Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Sunnudagur, 8. apríl 2007
Kraftur í Karli.
Við göngum freklega gegn lífríki jarðar með græðgi okkar og yfirgangi og rányrkju.
Við erum að uppskera ávexti blindrar og guðlausrar tæknihyggju og manndýrkunar.
Engin algild gildi né lögmál virðast lengur virt, allt er falt, rétt og rangt er einungis álitið afstætt. Eða öllu heldur, aðeins aflsmunur.
Hinn auðugi og sterki hefur rétt fyrir sér.
Þetta er skelfileg lygi sem leiðir til glötunar, upplausnar samfélags og menningar.
Hér er ekkert verið að skafa af því.
Áherslan á endalausar framfarir er tál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 8. apríl 2007
Ærslafull leit, fundin, etin.
Morguninn er búinn að vera ærslafullur, lá við slagsmálum að koma niður morgunmat áður en farið væri að leita að páskaeggjunum, ekkert gaman að borða morgunmat, svo byrjaði leitin, og í hvert sinn sem uppgjöf og tár voru í aðsigi gaf pabbi smá vísbendingar. Allt gekk þetta nú upp, páskaeggin eru fundin og vel á veg komin með að eyðast, skil ekki hvernig.
>Sjá myndir< ATH: Myndir ekki í réttri röð.
Málshættir:
Blessun vex með barni hverju
og
Allir eiga glappaskot á ævi sinni.
1 egg berst á morgun frá Sigurþóri brósa og Ester.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 8. apríl 2007
Gáta dagsins.
Gleðilega Páska öllsömul.
Vísna gáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á.
Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.
Forðum var ég tákna tól
Traustur spennu viður
Búin er ég til í ból
Boginn,með hausinn niður.
Rétt svar barst kl.11.22
Rétt svar er: Fjöður
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson
Höfundur gátu: Líni Hannes Sigurðsson
Svar og höfundarnafn óskast.
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 7. apríl 2007
Er þinn nágranni dópframleiðandi?
Það eru sjálfsagt margir sem geta spurt sig þessarar spurningar, er nágranni minn dópframleiðandi og dópsali?
Ekki vitlaus spurning þegar svonalagað uppgötvast "óvart".
Kviknaði í út frá flúrlampa sem notaður var við kannabisræktun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 7. apríl 2007
Ég bara skil þetta alsekki.
Kallinn heitir fullu nafni George Timothy Clooney fæddur 6 maí 1961.
Við Clooney eigum nú ekki margt sameiginlegt, en þetta eigum sameiginlegt, það er að segja að ég hefi keypt lítinn vasa af krökkum sem voru með tómbólu til styrktar einhverju (sögðu þau) og vasinn átti að kosta 50 kall og borgaði ég 1000 kall fyrir hann og sagði þeim einmitt að eiga afganginn.
Clooney hefur hinsvegar verið valinn kynþokkafyllsti maður-það hefur mér aldrei hlotnast (veit ekki af hverju)
Clooney er talinn vera einn af þægilegustu nútíma kvikmyndastjörnunum-það hefur ekki gengið upp hjá mér (veit ekki af hverju)
Clooney er marg milljóneri og á kokkur hundruð fermetra kofa um allar trissur-það hefur ekki tekist hjá mér (veit ekki af hverju)
Kallin er vinur Hilary Clinton-það hefur mér aldrei tekist (veit ekki af hverju)
Hann hefur hlotið Óskars verðlaun-það hefur alveg klikkað hjá mér (veit ekki af hverju)
Clooney hefur lent í stórhættum-það hefur mér aldrei tekist að verða frægur fyrir (veit ekki af hverju)
Ég bara skil þetta alsekki, en hvað með þig? grunar þig eitthvað hvað er eiginlega í gangi, hvar er jafnréttisstofnunin núna?
Clooney greiddi 1.300 krónur fyrir glas af límonaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 7. apríl 2007
Öfl sem enginn og ekkert ræður við.
Öfl sem geta fært lönd á kaf eða öfugt.
Ranongga er um 32 km löng eyja með um 30.000 íbúum skilst mér, og íbúarnir lifa við afar frumstæðar aðstæður og gamlar hefðir.
Ferðamenn koma þarna lítið í hópum en þvælast þarna þónokkuð til að kynna sér menningu og sögu þessa fólks.
En þetta sýnir að náttúruöflin gera það sem þeim sýnist þegar þeim sýnist.
Jarðskjálfti lyfti Kyrrahafseyju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 7. apríl 2007
Ævintýramaður í meyra lagi.
Hann Charles Simonyi er afar afkastamikill maður ævintýramaður í meyra lagi.
Ég set hér að gamni nokkrar vefslóðir sem lýsa kappanum þónokkuð:
Flug hugbúnaðarmaðurinn Charles Simonyi
Hugbúnaðarmaðurinn Charles Simonyi
Og ekki má gleyma blogg og heimsíðu kappans.
Ferðamaður heldur út í geiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 7. apríl 2007
Gáta dagsins.
Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.
Egg og bakka milli bil.
Bagga á hengi, mínus dýr.
Úr þremur tengiorðum til!
og telur síðast ungan fýr.
Rétt svar barst kl.08.33
Rétt svar er: Blaðburðardrengur
Rétt svar gaf: Dúa Dásamlega (Sigþrúður Þorfinnsdóttir.)
Svar og höfundarnafn óskast.
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 7. apríl 2007
Helgin er nú ekki búin.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. apríl 2007
Seyðkarlinn í myndunum með Ástrík og Steinrík.
Kallinn minnir mig á seyðkarlinn í myndunum með Ástrík og Steinrík.
Leland Sklar fæddist 28 maí 1947 í Milwaukee WI
Leland Sklar virðist spila alla músík, blús, rokk og kvaðeina.
Sklar hefur spilað mikið með mjög þekktum hljómsveitum og virðist vera einn sá færasti á bassann í heiminum, eða í hópi þeirra bestur.
Hér er yfirlits myndband með Leland Sklar
Bassaleikarinn Leland Sklar kemur fram með Toto | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar