Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Þjófar og ræningjar stálu senunni.

Ég er ekkert hissa á að sjóræningjarnir hafi haft betur, og sigrað asna og grænt skrímsli.

Sjóræningja sögur hafa verið sagðar við afar mikla og góða hlustun í margar aldir um allan heim.

 

Ævintýri um sjóræningja voru með þeim allra fyrstu ævintýrum sem voru kvikmyndaðar í heiminum og hafa alltaf hlotið mikla hilli og góða, alveg frá upphafi, og svona næstum án undantekninga.

 

Ég hef alltaf haft gaman af asnalega asnanum og þusandi græna slepjuga tröllinu Shrek (Skrekk) en þeir vinirnir komast þó ekki nærri sjóræningja ævintýra myndunum að mínu mati, þó er möguleiki á að ég gefi drauga ævintýrum á Harry Potter sjens.
Ekki er því að neita að Steven Spielberg og álíka kumpánar komu ævintýramyndunum á æðra og skemmtilegra plan.

 

          

       

Fréttin á Mbl.: Þriðja myndin um sjóræningjana í Karíbahafi fékk langmesta aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina þótt hún sé næstum þriggja tíma löng. Áætlað er að tekjur af sýningu myndarinnar hafi numið 126,5 milljónum dala, sem er 9 milljónum minna en önnur myndin í röðinni aflaði þegar hún var frumsýnd fyrir tveimur árum.

Þriðja teiknimyndin um Skrekk, sem var í efsta sæti um síðustu helgi, fór niður í 2. sætið og þriðja myndin um Köngulóarmanninn fór niður í þriðja sæti.

Ný mynd, Bug, með Ashely Judd í aðalhlutverki, fór beint í 4. sætið og önnur ný mynd, Waitress, með Keri Russell í aðalhlutverki, fór í 5. sætið.

 


mbl.is Sjóræningjarnir stálu senunni í Norður-Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

        

Sjávarskepna gráðug grá.
 Grær á túni og engi.
 Á vorin gömlu ánum á.
 Ýmsir teygja hann lengi.

.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

 


Ég á ekki til eitt einasta aukatekið orð.

Er þetta virkilega að ské? Hvað er í gangi, ég er nú búinn að fylgjast með þessum þáttu í gegnum tíðina með börnunum og hef aldrei séð eitthvað ósæmilegt í þessum þáttum, og þá er alveg sama hvort um sjónvarpið eða sögu bækurnar.

Þessir þættir heilla börnin vegna þess hve mikill hlátur leikur og gamen er í gangi í öllum þessum þáttum, söngur, hreyfingar og leikur sem börn eiga auðvellt með að skilja.

Og þótt svo að einhver hommi eða lespía stæði fyrir þessum þáttu þá er mér bara slétt sama.

Börnin eru að njóta þáttanna einfaldlega vegna þess að þeir ná til þeirra með einfaldleika sínum og kátínu.

Ég get bara einganveginn séð að einhver titturinn þarna haldi á tösku að það geri barn að lespíu eða homma.

Burtu með svona öfga kjaftæði ------ségi ég.

                               

Fréttin á Mbl.: Umboðsmaður barna í Póllandi sagði í dag að hún væri að rannsaka hvort aðalpersónurnar í bresku barnaþáttunum „Stubbarnir“ (e. Teletubbies) ýti undir samkynhneigð.

„Það væri gott fyrir hóp sálfræðinga að ræða við börn um þetta. Við verðum að rannsaka þetta. Ef ýtt hefur verið undir óviðeigandi viðhorf, þá verðum við að bregðast við,“ sagði Ewa Sowinska.

Í viðtali sem var birt í fréttatímaritinu Wprost, sem gefið er út vikulega, segir Sowinska að persónan Tinky Winky sé í brennidepli.

Talið er að hinn breiði og fjólublái Tinky Winky sé karlkyns, en hann ber hinsvegar handtösku.

„Ég hef heyrt að þetta gæti verið leynileg vísun í samkynhneigð,“ segir Sowinska.

Varaforseti pólska þingsins, Ludwik Dorn, sem er íhaldssamur kaþólikki, ávítaði Sowinsku, og sagði við hana að hún ætti að forðast það að vera með opinberar yfirlýsingar sem þessar sem gætu orðið til þess að láta embætti umboðsmanns barna líta „fáránlega út“.

Þættirnir um Stubbana litríku, Tinky Winky, Dipsy, Laa-Laa and Po, voru frumsýndir í breska ríkissjónvarpinu árið 1997.

Síðan þá hafa þættirnir verið sýndir í 120 löndum og þýddir yfir á 45 tungumál.

Þegar þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum tók kristilegi leiðtoginn Jerry Falwell einnig eftir handtöskunni sem Tinky Winky bar. Falwell sagði persónuna ýta undir „samkynhneigða lifnaðarhætti“ árið 1999. Ummæli hans urðu hinsvegar til þess að samkynhneigðir Bandaríkjamenn þustu út í búð til þess að kaupa sér Teletubbies-vörur.


mbl.is Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langar þig til að æla ?

Rendi niður 53 pylsur á 12 mínútum, ojbarasta.

Bandaríkjamenn keppa í öllu á milli himins og jarðar og engum þarf að koma á óvart að þessi mikla matarþjóð gerir pylsuát að æsispennandi keppni. Helstu pylsuætur Fíladelfíu öttu kappi í gær og eftir mikið át stóð Sonya nokkur Thomas uppi sem sigurvegari.

Svarta ekkjan eins og hún er einnig kölluð hámaði í sig 36 pylsur í brauði á aðeins tólf mínútum. Hún vann sér þar með sæti á heimsmeistaramótinu í pylsuáti sem fram fer í New York í júlí.

Thomas á þó nokkuð í land með að ná heimsmethafanum Takeru Kobayashi frá Japan. Hann getur borðað 53 pylsur með öllu á tólf mínútum. Frétt á visir.

>Sjá myndband<


Ég hef nú bara aldrei heyrt aðra eins vitleysu.

Síðan hvenær í óskupunum hefur formaður einhvers verið talin OF harður í að sinna félagi sínu, þetta er ábyggilega algert einsdæmi.

Ólafur Ólafsson fyrverandi landlæknir og núverandi formaður Landsambands eldriborgara er talin af einhverri klíku innan sambands eldriborgara vera of harður til að gegna formanns hlutverkinu.

Ætli þetta hafi einhverntíman komið fyrir í einhverjum stjórnmálaflokki á íslandi?

Á visisr.is segir að formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann.

Ólafur Ólafsson formaður íhugar hvort hann gefur kost á sér áfram.
Ólafur Ólafsson formaður landsambands eldri borgara segir í samtali við fréttastofu að Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri sambandsins hafa skrifað einum nefndarmanna uppstillingarnefndar bréf sem hafi verið fremur óvinsamlegt og persónulegt gegn sér. Í bréfinu hafi verið mælt með því að öðru formannsefni yrði teflt fram fyrir landsþing sambandsins sem haldið verður um næstu helgi. Nefndin sér um að stilla upp fólki til kosninga fyrir landsfundinn. Nefndarmenn hafi eftir móttöku bréfsins komið að máli við Ólaf sem hugleiddi að bjóða sig fram aftur og greint honum frá því að hann teldist of harður í störfum í sínum eins þeir hafi orðað það, og hann mætti búast við mótframboði varaformannsins Helga Hjálmssonar.

Ólafur segir að útfrá þessu hafi sprottið upp deilur milli stuðningsmanna sinna og þeirra sem væru honum andvígir. Hann segist hafa komið að skrifstofu sinni harðlæstri á föstudag og ekki komist inn, án allra skýringa. Þá var Einari Árnasyni hagfræðingi og ráðgjafa sambandsins og Félags eldri borgara til sex ára sagt upp í mars síðastliðnum. Hann hlaut þriggja mánaða uppsagnarfrest og lýkur störfum í júnílok.

Ólafur segist áður hafa hugleitt að bjóða sig ekki fram til formanns aftur, þar sem hann hafi sinnt málaflokknum í átta ár, það er hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í sex ár og síðustu tvö ár hjá Landsambandinu. Hann segist ánægður með hvernig málefni eldri borgara hafi komist í forgang hjá stjórnvöldum og öldrunarmálin verið færð til nýs Velferðarráðuneytis. Hann íhugi nú hvort hann bjóði sig fram í formanninn á næsta landsþingi. Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri Landsambandsins segist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi framkvæmdarstjórnarinnar á þriðjudaginn næstkomandi.

>Sjá frétt<

Hér vantar klárlega einhverja betri skýringu á því hvers vegna verið er að bola kallinum burtu.

 


Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

        

Lifrarpollaljúflingar
loftin blá hún svífur
fjögurra hjóla flækingar
frímínútur rýfur.

.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

 

 

 


Það hefur þá átt ágætlega við að Vodka styrkti afmælisveisluna hjá Linsay Lohan um daginn.

mynd

Vodkaframleiðandi styrkir afmælisveislu Lindsay Lohan
Skemmtistaðir og áfengisframleiðendur berjast nú um að fá að sjá um afmælisveislu Lindsey Lohan sem verður 21 árs í júlí, en það er einmitt löglegur drykkjualdur í Bandaríkjunum.

Pure næturklúbburinn, Social House veitingastaðurinn, go Caesars Palace í Las Vegas eru allir nefndir sem mögulegir styrktaraðilar. Flestir eru þó sammála að Svedka vodkaframleiðandinn muni hreppa hnossið. 

Stjarnan hefur reyndar farið í fleiri meðferðir undanfarið en duglegasta fólk nær að fylgjast með, og er að sögn móður hennar meðlimur í AA samtökunum, svo fólki er fyrirgefið að velta því fyrir sér hversu ráðlegur styrktarsamningurinn er.

Talsmaður Lohan vildi ekkert gefa upp um partýið en lögfræðingur hennar, Mike Heller staðfesti samninginn við vodka-framleiðandann ,,Þetta verður besta partý í heimi" sagði hann við Us Weekly.
Vísir, 23. maí. 2007

Seriously, This has to be a Joke

We talked about Lindsay Lohan&#39;s birthday party at Pure in July, and the ridiculous amounts of money she could pull down for showing up and being her usual drunken self.

Well, evidently they have lined up sponsors for the event, one of them being...wait for it...Svedka Vodka.

So, one of rehabs most famous names&#39; birthday bash will be sponsored by a Vodka company. From the New York Daily News:

Alcoholics Anonymous member Lindsay Lohan has lined up Svedka vodka to sponsor her 21st birthday blowout in Las Vegas, a rep for the brand confirmed to us yesterday.

It&#39;s part of a deal that could net the star up to seven figures for the July 2-3 celebration.

That&#39;s even before the Wonderland rehab center she attended gives her a refund.


Other partners include Pure nightclub, Caesars Palace (which is providing a "specially designed" suite) and the Social House restaurant at Treasure Island.

This story just keeps getting funnier, more ridiculous, and more sad...we can&#39;t wait to see this trainwreck in person!

 

Fréttir hér á Mbl.: Lindsay Lohan handtekin vegna gruns um ölvunarakstur

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Lindsay Lohan var handtekin í Beverly Hills í Kalíforníu í gærkvöldi, grunuð akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja en bíl hennar lenti á vegriði við Sunset Boulevard. Í bílnum fannst einnig efni, sem lögreglan segir líklega vera kókaín. Tveir voru í bílnum auk Lohan.

Lohan, sem dvaldi um tíma á meðferðarstofnun fyrr á þessu ári, var flutt á slysadeild en áverkar hennar voru ekki miklir. Hinir tveir, sem voru í bílnum, meiddust ekkert.

Lögreglumenn fóru á sjúkrahúsið og handtóku Lohan vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja. Henni var síðar sleppt en þarf að koma fyrir rétt.

Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem Lohan lendir í umferðaróhappi. Árið 2005 lenti hún í árekstri við tvo sendiferðarbíla. Annar áreksturinn var sendiferðabílstjóranum að kenna en hinn áreksturinn varð þegar Lohan var á flótta undan aðgangshörðum ljósmyndara.

 


mbl.is Lindsay Lohan handtekin eftir umferðaróhapp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Pamela vond börn?

Mér er alveg ómögulegt að skilja þessa yfirlýsingu Pamelu Anderson að hún eigi vond börn, reyndar finnst mér þetta viðtal vera ákaflega ótrúlegt, efast hreinlega um að rétt sé farið með þetta viðtal, en þetta eru bara mínar vangaveltur, og kannski er ég bara gamaldags eða eitthvað fattlaus.

Hin brjóstgóða Pamela Anderson hefur viðurkennt að strákarnir hennar tveir séu villtir.

Hún á tvo syni, Brandon, tíu ára, og Dylan, níu ára, með fyrrverandi eiginmanni, sínum rokkaranum Tommy Lee. Hún segir þá vera nokkuð erfiða en þeir hafi svo sem aldrei átt möguleika á að verða góðir strákar vegna foreldra sinna.

„Synir mínir eru óþægir en ef tekið er tillit til foreldra þeirra þá eru þeir ekki svo slæmir. Þó að þeir séu engir englar er mjög skemmtilegt að umgangast þá," sagði Anderson í viðtali nýlega og bætti við að ef hún ætti ekki drengina tvo vissi hún ekki hvar hún væri stödd í dag þar sem móðurhlutverkið hefði róað hana.

Hún sagði nýlega að hún vildi barn í viðbót en ekki er langt síðan hún heimsótti munaðarleysingjaheimili í Rússlandi með það í huga að ættleiða. Anderson er nú í sambandi með ameríska ruðningskappanum David Binn og segir hann vera mjög barnelskan.


mbl.is Pamela á villta syni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 159242

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

21 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband