63 módelið af Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso á 1 milljón dollara!

Það gerir $100.000 fyrir hvert ár sem kappinn ók bílnum og sleit.

Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso árgerð 1963, sem einu sinni var í eigu leikarans Steve McQueen, verðu seldur á uppboði hjá Christie´s í New York í ágúst. Er jafnvel búist við að rúm ein milljón dollara verði greidd fyrir gripinn.

Uppboðshúsið sýndi bílinn í dag. Hann er brúnn að lit með drapplitri leðurklæðningu. McQueen var bílasafnari og sérpantaði þennan Ferrari 1963 og átti hann í um tíu ár. Talsmaður Christie´s sagði að líklega væri þetta besta eintak sem væri á markaðnum af Ferrari Lusso.

Þetta hafi verið fyrsti Ferrari-bíllinn sem McQueen eignaðist, og hafi hann notað bílinn dags daglega, en ekki í neinni kvikmynd. Núverandi eigandi bílsins keypti hann 1997 og lét endurgera hann í upphaflegri mynd, en sú vinna tók samtals um 4.000 stundir.

En ekki neitar maður því að þessa kerru væri gaman að eiga.

 Myndir ofl.

  Myndir ofl.

 Myndir ofl.

Myndir ofl.

Og hver vill svo ekki eiga svona drossíu þótt gömul sé?


mbl.is Ferrari sem var í eigu Steve McQueen seldur á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Til hamingju með nýja bílinn, geri fastlega ráð fyrir að þú hafir keypt þennan ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 28.4.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hemm hemm, ja það er nefnilega það Ester, ég fékk hann ekki vegna þess að ég hef ekki flugstjóra próf, það er náttúrulega eina ástæðan fyrir að þetta þarf að bíða smá.

Sigfús Sigurþórsson., 28.4.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 159087

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

222 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband