Mánudagur, 23. apríl 2007
Fyrri gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Fyrri gáta dagsins er svohljóðandi:.
.
Fuglum vorsins finnst ég grænn
Fjörlega snýst ef einhver smyr.
Í spilastokknum var ég vænn
Og vinsæll guð hér áður fyrr.
Rétt svar barst við fyrri gátu dagsinn kl.06.24
Rétt svar er: Ásinn
Rétt svar gaf: Már Högnason
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Síðari gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Seinni gáta dagsins er svohljóðandi:.
, Hringastreymi H2O
Hámar vænann sopann
Vegableyta brýst um sko
Vætla sá ég dropann
Rétt svar barst við síðari gátu dagsinn kl.22.23
Rétt svar er: Svelgur
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Hann er vel að þessum verðlaunum kominn kallinn.
Og ábyggilega löngu búinn að eyða margföldu verðlaunafénu í þessa hugsjón sína.
Orr er athafnamaður og lætur hendur standa frrmaúr ermum, ekki er nú langt síðan Orri stóð í síma hugleiðingum.
Ýmislegt hefur verið umdeilt hjá Orra Vigfússyni í laxa rannsóknum sínum og yfirlýsingum.
Orri er öllum stundum í Vötn og Veiði og segja þeir að Orri Vigfússon fari á stundum ekki hefðbundnar leiðir í fjáröflun til uppkaupa á sjávarnetum. En ekki hefðbundnar leiðir eru einfaldlega hans leiðir og nú hefur hann samið við fyrirtækið Salmon Reel Ltd sem hefur látið framleiða nokkra hringitóna sem hver og einn er af þekktu fluguhjóli frá Hardys eða Farlow!
Forstjóri Salmon Reel Ltd heitir Richard Hewitt og hefur lengi verið einn af ötulum stuðningsmönnum NASF, verndarsjóðs Orra. Allir þeir er panta sér hringitón borga gjald fyrir og rennur ríflegur hlutur þar af til NASF, til fjármögnunar á uppkaupum neta í sjó.
Á þingi hafa rannsóknir Orra oft komið til meðferðar og set ég hér smá dæmi um slíkt::
Frú forseti. Ég ætlaði að koma í ræðustól til að taka hæstv. ráðherra til bæna fyrir ræðu hans áðan en er hættur við það. Mér finnast það söguleg tíðindi þegar hæstv. ráðherra kemur og gleður þingheim og gott fólk með því að lýsa því yfir að hann sé kominn í hóp þeirra sem vilja með einhverjum hætti reyna að opna fyrir göngu urriðans niður í Efra-Sog og þar með að taka hugsanlega upp Steingrímsstöð. Þetta er reyndar það sama og kollegi hans, hæstv. dómsmálaráðherra, hefur lýst yfir í framtíðarstefnu Þingvallaþjóðgarðsins. Fyrir þetta þakka ég, mér þykja þetta ákaflega merk tíðindi.
Ég ætla þess vegna að spara það við mig að benda þingheimi á að mér finnst kannski hæstv. ráðherra vera full hörundssár. Þetta er nú karlmenni eins og við þekkjum, bóndasonur úr Árnessýslu, að vísu brúnaþungur stundum. En þó ég nefni það í ræðustól, sem ekki bara öll þjóðin veit heldur ákaflega margir sem hafa stundað stangveiði á alþjóðlega vísu og verndun laxastofnsins, að Orri Vigfússon hafi sannarlega staðið sig vel í þeim efnum að kaupa upp laxveiði í hafi má hæstv. ráðherra ekki koma hingað og smækka sjálfan sig á því að halda fram eigin ráðuneytisstjóra í þeim efnum. Vissulega og vafalítið hefur sá ágæti ráðuneytisstjóri staðið sig vel en forgöngumaðurinn var Orri Vigfússon, það vitum við öll.
Sömuleiðis verður það að koma fram, frú forseti, að líklegt er að hæstv. landbúnaðarráðherra hafi ekki nennt að lesa þá tillögu sem hér liggur fyrir því það er af og frá að Veiðimálastofnun sé búin að hrinda í framkvæmd því sem þar er lagt til. Hitt er rétt að eftir að við, nokkrir þingmenn, höfum klifað á nauðsyn þessara rannsókna árum saman hefur Veiðimálastofnun tekið sig á með góðum stuðningi hæstv. ráðherra og fjárlagavaldsins og ráðist í upphaf á ýmsum þeim rannsóknum sem verið er að tala um hér. Meyra hér.
Tilvitnun lokið.
En hefðu verðlaunin samt ekki allt eins geta verið vel varið og jafnvel betur varið til annarra aðila, eða samtaka??
Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Orri Vigfússon hlýtur helstu verðlaun baráttufólks fyrir verndun umhverfissins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Fyrri gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Fyrri gáta dagsins er svohljóðandi:.
Hvað er það, sem hleypur þrátt
hæðir yfir vötn og dal?
Nafnið finna ef þú átt,
í undirdjúpi leita skal.
Rétt svar barst við fyrri gátu dagsinn kl.12.46
Rétt svar er: Myrkrið
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Verður Villi ekki maður ársins í ár?
Hann er ekkert að tvínóna við hlutina kallinn, lætur verkin tala, eða það lýtur út fyrir það. Ekki ólík forustu vinnubröð og hjá fyrrum borgarstjóranum okkar honum Davíð Oddssyni.
Bara kaupa kolamolana þarna, endurreysa svo byggingarnar úr öskustónni á næstu tveimur árum, þetta kallar maður að vera ekki með neitt nöldur og tuð yfir hlutunum.
Í fréttinni segir: Reykjavíkurborg mun ganga til viðræðna við eigendur húsanna sem urðu eldi að bráð í miðborg Reykjavíkur á síðasta vetrardag um kaup á húsunum og lóðum þeirra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, sér fyrir sér að enduruppbyggingu húsanna geti lokið á tveimur árum, gangi allt að óskum.
Þetta kom fram á fundi fulltrúa eigenda viðkomandi húsa, tryggingafélagsins VÍS, lögmanns eigenda, fulltrúa Minjaverndar og fulltrúa Reykjavíkurborgar, sem lauk rúmlega ellefu í morgun.
Við gerum þetta ekki síst til að hraða uppbyggingu eins og kostur er," sagði Vilhjálmur. Einnig til að tryggja að götumyndin haldi sér og verði sem næst því sem hún var.
Ég vil sjá þetta sem næst upprunalegri mynd, nú er tækifæri til þess. Svona uppbygging hefur tekist ágætlega, eins og í Aðalstræti,"
Sagði Vilhjálmur að viðræðurnar hæfust nú í vikunni og að fagfólk myndi skoða rústirnar og kanna hvað hægt er að nýta í enduruppbyggingu. Eftir það verða rústirnar fjarlægðar og taldi Vilhjálmur það þurfa að gerast innan tveggja vikna, jafnvel fyrr.
![]() |
Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Síðari gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Síeinni gáta dagsins er svohljóðandi:.
Allsber gaur, sem átti pell,
á ýmsar hliðar skoppa vann,
nefinu klórar niður á svell,
nokkuð gruggótt drekkur hann.
Rétt svar barst við síðari gátu dagsinn kl.16.38
Rétt svar er: Penni
Rétt svar gaf: Dúa Dásamlega
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Hryllilega ógeðslegt, ath. ekki fyrir viðkvæma.
- Hér eru myndbönd um veiðimenn á selaveiðum og eins veiðimenn og Sea Shepherd.
ATH. Alsekki fyrir viðkvæma, þetta e rógeðsleg myndbönd.
Video 1 Video 2 Video 3 Video 4
Þetta er ekki spurningin um að veiða og afla sér til matar að mínu mati ,
svo lengi sem selurinn er ekki í útrýmingar hættur, heldur veiðiaðferðirnar.
Ef þetta er ekki ógeðslegar veiðiaðferðir þá veit ég ekki hvað er viðbjóðslegt og hvað er mannvonska.
Dæmi hver sem vill, myndböndin eru raunveruleg.
Lífstíll | Breytt 22.4.2007 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Bardot hefur mátt sjá fífil sinn fegurri.
Hún hefur eytt miklum tíma sem dýraverndarsinni, en margur vill meina að það hafi verið ákveðið show, auglýsing.
Góð frétt og umsögn kom á Mbl. þegar Bardot varð sjötug árið 2004 og læt ég hana fylgja hér. Brigitte Bardot sjötug í dag Bardot var mikið kyntákn á sjöunda áratugnum en þegar hún komst á miðjan aldur hætti hún að leika og tók upp baráttu fyrir réttindum dýra og fleiri málum.
Hún hefur nú síðari ár barist gegn áhrifum múslima í Frakklandi, raunar með heldur miklum krafti að margra dómi, og fékk m.a. nýlega sekt fyrir meiðyrði.
Franska kvikmyndaleikkonan Brigitte Bardot er sjötug í dag. Bardot segir
í viðtali við franskt tímarit að hún þakki Guði fyrir að leyfa sér að ná þetta háum aldri. Samt hefði ég
frekar kosið að verða þrítug," sagði hún. Uppboð verður haldið á um 8500 munum, tengdum Bardot, í tilefni af afmælinu og mun ágóðinn renna til dýraverndunarstofnunar.
Bardot hefur búið í þorpinu Saint-Tropez á Rivíerunni frá því hún hætti að leika í kvikmyndum fyrir þremur áratugum. Í viðtalinu við tímaritiðOhla! segist Bardot ætla að halda upp á afmælið í kyrrþey. Ég ætla að fá
mér kampavínsglas og taka á móti nokkrum vinum," sagði hún. Ég er sátt við að eldast. Nú er það fáránlega viðhorf uppi að konur vilja vera ungar og leita til skurðlækna.
Þær líta allar eins út... Það veldur stöðugum áhyggjum að reyna að vera fullkominn," segir hún.
Bardot var á sínum tíma stöðugt á síðum slúðurblaða vegna fjölda ástarævintýra sem hún átti í. Hún býr nú með þriðja eiginmanni sínum, Bernard d'Ormale. Hún á einn son af fyrra hjónabandi.
Bardot nýtur enn mikillar virðingar í Frakklandi þótt orðstír hennar hafi heldur látið á sjá vegna harðlínustefnu hennar gegn múslimum. Hún segist hins vegar ekki njóta frægðarinnar og ekki hafa neina ánægju af því þegar einhver þekkir hana.
Hafi ég átt þátt í að breyta frönsku þjóðfélagi og afstöðu þess, þá var það ekki vísvitandi... Ég held að ég hafi verið tákn fyrir breytingar, vilja þjóðar á ákveðinni stundu," segir hún.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Fyrri gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Fyrri gáta dagsins er svohljóðandi:.
Anda skil ég oft við hold,
og þó hvorugt hafi,
hamra spreingi,
hristi fold
hvellu meður skrafi.
Rétt svar barst við fyrri gátu dagsinn kl.11.12
Rétt svar er: Púður
Rétt svar gaf: Davíð Geirsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Lokaður inn á klósetti í tvo sólahringa inn á Landspítalanum!
Þetta er alveg með ólíkindum, að svo svívirðisleg meðferð skuli vera höfð við á Lanspítala sjúkrahúss, hvað er að eiginlega? Þunglyndissjúklingur í sjálfsvígshugleiðingum var læstur inni á klósetti á geðdeild Landspítalans í tvo sólarhringa í vikunni. Ekki fannst annað herbergi fyrr en aðstandendur mótmæltu. Þetta jaðrar við mannvonsku segir, frændi sjúklingsins segir í frétt á visir.is og síðan segir:
Þunglyndur piltur á þrítugsaldri var í vikunni lagður inn á deild 33 c á Landspítalanum. Þegar Heimir Jónsson, frændi hans og velgjörðarmaður, heimsótti hann á deildina varð hann fyrir áfalli við að sjá aðstæðurnar sem hann bjó við. Heimi brá svo mjög að hann myndaði með gemsa sínum sjúkrastofuna, eða baðherbergið, sem frændi hans var lagður inn á. Heimir segir ræstiefni hafa verið á vaskinum.
Tíu ára gamall varð ungi maðurinn fórnarlamb barnaníðings. Sá var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum drengjum og afplánaði sjö. Fórnarlömbin sitja hins vegar uppi með afleiðingar glæpsins, segja aðstandendur unga mannsins sem hefur átt í miklum erfiðleikum allar götur síðan.
Þegar Heimir kvartaði fékk hann þá skýringu að deildin væri yfirfull. Hann segir starfsfólkið hafa verið allt af vilja gert.
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Íslendingar eru sko ekki blankir, það eitt er víst, eða hvað?
Eins og segir í fréttinni að þá voru gerðir nokuð margir kaupsamningar á eignum á höfuðborgarsvæðinu einu, frá 13. apríl til og með 19. apríl 2007 var 179 samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Þar af voru 133 samningar um eignir í fjölbýli, 35 samningar um sérbýli og 11 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 4.942 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,6 milljónir króna.
Og hér er eingöngu verið að tala um höfuðbörgarsvæðið, það náttúrulega hreyfist ekki eign á landsbyggðinni, eða hvað? allavega ekki í sjávarplássunum.
Eru íslendingar svona ríkir eða hvað? eða eru það bankarnir sem eru að steypa höfuðborgarbúum og öðrum í botnlausar skuldir?
![]() |
179 kaupsamningar þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu 13. - 19. apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Er Guðni að brotna niður?
Mér finnst Guðni vera ákaflega daufur og jafnvel niðurbrotinn í þessu viðtali, ekki það að ég skilji það ekki, þetta er hroðalegt útlit á kall greyinu og flokknum hans.
Við eigum þessu að venjast segir kappinn, sem ég efa nú að sé rétt, rétt er að flokkurinn fær ávalt meira fylgi í kosningum en skoðanakönnunum, en að hrapa svona niður er ekki eitthvað sem Framsóknarflokkurinn er vanur.
Einhvern tíman hér á blogginu spáði ég Framsóknarflokknum 8,5% og ég stend við þá spá.
![]() |
Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Síðari gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Síeinni gáta dagsins er svohljóðandi:.
Fer með hverjum flasandi,
firðum einnig gangandi,
rekkum líka ríðandi,
rétt þó þeir séu standandi,
í sólu og tungli sjáandi,
senn í myrkrum hverfandi,
tignarmyndum týnandi,
tröll hann er við líkjandi
Rétt svar barst við síðari gátu dagsinn kl.15.03
Rétt svar er: Skugginn
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt 21.4.2007 kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Óskemmtileg ferilskrá hjá gæjanum.
Enn og aftur og engan enda taka afbrotin sem tengja má við eiturlyfja notkun, og lágt er lagst í þeim eins og kemur fram í þessum dómi: Meðal þess sem finna má í fjölmörgum liðum ákærunnar eru: ófyrirleitin þjófnaðarbrot og gripdeildir þar sem maðurinn stal t.a.m. úr vösum grunlausra gesta líkamsræktarstöðvar og keyrði í einu tilviki burtu á bíl eins þeirra.
Einnig hrifsaði hann veski af tveimur öldruðum konum og stal bakpoka af ferðamanni.
| |
|
![]() |
Hrifsaði veski af öldruðum konum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Er Björn Ingi göldrottur?
Ég spyr nú bara eins og sá sem ekki veit, er Björn Ingi göldróttur?
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Þurfum við ekki að fara að byggja Eurovision höll?
Ég er ekki í nokkrum vafa að nú erum við í vondum málum, eitt af fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar verður að láta byggja risa tónleikahöll fyrir þarnæstu Eurovision keppni.
Það náttúruleg er alveg borðliggjandi að við vinnum með rauðhaus, langflottasti gamlinginn sem íslendingar gátu valið til að flytja lagið.
Við fáum að sjálfsögðu 12 stig frá öllum norðurlöndunum og ef bara ekki 24 frá Noregi
Áfram Eiríkur, nú kílum við á það.
Eru ekki allir tilbúnir að styðja ríkisstjórn sem lætur byggja risa tónleikahöll á landinu þar sem þessi óþarfa Reykjavíkurflugvöllur stendur nú?
![]() |
Eiríkur Hauksson tekur lagið og veitir eiginhandaráritanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. apríl 2007
Gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Fyrri gáta dagsins er svohljóðandi:.
Hvað er það, sem læðist lágt,
líka stundum slæðist hátt?
yrði mörgum æði bágt,
opin ef ei stæði gátt
Rétt svar barst við fyrri gátu dagsinn kl.00.22
Rétt svar er: Reykur
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
halkatla
-
Ari Guðmar Hallgrímsson
-
Baldvin Jónsson
-
Birgir Leifur Hafþórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyþór Jónsson
-
Fannar frá Rifi
-
Fararstjórinn
-
Friðjón R. Friðjónsson
-
Gestur Halldórsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Gylfi Björgvinsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Hallur Guðmundsson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Nikulásson
-
Hrannar Baldursson
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Jens Guð
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kolgrima
-
Kristján Jónsson
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Sigurðarson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigurjón Benediktsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Traustadóttir
-
gudni.is
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf Nordal
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Örvar Þór Kristjánsson
-
Þóra Hermannsdóttir Passauer
-
Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 159446
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar