Nú spretta upp rómantískar fréttir af fjölda heimsókn hvalanna til íslands.

En hver er ástæðan fyrir þessum fjölda hér við strendur núna?

Hverjum eigum við að þakka þessa virðulegu heimsókn þessara keppinauta.

Í fréttinni segir að gríðarlega er mikið af hval á Steingrímsfirði þessa stundina og segir á fréttavefnum Strandir.is, að engu sé líkara en að hnúfubakurinn hafi ákveðið að slá skjaldborg um hrefnurnar á firðinum. Hrefnuveiðiskipið Dröfn lónar um fjörðinn í leit að hrefnu og allt í kringum skipið má sjá sporðakast fjölmargra hnúfubaka. Dröfn fékk fyrstu hrefnuna á vertíðinni á Steingrímsfirði í morgun.

 

Strandir.is segir, að undanfarnar vikur hafi verið mikið um hvali á Steingrímsfirði og lofar .það góðu fyrir verkefnið WOW! sem unnið hefur verið að undanfarið ár. Verkefnið gengur út á náttúruskoðun og hvalaskoðun úr landi.

 

Aðstandendum verkefnisins var nokkuð brugðið þegar fréttist af hrefnuveiðum á firðinum í morgun en héldu ró sinni þar sem Hafrannsóknastofnun vissi ekki um fyrirætlanirnar þeirra. Haft er eftir talsmanni Hafrannsóknastofnunar, að stofnunin reyni að forðast að veiða hvali á hvalaskoðunarsvæðum líkt og á Skjálfanda og öðrum ákveðnum svæðum við landið.

 

 

Eitthvað bloggaði ég um hvalinn í morgun og er fyrirsögnin á færslunni: Nú gleðjast landsmenn, og ég tala nú ekki um náttúrverndarsinnar.

 


mbl.is Hnúfubakar slá skjaldborg um hrefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ert nokkuð "hvalinn"?

Vilborg Traustadóttir, 27.4.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Stundum Vilborg, en ekkert alvarlega samt.

Sigfús Sigurþórsson., 28.4.2007 kl. 00:04

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

gott.  Annars nokkuð merkilegt og spurning hvort þetta veit á meiri æti og meiri fiskgegnd við landið í framtíðinni? 

Vilborg Traustadóttir, 28.4.2007 kl. 00:10

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki heldur þú það Vilborg? Þú ert grínisti, enda góður penni.

Sigfús Sigurþórsson., 28.4.2007 kl. 00:28

5 Smámynd: halkatla

ég á ekki til orð yfir þessari frétt

þjóðsögurnar bara lifna við.... hvalir eru sko í því að vernda bæði menn og greinilega aðrar skepnur. Þessi viðbjóðsleg dýr sem veiða hvalina með skutlum og virða þá ekki baun eru nú meiri ógeðin - ég á að sjálfsögðu við liðið í hvalabátnum

halkatla, 30.4.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 159087

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

222 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband