Föstudagur, 11. maí 2007
Munaði 23 þúsundustu úr sekúndu.
Lewis Hamilton hjá McLaren setti besta tíma fyrstu æfingarinnar í Barcelona sem er nýlokið. Næst fljótast ók liðsfélagi hans Fernando Alonso. Voru silfurörvar McLaren fetinu framar Ferraribílunum æfinguna út í gegn.
Kimi Räikkönen á Ferrari setti þriðja besta tímann og munaði að lokum litlu á þeim Alonso, eða 23 þúsundustu úr sekúndu. Alonso ók hraðast í morgun á fyrsta tímakafla brautarinnar en Hamilton á hinum tveimur.
Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:
1. | Hamilton | McLaren | 1:21.880 | 22 | |
2. | Alonso | McLaren | 1:22.268 | +0.388 | 21 |
3. | Räikkönen | Ferrari | 1:22.291 | +0.411 | 19 |
4. | Kubica | BMW | 1:22.446 | +0.566 | 21 |
5. | Massa | Ferrari | 1:22.565 | +0.685 | 15 |
6. | Davidson | Super Aguri | 1:22.665 | +0.785 | 21 |
7. | Trulli | Toyota | 1:22.740 | +0.860 | 28 |
8. | R.Schumacher | Toyota | 1:22.843 | +0.963 | 23 |
9. | Rosberg | Williams | 1:23.048 | +1.168 | 28 |
10. | Button | Honda | 1:23.114 | +1.234 | 22 |
11. | Wurz | Williams | 1:23.131 | +1.251 | 23 |
12. | Heidfeld | BMW | 1:23.170 | +1.290 | 26 |
13. | Sato | Super Aguri | 1:23.316 | +1.436 | 22 |
14. | Kovalainen | Renault | 1:23.322 | +1.442 | 24 |
15. | Fisichella | Renault | 1:23.397 | +1.517 | 21 |
16. | Coulthard | Red Bull | 1:23.428 | +1.548 | 21 |
17. | Webber | Red Bull | 1:23.444 | +1.564 | 21 |
18. | Barrichello | Honda | 1:23.479 | +1.599 | 23 |
19. | Sutil | Spyker | 1:23.954 | +2.074 | 25 |
20. | Liuzzi | Toro Rosso | 1:24.104 | +2.224 | 24 |
21. | Speed | Toro Rosso | 1:24.179 | +2.299 | 19 |
22. | Albers | Spyker | 1:24.396 | +2.516 | 25 |
![]() |
McLarenbílarnir fremstir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. maí 2007
Ekki eltast við hamingjuna.
Hamingjan er ekki til sölu:
fljúgið of heim allan
gangið búð úr búð
engin hamingja
Hamingjan er það ódýrasta sem til er:
kostar ekkert
það dýrasta:
kostar allt.
Bíðið ekki hamingjunnar:
hún kemur ekki af sjálfu sér
eltið hana ekki:
hún flýr.
Hamingjan er alstaðar og hvergi:
í ofurlítilli tó undir norðurásnum
á hafi úti
við þitt brjóst.
Þetta er hamingjan:
að yrkja jörðina
að yrkja ljóðið
og elska jörðina og ljóðið.
Sjödægra eftir Jóhannes úr Kötlum, 1955.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 11. maí 2007
Að sjálfsögðu hafa þær áhrif, en rugla val fólks líka allmikið.
Það er alveg á kláru að allar þessar skoðanakannanir hafa áhrif á kjósendur, það er að segja á þá sem eru í óvissu með hvað eigi að kjósa.
Í fréttinni segir að mikið hefur verið rætt um vægi skoðanakannana undanfarið, tilgang þeirra, hvort nokkuð sé að marka þær og hvort þær hafi jafnvel óæskileg áhrif á kosningabaráttuna. Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og fyrrum framkvæmdastjóri Gallup, segir að margt bendi til að kannanir geti haft áhrif á kjósendur, en að þau áhrif geti þó verið á ýmsa vegu.
Það ætti að takmarka þessar skoðanakannanir, allar eru þær meir og minna eins framkvæmdar, hringt í einhverja x marga kjósendur, hvernig væri að gera öðruvísi kannanir, td. að kanna hvernig hlutfallið sé í td. byggingariðnaði, verslunar geiranum, hjá sjómönnum og svo framvegis.
![]() |
Hafa kannanir áhrif á kjósendur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 11. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Rekkum kvalir rammar vinn
rauðu falin blóði.
Ég hef alið aldur minn
oft í smalahljóði.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Föstudagur, 11. maí 2007
Á rauða Samfylkingin ekki að blómstra út?
Ég er algerlega í öngum mínum, endalokin eru að nálgast og án þess að ég geti rönd við reist.
Þannig var að dyrabjöllunni minni var hringt í fyrradag minnir mig, eða um kvöldið, og fyrir utan stóð þessi líka fagra blómarós, og hvað haldiði, hún rétti mér blóm, já rauða rós, ég þáði þetta fallega blóm að sjálfsögðu af þessari fögru dömu og þakkaði kærlega fyrir.
Ég gleymdi alveg að spyrja dömuna hvort ég þyrfti að fara eitthvað öðruvísi með þessa rós en aðrar, kannski þrífst "þessi tegund" ekki í hvaða landi eða við hvaða skilyrði sem er.
En nú er ég orðin verulega smeykur, rósin er ekkert að opnast nema síður sé, sýnir engin merki þess að hún ætli að blómstra, og ekki nóg með það, hún er að byrja að falla, toppstykkið er farinn að síga niður, jú auðvitað er hún með náttúrulegt og vistvænt vatn, ég er nú ekki svo vitlaus að ég viti ekki að það þurfi að hlúa að þessum greyjum.
En hvað get ég gert? ég vill engan veginn láta þetta bara deyja út, mig langar svo virkilega mikið að sjá hvort ekki sé hægt að fá það til að opna sig og sína einhverja reisn og hvað í henni býr, hvað á ég eiginlega að gera?

Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Hreinskilni barnanna.
Margt skemmtilegt og merkilegt dettur uppúr börnunum okkar, skemmtilegt og merkilegt vegna hreinskilningslegra spurninga eða svara.
Hér ætla ég að skrifa það sem dettur uppúr mínum og eða hefur einhvern tíman gert, svona eins og eina á dag helst.
Oft eru svona uppákomur kannski eingöngu skemmtilegar fyrir þá sem þekkja eða eiga það barn sem um ræðir hverju sinni, og þó, mér finnst alltaf gaman að heyra svona gullkorn.
Prinsessan mín meiddi sig á stóru tá í sundi í gær, það gengur alltaf mikið á í þessari uppáhalds íþrótt hennar, hún var búin að hátta sig var eitthvað að fikta í tásunum sínum og fór síðan að telja, hún kann ágætlega að telja, svona uppí nokkra tugi.
Svo segir hún:
Pabbi, komdu og hjálpaðu mér.
Ég: ekki strax, ég er að klára að hreinsa fiskabúrið.
Hún: pabbi, ég finn ekki eina tána mína!
Ég: Ha? finnur þú ekki eina tána? af hverju segir þú það?
Hún: Jú, sjáðu (hlustaðu) 1,2,3,4, sko, bara 4 tær,
svo endur tók hún talningu sína ábyggilega 3 sinnum og alltaf komst hún bara uppí 4 tær.
Þá fór ég til hennar og leiðbeindi við talninguna, og komst að því hvað ylli, hún sleppti alltaf litlu tánni sinni, og benti ég henni á það.
Jaaaá þarna var hún þá, sagði hún,
og sagði svo,, úfff ég hélt að ég væri búinn að tína henni, takk pabbi minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Upp úr jörðu einn kom sá,
einfætlingur stinnur,
manna holdið meiðslum frá
mjög oft hindra vinnur.
Sig hann hvílir sumrum á,
síst um tíma hina,
eins og píla er hann þá
út um veröldina.
Hart fram æðir heyrnarlaus,
hann er mjór um bolinn,
eigan stundum hefir haus,
í hríð og frosti þolinn.
Þægilega þar til sett,
þéna dável honum,
eyrun fjögur nógu nett
neðan í smáþörmunum.
Honum treinist hlaup um jörð,
hjálp þótt reyni sjaldan,
brúkar eina um sig gjörð,
endafleini að halda.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Ung og á framabraut.
Margrét Lára skoraði fimm mörk í stórsigri Vals: Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fimm mörk í 8:1-sigri Vals gegn Breiðabliki í úrslitum Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Vanja Stefanovic, Rakel Logadóttir og Guðný Óðinsdóttir skoruðu einnig fyrir Val. Leikmenn Vals sáu um að skora öll mörk leiksins því Málfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður Vals, skoraði sjálfsmark segir í fréttinni.
Margrét Lára Viðarsdóttir er fædd 25. júlí 1986. Hún er dóttir Guðmundu Bjarnadóttur og Viðars Elíassonar.
Margrét Lára sýndi snemma gríðarlega hæfileika á knattspyrnuvellinum og skaraði hún fram úr. Margrét Lára hefur unnið titla með öllum yngri flokkum ÍBV í knattspyrnu og varð bikarmeistari með meistaraflokki kvenna árið 2004.
Árið eftir gekk Margrét Lára til liðs við Val þar sem hún stefndi á nám á höfuðborgarsvæðinu. Valur lék þá í Evrópukeppninni og gekk liðinu gríðarlega vel. Í 8 liða úrslitum keppti Valur við þýska liðið Potsdam Turbine sem er með sterkari kvennaliðum í Evrópu. Valur tapaði þeim leikjum 111 og 81 en þrátt fyrir það var þjálfari Potsdam það ánægður með Margréti Láru að hann vildi fá hana í sínar raðir. Árið 2006 var Margrét Lára kosin besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna. Umsögn á Heimaslóð.
Margrét Lára gekk til liðs við þýska stórliðið Duisburg árið 2006 en snéri aftur til Íslands í upphafi árs 2007 og gerði tveggja ára samning við Val.
Margrét Lára hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður í íslenska kvennalandsliðinu í nokkur ár auk þess að hafa spilað stórt hlutverk í öllum yngri kvennalandsliðum Íslands.
![]() |
Margrét Lára skoraði fimm mörk í stórsigri Vals |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Framsókn í kreppu.
Gaman að bera þessa könnun saman við færslu sem ég setti inn 17 mars síastliðin.
![]() |
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Báru líkkistu læknisins 40 km
Skemmtilegur fróðleikur og saga sem gerðist uppúr aldamótunum 1900.
Morgunblaðið miðvikudaginn 9 maí 2007
MARGRA grasa kennir í veglegu riti, 100 ár í heilbrigði, sem kom út í tilefni afmælisárs Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og dreift hefur verið á öll heimili í Skagafirði. Jón Ormar Ormsson stiklar þar á stóru í sögu sjúkrahúss á Króknum. Jón Þorláksson, landsverkfræðingur, síðar forsætisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík, teiknaði sjúkrahúsið við Aðalgötuna sem reist var 1906-1907. Húsið var formlega tekið í notkun 23. febrúar 1907 en samkvæmt sjúkrahússkýrslum var farið að taka á móti sjúklingum í desember 1906. Tíu sjúkrarúm voru í húsinu en 1912 var það stækkað og þá voru þar fjórtán rúm. Stóð svo fram yfir 1920. Margir merkir menn koma við sögu, t.d. nafnarnir Guðmundur Hannesson og Magnússon, héraðslæknar, Sigurður Pálsson og Jónas Kristjánsson, sem gegndu sama embætti. Grípum niður í frásögn Jóns Ormars: Guðmundur Hannesson héraðslæknir hafði áður komið hreyfingu á sjúkrahúsmálið, eins og hann orðaði það en þegar Sigurður Pálsson tók við sem héraðslæknir, 1898, hófst hann þegar handa að hrinda byggingu sjúkrahússins, í framkvæmd. Sigurður þessi var Húnvetningur eins og þeir fyrirrennarar hans. Jón Ormar vitnar í Sögu Sauðárkróks, og segir: Sigurður læknir naut svo óvenjulegra mannheilla, að slíks munu fá dæmi í Skagafirði. Sjúklingar hans gátu þess, að návist hans til aðgerða hefði orðið þeim mikill þrautaléttir, þó ekki kæma til aðgerða. Hann var hress í anda, þelhlýr, bar með sér sólskin að sjúkrabeði. Hins vegar er í sögnum, að Guðmundur Hannesson og síðar Jónas Kristjánsson hafi bölvað hressilega, tvinnað og þrinnað, er þeir fengust við smærri aðgerðir, sjúklingunum til hugarléttis og gaf góða raun. Virðast því báðar aðferðirnar gagnlegar, aðalatriðið að sýna ekki tilfinningaleysi. Jón Ormar greinir frá í riti sínu að Skagfirðingar nutu Sigurðar Pálssonar ekki lengi eftir að sjúkrahúsið var risið. Haustið 1910 fór Sigurður læknisferð vestur á Skagaströnd að ósk vinar hans Carls Berndsens kaupmanns. Ófús var Sigurðar þessarar farar en vildi ekki neita þessum vini sínum, þótt annar læknir væri nær á Blönduósi. Það lýsir vel samgönguháttum þessa tíma að Sigurður tók strandferðaskipið Vestu, vestur til Skagastrandar, en þegar þangað kom var veðri þannig háttað að skipið hafnaði sig ekki heldur hélt inn til Blönduóss. Verða þessir atburðir ekki raktir frekar hér að öðru en því að þegar hann hugðist fara landveg til Skagastrandar var hann ekki vel til ferðalags búinn eins og rakið er í Sögu Sauðárkróks. Þegar kom að Laxá í Refasveit varð það slys að hann féll af hestinum og drukknaði í ánni. Þegar fréttir bárust af þessu slysi til Skagafjarðar var Skagfirðingum mjög brugðið. En þeir ákváðu að halda vestur Fjöll að sækja lík Sigurðar og gera þá för eftirminnilega og bera líkkistuna á höndum sér austur Kolugafjall og segja heimildir að sú leið sem farin var sé um 40 kílómetrar. Fór Jón Ósmann, ferjumaður á Vesturósi, einn kynlegasti kvistur í skagfirskum sögum seinni tíma fyrir göngumönnum. Höfðu þeir Sigurður átt marga góða stund saman við veiðar, vín og ljóð, á Furðuströndum, byrgi Jóns við Vesturósinn. Þegar fréttist að líkfylgdin væri komin að Gönguskarðsá hélt fjöldi fólks úr Króknum að fylgja lækninum síðasta spölinn utan frá Eyrinni og heim að læknishúsinu. Útförin var gerð frá Sauðárkrókskirkju 31. október. Mikið fjölmenni var við athöfnina og hafa sumir getið þess til að fjölmennari jarðarför hafi ekki verið gerð í Skagafirði á seinni öldum. Theodór Friðriksson rithöfundur var búsettur á Króknum þegar þessi atburður gerðist og í sinni einstöku ævisögu, Í verum, segir hann frá þeim og lýkur frásögn á þessum orðum: Hef ég aldrei séð fólki meira burgðið en við útför þessa vinsæla læknis. Einkum var það eftirtektarvert, hve margar konur vildu gráta þennan fríða mann úr helju.
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Ólík eru vinnubrögð Morgunblaðsins og DV.
Í morgun tók ég póstinn úr póstkassanum um leið og ég fylgdi prinsessunni í skólann, og viti menn enn er búið að bæta við ruslpóstinn, DV í hrúgunni, án þess að ég sé áskrifandi, án þess að ég hafi beðið um blaðið, án þess að DV hafi boðið mér þetta kannski ágætis blað.
Ég er búinn að komast að því hverju þetta sætir, jú þetta er og verður gert eitthvað áfram til að kynna blaðið.
Þetta eru aldeilis ólík vinnubrögð ef við miðum við Morgunblaðið, á undanförnum árum hefi ég ekki verið áskrifandi að Morgunblaðinu, en er það núna, en á þessum síðustu árum hefur morgunblaðið verið að auglýsa sig eins og önnur blöð, að sjálfsögðu, en á þeim bæ er fólk kurteisara, í þrígang á síðustu árum hefur starfsmaður hjá Morgunblaðinu hringt í mig og boðið mér blaðið frítt í mánuð, svona til kynningar. Já Mogginn hringir og spyr hvort þeir megi troða blaðinu í póstkassann hjá manni.
Áfram Moggi, ekkert stopp, nei voru það ekki vinir þeirra? Jæja skítt með það, flott hjá Morgunblaðinu allavega.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Af hverju þá ekki að prufa rokkið nakinn?
Í fréttinni er meðal annars sagt: Allt útlit og klæðaburður verður eins og í keppninni sjálfri. Eiríkur sagði þó að lokaklæðnaðurinn yrði væntanlega ákveðinn fyrir framan spegilinn á laugardaginn. Hér eru engir aukvisar á ferð og þykir æ líklegra að Íslendingar stígi skrefið upp í aðalkeppnina á laugardaginn. Eiríkur sagði að það yrði sigur í sjálfu sér, þegar þangað væri komið ylti allt á smekk kjósenda.
Og af hverju þá ekki að prufa rokkið nakinn?
Hvernig ætli Goðið okkar sé annars vaxinn niður?
![]() |
Norrænir keppendur hittast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Fugl einn veit ég fljúgandi
fulltíng vængs sá þarf ei neins,
á himni, jörð og helvíti
hann gat verið undir eins.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Hreinskilni barnanna.
Margt skemmtilegt og merkilegt dettur uppúr börnunum okkar, skemmtilegt og merkilegt vegna hreinskilningslegra spurninga eða svara.
Hér ætla ég að skrifa það sem dettur uppúr mínum og eða hefur einhvern tíman gert, svona eins og eina á dag helst.
Oft eru svona uppákomur kannski eingöngu skemmtilegar fyrir þá sem þekkja eða eiga það barn sem um ræðir hverju sinni, og þó, mér finnst alltaf gaman að heyra svona gullkorn.
Guðbjörg Sól 7 ára prinsessan mín var að fara að sofa í gærkvöldi og ég var að lesa Mjallhvít og dvergarnir sjö fyrir hana fyrir svefninn. Hún hefur greinilega lítið verið að hlusta á mig sem er ekki líkt henni þegar kvöldsögurnar eru í gangi.
Allt í einu, í miðjum sögu lestri mínum um hina fögru Mjallhvíti sem lesin var af mikilli innlifun,
segir hún
En pabbi, fyrst afi minn og amma eru dáinn og pabbi þinn og mamma líka og og og afi þinn og amma eru líka dáin, hverjir eru þá eiginlega eftir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Sko! akkvurat það sem ég var að segja.
Þetta styður bara það sem ég sagði hér í færslunum á undan.
Skoðanakannanir eru léleg vísindi, í mesta lagi er þetta partur af leik.
![]() |
Kosningamálin hafa dottið dauð niður" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Hvort erum við í meyri óvissu með Eurovision eða kostningarnar sem hvorutveggja fer fram í vikunni?
>Vinsældir Eiríks eru miklar.<
![]() |
Slegist um Eirík í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
halkatla
-
Ari Guðmar Hallgrímsson
-
Baldvin Jónsson
-
Birgir Leifur Hafþórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyþór Jónsson
-
Fannar frá Rifi
-
Fararstjórinn
-
Friðjón R. Friðjónsson
-
Gestur Halldórsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Gylfi Björgvinsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Hallur Guðmundsson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Nikulásson
-
Hrannar Baldursson
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Jens Guð
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kolgrima
-
Kristján Jónsson
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Sigurðarson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigurjón Benediktsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Traustadóttir
-
gudni.is
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf Nordal
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Örvar Þór Kristjánsson
-
Þóra Hermannsdóttir Passauer
-
Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar