Jákvætt viðhorf við virkjunum!

SShoowerÉg var að lesa umsögn um Hooverstífluna og þar er sko ekki neikvæðar lýsingar í gangi og virkjunin gleðimál.

Hlutverk Hooverstíflunnar er margþætt: *Hún dregur úr flóðahættu;  *hún geymir á bak við sig vatnsforða til *áveitna, *neyzlu, *iðnaðarþarfa og framleiðslu *rafmagns;  *hún myndaði risastórt lón, þar sem lifir mikið af fiski og ýmiss konar dýralíf þrífst á bökkum þess auk þess sem svæðið umhverfis er mjög vinsælt til útivistar.

Í vorleysingum flæddi áin víða um sléttur, olli manntjóni og eyðilagði uppskeru.  Á haustin varð áin oft kornlítil, of lítil til áveitna.  Áður en hægt var að virkja ána, urðu fulltrúar hinna 7 fylkja í BNA og Mexíkó, sem að ánni liggja, að hittast og komast að samkomulagi um nýtinguna.  Þeir hittust árið 1922 og niðurstaðan varð Coloradosamningurinn, sem var undirritaður í nóvember.  Samkvæmt samningnum var ársvæðinu skipt í efri og neðri hluta og helmingur meðalrennslis árinna tilheyrði hvorum.  Hooverstíflan var ekki sízt byggð til að koma í veg fyrir flóð og stuðla að jafnri dreifingu vatns allt árið um kring.
 

Virkjunin kostaði $165 milljónir, er henni var lokið, og stofnkostnaðurinn hefur verið endurgreiddur með vöxtum með orkusölu.  Fimmtán stórir kaupendur í Nevada, Arizona og Kaliforníu kaupa orku samkvæmt samningum, sem renna út árið 2017.  Mestur hluti þessarar orku, 56%, fer til kaupenda í Suður-Kaliforníu, 19% til Arizona og 25% til Nevada.  Hagnaður af orku-sölunni fer til reksturs og viðhalds virkjunarinnar.  Hagnaðurinn var líka notaður til að auka afkasta-getuna á árunum 1986-1993.
 

Höggmyndirnar:  Flestar myndastytturnar, sem prýða mannvirki orkuversins, eru eftir norskættaða myndhöggvarann Óskar J.W. Hansen.  Hann var oft spurður um merkingu listaverka sinna.  Hann sagði, að Hooverorkuverið bæri byggingarsnilld Bandaríkjamanna vitni, þannig að verk hans væru minnisvarðar um hana.  Hann líkti stíflunni við pýramídana í Egyptalandi og sagði, að þeir, sem berðu hana augum, spyrðu: „Hvers konar menn reistu þetta stórkostlega mannvirki?”  Hann sagðist hafa reynt að svara þessari spurningu í víðri merkingu með höggmyndum sínum, þannig að það megi færa lofgjörð þeirra yfir á snilldargáfur mannkyns alls.
 

>>>Meyra hér<<<


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 159093

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

219 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband