Tryggvi hefur ekki skýringu, en það hef ég.

 114	Þorvaldur Skúlason Tryggvi hefur ekki skýringu, en það hef ég að ég held, ástæðan er bara hvað íslendingar hafa það rosalega gott, það sem Tryggvi segir í viðtalinu undirstrikar það bara eins og svo margt annað.

Það verður ábyggilega kátt á Sögu á sunnudaginn, hefi ég trú á að slegist verði um verk Nínu, Jóhannesar og Ásgrím, þótt verðið verði einhver 6 til 8 millur.

Í fréttinni segir að eitthundrað og fimmtíu listmunir verða boðnir upp á listmunauppboði Gallerís Foldar sem fram fer á sunnudaginn. Um er að ræða verk eftir marga af merkustu listamönnum þjóðarinnar, t.a.m. Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson og Nínu Tryggvadóttur. Þá verður einnig hægt að bjóða í verk eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol.

Tryggvi P. Friðriksson, listmunasali og annar eigandi Gallerís Foldar, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins finna fyrir mikilli uppsveiflu í sölu á málverkum. Fólk vilji hafa falleg og skemmtileg listaverk í kringum sig. Aðspurður segir hann marga vera reiðubúna til þess að greiða háar fjárhæðir fyrir verkin.

Sem dæmi má nefna eru dýrustu verkin á listmunauppboðinu metin á 5 til 6 milljónir kr. Þau ódýrustu eru aftur á móti metin á 5 til 10 þúsund kr.

Tryggvi segir að vel hafi gengið að fá verk á uppboðið en erfiðlega hafi gengið að fá það sem hann kallar „afbragðsverk“.

Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga meðal fólks á uppboðinu bæði hér á Íslandi sem og erlendis, og eru margir farnir að nýta sér netið til þess að kaupa verkin. Aðallega er þá um íslenska kaupendur að ræða að sögn Tryggva.

Listmunauppboðið hefst kl. 18:45 á sunnudag og fer fram í Súlnasal Hótel Sögu.

Hægt er að kynna sér verkin nánar á vef Gallerís Foldar auk þess sem það er hægt að líta þar við í dag og á morgun.

Sjá viðtal við Tryggva P. Friðriksson.

 


mbl.is Verk meistaranna á listmunauppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 159086

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

222 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband