Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Bjeviðans dýrið át hundinn!
Breski listamaðurinn Mark McGowan lagði sér corgi smáhund til munns til að mótmæla meintu refadrápi bresku konungsfjölskyldunnar. Corgi hundar eru í miklu uppáhaldi hjá Elísabetu II Englandsdrottningar en McGowan setti upp borð á götu í London og snæddi kjötbollur lagaðar úr hundakjöti til að vekja athygli á fréttum af því að Filippus eiginmaður drottningar barði ref til bana á refaveiðum.
Yoko Ono var einnig viðstödd hundaátið sem fjölmiðlar fylgdust vandlega með og fékk sér einnig bita.
Við erum þjóð sem elskar dýr, hvers vegna leyfum við fólki sem er hluti af ímynd okkar útávið að sýna dýrum svo litla virðingu, sagði McGowan við fjölmiðla.
Buckinghamhöll gaf enga yfirlýsingu um málið og helstu dýraverndunarstamtök landsins sögðu að það væru ekkert sem benti til þess að prins Philip hefði banað refnum með þessum hætti.
Hundabollurnar sem McGowan snæddi voru blanda af eplum, lauk og kryddum og voru þær bornar fram með salati.
Að sögn McGowans hafði hundurinn sem hann snæddi nýlega drepist hjá hundaræktanda og hafði honum ekki verið slátrað fyrir mótmælin en hann vildi ekki segja hvert banamein hundsins hafði verið. McGowan fékk sér einungis einn og hálfan bita af hundinum.
Drottningin er sérlega hrifin af Corgi-hundum og fá þeir að valsa um höllina að vild jafnvel þegar formlegar móttökur standa yfir.
Át hund í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 1.6.2007 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Sturla er bara alsekki að fatta trixið.
Sturla sagði það vera þrálátt viðhorf, að sterk stjórnarandstaða fæli það í sér halda margar og langar ræður í þingsalnum. Alþingi væri meginvettvangur stjórnarandstöðunnar og hún þyrfti á því að halda, að þingið hafi sterka stöðu þannig að málflutningur og aðhald stjórnarandstöðunnar fái þann styrk sem nauðsynlegt er. Sturla sagðist ekki vera að kalla eftir styttri ræðum heldur markvissara starfi og betri skipulagningu og stjórnarmeirihlutinn þyrfti einnig að sjá til þess að nefndir þingsins fái nauðsynlegt svigrúm til starfa svo hægt sé að vanda til verka.
Sturla bara fattar ekki hvað langar og leiðinlegar ræður gera mikið gagn fyrir stjórnarandstöðuna.
Það komast að sjálfsögðu færri mál að ef stjórnarliðar komast aldrei að, svo einfallt er þetta bara.
Sturla kjörinn forseti Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 1.6.2007 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Má ekki reykja reyklausar á veitingastöðum?
Reyklausar sígarettur væntanlegar í Danmörku
Danskur uppfinningamaður ætlar að hefja framleiðslu á reyklausri sígarettu í haust. Sígarettan sem Anders Leonhard Jensen hefur fundið upp inniheldur nikótín og gefur frá sér tóbaksbragð, en enginn reykur kemur frá henni. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.
Að sögn uppfinningamannsins, sem er sjálfur stórreykingamaður að sögn Berlingske, hefur hann unnið í sjö ár að uppfinningunni og hefur fyrirtæki hans fjárfest um 10 milljónum danskra króna.
Ætlunin er að fólk fái svipaða upplifun og þegar það reykir sígarettur og sama bragð í munninn, en án heilsuspillandi efna sem sígarettur annars innihalda að öllu jöfnu.
Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 1.6.2007 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
17 ára og bjargaði tveggja ára stúlku barni, glæsilegt hjá drengnum.
Þessi drengur á að fá fálkaorðuna, barn endurlífgað af tæplega 18 ára pilti, Jóhanni Inga Guðbergssini.
"Ég var að þrífa í karlaklefanum og varð litið út um gluggann," segir hann. Það fyrsta sem ég gerði var að henda frá mér sköfunni og hlaupa af stað. Sundlaugargestur hafði þá komið stúlkunni upp á bakkann. Hún var byrjuð að blána þegar ég kom að þannig að ég hóf hjartahnoð og blástur. Stúlkan sýndi engar hreyfingar og ég hélt að hún væri dáin og sama héldu allir í kringum mig.
En ég gafst ekki upp og hélt áfram þangað til hún rankaði við sér. Ég sneri henni þá á hliðina og þá gusaðist vatn upp úr henni og hún byrjaði að anda eðlilega. Um einni og hálfri mínútu síðar byrjaði hún að gráta og í því kom sjúkraliðið. Ef ég hefði komið seinna veit ég ekki hvað hefði gerst."
Til hamingju kæri Jóhann Ingi Guðbergsson.
Einnig hamingju óskir til þeirra sem náðu barninu uppúr lauginni.
Sautján ára sundlaugarvörður bjargaði tveggja ára barni frá drukknun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 1.6.2007 kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Ég var nýlega send á mjög niðurlægjandi stað!
Það er nú ekkert skríðið að þessi ljóska sé alltaf í fréttunum.
Og ekki láta grínararnir sitt eftir liggja:
Smelltu á video.
>Heilalausa Spears< >Crazy-Hvergi friður< >Þetta á að vera Britney örlítið í glasi<
En enginn getur tekið af henni sönghæfileikana, já og jafnvel leikara.
Þetta er náttúrulega bara grín, hún segi í fréttinni: Ég var nýlega send á mjög niðurlægjandi stað sem er kallaður meðferð. Ég var virkilega á botninum. Fram til þessa sags tel ég þó ekki að ég hafi átt við áfengisvandamál eða þunglyndi að stríða. Ég var eins og óþekkt barn með athyglisbrest sem lét öllum illum látum segir hún. Ég fékk umboðsmann minn frá því fyrir langa löngu til að koma inn í myndina til að reyna að vísa mér veginn eftir skilnaðinn. Þetta var allt svo yfirþyrmandi og ég held ég hafi ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera. Ég gerði mér grein fyrir því hversu mikla orku og ást ég hafði lagt í sambandið þegar því var lokið því ég vissi hreinlega ekki hvað ég átti að gera við sjálfa mig og það gerði mig svo dapra. Ég verð að viðurkenna að ég var algerlega týnd í tilverunni.
Það er alveg á hreinu að það er ekkert auðvelt að standa í frægðar ljómanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Úti stendur einn og sér
stendur, og ei getur annað
áður ávallt nutum vér
ákaft, sem nú er víst bannað.
.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Svona byrjuðu boðin og bönnin í Kína.
Allt byrjaði þetta í Kína með léttum umræðum sem svo skiluðu engu, og á endanum tóku kínversk stjórnvöld neteftirlitið í sínar hendur, og ekki leið á löngu þar til þúsundir manns voru komnir í að fylgjast með vefsíðum landsmanna, nú er svo komið að stjórnvöld eru afar umdeild í þessum "árásum" sínum á einka hagi fólks, því stjórnvöld loka og læsa vefum eins og þeim sýnist, og eru nú afar miklar gagnrýnis raddir í gangi, fólk ræður akkvurat engu.
Kannski er það þetta sem fólk vill, hef ég nú samt meyri trú á að almenningur á íslandi vilji taka þetta í sínar hendur, eeeen hvernig skal það framkvæmt? hver á að fylgjast með að þetta og hitt heimilið sinni sínum skildum?
En ósóminn er til staðar á netiu og eitthvað verður að gera, spurningin er bara HVAÐ Á AÐ GERA?
Netið er eins og stórborg án lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Það er alveg með eindæmum, að núna hittir maður engan Hafnfirðing sem hafnaði stækkun álversins!
Getur einhver bent mér á eitt sveitarfélag utan höfuðborgarinnar/Hafnarfjarðar sem ekki vill fá Álverið.
Mig grunar að það sveitarfélag sé hreinlega ekki til sem ekki mundi þiggja álverið með þökkum væri því boðið álver í sveitarfélagið sitt.
Mikið gekk á þegar Hafnfirðingar köstuðu þessu einstaka tækifæri frá sér og sennilega öllu álverinu þar með.
Það er alveg með eindæmum, að núna hittir maður engan Hafnfirðing sem hafnaði stækkun álversins, hvað varð eiginlega um þennan meirihluta sem ekki vildi stækkun, meyra segja hittir maður nú aðila sem héldu þrusu ræður gegn stækkun, en nú þykjast þeir ekki kannast við nokkurn skapaðan hlut.
Mikið var bloggað um stækkun álversins í vor og var ég engin undantekning á því, hér er "smá" sýnishorn af því.
Af hverju vill ég stækkun ÁLVERSINS?
Hógværir og kurteisir hjá Alcan.
Hvaða heilvita manneskju dettur í hug að kalla það hræsni
Hver má kjósa og hvar er hægt að kjósa?
Framsókn á aðeins 300 atkvæði.
Sjáfstæðismenn gefa afdráttalaust svar, en Samfylkingin-
Hreyfimynd af stækkuðu álveri.
Alcan á Íslandi skoðar möguleika á að færa álverið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Ein er sú sem sefur ekki
stundum þrálát líka
setur stundum sumí sekki
suma gerir ríka.
.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Höldum í okkar hvalaveiðirétt.
En veiðum bara engan hvalinn, hvernig fer okkar sjávarútvegur ef aðrar þjóðir fá að ráða hvað við gerum í okkar eigin landhelgi? Hvenar missum við ráðin á veiðum annarra sjávarategunda?
Alþjóðahvalveiðiráðið endurnýjar heimildir til frumbyggjaveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar