Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Mánudagur, 9. apríl 2007
Athyglisvert
Eins og allir vita er allt að fara til andskotans í sjávarútvegsmálunum okkar en lítið eða ekkert gert í málunum, ja allavega ekki til bóta, tvær athyglisverðar fréttir eru inn á bb.is á forsíunni.
ruv. is | 07.04.2007 | 13:02Þorskur: Ráðherra bíður ráða Hafró
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vill bíða niðurstaðna rannsókna Hafrannsóknastofnunar áður en hann svarar erindi smábátasjómanna sem krefjast aukinna þorskveiðiheimilda. Hann segir mokafla undanfarið sýna að vel hafi tekist til við uppbyggingu fiskistofnanna. Tvö félög smábátasjómanna á Vestfjörðum hafa sent sjávarútvegsráðherra áskorun um að auka við aflaheimildir í þorski enda sé fullur sjór af fiski og hafi lengi verið. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kannast við erindið, sömuleiðis við ástandið. Hann vísar til umfangsmikilla rannsókna á stofnstærð sem nú standi yfir hjá Hafrannsóknastofnun og sé ekki lokið. Hann kveðst vilja sjá niðurstöðurnar áður en hann tekur afstöðu til erindanna fyrr hafi hann ekki forsendur til þess. Frá þessu var greint á vef Ríkisútvarpsins.
bb.is | 07.04.2007 | 08:54Harma andvaraleysi fiskifræðinga
Stjórn Strandveiðifélagsins Króks á Tálknafirði samþykkti á dögunum að skora á sjávarútvegsráðherra að auka nú þegar veiðiheimildir í þorski um 25-30 þúsund tonn. Í áskoruninni segir: Stjórnin harmar andvaraleysi fiskifræðinga á því góðæri sem ríkt hefur á undanförnum árum í lífríki sjávar. Þorskur er um allan sjó, vel haldinn og af öllum stærðum. Á það ekki síst við árganga þar sem nýliðun er sögð léleg og er forsenda þess hræðsluáróðurs sem beitt hefur verið í látlausri niðurskurðaráráttu Hafrannsóknastofnunar. Stjórn Króks bendir á að mokveiði er búin að vera á öll veiðarfæri, allt í kringum landið undanfarin misseri. Síðustu mánuðir eru þar engin undantekning þrátt fyrir spár fiskifræðinga. Þessar staðreyndir blasa við á sama tíma og þorskur er í auknum mæli veiddur sem meðafli. Við veiðar á öðrum tegundum tekst ekki að forða metveiði á honum.
Við þessum fréttum er svo commentað fyrir neðan fréttirnar og oft athyglisverð comment þar.
Mánudagur, 9. apríl 2007
Vonandi verður íslenska prestastéttin ávallt utan stjórnmálana.
Moqtada Sadr er róttækur sjítaklerkur.
Í fréttum hér á Mbl í byrjun árs var sagt að talsmenn Bandaríkjahers sögðu að hinn róttæki sjítaklerkur Moqtada al-Sadr hefði flúið frá Írak og væri nú í Íran.
Sagt er að sveitir Sadrs séu þær hættulegustu í borgarastríðinu í Írak og eru þær sakaðar þær um að hafa myrt hundruð eða þúsundir súnníta.
Stríð hjá þessu fólki er búið að standa látlaust í áratugi, sumir segja árhundruði.
Maður einhvernvegin getur ekki ímundað sér hvernig er fyrir hinn almenna borgar að lifa við þetta ástand, ala upp börn og reina að lifa "eðlilegu" lífi.
Íraskir sjítar brenna bandaríska fána á mótmælafundi í Najaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 9. apríl 2007
Tók bara ekki eftir hraðanum manngreyið.
Það væri svo sem alveg skiljanlegt ef þetta hefur verið Schumacher, honum þætti þetta sjálfsagt temmilegur götuhraði.
Á þessu svæði eru steinklumpar og varasamur kafli þar sem vegavinna fer fram og er þar 50 km. hámarkshraði.
Maðurinn vildi alsekki kannast við að hafa keyrt á neinum ofsahraða, samt var kappinn á 160 km hraða.
við svona athæfi er ekki í lagi að brosa, en samt ekki hægt annað en að brosa yfir því að maðurinn tók bara alsekki eftir því að hann hafir keyrt á neinum ofsahraða.
Við þennan kafla er svo sem ekki mikil hætta á að gangandi fólk sé á ferli, en mikil umferð er þarna og talsverð meyra að segja þegar minnsta umferðin er.
Er nóg að svipta menn og sekta við svona glæp?
Mældist á 160 km hraða á Reykjanesbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 9. apríl 2007
18 ára aldurstakmark?
Nú verður kátt í höllinni, 5 til 6000 manns, tekur stúkan ekki 1000 manns? Ætli einhver verði þar?
Með Björk í Laugardalshöll leika Mark Bell og Damian Taylor sem sjá um raftæki hverskonar, Chris Corsano, ungur og efnilegur trommuleikari, Jónas Sen spilar á orgel og hljómborð. Fyrir tónleikana í Höllinni og heimstónleikaferðina sem fylgir í kjölfarið hefur Björk sett saman 10 kvenna blásturleikararhóp, sem má telja harla óvenjulegt, en hann skipa: Brynja Guðmundsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Erla Axelsdóttir, Særún Ósk Pálmadóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Valdis Þorkelsdóttir, Sylvia Hlynsdóttir, Björk Nielsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. midi.is
18 mánaða tónleikaferðalag tekur síðan við hjá Björk og Co. og mun hún klárlega slá í gegn hvar sem hún kemur.
Húsið opnar kl.18.30 og Björk stígur á sviðið klukkan 20.00
Af hverju er aldurstakmarkið 18 ára? sennilegasta skíringin er að þarna verði selt áfengi.
Björk stígur á svið í Laugardalshöll í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 9. apríl 2007
Rífa þurfti húsið utan af konunni.
Nei ekki má gera grín að þessu svakalega vandamáli.
En mikið óskaplega hlýtur fólk að eiga mikið bágt sem á við svona gíkantískt offituvandamál að stríða, svo er fólk að kvarta yfir einhverjum smá 40 kílóa yfiirþyngd.
Sjúkraflutningamönnum tókst ekki að hnika konunni úr stað og hringdu þeir á slökkvilið, sem sendi þrjá bíla og 25 menn á staðinn.
Það er ekki einleikið með öfgarnar í þessum málum.
318 kg konu bjargað af baðherberginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 9. apríl 2007
Gáta dagsins.
Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.
Vinarkveðju vottur er ég,
vel á meyjararmi fer ég,
mann og konu saman sver ég,
sokkum niðurfalli ver ég.
Rétt svar barst kl.01.20
Rétt svar er: Band
Rétt svar gaf bloggarinn: Dúa Dásamlega (Sigþrúður Þorfinnsdóttir.)
Höfundur gátu: Ármann Dalmannsson
Svar og höfundarnafn óskast.
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Gleðilega Páska.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 9. apríl 2007
Þennan öfundar náttúruleg ekki nokkur kjaftur.
Bandaríski olíuforstjórinn Ray Irani hafði samtals sem svarar tæpum 27 milljörðum íslenskra króna í laun á síðasta ári, segir í þessari frétt.
Fullt nafn kappans er Ray R. Irani
Fæddur 13 janúar 1935, fæddur í Beirut í Lebanon
Þeir sem vilja fræðast betur um þennan auðjöfur geta lesið ýmislegt HÉR. og eins hér á Wikipedia
27 milljarðar króna í árslaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8. apríl 2007
Er Karl Sigurbjörnsson á leið í pólitík?
Ég er sammála flestu í páskaprédikun Karls Sigurbjörnssonar í Dómkirkjunni í morgun.
Það sem undrar mig er efniviðurinn á þessari stundu, páskapredikun og minnst af efni ræðunnar varðar páskana neitt sérstaklega að mínu mati.
Efni ræðunnar er málefni sem sífellt þarf að vera að minna á og ekki síst þegar dregur að kosningum og þær eru einmitt í nánd, eftir lestur minn á ræðu biskupsins sat ein spurning eftir, ER BISKUPINN Á LEIÐ Í PÓLITÍK?
Hvað segir þú eftir lestur ræðu biskups? >Ræðan hér<
Sunnudagur, 8. apríl 2007
Kærasta eða ónafngreind kona?
Ég fatta ekki málið hér, er ekkert siðferði til hjá fréttamönnum/stofum?
Í einni fréttinni í dag er sagt að drengurinn sé að kissa kærustuna sína en í annarri sama dag, það er í dag segir að hann sé að kissa ónafngreinda konu.
Í fréttinni er sagt: Breski prinsinn Harry sást kyssa ónafngreinda konu er þau voru að horfa á enska krikketlandsliðið etja kappi við Ástralíu á Antigua-eyju í Karíbahafinu í dag. Engar fregnir hafa borist af því hver stúlkan muni vera.
Og ekki hætt hér heldur segir breski hirðljósmyndarinn Arthur Edwards Ég held að Harry prins sé kominn hættulega nálægt því að verða landi og þjóð til skammar, sagði Edwards. Hann veit að ef hann fer á næturklúbbana bíða ljósmyndararnir eftir honum. Þannig gengur þetta fyrir sig.
Í annarri er svo sagt fyrir neðan mynd (einnig í dag): Harry kyssir kærustuna sína, Chelsy Davy, á krikketleik í dag. Reuters
Myndirnar hér eru með sitthvurri fréttinni og sé ég ekki betur en að um sömu dömuna sé að ræða.
Nú svo er það hin hliðin á málinu, hvern andskotan kemur okkur þetta við eða öðrum líð, nema þá fjölskildu þessa eftirsóknaverða pilts?
Er ég kannski að misskilja þetta alltasama? það bara hlýtur að vera.
Harry prins er landi og þjóð til skammar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar