Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Sunnudagur, 27. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Finnst sá ætíð fátækur
Fjöllin hæstu krýnir
Hann er aldrei hýrleitur
Hölda friði týnir
.
ATH: Svarið við þessari gátu eru 4 orð, 1 við pr. línu.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 26. maí 2007
Sakleysi barnanna.
Margt skemmtilegt og merkilegt dettur uppúr börnunum okkar, skemmtilegt og merkilegt vegna hreinskilningslegra spurninga eða svara þeirra.
Oft eru svona uppákomur kannski eingöngu skemmtilegar fyrir þá sem þekkja eða eiga það barn sem um ræðir hverju sinni, og þó, mér finnst alltaf gaman að heyra svona gullkorn hjá hverjum sem er.
Guðbjörg Sól var með vinkonu sinni sem er á svipuðum aldri og hún að leika sér hér heima í dagr, þær voru að vesenast með hamstrana og gefa fiskunum í 300 lítra fiskabúrinu, vesenast í tölvunum, maulandi kexköku drasl og perla, eftir það dró Guðbjörg Sól fram slatta að litabókum, og eina stóra svaka flotta litabók.
Vinkonan spurði hana hvort hún hafi ekki verið dýr, þessi fallega litabók.
Dýr? hvað er það? spyr Guðbjörg Sól, og virtist ekki fatta hvað Birta vinkona hennar var að meina.
Kostaði hún marga peninga? útskýrði Birta vinkona.
Æææi ég veit það ekki sagði Guðbjörg Sól, það skiptir engu með peningana!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 26. maí 2007
Samfylkingin hefur gefist upp, segir Valgerður.
Það má segja að Samfylkingin hafi gefist upp á að keppa við Sjálfstæðisflokkinn og auk þess þá hafi Sjálfstæðisflokkurinn hætt baráttuni gegn því að gefa Samfylkingunni tækifæri, sagði Valgerður á blaðamannafundinum í dag.
Hún sagði að sú staða sem sé komin upp í íslenskum stjórnmálum skapi ný tækifæri fyrir Framsóknarflokkinn. Þegar þrír flokkar á vinstri vængnum sameinuðust í Samfylkingu á sínum tíma þá var það megintilgangurinn að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Þá var talað um tvo póla í íslenskum stjórnmálum. En með samstarfi Sjálftæðisflokks og Samfylkingar þá heyrir þetta sögunni til.
Valgerður: Tilbúin að takast á við varaformannsembættið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. maí 2007
Hvenar skildi fuglaflensan verða að heimsfaraldri?
Á vef Landlæknisembættisins segir að fyrsta alvarlega sýkingin af völdum fuglainflúensu H5N1 greindist í mönnum í Hong Kong árið 1997. Þá veiktust átján manns, af þeim dóu sex.
Árið 2003 gekk yfir skæð fuglainflúensa af völdum inflúensu A H7N7 í alifuglabúum í Hollandi. Þá fengu 83 starfsmenn alifuglabúsins væg einkenni eftir smit, einn dýralæknir fékk skæða sýkingu og lést í kjölfar hennar.
Frá 2003 hefur inflúensa A H5N1 í fuglum geisað víða um heiminn, með stöku sýkingum í mönnum. Milljónir manna hafa verið í snertingu við veika fugla, en samkvæmt upplýsingum á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar 27. desember 2006 höfðu samtals 261 manns greinst með staðfesta H5N1 sýkingu, af þeim höfðu látist 157 manns.
Heimsfaraldur inflúensu brýst út þegar nýr stofn inflúensu A myndast sem berst auðveldlega manna á milli. Nýr stofn getur myndast við meiriháttar breytingar á erfðaefni inflúensu A-veiru sem leiðir til uppstokkunar á mótefnavökum veirunnar (antigenic shift). Meiriháttar breyting á erfðaefni inflúensu A-veirunnar getur orðið við stökkbreytingar á inflúensu A-veiru eða við samruna fuglainflúensuveiru og inflúensuveiru A í mönnum. Samruni getur orðið ef sýking með báðum veirunum verður samtímis í sama manni eða dýri.
Hættan felst þess vegna í nýjum veirustofni sem getur sýkt menn og smitast manna á milli en er svo frábrugðinn veirustofnum undanfarandi ára að fyrri sýkingar veita enga vörn.
Fréttin á Mbl.: Fjórir einstaklingar hafa greinst með fuglaflensu í Wales, en fólkið er sagt hafa smitast var fuglaflensuafbrigði sem fannst í dauðum kjúklingum á bóndabæ í Norður-Wales. Um er að ræða hættuminna afbrigði fuglaflensunnar. Unnið er að því að taka sýni frá öðrum bæjum á svæðunum í kring.
Að sögn yfirdýralæknisins í Wales, Christianne Glossop, drápust fuglarni úr H7N2 afbrigði fuglaflensunnar sem er ekki eins skætt og H5N1 afbrigðið sem hefur dregið fólk til dauða.
Heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að fjórir hafi sýkst af fuglaflensunni, en alls voru tekin sýni úr níu einstaklingum sem annaðhvort unnu þar sem kjúklingarnir drápust eða sýndu fram á flensueinkenni.
Rannsóknarniðurstöðurnar eru sagðar staðfesta að menn hafi smitast af veirunni. Hingað til hafa aðeins fuglar smitast af veirunni. Hinsvegar er lögð á það áhersla að veiran smitist fyrst og fremst á milli fugla og að það sé erfitt fyrir fólk að sýkjast af veirunni.
Standa málin þannig að það sé ekki spurning um hvort fuglaflensu faraldur verði, heldur hvenær???
Fjórir greinast með fuglaflensu í Wales | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 27.5.2007 kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 26. maí 2007
Fer frammúr lögreglu og stingur af.
Rugglaður tappi, svo ekki sé nú sterkara til orða tekið.
Ekki er að sjá annað en að mótorhjólakappanum hafi tekist að stynga pólitíið af á sennilega yfir 200 km. hraða.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 26. maí 2007
Einn af vinsælastu leikurum síns tíma
Paul Newman er án nokkurs efa einn af vinsælustu leikurum síns tíma, enda hlotið Óskarinn, og hefur tekist að skila allflestum sínum hlutverkum með sóma.
Athyglisvert er að kappinn hefur verið nokkuð laus við sóða slúðurfréttir eins og algengt er meðal leikara.
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Paul Newman sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi, að hann ætlaði að hætta kvikmyndaleik enda væri hann orðinn 82 ára. Newman var einn af vinsælustu og virtustu kvikmyndaleikurum í Hollywood á síðari hluta 20. aldar og lék í klassískum kvikmyndum á borð við Butch Cassidy and the Sundance Kid og The Sting.
Ég get ekki leikið eins vel lengur og ég vildi," sagði Newman í viðtali sem birt er á vefsíði ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Á þessum aldri hefur maður tapað minni, maður missir sjálfstraustið og frumleikann. Svo ég held að þessu sé nú lokið hjá mér," sagði hann og átti þar við kvikmyndaleikinn. En ég er þakklátur fyrir það sem mér hefur fallið í skaut í lífinu."
Newman var sex sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna og fékk þau fyrir myndina Colour of Money árið 1986.
Paul Newman hættir að leika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 26. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Aftan við Jósa ég sá hvar það sat.
Ég sá það úr ull veita skjól og hlýju.
Ég sá það úr leir undir sælgætis mat.
Ég sá það úr tré fullt af steinolíu.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Föstudagur, 25. maí 2007
Hversu sexy ert þú?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 25. maí 2007
Hvergi minnst á að kyntáknið sé alki.
Merkilegt finst mér að hvergi í fréttinni að hann sé alkahólisti, aððeins á einum stað er minnst á áfengissýki, ekki að það sé nein frétt, ég fór bara að velta því fyrir mér hvort einhver ótti sé við orðið alkahólisti, sem Hasselhoffs svo sannarlega er.
Fréttin á Mbl.: Pamela Bach, fyrrverandi eiginkona Davids Hasselhoffs, segir að leyndarmálið um áfengissýki Hasselhoffs hafi verið límið sem hélt fjölskyldunni saman. Hasselhoff fór fram á skilnað við Bach í janúar í fyrra eftir að hún fór í jólafrí með fjölskylduna án hans þar sem hann var að sögn of ölvaður til að fá að fara um borð í flugvélina.
Bach viðurkennir að hún hafi oft farið með dætur þeirra tvær, Taylor-Ann (17 ára) og Hayley (14 ára), burt frá Hasselhoff í því skyni að reyna að fá hann til að hætta að drekka.
Hún segir í viðtali við tímaritið Hello! að á drykkjutúrum hafi Hasselhoff flakkað á milli hótela, en endað á sjúkrahúsi með áfengiseitrun. Hún hafi oft farið frá honum með dæturnar til að reyna að hafa áhrif á hann.
Ég fór alltaf með stelpurnar á Disneyland-hótelið svo að hann myndi ekki fara að hafa áhyggjur af því hvers vegna við hefðum farið. Þegar stelpurnar voru sofnaðar grét ég, en hann fékk mig til að koma aftur til sín. Hann sagðist ætla að hætta að drekka og ég trúði því.
Bach segir að þótt hún hafi virkilega elskað Hasselhoff hafi líf fjölskyldunnar að mestu leyti snúist um að þegja yfir stóra fjölskylduleyndarmálinu. Það var límið okkar. Margir vinir mínir höfðu ekki hugmynd um þetta. Foreldrar mínir vissu þetta ekki einu sinni.
Leyndarmálið hélt fjölskyldunni saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 25. maí 2007
Síldin á leiðinn.
Kannski lagast þetta er síldin kemur nær landinu, nú hafa rannsóknaleiðangrar sýnt að norsk íslenska síldin er á leiðinni og ekki verið eins mikil síðan sennilega fyrir 1950 eða svo, og er hér verið að tala um gríðalega mikið magn af síld, það er ekki ósennilegt að það geti haft hrif á þessa ásókn máfanna inn í bæi landsins.
Fréttin á Mbl.:
Undanfarin tvö ár hefur mikið borið á mávum í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum og hafa margir kvartað undan átroðningi fuglsins inn í mannabyggðir. Fuglafræðingar benda á að ástandið sé mjög óvenjulegt og að það tengist atferlisbreytingum hjá fuglategundinni. Fæðuskortur rekur máva frá varpstöðvum inn í þéttbýlið.
Mávarnir eru að segja okkur að það er ekki allt í lagi í sjónum, segir Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur hjá Náttúrustofnun Reykjaness, í samtali við mbl.is Það er alvarlegt ástand í gangi sem við skiljum ekki og mávarnir eru að minna okkur á það.
Sílamávurinn hefur til að mynda verið mjög aðgangsharður í ætisleit við Reykjavíkurtjörn og jafnvel veitt sér andarunga til matar.
Gunnar segir stofn sílamávsins hafa fjölgað mjög mikið undanfarin ár en árið 2004 virðist sem að hann hafi náð hámarki. Ári síðar hafi farið að halla undan fæti í varpi hjá mávnum og það varð algjör viðkomubrestur, þ.e. fáir ungar komust á legg úr varpinu.
Botninn datt svo algjörlega úr varpinu sl. sumar og var því lítið sem ekkert framleitt af ungum í fyrra.
Gunnar segir allt benda til þess að ástandið muni verða svipað í ár og í fyrra enda hagi fuglinn sér með svipuðum hætti.
Bent hefur verið á að að ein hugsanleg leið til að fækka heimsóknum máva til borgarinnar sé að hætta að gefa öndunum brauð við Reykjavíkurtjörn þar sem brauðgjafirnar laði mávana að. Ekki þurfi að hafa áhyggjur af öndunum sem þurfi ekki á brauðgjöfum að halda yfir sumarmánuðina.
Það er ekki allt í lagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar