Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Föstudagur, 20. apríl 2007
Óskemmtileg ferilskrá hjá gæjanum.
Enn og aftur og engan enda taka afbrotin sem tengja má við eiturlyfja notkun, og lágt er lagst í þeim eins og kemur fram í þessum dómi: Meðal þess sem finna má í fjölmörgum liðum ákærunnar eru: ófyrirleitin þjófnaðarbrot og gripdeildir þar sem maðurinn stal t.a.m. úr vösum grunlausra gesta líkamsræktarstöðvar og keyrði í einu tilviki burtu á bíl eins þeirra.
Einnig hrifsaði hann veski af tveimur öldruðum konum og stal bakpoka af ferðamanni.
|
|
|
Hrifsaði veski af öldruðum konum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Er Björn Ingi göldrottur?
Ég spyr nú bara eins og sá sem ekki veit, er Björn Ingi göldróttur?
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Þurfum við ekki að fara að byggja Eurovision höll?
Ég er ekki í nokkrum vafa að nú erum við í vondum málum, eitt af fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar verður að láta byggja risa tónleikahöll fyrir þarnæstu Eurovision keppni.
Það náttúruleg er alveg borðliggjandi að við vinnum með rauðhaus, langflottasti gamlinginn sem íslendingar gátu valið til að flytja lagið.
Við fáum að sjálfsögðu 12 stig frá öllum norðurlöndunum og ef bara ekki 24 frá Noregi
Áfram Eiríkur, nú kílum við á það.
Eru ekki allir tilbúnir að styðja ríkisstjórn sem lætur byggja risa tónleikahöll á landinu þar sem þessi óþarfa Reykjavíkurflugvöllur stendur nú?
Eiríkur Hauksson tekur lagið og veitir eiginhandaráritanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. apríl 2007
Gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Fyrri gáta dagsins er svohljóðandi:.
,Hvað er það, sem læðist lágt,
líka stundum slæðist hátt?
yrði mörgum æði bágt,
opin ef ei stæði gátt
Rétt svar barst við fyrri gátu dagsinn kl.00.22
Rétt svar er: Reykur
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Mikið var af fólki í öllum görðunum.
Það er virkilega vistvænt viðtalið vð Kristján Vídalín Jónsson skrúðgarðyrkjumeistari hér í fréttinni.
Við prinsessan mín fórum í Húsdýra og Fjölskyldugarðinn og svo í Grasagarðinn í dag og það var bara eins á besta degi sumars þar af fólki, hreinlega stappað í Húsdýra hlutanum, færra var svo í Grasagarðinum og ekki get ég nú sagt að hann hafi verið í neinum blóma, en fallegt er þar um að litast samt á þessum tíma.
Sumardagurinn fyrsti í garðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Óskandi að Johnston sé enn á lífi.
Herskáir Palestínumaenn á Gasasvæðinu voru búnir að lýsa því yfir að það hafi farið fram aftaka á Johnston en nú er von um að um hræðsluáróður hafi verið að ræða.
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hefur verið fullvissaður um að breski blaðamaðurinn Alan Johnston, sem er í haldi herskárra Palestínumanna á Gasasvæðinu, hafi ekki verið tekinn af lífi líkt og haldið var fram fyrr í þessari viku. Þá segir Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, palestínsk yfirvöld vinna að því að tryggja lausn hans. Þetta kemur fram á fréttavef Haaretz. Sigir í fréttinni.
Abbas sagður trúa því að Johnston sé á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Síðari gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum.
Síðari gáta dagsins er svohljóðandi:.
Inn í landi eyjan smá,
á andliti sporið lítur,
þunni anginn þorski á,
í þara oft skipið flýtur.
Rétt svar barst við síðari gátu dagsinn kl.13.10
Rétt svar er: Pétur
Rétt svar gaf: Davíð Geirsson.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Hatursfulla týpan.
Ekki hefi ég trú á að nokkur eða nokkuð hafi geta komið í veg fyrir þetta.
Drengurinn hefur alla tíð gert afar skringilega hluti, svo sem í skáldskap sínum, uppsetningum á öfgafullum og leikritum sem eru illskan ein, þetta segja bæði samnemendur hans og vinir.
Að kennarar skuli vera búnir að hafa samband við skólastjórn og svo lögreglu sýnir einnig að ekki var allt með felldu og að halda það að byssueign Bandaríkjanna komi þessu eitthvað við, þá er það alrangt, þessi drengur hefði útvegað sér það sem honum langaði í hversu mikið eða lítil bönn voru í gangi, vel er búið að koma fram að hann hefur verið allatíð til vandræða,einnig áður en hann fluttist til Bandaríkjanna.
Þegar maður er búinn að lesa og heyra það sem hefur verið að koma fram dettur manni helst í hug að þessi drengur hafi verið alin upp í hatri og illsku, það jaðrar við að manni detti í hug að hann hafi verið alinn upp til að framkvæma eitthvað voðaverk, og gerast hryðjuverkamaður.
Myndbandið sem Cho Seung-hui sendi NBC News
Sendi sjónvarpsstöð pakka á milli árásanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Skondnar þessar stjörnuspár.
Það eiga nú fleiri afmæli í dag, eða réttara sagt í gær þann 18 apríl en Viktoría Beckham og það er til dæmis prinsessan mín Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir, og það fer nú ekkert á milli mála hvor er yndislegri, ja, allavega að mínu áliti.
Ég var að lesa stjörnuspá þessara fegurðardísa og fannst mér ég kannast við ansi margt, við mína prinsessu alla vega, veit ekki um Becham prinsessuna.
En svo segir í stjörnuspá þeirra hér á Mbl:
Hrúturinn
Hrúturinn er vormerki. Á vorin fer birta vaxandi og veður batnandi. Mesti athafnatími ársins er fyrir höndum. Eðli Hrútsins endurspeglar þetta og birtist meðal annars í þörf fyrir athafnasemi og innri vissu um að lífið bjóði uppá ótal tækifæri. Hrúturinn er fyrir vikið drífandi og fljótur að framkvæma ætlunarverk sín. Að sama skapi er honum illa við alla bið. Hann vill gera það strax sem hann fær áhuga á.
Frumkvöðull
Hrúturinn þolir illa reglur, kerfi og vanabindingu, en hefur gaman af nýjum áskorunum. Það má líkja honum við landnema. Hann tendrast upp þegar ný mál eru á dagskrá hans, lifnar við og smitar út frá sér með ákafa sínum, en dofnar og verður leiður ef hann þarf að fást of lengi við það sama. Hann er góður í upphafi, sæmilegur þegar verk er hálfnað en verður oft að beita sig aga til að ljúka verkum. Hann er fæddur brautryðjandi og frumkvöðull, en er síðri í rekstri og vanaverkum.
Keppni og áskoranir
Hrúturinn kappsfullur og baráttuglaður að upplagi. Hann er því uppá sitt besta þegar honum er stillt upp við vegg, eða þegar þarf að drífa af ákveðin verk fyrir tilsettan tíma. Þá magnast hann upp. Hann er eldsmerki og þarf því að hafa líf í kringum sig og líður best þegar hann er að keppa eða fást við nýja áskorun. Hann þarf sömuleiðis á hreyfingu og líkamlegri útrás að halda, annað hvort með því að stunda líkamlega vinnu eða í íþróttum, líkamsrækt og útivist. Ef umhverfi hans er líflaust og kallar á vanabindingu og endurtekningar þá tapar hann orku.
Fram á veginn
Hrúturinn er lítið gefinn fyrir að horfa um öxl. Hann vill lifa fyrir daginn í dag og horfa fram á veginn. Hann veltir sér því sjaldan upp úr vandamálum, að minnsta kosti ekki til langframa. Ef erfiðleikar steðja að er hann fljótur að hrista þá af sér. Lífið býður alltaf upp á ný tækifæri, nýjar áskoranir og ný verkefni til að keppa að.
Fljótfær og uppstökkur
Hinn dæmigerði Hrútur er fljótfær og á til að vera uppstökkur. Hann er tilfinningaríkur og skapstór. Þetta kemur sérstaklega fram ef einhver ætlar að stöðva hann eða hindra hann í að gera það sem hann hefur ætlað sér. Hann þolir ekki tafir. Þá er hætt við að hann rjúki skyndilega upp. Á móti kemur að hann er fljótur að róast og fyrirgefa.
Einlægur
Dags daglega, og þegar allt er í lagi, þá er Hrúturinn einlægur og vingjarnlegur í fasi, og yfirleitt hress og jákvæður. Hann er að mörgu leyti það sem kalla má 'hrein sál', eða maður sem flækir hlutina ekki að óþörfu. Hann stundum svolítið barnalegur í einlægni sinni og hreinskilni, en oftast er honum fyrirgefið, því hann meinar í raun ekkert illt með því, þó að hann skjóti á fólk eða slái einstaka sinnum frá sér.
Snerpa og hraði
Segja má að Hrúturinn sé skorpumaður og spretthlaupari. Lífsorka hans er hröð og hann starfar einna best þegar mikið er um að vera og krafist er snerpu og skjótrar ákvarðanatöku. Um Hrútinn er sagt að hann eigi að treysta á fyrstu tilfinningu sína í hverju máli. Slíkt reynist honum best.
Þegar talað er um 'Hrútinn' og 'Hrúta', þá er átt við þá sem fæddust þegar Sólin var í Hrútsmerkinu. Þeir einstaklingar hafa 'hjartað' í þessu merki, eða grunneðlið og lífsorkuna.
Staða Tunglsins í merki segir til um tilfinningar, staða Merkúrs um hugsun, Venusar um ást og samskipti, Mars um framkvæmdir, Rísandi merkis um framkomu og staða Miðhimins um (þjóðfélags)markmið. Hver einstakur maður er í nokkrum stjörnumerkjum og þess vegna eru gerð stjörnukort, en ekki bara fjallað um stjörnumerkin.
En sú stutta vill ekki meina að hún sé í einhverju hrúta merki, það er svo ljótt nafn segir hún, hún segist vera í pabba merkinu, og segir að hrútarnir séu pabbar allra kinda,,,, og þess vegna er hún í pabba merkinu.
Óvissuferð til Parísar í afmælisgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Þeim er EKKI óhætt án mín!
Lindsay Lohan finnist hún þurfa að vernda ástvini sína.
Þegar vinir mínir og ættingjar eru með mér finnst mér þeir vera öruggir. Þegar vinir mínir hafa yfirgefið mig hef ég orðið vitni að því hvernig allt hefur hrunið. Þeim er ekki óhætt án mín.
Lohan segist hafa af því dálitlar áhyggjur að aðdáendur sínir séu orðnir þreyttir á villtu líferni sínu. Kannski væri ráðlegt að láta lítið fyrir sér fara og ná bata, segir hún.
Nú þekki ég ekkert um Lohan, en miðað við þessa frétt og tal hennar er ekki einusinni svampur ámilli eyrnanna á henni.
Eða hvað, er ég að lesa eitthvað vitlaust útúr þessu?
Lohan svekkt yfir að þurfa í áfengismeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar