipes/index.html?sub=view_recipe;rec_id=945

http://www.mbl.is/mm/folk/recipes/index.html?sub=view_recipe;rec_id=942

Jæja þetta er nú orðið dálítið langdregið og það sem ég vildi koma af er í fyrstu línum þessarar færslu, sem sagt: http://www.mbl.is/mm/folk/recipes/index.html?sub=view_recipe;rec_id=947  og  http://www.mbl.is/mm/folk/recipes/index.html?sub=view_recipe;rec_id=943

Kannski er ég með eitthvað samviskubit fyrst ég er að velta mér svona mikið uppúr þessu, nú þá er það bara fínt mál og ekki skemmir fyrir ef einhver hefur gaman af.


Ég ætlaði nú ekki að blogga meyra um klám,

Ég ætlaði nú ekki að blogga meyra um klám, en ekki stenst ég mátið núna.

Nú er svo komið að það verður að setja lög um að bannað er að fara úr sokkalestum þegar farið er í sund, leikfimi eða á álíka staði, ástæðan er, að kannski leynist klikkuð eða klikkaður klámhundur/tík sem ræðst slefandi og froðufellandi að alsberum tásunum á manni ef berfættur maður er.

Sennilega þarf nú ekki að setja nein lög, við munum sjálfsagt gæta okkar sjálf og stingum okkur því útí laugina í sokkalestunum, nú það er nú líka nokkuð jákvætt við þetta, td. að við til dæmis rennum síður á hausinn og hálsbrotnum á sundlaugarbökkunum, nú og svo þvæst náttúrulega skrambans táfýlan burt og maður fer bara heim í tandurhreinum sokkum, já sennilega er bara kostur að svona kynferðis ruglað fólk sé til.


mbl.is Tommy tottar tær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband