Laugardagur, 2. júní 2007
Meyri aula dómurinn, og nú veit ég ráđ svo Valur vinni.
Ţessi ađferđ getur veriđ dálítiđ vafasöm svo ekki sé sterkara tekiđ til orđa.
Nćst ţegar Valur og KR keppa í úrslitaleik (hvenćr sem ţađ nú verđur) ćtla ég ađ klćđast KR treyju og gefa eins og einum dómaranum einn áann,
ég er nefnilega Valsari.
![]() |
Svíum dćmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 2. júní 2007
Sjómannadagurinn og helgin - Dagskráin.
Mikiđ er um ađ vera um allt land ţessa helgina og er á flestum stöđum gríđamikil dagskrá.
Hér er dagskráin fyrir Reykjavík og Hafnarfjörđ 2 og 3 júní.:
Laugardagur 2 júní Reykjavík
10:00 Hátíđ hafsins flautuđ inn af skipslúđrum.
10:00-16:00 Furđufiskar Hafrannsóknarstofnun hefur safnađ skrýtnum fiskum sem verđa til sýnis. Skođađu broddabak, sćdjöful, svartgóma og fleiri furđudýr.
09:00-17:00 Hvalaskođun Reykjavík Tilbođ í hvalaskođun 3.000 kr fyrir fullorđna, 1.500 kr fyrir börn 7-15 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri. Fariđ kl. 9.00, 13.00 og 17.00. Hver ferđ tekur 2,5 3 tíma. Ćgisgarđur-Reykjavíkurhöfn
10:0016:00 Opiđ hús í félagsheimili Brokeyjar á Ingólfsgarđi, flotbryggjurnar einnig opnar. Kaffi á könnunni. Ingólfsgarđur-Reykjavíkurhöfn
11:00-18:00 Ljósmyndasýning á vegum Faxaflóahafna.
11:00-17:30 Viđey og vaffla. Fjölbreytt afţreying fyrir alla fjölskylduna. Tilbođ Ferjugjald, vaffla og kaffi/kakó 1.100 kr fyrir fullorđna og 600 kr fyrir börn Ferjan fer kl. 12:00 frá gömlu höfninni og ţađan er einnig bođiđ uppá rútuferđir til Sundahafnar ţađan sem siglt er til Viđeyjar kl. 11:00 og á klukkutíma fresti frá kl. 13:00 17:00. Nánari upplýsingar um áćtlun ferjunnar má finna á www.videy.com
11:00-17:00 Víkin Sjóminjasafniđ í Reykjavík. Safniđ opnađ. Ókeypis ađgangur. Kaffi og međ ţví í bođi Euripris. Sjá nánari dagskrá á bls.13 Grandagarđi 8
11:00 Dorgveiđikeppni á hafnarbakkanum viđ Ćgisgarđ. Allir ţátttakendur fá bíómiđa í Laugarásbíó og viđurkenningarskjal.
11:15 Víkin Sjóminjasafniđ í Reykjavík. Opnun sýningarinnar Fiskur, fjör og fćriband í tilefni af 60 ára stofnafmćli Bćjarútgerđar Reykjavíkur. Sjá nánari dagskrá á bls.13 Grandagarđi 8
11:30 Skemmtisigling uppá Skaga. Sćbjörgin, skip slysavarnarskóla Landsbjargar, siglir frá Miđbakka Reykjavíkurhafnar til Akraness. Vöfflur, kaffi og einstök stemmning um borđ. Takmarkađur fjöldi, ađgangur ókeypis. Sćbjörgin siglir til baka kl. 14:30. Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn
12:00 Siglingakeppni Brokeyjar, Eyjahringurinn um sundin blá, rćst međ fallbyssuskoti. Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn
12:00-17:00 Líf og fjör á Miđbakkanum. Parísarhjól, rafmagnsbílar, prinsessukastali og mörg fleiri leiktćki. Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn
13:00 16:00 Landhelgisgćslan sýnir varđskipiđ Tý Nú gefst kostur á ađ skođa ţetta glćsilega skip sem hefur veriđ í ţjónustu gćslunnar í 32 ár og tekiđ ţátt í ótal leitar- og björgunarađgerđum. Faxagarđi-Reykjavíkurhöfn
13:00 16:00 Matur og menning á Miđbakkanum Flöskuskeytasmiđja: Sendu skilabođ út í heim. Kl. 16:00 verđur siglt međ Sćbjörginni út á flóa og flöskuskeytum kastađ á haf út. Flöskur litir og leiđbeinandi á stađnum. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins Landsbjargar selur vöfflur og kaffi. Hvalaskođun Reykjavík kynnir skemmtilega dagskrá sína. Litasamkeppni fyrir börnin og vinningar dregnir út á alla ţriđjudaga í júní. Fiskisaga fyrir sćlkera: Fiskisaga kynnir ljúffenga sćlkera fiskrétti og býđur gestum ađ smakka. Grillađ verđur fyrir gesti ef veđur leyfir. Sportkafarafélag Íslands grillar öđuskel og annađ lostćti á hafnarbakkanum. RB veiđibúđ kynnir glćsilegan útbúnađ til sjóstangaveiđi. Háskólinn á Hólum kynnir starfsemi sína Háskólinn á Akureyri kynnir nám og rannsóknir í sjávarútvegsfrćđum og sjávarlíftćkni. Sýndar verđa lifandi myndir af lífríki Eyjafjarđar. Edda útgáfa: Kynning á bókinni Ég vil fisk eftir Áslaugu Jónsdóttur. Höfundur teiknar fiska á blöđrur fyrir öll börn milli kl. 14 og 16. Teiknisamkeppni á vegum Eddu útgáfu. Höfundar 20 fallegra fiskamynda fá bók ađ launum. Fjölskyldu og húsdýragarđurinn. Hefur ţú klappađ krabba? Lifandi sjávardýr sem hćgt er ađ skođa og koma viđ undir leiđsögn starfsfólks sjávardýrasafnsins í Fjölskyldu- og húsdýragarđinum. Fjöltćkniskóli Íslands kynnir starfsemi sína Fiskistofa Matís: Hvernig breytist fiskur viđ geymslu? Sýndur verđur heill ţorskur; nýr, 2-3 daga gamall og 10 til 12 daga gamall. Gestum gefst kostur á ađ lykta af flökunum og finna mun á lykt misferskra flaka. Ţekkir ţú lyktina? Leikur fyrir börn og fullorđna ţar sem ţátttakendur lykta upp úr glösum og giska á lyktina. Överur í matvćlum Gestum verđur bođiđ ađ skođa rćktunarskálar međ mismunandi örverum. Ţessar örverur geta borist í matvćli eins og fisk. Sumar ţeirra eru skemmdar örverur sem mynda niđurbrotsefni og breyta lykt og bragđi fisksins. Vestfirskur harđfisksali
13:00 Björgunarsveitin Ársćll. Jeppar og annar búnađur til sýnis. Hópurinn verđur međ kennslu í endurlífgun fyrir almenning. Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn
13:30 Spennandi knattspyrnukeppni og reipitog á milli áhafna á gervigrasvellinum í Laugardal. Hoppkastali á stađnum fyrir yngstu gestina. Ţróttarvöllur, Laugardal
13:00-16:00 Happdrćtti DAS sýnir glćsilegan Lexus GS300 og Harley Davidson V-Rod mótorhjól, ađalvinningar happdrćttisins. Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn
13:00 Víkin Sjóminjasafniđ í Reykjavík. Hrađbátur árgerđ 1950, íslensk völundarsmíđ, sýndur á Miđbakka. Sjá nánari dagskrá á bls.13 Grandagarđi 8
13:30 16:00 Víkin Sjóminjasafniđ í Reykjavík. Netahnýting splćsing og harmoníkuleikur. Sjá nánari dagskrá á bls.13 Grandagarđi 8
14:00 Sjómannalagahátíđ - Kontrapunktur sjómannalaga. Spurningarkeppni milli liđa frá sjávarplássunum Reykjavík og Ólafsfirđi. Hljómsveitin Rođlaust og beinlaust tekur tóndćmi og keppendur beggja liđa geta leitađ eftir ađstođ áhorfenda. Listasafn Reykjavíkur-Hafnarhús
15:00 Sjómannalagakepnni Hátíđar hafsins og Rásar 2. Vinningslagiđ úr hinni ćsispennandi Sjómannalagakeppni verđur verđlaunađ og frumflutt. Listasafn Reykjavíkur-Hafnarhús
15:00 Víkin Sjóminjasafniđ í Reykjavík. Sjósetning landhelgisbáts. Sjá nánari dagskrá á bls.13 Grandagarđi 8
15:15 17:00 Ólafsfirsku hljómsveitirnar Rođlaust og beinlaust, South river band og Spilmenn Ríkínís flytja lög úr ýmsum áttum. Guđmundur Ólafsson leikari kynnir og segir sannar sögur frá Ólafsfirđi. Listasafn Reykjavíkur-Hafnarhús
16:00 Brautarkeppni Snarfara. Keppt verđur í flokki almennra báta og keppnisbáta. Sćbraut
16:00 Flöskuskeytasigling. Hvar endar bréfiđ ţitt? Komdu í skemmtilega fjölskyldusiglingu og sendu skilabođ út í heim. Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn
18:00 Fiskiveisla Hátíđar hafsins. Upplýsingar um veitingastađi og matseđla er ađ finna í dagskrárritinu bls. 3-7 og á
Matur á hafnarsvćđinu
11:30 18:00 Iceland fish and chips Ţorskur, stökkar kartöflur og okkar rómađa skyronnes á tilbođi í tilefni af Hátíđ hafsins. Einnig speltpönnsur međ rjóma og Himneskri hollustu sultu og lífrćnni mjólk. Gómsćtur og hollur biti. Veriđ velkomin. Tryggvagötu 8
11:00 17:00 Opiđ hús hjá Sćgreifanum. Tilbođ á humarsúpu og fiski á grilli. Ljúfir sjómannavalsar hljóma og hćgt er ađ fá sér lúr uppi á lofti eftir matinn. Verbúđ viđ smábátahöfn
11:30 - 19:00 Sushismiđjan býđur uppá tilbođ á veitingum í tilefni dagsins. 1. 7stk blandađur sushi bakki gos - kaffi kr. 1.000 2. baguette m/ reyktum laxi gos kaffi kr. 1.000 Verbúđ viđ smábátahöfn
10:00 22:00 Sjávarbarinn nýr veitingastađur viđ Grandagarđ Sjávarréttahlađborđ Sjávarbarsins- sjávarréttir í öndvegi kr. 1900 Heimsfrćg sjávaréttasúpa (ađalréttur) kúffull af skelfiski og úrvali af sjávarfangi ásamt hvítvíni, rjóma og ferskum kryddjurtum kr. 1600 Fiskur og franskar kr. 1400 Grandagarđur 9
Sunnudagur 3 júní Reykjavík 08:00 Hátíđarfánar prýđa skip í höfninni. 10:00 Athöfn viđ Minningaröldu Sjómannadagsins.
Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson fer međ ritningarorđ og bćn. Starfsmenn Landhelgisgćslunnar standa heiđursvörđ viđ Minningaröldurnar. Fossvogskapella í Fossvogskirkjugarđi 11:00 Sjómannaguđsţjónusta í Dómkirkjunni. Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson predikar og minnist drukknađra sjómanna. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson ţjónar fyrir altari. Međan á guđsţjónustu stendur verđur lađgur blómsveigur á leiđi óţekkta sjómannsins. 10:00-16:00 Furđufiskar Hafrannsóknarstofnun hefur safnađ skrýtnum fiskum sem verđa til sýnis. Skođađu broddabak, sćdjöful, svartgóma og fleiri furđudýr. Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn 09:00-17:00 Hvalaskođun Reykjavík Tilbođ í hvalaskođun 3.000 kr fyrir fullorđna, 1.500 kr fyrir börn 7-15 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri. Fariđ kl. 9.00, 13.00 og 17.00. Hver ferđ tekur 2,5 3 tíma. Ćgisgarđur-Reykjavíkurhöfn 11:00-17:30 Viđey og vaffla. Fjölbreytt afţreying fyrir alla fjölskylduna. Tilbođ Ferjugjald, vaffla og kaffi/kakó 1.100 kr fyrir fullorđna og 600 kr fyrir börn Ferjan fer kl. 12:00 frá gömlu höfninni og ţađan er einnig bođiđ uppá rútuferđir til Sundahafnar ţađan sem siglt er til Viđeyjar kl. 11:00 og á klukkutíma fresti frá kl. 13:00 17:00. Nánari upplýsingar um áćtlun ferjunnar má finna á www.videy.com
11:00-17:00 Víkin Sjóminjasafniđ í Reykjavík
Ađgangur óskeypis. Kaffi og međ ţví í bođi Europris.
Grandagarđi 8 12:00-17:00 Líf og fjör á Miđbakkanum. Parísarhjól, rafmagnsbílar, prinsessukastali og mörg fleiri leiktćki. Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn 13:00 16:00 Landhelgisgćslan sýnir varđskipiđ Tý Nú gefst kostur á ađ skođa ţetta glćsilega skip sem hefur veriđ í ţjónustu Gćslunnar í 32 ár og tekiđ ţátt í ótal leitar- og björgunarađgerđum. Faxagarđi-Reykjavíkurhöfn 13:00 - 16:00 Happdrćtti DAS sýnir glćsilegan Lexus GS300 og Harley Davidson V-Rod mótorhjól, ađalvinningar happadrćttisins. Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn
13:00, 14:00 Skemmtisigling fjölskyldunnar: Skólaskip Slysavarnarfélagsins og 15:00 Landsbjargar, Sćbjörg siglir um sundin blá. Ómetanlegt tćkifćri fyrir Reykvíkinga og gesti höfuđborgarinnar ađ sjá borgina frá allt öđru sjónarhorni en venjulega. Kvennadeild Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Reykjavík selur veitingar.
Ađgangur ókeypis. Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn 13:00 Sýning Björgunarsveitarinnar Ársćls á viđbrögđum viđ manni í sjó Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn
13:00 16:00 Matur og menning á Miđbakkanum
Kvennadeild Slysavarnarfélagsins Landsbjargar selur vöfflur og kaffi. Hvalaskođun Reykjavík kynnir skemmtilega dagskrá sína. Litasamkeppni fyrir börnin og vinningar dregnir út á www.elding.is alla ţriđjudaga í júní.
Fiskisaga fyrir sćlkera: Fiskisaga kynnir ljúffenga sćlkera fiskrétti og býđur gestum ađ smakka. Grillađ verđur fyrir gesti ef veđur leyfir. Sportkafarafélag Íslands grillar öđuskel og annađ lostćti á hafnarbakkanum. RB veiđibúđ kynnir glćsilegan útbúnađ til sjóstangaveiđi. Háskólinn á Hólum kynnir starfsemi sína Háskólinn á Akureyri kynnir nám og rannsóknir í sjávarútvegsfrćđum og sjávarlíftćkni. Sýndar verđa lifandi myndir af lífríki Eyjafjarđar. Edda útgáfa: Kynning á bókinni Ég vil fisk eftir Áslaugu Jónsdóttur. Höfundur teiknar fiska á blöđrur fyrir öll börn milli kl. 14 og 16. Teiknisamkeppni á vegum Eddu útgáfu. Höfundar 20 fallegra fiskamynda fá bók ađ launum. Fjölskyldu og húsdýragarđurinn. Hefur ţú klappađ krabba? Lifandi sjávardýr sem hćgt er ađ skođa og koma viđ undir leiđsögn starfsfólks sjávardýrasafnsins í Fjölskyldu- og húsdýragarđinum. Fjöltćkniskóli Íslands kynnir starfsemi sína Fiskistofa Matís: Hvernig breytist fiskur viđ geymslu? Sýndur verđur heill ţorskur; nýr, 2-3 daga gamall og 10 til 12 daga gamall. Gestum gefst kostur á ađ lykta af flökunum og finna mun á lykt misferskra flaka. Ţekkir ţú lyktina?
Leikur fyrir börn og fullorđna ţar sem ţátttakendur lykta upp úr glösum og giska á lyktina. Överur í matvćlum
Gestum verđur bođiđ ađ skođa rćktunarskálar međ mismunandi örverum. Ţessar örverur geta borist í matvćli eins og fisk. Sumar ţeirra eru skemmdar örverur sem mynda niđurbrotsefni og breyta lykt og bragđi fisksins. Vestfirskur harđfisksali Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn 13:00 Björgunarsveitin Ársćll verđur međ farartćki og rústabjörgunarbúnađ til sýnis á Miđbakkanum auk ţess sem sjúkrahópur verđur međ kynningu á endurlífgun.
Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn 13:30 16:00 Víkin Sjóminjasafniđ í Reykjavík. Netahnýting, splćsing og harmóníkuleikur. Grandagarđi 8 13:00 16:00 Fjallabjörgunarhópur Björgunarsveitarinnar Ársćls verđur međ sigćfingu og leyfir krökkum ađ taka ţátt.
Ath stađsetningu 14:00-15:00 Hátíđarhöld Sjómannadagsins á Miđbakka Setning hátíđarinnar: Guđmundur Hallvarđsson, formađur Sjómannadagsráđs. Ávörp: Einar K. Guđfinnsson Sjávarútvegsráđherra Vilhjálmur Jens ÁRNASON ađstođarframkvćmdarstjóri LIU Björn Ingi Hrafnsson formađur hafnarstjórnar Faxaflóahafna Birgir H. Björgvinsson stjórnarmađur í sjómannafélagi íslands Voices Thules Sjómenn heiđrađir Voices Thules Kynnir Hálfdan Henrýsson Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn 15:00 Kappróđur í innri höfninni. Frćkin liđ rćđara takast á.
Miđbakkinn-Reykjavíkurhöfn 15:00 Listflug yfir Reykjavíkurhöfn
15:00 Skemmtidagskrá á Miđbakkanum
Hafnarfjörđur. Laugardagur 2. júní
Kl. 12 18 Ţjóđahátíđ Alţjóđahússins í íţróttahúsinu viđ Strandgötu í Hafnarfirđi.Matur, músík og menning frá öllum heimshornum.
Sunnudagur 3. júní - Sjómannadagurinn
|
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 2. júní 2007
Búiđ er ađ skáka Dauđanum útaf taflborđi daglegrar tilveru og inná ţar til gerđar stofnanir.
Hvađ veist ţú um dauđann? Getur veriđ ađ "dauđinn" hafi breyst?
Á síđustu 100-150 árum gjörbreyttist tilvera íslensku ţjóđarinnar. Hún yfirgaf torfbćjamenningu liđinna alda og stökk inní tćknivćddan nútímann á ljótri prjónabrók. Ţjóđ lagđist til svefns í daunillri, myrkri bađstofu en vaknađi í uppljómuđu rađhúsi á Seltjarnarnesi og týndi fortíđ sinni á leiđinni. Hún stóđ skyndilega alsköpuđ og tćknivćdd í morgunsári nýrrar dögunar án tengsla viđ nóttina eđa frumstćtt bćndasamfélag 19du aldar. Gríska gođafrćđin segir ađ Pallas Aţena hafi stokkiđ á ţennan veg fullsköpuđ útúr höfđi Seifs međ skjöld og sverđ.
Nútímamađurinn skildi eftir vandamál eins og hungur, farsóttir og einangrun á vegferđ sinni og á fullt í fangi međ ađ gera sér veruleika liđinna alda í hugarlund. Í basli liđinna alda hefđi allsnćgtasamfélag ţeirrar 21stu veriđ sem útilegumannabyggđ í yfirbyggđum dal. Landpóstar og jeppamenn nútímans gćtu aldrei skiliđ veruleika hvers annars.
Ţetta risastökk inní draumkennda, óvissa framtíđ án allra tengsla viđ sögu, siđprýđi, siđleysi og reynslu forfeđranna hefur skiliđ Íslendinga eftir í tilvistarlegu tómarúmi. Saga annarra ţjóđa er ekki eins öfgakennd enda fóru ţćr inní nútímann í áföngum en ekki á öfugu heljarstökki.
Samskipti viđ Dauđann hafa einnig gjörbreyst á ţessu tímaskeiđi. Hann er ekki lengur eins og hver annar heimilismađur eđa hluti daglegrar tilveru. Hrikalegur ungbarnadauđi liđinnar aldar heyrir sögunni til og árvissar, mannskćđar farandpestir eru hćttar ađ leggja leiđ sína um landiđ. Veruleiki Dauđans hefur flust útaf heimilum og tilveru venjulegs fólks og inná sjúkrahús og elliheimili. Hann hefur helgađ sér eldri kynslóđina en lćtur venjulega ađra í friđi enda kemur í ljós ţegar dánarauglýsingar Moggans eru skođađar ađ flestir sem deyja eru nokkuđ viđ aldur. Sem betur fer heyrir til undantekninga ađ börn eđa ungmenni deyi á tímum nútímasamfélagshátta og lćkninga.
Ţjóđ og ríkisstjórn hafa gert um ţađ ţegjandi samkomulag viđ Dauđann ađ sjúkrahús og elliheimili séu eđlilegur starfsvettvangur hans en ekki leikvellir lífsins, heimili, vinnustađir, samgöngutćki, skólar eđa dansstađir. Dauđinn hefur haldiđ samkomulagiđ ađ mestu leyti. Stöku sinnum gleymir hann sér og sveiflar ljánum úti í samfélaginu, en venjulega heldur hann sér innan fyrirfram ákveđinna marka og lćtur ekki sjá sig á götum úti. Dauđinn í veruleika daglegs lífs er eins og tímavilltur jólasveinn í fullum skrúđa um hásumar.
Dauđinn er alls stađar fjarlćgur nema í fjölmiđlum. Ţegar batnandi heilsufar og breyttir samfélagshćttir ýttu honum útúr raunverulegri tilveru fólks fékk hann sér vinnu í afţreyingariđnađinum. Í öllum fréttum, spennuţáttum og mörgum skemmtidagskrám gegnir Dauđinn mikilvćgu hlutverki sem er eins og dauft bergmál af Dauđaţrá miđalda. Ţrátt fyrir ţrúgandi nćrveru sína er hann svo óraunverulegur ađ enginn tekur mark á honum. Hann er eins og farandpredikari í texta eftir Gylfa Ćgisson. Fólk horfir áhugalaust yfir kvöldmatnum á fréttir um stórfengleg flugslys, náttúruhamfarir, mannfrek styrjaldarátök eđa skyndidauđa frćgra einstaklinga. Ađ loknum auglýsingum er glápt á spennumynd ţar sem menn eru skotnir og stungnir til bana á hundrađ mismunandi vegu. Dagblöđ og vikurit birta stöđugt átakanlegar myndir af brostnum augum dáinna eđa biđjandi ásýn ţeirra deyjandi. Fjöldagrafir opnast á síđum blađa ţar sem limlest lík karla, kvenna og barna liggja í himinhrópandi umkomuleysi og prentsvertu.
En ţessi ósköp hreyfa viđ fćstum. Innst inni eru allir sér ţess fullvissir ađ ekkert ţessu líkt komi fyrir ţá. Líkur á ţví ađ deyja í flugslysi eđa fyrir morđingjahendi eru mun minni en vinningslíkur í lottói. Enginn bíleigandi gerir nokkru sinni ráđ fyrir ţví ađ glćsibíllinn hans muni breytast í líkkistu utan um hann sjálfan. Fćstir búast viđ ţví ađ lenda í snjóflóđi eđa eldgosi eđa hitta blóđţyrsta vígamenn á förnum vegi.
Búiđ er ađ skáka Dauđanum útaf taflborđi daglegrar tilveru og inná ţar til gerđar stofnanir.
Sé ţetta boriđ saman viđ nálćgđ Dauđans á liđnum öldum, verđa umskiptin ótrúleg. Ţegar flett er gömlum kirkjubókum kemur í ljós ađ Dauđinn var sjálfsagđur sambýlingur í tilverunni og gerđi sig heimakominn eins og köttur á bađstofufleti. Áriđ 1850 voru skráđ liđlega 20 dauđsföll í kirkjubók Útskálakirkju á Suđurnesjum, ţar af dóu 13 börn undir fimm ára aldri. Ţetta fólk gaf upp öndina heima hjá sér ađ ţeim undanskildum sem drukknuđu í sjó eđa urđu úti. Menn lágu banaleguna og skildu viđ í fleti sínu í bađstofunni innan um annađ heimilisfólk.
Ţegar síđustu andvörpin höfđu veriđ tekin veitti einhver á heimilinu hinum látna nábjargir, oftast húsbóndi eđa húsfreyja. Ljósmćđur voru fengnar til ađ ađstođa heimilisfólk viđ ţvott og frágang á líkinu eđa ađrar konur sem ekki voru líkhrćddar. Karlmennirnir á heimilinu sáu um ađ hefja líkiđ úr rúminu á fleka eđa kistu ef hún var til. Líkiđ var svo klćtt í lín eđa nćrföt og sokka og stóđ uppi í nokkra daga í kaldri skemmu, framhýsi eđa úthýsi eftir ađstćđum hverju sinni.
Á međan lík stóđ uppi í heimahúsi var ílát međ líkvatni haft undir kistunni til ađ koma í veg fyrir nálykt. Skipt var um vatn daglega og skyldi ţví hellt fjarri bćnum, ţar sem menn trúđu ađ ţađ drćgi í sig óholla dampa eđa uppgufun frá líkinu. Víđa á Norđurlöndum höfđu menn tröllatrú á lćkningamćtti líkvatns og auk ţess á ţví vatni sem notađ hafđi veriđ til ađ ţvo lík. Heimilisfólkiđ signdi náinn kvölds og morgna og oftast vakti einhver yfir líkinu á nóttum. Ljós var haft hjá hinum látna ţegar myrkt var. Börnum var kennt ađ umgangast Dauđann af tilhlýđilegri virđingu eins og hvern annan virđulegan heimilisgest. Í ţessu viđamikla leikriti gegndu líkin ţýđingamiklum hlutverkum sínum af stakri prýđi.
Ţegar einhver hafđi látist á 18du og 19du öld var venjulega haldin svokölluđ nábrenna sem líka var kallađ ađ brenna nágrasiđ. Heydýna úr fleti hins látna var tekin og brennd ásamt fatnađi, bókum og öđru dóti úr fórum hins dána. Allt sem á báliđ fór varđ ađ brenna til ösku, annars var hćtta á reimleikum. Ţađ var taliđ ills viti ţegar reyk af af brennunni lagđi yfir bćjarhúsin. Sennilega hefur stór hluti af skáldskap íslenskra utangarđsskálda fariđ međ dótinu ţeirra á ţetta bál enda segir ađ mikiđ hafi veriđ brennt af leirburđi í nábrennum.
Allir ţessir lokaţćttir í ćvisögu hvers heimilismanns, banalega, dauđastríđ, síđustu andvörpin, kistulagning og jarđarför fóru fram fyrir opnum tjöldum ađ viđstöddu heimilisfólki, gestum og nágrönnum. Dauđinn kom og fór ađ eigin geđţótta, ófeiminn og hnarreistur og skeytti engu um áhorfendur eđa međleikara í lokaţćtti lífsins. Eftirlifandi heimilismenn voru ţátttakendur í dauđastríđi og andláti hvort heldur ţeim líkađi betur eđa verr.
Í samanburđi viđ ţennan veruleika Dauđans á liđnum öldum er nútímadauđinn nánast kominn í felur. Hvar sem hann drepur niđur fćti eru lćknar, útfararstjórar og líksnyrtar önnum kafnir viđ ađ moka í slóđina svo ađ hún sjáist ekki. Flestir deyja inni á lokađri sjúkradeild innan um ókunnuga hjúkrunarfrćđinga og lćkna eđa ćttingja. Kveđjustund, kistulagning og jarđarför fara fram á sérstökum stofnunum. Lík standa ekki lengur uppi í heimahúsum heldur í líkhúsum viđ hentugt kuldastig. Ţegar ađstandendur sjá hinn látna í kistunni hefur starfsfólk útfararstofnunar fariđ svo vel um hann höndum ađ ţví er líkast ađ hann hafi fengiđ sér smáblund í dagsins önn. Engum dettur í hug ađ nota líkvatn sér til heilsubótar og nábrennur međ munum úr eigu hins látna eru ekki haldnar lengur. Skáldskapur utangarđsskálda tilheyrir jólabókaflóđinu. Einu tengsl mikils hluta ţjóđarinnar viđ raunverulegan ekki-fjölmiđla Dauđa eru minningagreinar, dánarauglýsingar og slysafréttir dagblađa.
Einhver sjónvarpsandstćđingur reiknađi ţađ út ađ venjulegt íslenskt sjónvarpsbarn hefđi um fermingu séđ margfalt fleiri dauđsföll en hermenn á átakasvćđum heimsstyrjaldarinnar síđari. Öll börn hafa séđ óteljandi sjónvarpslík bćđi leikin og raunveruleg í fréttum og kvikmyndum. Tölvuleikir gefa barninu enn frekari tćkifćri til ađ komast í snertingu viđ Dauđann međ ţví ađ drepa grúa af missaklausum tölvuverum međ tölvugikk. En nálćgđ ţykjustudauđans gerir hann enn framandlegri. Hćgt er ađ slökkva á tölvuleik, byrja uppá nýtt og hinir dauđu rísa upp. Fréttamyndir af líkum á hörmungarsvćđum náttúruhamfara eđa styrjalda líđa hjá á skjánum eins og draumur, hverfa og víkja fyrir skemmtiefni.
Stór hluti nútímafólks hefur aldrei séđ lík nema á sjónvarpsskjá.
En ţrátt fyrir meinta fjarveru Dauđans hefur hann aldrei vakiđ jafn mikinn áhuga. Upp eru komin sérstök Dauđafrćđi sem fjalla um veruleika og tjáningarform Dauđans. Ţessi frćđi eru á erlendum málum kennd viđ sjálfan Thanatos, persónugerving Dauđans í grískri gođafrćđi, og kölluđ thanatológía. Mikill fjöldi bóka kemur út á hverju ári um fyrirbćriđ og frćđimenn hittast á stórum ráđstefnum til ađ varpa ljósi inní skuggalendur Dauđans. Viđ marga háskóla eru haldin regluleg námskeiđ ţar sem veruleiki og ađferđarfrćđi Dauđans er krufin til mergjar. Dauđinn fer hamförum á internetinu ţar sem ótrúlegur fjöldi slóđa leiđa lysthafendur inn í ríki hans.
Margir vonast til ţess ađ raunvísindin muni afhjúpa um síđir, mysterium mortis. Leyndardómar Dauđans eru í hugum margra óţolandi á tímum stórfenglegra tćkniframfara. Mađurinn kannar í sífellu ć stćrri sviđ eigin tilvistar. Mannslíkaminn er eiginlega fullkannađur og vísindin hafa ţrengt sér inní minnstu frumur og afhjúpađ leyndarmál ţeirra. Geimfarar hafa stigiđ fćti á tungliđ og náđ myndum af yfirborđi Marz. Skip á hafsbotni fá engan friđ í gröf sinni fyrir alsjáandi augum dvergkafbáta. Ríki Dauđans hlýtur ađ vera nćsta takmark landkönnuđa vísindanna.
En nútímamađurinn veit eiginlega jafn lítiđ um sjálfan Dauđann og allir forverar hans ţví ađ hann gćtir enn vel og vandlega landamćra sinna. og ţríhöfđa hundurinn Kerberus sér til ţess ađ enginn fái ađ snúa ţađan aftur til lifanda lífs. En ţrátt fyrir ţessa óvissu tjá dauđafrćđingar sig um Dauđann og skrá stađarlýsingar og leiđbeiningar fyrir vćntanlega ferđalanga. Ţađ sćtir engum undrum ađ mađurinn tapi áttum í ţeim hafsjó kenninga og hugmynda sem umlykja Dauđann. Ţrátt fyrir trú á Guđ og/eđa vísindi, óttast flestir Dauđann og flýja inn í eril daglegs lífs til ađ komast undan endanleik sjálfs síns. Allar tilgátur um líf eftir Dauđann hafa ekki breytt ţessu ađ neinu marki, hann hrífur og hrćđir, heillar, ógnar og vekur ađdáun sem aldrei fyrr. En fyrir flesta er ţó ţessi áhugi tengdur Dauđa allra hinna. Ţađ er auđvelt ađ ímynda sér heiminn án eiginlega allra annarra en einmitt manns sjálfs. En fyrr eđa síđar verđur hver manneskja ađ horfast í augu viđ omnis homo moriturus endi eigin tilvistar, hvort sem henni líkar ţađ betur eđa verr.
Dauđinn er eitthvert merkilegasta viđfangsefni allra hugsandi manna. Birtingarform hans eru óteljandi; hann er óumflýjanlegur og dularfullur eins og fjarlćgur ćttingi sem allir ţekkja af afspurn en engan langar til ađ kynnast nánar.
Í bók minni Listin ađ lifa, listin ađ deyja, reyndi ég ađ gera dauđanum skil sem heimspekilegu, sögulegu, trúarlegu og lćknisfrćđilegu fyrirbćri. Ţegar ég kynnti bókina víđa um land kom mér á óvart hversu margir ţađ voru sem höfđu fyrst og fremst áhuga á dauđanum útfrá sjónarhorni andatrúar og endurfunda. Ţessi afstađa er um margt ólík skođunum grannţjóđanna ţar sem umrćđan er opnari og umfansgmeiri.
Endalausar minningagreinar Morgunblađsins bera ţessari tilhneigingu gott vitni. Flestar greinarnar fjalla um dauđann sem einhvers konar breytingu á tilverustigi ţar sem allir muni á endanum finnast aftur. Menn heita líkinu ađ hittast síđar í góđu tómi og rćđa um allt ţađ sem gleymdist ađ gera skil í dagsins önn. Ţessar greinar bera vitni um barnalega ţrá eftir óumbreytanleika og eilífri ćsku handan viđ landamćri lífs og dauđa.
Dauđinn hefur vikiđ um set í nútímaţjóđfélagi, en fjarlćgđin gerir hann ekki skiljanlegri eđa ásćttanlegri, heldur dularfyllri og leyndardómsfyllri. Fólk áttar sig ekki á endanleika hans sem gerir allt dađur viđ dauđann algengara og eđlilegra. Fólk hótar međ sjálfsvígi af minnsta tilefni án ţess ađ gera sér grein fyrir ţeim leiđarlokum sem dauđinn er.
Stundum er sagt ađ Dauđinn sé skelfilegasta og fyrsta vísindalega uppgötvun mannsins. Eigin dauđlegleiki var eins og lost sem knúđi manninn inn í heim heimspeki, dulvísinda, trúarbragđa og lista. Međ ţví ađ viđurkenna eigin dauđleika minnkađi ţörf og áhugi mannsins ađ flýja Dauđann og afneita honum. Mađurinn fór ađ skapa eđa eyđileggja til ađ gefa lífi sínu tilgang. Framtíđin á eftir ađ leiđa í ljós hvađa áhrif fjarvera Dauđans úr venjulegu lífi á eftir ađ hafa á listir, trúarbrögđ og heimspeki komandi áratuga. Missir mađurinn hluta af sköpunarkrafti sínum ţegar Dauđinn er ekki eins nálćgur og áđur og ţörfin til ađ skapa ekki eins brýn?
Nćstu áratugir munu leiđa í ljós hvađa áhrif meint fjarvera dauđans kemur til međ ađ hafa á allt samfélagiđ.
Ţessi grein er eftir Óttar Guđmundsson lćkni og finnst mér hann engum líkur, finnst mér ţessi skrif vera hrein og bein snilld.
ATH: Myndum eru bćtt inn í mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 2. júní 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á ţessari bloggsíđu eru eftir hina og ţessa höfunda, óskađ er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt ţótt höfundarnafn vanti, enda getur komiđ hjá Bloggara vísnagáta eđa gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafniđ á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóđandi:
Međ óhljóđi og vćli hendist hann hjá
H2O hann geymir í búri
múgurinn sćkist í verk hans ađ sjá
sóttur sé brandur í skúri.
.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomiđ ađ ţreyta gátur ţćr sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auđiđ er.
Bćkur | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (56)
Föstudagur, 1. júní 2007
ALDREI er of oft minnst á öryggi barnanna.
Flestir foreldrar ferđast međ börn sín í bíl strax á fyrsta ćvidegi ţeirra. Upp frá ţeim degi verđa börnin ađ vera fullkomlega örugg í bílnum. Ţar koma bílstólar til sögunnar.
Bílstóll
Samkvćmt lögum á barniđ ađ vera vandlega fest í bílsćtiđ svo best er ađ kaupa bílstól áđur en fariđ er međ barniđ heim af fćđingardeildinni. Barniđ á ţví ađ vera í bílstól frá fyrsta degi ţegar ferđast er međ barniđ í bíl. Ţó svo ađ hćgt sé ađ festa burđarrúm í aftursćtinu veitir ţađ barninu ekki nćrri ţví eins mikiđ öryggi og bílstóllinn. Sumir foreldrar gćta ţess ekki heldur ađ festa barniđ í burđarrúminu heldur halda ađ ţađ sé nóg ađ festa burđarrúmiđ niđur. Ţetta er mikill misskilningur og óţarfa áhćtta ţegar börnin okkar eru annars vegar.
Hćgt er ađ fá bílstóla fyrir nýfćdd börn en ţeir eru yfirleitt festir í framsćtiđ viđ hliđ ökumannsins. Andlit barnsins snýr ţá baki í akstursstefnu. Ţessir stólar eru mjög ţćgilegir í notkun og auđvelt er ađ taka barniđ inn og út úr bílnum í ţessum stólum. Hönnun ţeirra auđveldar ökumanninum einnig ađ annast barniđ međan á akstri stendur, sé hann einn međ barninu í bílnum. Ţađ skal tekiđ fram ađ ţađ má alls ekki nota ţessa bílstóla í bílum sem hafa loftpúđa/líknarbelgi.
Í nýjustu bílunum er hćgt ađ aftengja loftpúđann í farţegasćtinu fram í svo hćgt sé ađ ferđast međ barniđ ţar. Ađ lokum viljum viđ benda á ađ ekki er ráđlegt ađ kaupa notađan bílstól en sé ţađ gert ţarf ađ gćta ţess ađ hann standist öryggisreglur um slíka stóla og ađ allar festingar séu í lagi. Einnig bendum viđ á ađ sum tryggingafélög bjóđa viđskiptavinum sínum ađ leigja bílstóla og er rétt ađ kynna sér ţann möguleika.
Ţetta kemur fram inn á barnalandi og er óhćtt ađ segja ađ aldrei er of oft minnst á hversu mikils virđi er ađ hafa ţessa hluti í lagi, ekki sýst í ljósi alvarlegra umferđarslysa nú ađ undanförnu, réttu grćjurnar og rétt uppsettar gétađ hreinlega skipt sköpum.
Dćgurmál | Breytt 2.6.2007 kl. 09:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 1. júní 2007
Leinilegt ástarćvintýri, vaaaaá.
Video međ Robbie Williams
Feel, Advertising Space, She s Madonna, Rock DJ, Angels,
Fréttin á Mbl.: Robbie Williams er sagđur vera kominn međ nýja kćrustu upp á arminn, bandarísku leikkonuna Ayda Field. Taliđ er ađ Williams og Field hafi átt í leynilegu ástarsambandi síđastliđna tvo mánuđi, en ţau kynntust í veislu í Los Angeles. Ađ sögn vina ţeirra er sambandiđ orđiđ nokkuđ alvarlegt.
Hann hefur ekki veriđ svona hrifinn af stelpu mjög lengi og ţau gera allt sem venjuleg pör gera, til dćmis ađ fara í bíó eđa horfa á DVD," sagđi vinur Williams í samtali viđ breska dagblađiđ Daily Mirror. Field hefur m.a. leikiđ í Will og Grace.
Ţetta er afar rómó allt hjá ţessum elskum.
![]() |
Robbie međ nýja kćrustu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 1. júní 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á ţessari bloggsíđu eru eftir hina og ţessa höfunda, óskađ er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt ţótt höfundarnafn vanti, enda getur komiđ hjá Bloggara vísnagáta eđa gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafniđ á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóđandi:
Ég er á gangi alla tíđ
engar fanga hvíldir,
er á hangi höfđ hjá lýđ,
höggin ganga mörg og tíđ.
.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomiđ ađ ţreyta gátur ţćr sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auđiđ er.
Bćkur | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (28)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Bjeviđans dýriđ át hundinn!
Breski listamađurinn Mark McGowan lagđi sér corgi smáhund til munns til ađ mótmćla meintu refadrápi bresku konungsfjölskyldunnar. Corgi hundar eru í miklu uppáhaldi hjá Elísabetu II Englandsdrottningar en McGowan setti upp borđ á götu í London og snćddi kjötbollur lagađar úr hundakjöti til ađ vekja athygli á fréttum af ţví ađ Filippus eiginmađur drottningar barđi ref til bana á refaveiđum.
Yoko Ono var einnig viđstödd hundaátiđ sem fjölmiđlar fylgdust vandlega međ og fékk sér einnig bita.
Viđ erum ţjóđ sem elskar dýr, hvers vegna leyfum viđ fólki sem er hluti af ímynd okkar útáviđ ađ sýna dýrum svo litla virđingu, sagđi McGowan viđ fjölmiđla.
Buckinghamhöll gaf enga yfirlýsingu um máliđ og helstu dýraverndunarstamtök landsins sögđu ađ ţađ vćru ekkert sem benti til ţess ađ prins Philip hefđi banađ refnum međ ţessum hćtti.
Hundabollurnar sem McGowan snćddi voru blanda af eplum, lauk og kryddum og voru ţćr bornar fram međ salati.
Ađ sögn McGowans hafđi hundurinn sem hann snćddi nýlega drepist hjá hundarćktanda og hafđi honum ekki veriđ slátrađ fyrir mótmćlin en hann vildi ekki segja hvert banamein hundsins hafđi veriđ. McGowan fékk sér einungis einn og hálfan bita af hundinum.
Drottningin er sérlega hrifin af Corgi-hundum og fá ţeir ađ valsa um höllina ađ vild jafnvel ţegar formlegar móttökur standa yfir.
![]() |
Át hund í mótmćlaskyni |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt 1.6.2007 kl. 13:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Sturla er bara alsekki ađ fatta trixiđ.
Sturla sagđi ţađ vera ţrálátt viđhorf, ađ sterk stjórnarandstađa fćli ţađ í sér halda margar og langar rćđur í ţingsalnum. Alţingi vćri meginvettvangur stjórnarandstöđunnar og hún ţyrfti á ţví ađ halda, ađ ţingiđ hafi sterka stöđu ţannig ađ málflutningur og ađhald stjórnarandstöđunnar fái ţann styrk sem nauđsynlegt er. Sturla sagđist ekki vera ađ kalla eftir styttri rćđum heldur markvissara starfi og betri skipulagningu og stjórnarmeirihlutinn ţyrfti einnig ađ sjá til ţess ađ nefndir ţingsins fái nauđsynlegt svigrúm til starfa svo hćgt sé ađ vanda til verka.
Sturla bara fattar ekki hvađ langar og leiđinlegar rćđur gera mikiđ gagn fyrir stjórnarandstöđuna.
Ţađ komast ađ sjálfsögđu fćrri mál ađ ef stjórnarliđar komast aldrei ađ, svo einfallt er ţetta bara.
![]() |
Sturla kjörinn forseti Alţingis |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt 1.6.2007 kl. 13:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Má ekki reykja reyklausar á veitingastöđum?
Reyklausar sígarettur vćntanlegar í Danmörku
Danskur uppfinningamađur ćtlar ađ hefja framleiđslu á reyklausri sígarettu í haust. Sígarettan sem Anders Leonhard Jensen hefur fundiđ upp inniheldur nikótín og gefur frá sér tóbaksbragđ, en enginn reykur kemur frá henni. Ţetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.
Ađ sögn uppfinningamannsins, sem er sjálfur stórreykingamađur ađ sögn Berlingske, hefur hann unniđ í sjö ár ađ uppfinningunni og hefur fyrirtćki hans fjárfest um 10 milljónum danskra króna.
Ćtlunin er ađ fólk fái svipađa upplifun og ţegar ţađ reykir sígarettur og sama bragđ í munninn, en án heilsuspillandi efna sem sígarettur annars innihalda ađ öllu jöfnu.
![]() |
Reykingabann á skemmtistöđum gćti skiliđ milli feigs og ófeigs |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Menning og listir | Breytt 1.6.2007 kl. 13:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
17 ára og bjargađi tveggja ára stúlku barni, glćsilegt hjá drengnum.
Ţessi drengur á ađ fá fálkaorđuna, barn endurlífgađ af tćplega 18 ára pilti, Jóhanni Inga Guđbergssini.
"Ég var ađ ţrífa í karlaklefanum og varđ litiđ út um gluggann," segir hann. Ţađ fyrsta sem ég gerđi var ađ henda frá mér sköfunni og hlaupa af stađ. Sundlaugargestur hafđi ţá komiđ stúlkunni upp á bakkann. Hún var byrjuđ ađ blána ţegar ég kom ađ ţannig ađ ég hóf hjartahnođ og blástur. Stúlkan sýndi engar hreyfingar og ég hélt ađ hún vćri dáin og sama héldu allir í kringum mig.
En ég gafst ekki upp og hélt áfram ţangađ til hún rankađi viđ sér. Ég sneri henni ţá á hliđina og ţá gusađist vatn upp úr henni og hún byrjađi ađ anda eđlilega. Um einni og hálfri mínútu síđar byrjađi hún ađ gráta og í ţví kom sjúkraliđiđ. Ef ég hefđi komiđ seinna veit ég ekki hvađ hefđi gerst."
Til hamingju kćri Jóhann Ingi Guđbergsson.
Einnig hamingju óskir til ţeirra sem náđu barninu uppúr lauginni.
![]() |
Sautján ára sundlaugarvörđur bjargađi tveggja ára barni frá drukknun |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Íţróttir | Breytt 1.6.2007 kl. 13:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Ég var nýlega send á mjög niđurlćgjandi stađ!
Ţađ er nú ekkert skríđiđ ađ ţessi ljóska sé alltaf í fréttunum.
Og ekki láta grínararnir sitt eftir liggja:
Smelltu á video.
>Heilalausa Spears< >Crazy-Hvergi friđur< >Ţetta á ađ vera Britney örlítiđ í glasi<
En enginn getur tekiđ af henni sönghćfileikana, já og jafnvel leikara.
Ţetta er náttúrulega bara grín, hún segi í fréttinni: Ég var nýlega send á mjög niđurlćgjandi stađ sem er kallađur međferđ. Ég var virkilega á botninum. Fram til ţessa sags tel ég ţó ekki ađ ég hafi átt viđ áfengisvandamál eđa ţunglyndi ađ stríđa. Ég var eins og óţekkt barn međ athyglisbrest sem lét öllum illum látum segir hún. Ég fékk umbođsmann minn frá ţví fyrir langa löngu til ađ koma inn í myndina til ađ reyna ađ vísa mér veginn eftir skilnađinn. Ţetta var allt svo yfirţyrmandi og ég held ég hafi ég vissi ekki hvađ ég átti af mér ađ gera. Ég gerđi mér grein fyrir ţví hversu mikla orku og ást ég hafđi lagt í sambandiđ ţegar ţví var lokiđ ţví ég vissi hreinlega ekki hvađ ég átti ađ gera viđ sjálfa mig og ţađ gerđi mig svo dapra. Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég var algerlega týnd í tilverunni.
Ţađ er alveg á hreinu ađ ţađ er ekkert auđvelt ađ standa í frćgđar ljómanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á ţessari bloggsíđu eru eftir hina og ţessa höfunda, óskađ er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt ţótt höfundarnafn vanti, enda getur komiđ hjá Bloggara vísnagáta eđa gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafniđ á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóđandi:
Úti stendur einn og sér
stendur, og ei getur annađ
áđur ávallt nutum vér
ákaft, sem nú er víst bannađ.
.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomiđ ađ ţreyta gátur ţćr sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auđiđ er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (52)
Miđvikudagur, 30. maí 2007
Svona byrjuđu bođin og bönnin í Kína.
Allt byrjađi ţetta í Kína međ léttum umrćđum sem svo skiluđu engu, og á endanum tóku kínversk stjórnvöld neteftirlitiđ í sínar hendur, og ekki leiđ á löngu ţar til ţúsundir manns voru komnir í ađ fylgjast međ vefsíđum landsmanna, nú er svo komiđ ađ stjórnvöld eru afar umdeild í ţessum "árásum" sínum á einka hagi fólks, ţví stjórnvöld loka og lćsa vefum eins og ţeim sýnist, og eru nú afar miklar gagnrýnis raddir í gangi, fólk rćđur akkvurat engu.
Kannski er ţađ ţetta sem fólk vill, hef ég nú samt meyri trú á ađ almenningur á íslandi vilji taka ţetta í sínar hendur, eeeen hvernig skal ţađ framkvćmt? hver á ađ fylgjast međ ađ ţetta og hitt heimiliđ sinni sínum skildum?
En ósóminn er til stađar á netiu og eitthvađ verđur ađ gera, spurningin er bara HVAĐ Á AĐ GERA?
![]() |
Netiđ er eins og stórborg án lögreglu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Miđvikudagur, 30. maí 2007
Ţađ er alveg međ eindćmum, ađ núna hittir mađur engan Hafnfirđing sem hafnađi stćkkun álversins!
Getur einhver bent mér á eitt sveitarfélag utan höfuđborgarinnar/Hafnarfjarđar sem ekki vill fá Álveriđ.
Mig grunar ađ ţađ sveitarfélag sé hreinlega ekki til sem ekki mundi ţiggja álveriđ međ ţökkum vćri ţví bođiđ álver í sveitarfélagiđ sitt.
Mikiđ gekk á ţegar Hafnfirđingar köstuđu ţessu einstaka tćkifćri frá sér og sennilega öllu álverinu ţar međ.
Ţađ er alveg međ eindćmum, ađ núna hittir mađur engan Hafnfirđing sem hafnađi stćkkun álversins, hvađ varđ eiginlega um ţennan meirihluta sem ekki vildi stćkkun, meyra segja hittir mađur nú ađila sem héldu ţrusu rćđur gegn stćkkun, en nú ţykjast ţeir ekki kannast viđ nokkurn skapađan hlut.
Mikiđ var bloggađ um stćkkun álversins í vor og var ég engin undantekning á ţví, hér er "smá" sýnishorn af ţví.
Af hverju vill ég stćkkun ÁLVERSINS?
Hógvćrir og kurteisir hjá Alcan.
Hvađa heilvita manneskju dettur í hug ađ kalla ţađ hrćsni
Hver má kjósa og hvar er hćgt ađ kjósa?
Framsókn á ađeins 300 atkvćđi.
Sjáfstćđismenn gefa afdráttalaust svar, en Samfylkingin-
Hreyfimynd af stćkkuđu álveri.
![]() |
Alcan á Íslandi skođar möguleika á ađ fćra álveriđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Miđvikudagur, 30. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á ţessari bloggsíđu eru eftir hina og ţessa höfunda, óskađ er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt ţótt höfundarnafn vanti, enda getur komiđ hjá Bloggara vísnagáta eđa gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafniđ á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóđandi:
Ein er sú sem sefur ekki
stundum ţrálát líka
setur stundum sumí sekki
suma gerir ríka.
.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomiđ ađ ţreyta gátur ţćr sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auđiđ er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)
Ţriđjudagur, 29. maí 2007
Höldum í okkar hvalaveiđirétt.
En veiđum bara engan hvalinn, hvernig fer okkar sjávarútvegur ef ađrar ţjóđir fá ađ ráđa hvađ viđ gerum í okkar eigin landhelgi? Hvenar missum viđ ráđin á veiđum annarra sjávarategunda?

![]() |
Alţjóđahvalveiđiráđiđ endurnýjar heimildir til frumbyggjaveiđa |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guđbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveđjur
Nýjustu fćrslur
- Langt um liđiđ :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
halkatla
-
Ari Guðmar Hallgrímsson
-
Baldvin Jónsson
-
Birgir Leifur Hafþórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyþór Jónsson
-
Fannar frá Rifi
-
Fararstjórinn
-
Friðjón R. Friðjónsson
-
Gestur Halldórsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Gylfi Björgvinsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Hallur Guðmundsson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Nikulásson
-
Hrannar Baldursson
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Jens Guð
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kolgrima
-
Kristján Jónsson
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Sigurðarson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigurjón Benediktsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Traustadóttir
-
gudni.is
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf Nordal
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Örvar Þór Kristjánsson
-
Þóra Hermannsdóttir Passauer
-
Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar