Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Föstudagur, 6. apríl 2007
Var vitað mál.
Það hafa ábyggilega allir vitað að þeir hafa verið beittir harðræði, þótt svo þeir að sjálfsögðu hafi ekki sagt það á meðan þeir voru fangar.
Mér finnstr Tony Blair hafi verið fullfljótur á sér að hann bæri engan kala til Irana vegna þessara mála.
Viðtal við Tony Blair og fleyra varðandi málið.
Sjóliðarnir segjast hafa verið beittir harðræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 6. apríl 2007
Getur haft skelfileg áhrif.
Almennt hafa gróðurhúsaáhrifin skelfilega áhrif á náttúrulíf, ef fer fram sem horfir, stór hluti gróðurs í Evrópu er viðkvæmur fyrir loftslagsbreytingum og gætu margar plöntutegundir lent í útrýmingarhættu við hlýrra loftslag segir í fréttinni.
Það er ekki nokkur vafi að við erum nú þegar farin að finna fyrir umtalsmiklum breitingum ef við horfum á þó ekki sé nema síustu 20 ár, hvað þá 40.
Þessi frétt og skýrsla Sameinuðu þjóðanna er nokkuð sem alsekki boðar neitt gott.
Hefur einhver trú á því að mannlegur máttur og almenningur breyti miklu hér?
Góð og slæm gróðurhúsaáhrif í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 6. apríl 2007
Hrikalegt landslag.
Leitt að skipið skildi fara svona en eins og sést á myndunum hér á blgginu neðar er landslagið hrikalegt þarna og sjávarbotninnn er enginn undantekning.
Tveggja farþega af sokknu farþegaskipi saknað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. apríl 2007
Gáta dagsins.
Vísna gáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á.
Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.Augljóst varla þykir það
þykir augljóst svona.
Neytir grassins, nema hvað?
nafnið ber jú kona.
Rétt svar barst kl.15.00
Augljóst varla þykir það=óskýr
þykir augljóst svona.=skýr
Neytir grassins, nema hvað?=kýr
nafnið ber jú kona.=ýr
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Svar og höfundarnafn óskast.
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt 7.4.2007 kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 6. apríl 2007
Hrikalegt landslag.
Það er sko hrikalegt landslagið á eynni Santorini, kíktu á myndir.
1600 farþegar fluttir frá borði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Bíó í þrívídd.
Við feðginin fórum í bíó í dag klukkan 18.10 á myndina Meet the Robinsons
Leikstjóri: | Stephen J. Anderson |
Handrit: | Michelle Bochner , William Joyce |
Aðalhlutverk: | Stephen J. Anderson, Angela Bassett, Tom Selleck, Paul Butcher |
Frumsýnd: | 30.03.2007 |
Myndin er sýnd í Sambíóinu í Kringlunni (og kannski á fleiri stöðum).
Við ákváðum þetta ég og Guðbjörg Sól (7 ára prinsessan mín) á síðustu stundu, eða kl.17.50 og myndin byrjaði 18.10 svo þetta var svolítið stress, þegar ég var að versla miðana rétti miðasalinn mér tvenn sólgleraugu, og ég horfði á miðasalan svo á gleraugun, aftur á miðasalan og spurði hvað ég ætti að gera við sólgleraugu inn í bíó (já hlæðu bara) hann útskýrði að þetta væri þrívíddarmynd og við þyrftum á þeim að halda.
Þetta var meyriháttar gaman og þótt mikil læti og mikill hávaði sé í þessari ævintýramynd fannst Guðbjörgu Sól meyriháttar gaman af myndinni, og ekki síður mér.
Þessi gleraugu gerðu sko heldur betur sitt gagn, maður sá meiri dýpt og allt miklu skemmtilegra.
Góð fjölskildumynd, mæli hiklaust með henni.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Bloggari gáði ekki að sér.
Kærastinn var í raun þrítug kona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Furðulegur sjúkdómur.
Ég hefi aldrei skilið þennan sjúkdóm, á ekki von á að neinn leiði mér það fyrir sjónir hvernig mannekja getur fundist þetta smart, sexy eða hvað það nú er sem veldur, ekki er það trúarbrögð er það?
Forma segja enga biðlista á geðdeildum árangur baráttu sinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Gáta dagsins.
Vísna gáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á.
Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.Upp og niður forðum fór
Fætur saman skeytir
Neðst á búknum nokkuð stór
Nokkuð rita feitir
Lá á fóti ljótur skór
Lyg'og þvaður heitir
Áfram hvetj'í öskurkór
Oní potti hreytir
Rétt svar er Bulla.
Rétt svar gaf: Veigar Freyr Jökulsson.
Svar og höfundarnafn óskast.
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Ljóð | Breytt 6.4.2007 kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Hvort er hættulegra læknadóp eða annað dóp?
Hversu algengt er að fólk ánetjist lyfjum af völdum lyfja sem læknir hefur ráðlagt sjúklingi/einstaklingi?
Mikið er um að fólki sem vantar peninga fær "læknadóp" hjá lækni sínum en selur það síðan háðum lyfjaneitanda.
Heyrst hefur að læknir þori ekki öðru en að skrifa upp á lyfseðil af ótta við viðkomandi sem kannski er ofbeldisfullur einstaklingur.
Fíklar ná sér í læknadóp eftir margskonar leiðum og sennilega verður aldrei hægt að stöðva þá þróun.
Aðeins ein leið er að stöðva þessa þróun og hún einfaldlega að unglingur/fullorðin byrji ekki á lyfjum/dópi. Grein sem birt var á Doktor.is
Efnin á götunni. Heilbrigðismál Olga Austfjörð
Kompás nýji fréttaskýringaþátturinn á NFS og Stöð 2 fékk mig til að fá hroll í kvöld. Rætt var um fíkniefni og sérstaklega um læknadóp. Ég fagna því sérstaklega að kominn sé alvöru íslenskur fréttaskýringaþáttur sem kafar dýpra í málefni líðandi stundar þó svo að á stundum hafi mér þótt eins og ég væri að horfa á DV.
Sakleysinginn ég er alltaf jafn skelfingu lostin þegar ég heyri fréttir úr fíkniefnaheiminum enda er þetta heimur sem ég sé ekki einfaldlega ekki inn í. Ég þekki varla mun á efnum, veit ekki hvað er "inn" í fíkniefnaheiminum í dag, veit lítið um nákvæmar afleiðingar þó ég viti að þær séu slæmar og ég veit ekki hvað götuverð á efnum er þó ég viti að þau séu almennt mjög dýr.
Enn skelfdari varð ég þó þegar ég sá hversu mikill hluti af fíkniefnunum á götunni er læknadóp, þ.e. lyf sem læknar framvísa en eru svo seld á uppsprengdu verði á götunni. Eru virkilega tugir aðila sem eru að misnota heilbrigðiskerfið okkar?
Fréttamaður Kompás hætti sér með falda myndavél inn í íbúð í Fannborg í Kópavogi og keypti læknadóp og tók það ferli ekki nema 3 mínútur! Efnunum skilaði hann svo til lögreglunnar í Kópavogi sem skoðaði málið og færði svo umræddan sala sem sýndur var í mynd til yfirheyrslu.
Það sem var athyglisverðast við þennan hluta var að íbúðin í Fannborginni þar sem efnin voru seld var eingöngu notuð til þess virtist vera. Fram kom að þessi umræddi sali seldi efnin frá 13-14 á daginn og svo frá 17-18, hann byggi svo annars staðar!
Þetta er svo ótrúlega skipulagt og svo auðvelt fyrir einstaklinga að nálgast að þetta er mikil ógn við okkar samfélag! Þáttinn ég hvet alla til að horfa á, hægt að nálgast hann á VefTv inn á visir.is.
Læknar í vanda Ópíumfíklum fjölgar stöðugt.
Fréttabréf Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Ábm. Gunnar Kvaran
Læknar í vanda Ópíumfíklum fjölgar stöðugt. Fíkn í lyf sem ávísað er af læknum er nú orðinn aðalvandi 7-10% þeirra sem koma á Vog. Um er að ræða róandi og örvandi ávanalyf og sterk verkjalyf, ópíumefni eða morfínefni. Nýgengi hjá ópíumfíklum hefur aldrei verið meira. Kallað er eftir raunhæfum viðbrögðum frá samtökum lækna og embættismannakerfinu. Þetta er það mikill vandi að hann slær upp í ólöglega vímuefnavandann. Á þessu verður ekki unnið nema með fræðslu og endurmenntun þeirra sem ávísa lyfjum. Morfínfaraldur hófst hérlendis árið 1999. Nýir sprautufíklar sem koma á Vog og nota morfín eru rúmlega 40 á ári og alls hafa 769 einstaklingar greinst með ópíumvanda á síðustu 10 árum. 4/13/2005 Þórarinn Tyrfingsson
Kódín Morfín Ráðamenn þurfa að vakna til vitundar um nauðsyn þess að setja fjármuni í meðferð sjúklinga hér.
Upplýsingar af vef Setbergskóla.
Róandi ávanalyf
Venja að skipta róandi eða slævandi lyfjum í fjóra undirflokka:
Róandi ávanalyf: Dæmi um slík lyf eru fenemal og diazepam. Þessi lyf hafa róandi og kvíðastillandi verkun í litlum skömmtum en krampastillandi verkun og valda svefni séu þau notuð í stærri skömmtum.
Svæfingalyf: Svæfingarlæknar einir nota þessi lyf á sjúklinga sína oftast á skurðstofum.
Ópíumefni eða sterk verkjadeyfandi lyf: Dæmi um slík lyf eru morfín og heróín.
Sefandi geðlyf: Dæmi um slík lyf eru klórprómazín ( largactil ) og trílafon.
Róandi ávanalyf eru mikið notuð í okkar heimshluta til lækninga. Þau hafa fyrst og fremst verið notuð til að lækna kvíða og svefnleysi. Ávanahætta er talsverð þegar þessi lyf eru notuð og allt of margir verða fíknir í þessi lyf. Þessi lyf eru oft kölluð læknadóp þar sem læknar gefa út lyfseðla fyrir þessum lyfjum.
Róandi lyfjaneysla
Þrjár meginleiðir eru til þess að verða háður róandi ávanalyfjum.
Ein þeirra er að gæta ekki að ávanahættu þessara lyfja þegar þau eru notuð við kvíða eða svefnleysi. Langvarandi notkun róandi lyfja við svefnleysi eða kvíða veldur oft vandræðum því að svefnleysi og kvíði eru alltaf einkenni um sjúkdóm eða þörf fyrir breytt líferni.
Önnur dæmigerð notkun þessara lyfja er þegar ungmenni eða áfengissjúklingar taka þau beinlínis til að komast í vímu með eða án annarra vímuefna.
Þriðja dæmið um misnotkun er síðan þegar lyfin eru notuð við fráhvarfseinkennum eftir áfengisneyslu eða til að hamla gegn óæskilegum einkennum örvandi vímuefna. Þannig eru þessi lyf oft tekin með amfetamíni eða til að laga áfengisfráhvörf.
Þeir sem misnota stera, fara yfirleitt mjög leynt með þessa neyslu og er hún jafnvel meira feimnismál en misnotkun ólöglegra fíkniefna. Þessir neytendur eru í mikilli afneitun á þær hættur sem steraneyslan hefur í för með sér. Hjartasjúkdómar, lifrar- og lungnasjúkdómar eru vel þekktir fylgikvillar og hefur leitt fólk til dauða hér á landi sem annars staðar. Neytendur eru að slíta vöðvafestur og eistun verða eins og baunir, eins og þekktur íslenskur læknir orðaði það. Menn fara í fráhvörf eftir langvarandi steranotkun, svefntruflanir, hjartsláttur, þunglyndishugsanir ofl., allt fráhvarfseinkenni sem eru vel þekkt eftir misnotkun vímuefna. Meðan á steranotkun stendur getur eftirfarandi komið fram: breyting á skapferli og geði, m.a. fljótfærni, bræði, oftrú á eigin getu og aukin kynhvöt sem getur komið neytendum í vandræði. Þegar steraneyslu er hætt koma eftirfarandi atriði oft fram: þreyta, svartsýni, gleðileysi, minnkuð kynhvöt og aukin löngun í stera og vímuefni almennt, aukin fíkn.
Menn sem hafa neytt stera hafa gefið upp ýmsar ástæður fyrir því, hvers vegna steramisnotkun hófst. Það var m.a. von um betri árangur í íþróttum, aðallega lyftingum og vaxtarrækt. Einnig var talað um forvitni og fordæmi félaganna og margir nefndu að þeir vildu verða flottari.
Umræða og fyrirspurn sem birt var á Doktor.is
| Unglingar |
Svara | ||||||||
|
|
Efni: | Um:Dóp/Læknadóp |
Sendandi: | ég |
Sent þann: | 7. feb, 2007 Klukkan: 18:01 |
Texti: | Málið er að spítt á að vera köttað með mjólkursykri (held ég) en þú getur aldrei verið viss um að það sé gert. Svo gætirðu líka fengið bara sykur sem gerir þér ekki neitt. |
Unglingar |
Svara |
Svara |
Fyrirspurn og umræða sem birt var inn á doktor.is
Efnafíkn (Chemical Dependency) af upplýsingavef DRA Efnafíkn er samheiti yfir hvers kyns fíkn í efni hvort heldur það rennur, rúllar eða rýkur; það er að segja hvort sem það er í fljótandi formi, föstu (töflur) eða loftkenndu. Það nær sem sagt yfir alkóhólisma, fíkn í hvers kyns vímuefni, lögleg eða ólögleg, þar með talið það sem kallað hefur verið læknadóp. Á ensku eru notuð ýmis orð með mismunandi sérhæfða merkingu: Chemical Dependency, chemically dependent, chemical dependence, alcoholism, addiction, substance abuse, substance dependence, drug habit, and drug addiction.Við lítum svona á málið: Efnafíkn er heiti á sjúkdómi sem einkennist af fíkn í efni sem breytir hugarástandi einstaklingsins. Efnafíkn nær bæði yfir eiturlyfjafíkn og alkóhólisma (fíkn í eiturlyfið alókahól). Einstaklingur sem haldinn er efnafíkn er ófær um að stöðva drykkju eða að neyta tiltekins hugarástands-breytandi efnis þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar sem snerta heilsu hans, fjárhag, atvinnu og lagalega, andlega eða félagslega stöðu. Sjúkdómurinn lætur sig engu varða um aldur, kynferði, kynþátt, trúarskoðanir eða efnahagslega stöðu einstaklingsins. Hann þróast stig af stigi (er prógressífur) og er ólæknandi (krónískur) og getur leitt til dauða ef hann er ekki meðhöndlaður. Þegar einstaklingur er haldin efnafíkn hefur hann ekki lengur neina valkosti um það hvort hann notar hugarástands-breytandi efni eða ekki. Hann kann að geta stöðvað neyslu sína um tíma, en hann mun hverfa í neyslu aftur og aftur þrátt fyrir rökfestu sína, viljastyrk og góðan ásetning um annað. Af þessum sökum er efnafíkn (alkóhólismi og eiturlyfjafíkn) álitinn vera lævís, torskilinn og öflugur sjúkdómur. Einkenni efnafíknar koma ýmist samfellt fram eða þau birtast og hverfa á víxl á mismunandi löngum tímabilum. Einkennin eru: Skert stjórn á áfengisneyslu og/eða lyfjaneyslu (samkvæmt lyfseðli eða ólöglegri), hugurinn er stöðugt bundinn við hið hugarástands-breytandi efni, neysla fíkniefnisins heldur áfram þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar og að hugsun verði brengluð. Það síðast nefnda kemur augljósast fram í afneitun. Við lítum á afneitun sem varnarkerfi sem byggist upp á nokkrum sálfræðilegum ferlum sem miða að því að draga úr árvekni einstaklingsins gagnvart þeirri staðreynd að áfengis- og vímuefnaneysla sé orsökin fyrir vandmálum hans frekar en lausnin á þeim. Það er dæmigert að akólhólisti eða fíkill eru þeir síðustu til að viðurkenna að þeir eigi við drykkju- eða neysluvandamál að etja. Afneitunin verður óaðskiljanlegur hluti af sjúkdómsferlinu í efnafíkn, ein aðalhindrunin í bataferlinu og þverhnípið sem einstaklingurinn fellur fram af þegar hann snýr aftur í neyslu. Afneitunin er sá lævísi, torskildi og öflugi hluti efnafíknarinnar sem segir fíklinum að hann eigi ekki við neitt vandamál að stríða. Ef efnafíkill er "í afneitun" gagnvart alkóhólisma sínum eða annarri fíkn þá getur hann ekki hafið vinnu í bataferli sínu. Maður getur ekki unnið með vandamál ef maður viðurkennir ekki tilvist þess. Þótt ekki sé unnt að lækna sjúkdóminn er hægt að koma á hann böndum og meðhöndla hann (hefta virkni hans). Sjúkdómurinn er miklu flóknari en svo að hann taki einungis til neyslu og misnotkunar á hugarástands-breytandi efna. Á sama hátt er bataferlið miklu flóknara en svo að það snúist bara um það að verða edrú. Því miður trúa margir alkóhólistar og fíkniefnaneytendur því að ef þeir geti bara losað sig við lyfin eða áfengið þá verði allt í lagi með þá og þeir geti tekið við stjórninni á lífi sínu á ný. Afeitrunin ein og sér er sjaldnast nægileg. Til að viðhalda edrúmennsku verður einstaklingurinn að gera breytingar á eigin persónu, samskiptum sínum við aðra og eigin lífsstíl. Þetta tekur tíma í raun líta flestir fagaðilar, fíklar og alkóhólistar í bata svo á að bati úr efnafíkn sé ævilangt ferli. Þar eð efnafíkn er fyrst og fremst sjúkdómur, þá gerir árangursrík meðferð kröfur um að það sé litið á hana sem slíka. Í tilviki tvíþættrar truflunar þá kann að vera að einstaklingurinn hafi byrjað að neyta hugarástands-breytandi efna til að takast á við eða hylja sársaukann sem fylgdi geðsjúkdómnum. Efnin sem hann notaði kunna að hafa valdið tímabundnum létti en gerðu ekkert til að lagfæra tilfinnigalega vandamálið sem lá til grundvallar vanlíðaninni. Þetta er kallað sjálfs-lækning og getur auðveldlega leitt til fíknar. Það læknar hins vegar ekki fíknina að lækna geðsjúkdóminn. Þetta eru tveir skýrt afmarkaðir sjúkdómar og hvor um sig þarfnast sértækrar meðferðar sem tekur þó tillit til hins sjúkdómsins. Tólf reynsluspor Dual Recovery Anonymous og sá stuðningur sem fæst á fundum Dual Recovery Anonymous deilda býður upp á von og stuðning fyrir þá sem leita hjálpar og heilunar. Von sem hægt er að trúa á og raunhæfan stuðning fólks sem á við sama vanda að stríða. Það er ekki ætlun okkar að gefa fullkomna vísindalega útlistun á þeim hugtökum sem hér hafa verið til umfjöllunar. Efnafíkn, fíkn og afneitun eru mjög flókin fyrirbæri sem ótölulegur fjöldi bóka hafa verið skrifaðar um og mörg sjónarmið hafa verið þar á lofti. Upplýsingar þær sem hér er að finna er almennt yfirlit, einkum ætlaðar leikmönnum til að útskýra hugtök sem eru notuð í tengslum við þess vefsíðu og tvíþættum bata þeirra sjálfra. Einstaklingur er í tvíþættum bata þegar hann fylgir á virkan hátt bataáætlun sem tekur til bataþarfa hans. Bataþarfa fyrir efnafíkn sína annars vegar og hins vegar fyrir geðsjúkdóm sinn. Athugið: Sumir einstaklingar sem eru í tvíþættum bata verða að taka lyf sem geta leitt til misnotkunar eða þeir geta orðið líkamlega háðir þeim. Ef lyfjaskammtur er rétt stilltur og samviskusamlega farið eftir fyrirmælum læknis þá geta þessi lyf verið mikilvægasta tækið við að hafa stjórn á geðrænum einkennum og geta skipt sköpum um tvíþættan bata og velferð viðkomandi einstaklings. Við sýnum varkárni gagnvart lyfjagjöf og skiljum að stundum eru bara ekki önnur úrræði fyrir hendi. Læknar okkar vita best um það. Við erum strangheiðarleg um allt það sem snertir tvíþættan sjúkdóm okkar og neyslusögu við lækna okkar og annað fagfólk sem kemur að meðferð okkar. Þegar við tökum þessi lyf í samræmi við fyrirmæli læknis og bataáætlanir þá munu þau ekki trufla edrúmennsku okkar. Dual Recovery Anonymous gerir sér grein fyrir því að geðlyf eru notuð til að hafa stjórn á geðrænum einkennum og eru ekki tekin til að komast í vímu. Þess vegna er ekki litið svo á að lyfjafgjöf samkvæmt lyfseðli læknis sé það sama og bakfall. (see Medications and Recovery) af upplýsingavef DRA |
Sennilega er læknadópsneysla betur falin og mun algengari en "venjuleg" dópneysla, spurningin er havð er til ráða?
Hvernig getum við varist? Hvernig getum við varst að "börnin" okkar fari útí læknadóps neyslu?
Sennilega hryllir öllum foreldrum við að hugsa til þess að börnin þeirra eigi kansi eftir að sökkvast í þennan andskota.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar