Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Laugardagur, 2. júní 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Með óhljóði og væli hendist hann hjá
H2O hann geymir í búri
múgurinn sækist í verk hans að sjá
sóttur sé brandur í skúri.
.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.
Bækur | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
Föstudagur, 1. júní 2007
ALDREI er of oft minnst á öryggi barnanna.
Flestir foreldrar ferðast með börn sín í bíl strax á fyrsta ævidegi þeirra. Upp frá þeim degi verða börnin að vera fullkomlega örugg í bílnum. Þar koma bílstólar til sögunnar.
Bílstóll
Samkvæmt lögum á barnið að vera vandlega fest í bílsætið svo best er að kaupa bílstól áður en farið er með barnið heim af fæðingardeildinni. Barnið á því að vera í bílstól frá fyrsta degi þegar ferðast er með barnið í bíl. Þó svo að hægt sé að festa burðarrúm í aftursætinu veitir það barninu ekki nærri því eins mikið öryggi og bílstóllinn. Sumir foreldrar gæta þess ekki heldur að festa barnið í burðarrúminu heldur halda að það sé nóg að festa burðarrúmið niður. Þetta er mikill misskilningur og óþarfa áhætta þegar börnin okkar eru annars vegar.
Hægt er að fá bílstóla fyrir nýfædd börn en þeir eru yfirleitt festir í framsætið við hlið ökumannsins. Andlit barnsins snýr þá baki í akstursstefnu. Þessir stólar eru mjög þægilegir í notkun og auðvelt er að taka barnið inn og út úr bílnum í þessum stólum. Hönnun þeirra auðveldar ökumanninum einnig að annast barnið meðan á akstri stendur, sé hann einn með barninu í bílnum. Það skal tekið fram að það má alls ekki nota þessa bílstóla í bílum sem hafa loftpúða/líknarbelgi.
Í nýjustu bílunum er hægt að aftengja loftpúðann í farþegasætinu fram í svo hægt sé að ferðast með barnið þar. Að lokum viljum við benda á að ekki er ráðlegt að kaupa notaðan bílstól en sé það gert þarf að gæta þess að hann standist öryggisreglur um slíka stóla og að allar festingar séu í lagi. Einnig bendum við á að sum tryggingafélög bjóða viðskiptavinum sínum að leigja bílstóla og er rétt að kynna sér þann möguleika.
Þetta kemur fram inn á barnalandi og er óhætt að segja að aldrei er of oft minnst á hversu mikils virði er að hafa þessa hluti í lagi, ekki sýst í ljósi alvarlegra umferðarslysa nú að undanförnu, réttu græjurnar og rétt uppsettar gétað hreinlega skipt sköpum.
Dægurmál | Breytt 2.6.2007 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 1. júní 2007
Leinilegt ástarævintýri, vaaaaá.
Video með Robbie Williams
Feel, Advertising Space, She s Madonna, Rock DJ, Angels,
Fréttin á Mbl.: Robbie Williams er sagður vera kominn með nýja kærustu upp á arminn, bandarísku leikkonuna Ayda Field. Talið er að Williams og Field hafi átt í leynilegu ástarsambandi síðastliðna tvo mánuði, en þau kynntust í veislu í Los Angeles. Að sögn vina þeirra er sambandið orðið nokkuð alvarlegt.
Hann hefur ekki verið svona hrifinn af stelpu mjög lengi og þau gera allt sem venjuleg pör gera, til dæmis að fara í bíó eða horfa á DVD," sagði vinur Williams í samtali við breska dagblaðið Daily Mirror. Field hefur m.a. leikið í Will og Grace.
Þetta er afar rómó allt hjá þessum elskum.
Robbie með nýja kærustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 1. júní 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Ég er á gangi alla tíð
engar fanga hvíldir,
er á hangi höfð hjá lýð,
höggin ganga mörg og tíð.
.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 159233
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar