Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

44,7% tóku ekki afstöðu.

Skodanajonnunfebr07Skoðankönnun Fréttablaðsins leiddi að mínu mati EKKERT í ljós, nema þá ef vera skildi hve margir eru óvissir.

Það sem ég er að velta fyrir mér er hvernig í óskupunum er hægt að taka skoðanakönnun alvarlega þegar 44,7% aðspurðra neituðu að svara eða völdu ekki annan hvern kostinn sem spurt var um (ca. 360 manns svöruðu afdráttarlaust af 800 manns)

Svo er annað, af hverju er svarhlutfallið svona lágt? gæti ástæðan legið í að einhverjir hyggist á sérframboð sem eitthvað af þesu fólki er að spá í að styðja?

En þrátt fyrir allt þá bara gerir þetta lága svarhlutfall framhaldið bara skemmtilegra og meyra spennandi.

Einskisverðar vangaveltur í morgunsárið yfir blaðalestri.

SigfúsSig.


Lántökugræðgi! er það ekki aðalmálið?

Einhvernvegin hefur mér fundist bankar og stjórnvöld EKKI verið mikið að skella ástæðum fyrir verðbólgu og háum vöxtum á þessa gífurlegu lántökur sem landinn er búinn að viðhafa undanfarin ár, bankar og stjórnvöld hafa meyra verið að lýsa yfir mörgum og margvíslegum dæmum um hver sökudólgurinn er, og enn meyra skrifað og talað um hverju of háir vextir valda.
En að sjálfsögðu eru undantekningar á þessu.
Smá dæmi, hver er sökin?:

Fréttablaðið, 22. feb. 2007 Ástæðurnar eru nokkrar; gengisáhætta, fákeppni og þensla í hagkerfinu.

Samtök atvinnulífsins 7.12.2006 Á undanförnum árum hafa ýmsar nýjungar á fjármagnsmarkaðnum gert hann virkari og meðal annars valdið því að lántakendur hafa betri möguleika en áður að taka lán í öðrum gjaldmiðlum en krónunni. Þessi þróun hlýtur að halda áfram og háir vextir á krónunni minnka því markaðshlutdeild hennar og þýðingu fyrir hagstjórn.

Framtíðarmenn í forustu! Verðbólga undanfarin misseri á sér tvær megin uppsprettur.

Deiglan/Hugi.is Vextir eru háir til að draga úr verðbólgu.

Nú fer hinsvegar kannski að kveða við annan tón.

Vísir, 25. feb. 2007 Sláandi munur var á lántökukostnaði. Þannig var lántökukostnaður - umfram það sem þarf að greiða til ríkis - tæplega 54 þúsund krónur á tilteknu skammtímaláni hjá Glitni en 4700 hjá sama banka - á samskonar láni - í Svíþjóð.

Margir eru á því að gengdarlausu lántökumöguleikar hafa gert annaðhvort heimili margfalt skuldugra en áður þekktist.

Að sjálfsögðu er sökin hjá neytandanum, en einhver bauð upp á gulrót sem síðan reyndist súr segi ég, og það er klárlega of vel sloppið hjá lánadrottnum ef að málinu er þar með lokið.

Einhverskonar vangaveltur vegna stöðu sem einn kunningi er í.

SigfúsSig.


Íslensku bankarnir blómstra enn meir.

Eru fréttir um að lánshæfimat bankana hækki góð tíðindi.

Fréttir á Vísir.is segja að bankarnir (ekki við) hafi fengið nýtt mat.

SigfúsSig.


Fréttalaust land.

Svona á ísland að vera, það er bara alsekkert fréttnæmt að gerast á landinu, fréttir í fjölmiðlum bera þess glögg merki, verið er að reina að teygja á hinum og þessum umræðum eins og td. Baugsmálinu (bréfið frá eingum) Klámráðstefnu málið, pólitíkinni þar sem ekkert er að gerast og öðrum gömlum fréttum, jafnvel afmælisfréttir fólks á forsíðum blaða.

Í Kastljósi var viðtal við Sigríði Andersen og Ævar Örn Jósepsson sem mér finnst svo sem ekkert fréttnæmt nema sú umræða að það sé útí hróa hött að tala um barnaklám í umræðunum um Klámráðstefnuna.

Ég verð að viðurkenna að ég hef þá skoðun þarna sé mikill skildleiki, en ég set nú kanski ekki hreint =samasem merki þar, en ég segi að þarna sé stutt á milli og mikill skildleiki, og að láta sér detta það í hug að í þessum hópi (sem ætlaði að koma hingað) hefðu ekki verið svartir sauðir.

Hverir eru það sem svívast einskis tilað láta bera á sér? klámauglýsingar og oft á tíðum sóða efni poppar upp á skjánum hjá þér þótt þú hafir einfaldlega ætlað að leit að dýralæknir á netinu, þeir svívast einskis til að tröða sér inn í tölvuna þína og segja sumir að við séum að brjóta á rétti þessa fólks, ég er svo aldeilis hlessssa.

Í öllum hópum, líka í þeim sem teljast vera á virðulegra plani finnast einstaklingar sem eru GRÓFARI en aðrir.

Setjum lög sem gera okkur það kleift að stoppa svona samkomur hingað án þess að við séum sek um að brjóta lög.

Kastljósþátturinn:: http://dagskra.ruv.is/streaming/clip/?file=4301736 

SigfúsSig.


Skammast þú þín fyrir að vera íslendingur?

Ég get bara með nokkuð góðri samvisku sagt að nú á ég ekki til eitt einasta aukatekið orð, maður verður alveg KJAFTSTOPP.

 

Skammast þú þín fyrir að vera íslendingur?

 

Á mörgum síðum, aðalega blogg síðum má lesa skrif "fólks" þar sem það lýsir því yfir að það skammist sín fyrir að vera íslendingur!!!

 

Ég lýg því ekki að ég á bara ekki til eitt einasta orð yfir svona yfirlýsingar.

 

Vitnað í nokkrar síður hér fyrir neðan, og takið etir sumum skrifunum:

 

http://www.visir.is/article/20070207/SKODANIR03/102070098

 

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/news_message?Category=SKODANIR05&ThemeID=1&GroupID=2&InReplyTo=41001

 

http://tyra.blog.is/blog/tyra/entry/117089/

 

http://www.linuxzealot.net/?p=23

 

http://www.barnanet.is/spjall/?gluggi=spjall_postar&thradur=1615

 

http://plato.blog.is/blog/plato/

 

http://www.visir.is/forum_message/1t7g30137i/FORUM

 

http://www.visir.is/article/20070218/FRETTIR01/70218052

 

http://www.visir.is/forum_message/1t2g41001i/SKODANIR05

 

Og það er hægt að vitna í hundruðir ef ekki þúsundir svona ummæla, þar sem má lesa svona yfirlýsingu hjá fólki, hér er eingöngu bent á ummæli sem tengjast klámráðstefnunni, og bara orfá dæmi.

 

Og svo segi ég bara enn og aftur, marrrrbarrra kjaftstopp og á ekki til eitt einasta aukatekið orð.

 

SigfúsSig.

 

Ps. breytt 15 mín eftir innsetningu, en það var aðeins alvarlegar stafsetningarvillur.


Ruddalegt og andstyggilegt orðalag.

Það er nokkuð sem ég hef sérlega tekið eftir, eftir að ég byrjaði að Blogga, og það er að í mörgum skrifum finnst mikil ruddaskrif, svo ekki sé minnst á þegar þessir yfirleitt sömu einstaklingar eru að skrifa í Athugasemdir hjá einhverjum og er þá á móti því sem sá/sú er að tjá sig um.

Ég tek það að sjálfsögðu fram að þarna er greinilega um fáa einstaklinga að ræða, en þeir gera sig áberandi, og það er kannski tilgangur þeirra?

Hverju ætli það sæti að fólk þrusar illsku sinni inn á vefsíður þar sem fólk er jafnvel bara að viðra skoðanir sínar? ætli það sé ekki allt í lagi heima hjá þessum einstaklingum? er vanlíðan þeirra svona gífurleg? það eru til læknar sem vinna við að aðstoða fólk ef það á við andleg vandamál að stríða.

Svona skrif eru búin að sjást nokkuð oft að undanförnu og má sjá mikið svona lagað í umræðum um Klámráðstefnuna og einmitt Alcan umræðurnar.

Hef þetta væl ekki lengra að sinni, en gaman þætti mér að heyra álit annarra á þessu máli.

Kv. SigfúsSig.


EINKENNILEGT! Þeir vita EKKI af hverju.

Ég get alveg byrjað þessa grein á eftirfarandi orðum: Þeir vilja ekki stækkun Alcan þótt það sé umtalsverð búbót fyrir Hafnfirðinga, en þeir vita bara EKKI af hverju þeir vilja EKKI stækkun Alcan.

 

Ég átti dálítið samtal í fyrradag í síma við vinkonu mína og barst Alcan málið smá í tal, hún var alfarið á móti stækkuninni en gat bara ekki útskýrt það á neinn hátt af hverju, nema að hún þuldi eitthvað smá um það sem afturhaldseggir og öfundsjúkir pólitíkusar hafa verið að þusa í fjölmiðlunum, en ekki eitt orð um af hverju hún hefði þessa skoðun.

 

Nú nú, síðar um daginn kom upp aðstæður til að gera smá könnun.

 

Þannig var mál með vexti að ég var á fundi síðar um daginn þar sem voru einstaklingar úr þremur byggðalögum, 4 úr Reykjavík, 4 úr Kópavogi og 3 úr Hafnarfirði, (einkennilegt að segja úr Kóp, úr ---ætti maður ekki að segja frá) jaja, þessi fundur snérist um ákveðið málefni sem á engan hátt tengist Alcan eða öðrum umræðum sem hér á Blogginu fara fram.

 

Einhvern tíman á fundinum voru menn og konur að viðra skoðanir sýnar á hinu og þessu (Alcan og Klámr.) og datt mér þá í hug að biðja fólk, hvert um sig að tjá sig um HVERS VEGNA  það vildi ekki Alcan, hvert þeirra væri á móti stækkuninni. Og það kom skringileg niðurstaða út úr þessu, eða það allavega fannst og finnst mér.

Niðurstaðan var eftirfarandi í því hverjir væru á móti stækkuninni: Allir Rvk. fannst þessi stækkun bara hið besta mál, sama gegndi með Hafnfirðingana, en allir Kópavogsbúarnir voru alfarið á móti stækkun og notuðu orðalag sem búið er að hamra á hér á Blogginu og í fjölmiðlum, að Hafnfirðingar væru að selja sig, og reyndar komu enn stærri yfirlýsingar fram.

 

Þá spurði ég Kópavogsbúana 4 um ástæðuna fyrir þessari skoðun þeirra, og viti menn (konur) eingin þeirra gat með nokkru móti komið með sýna ástæðu fyrir þessari skoðun þeirra, einn meyra segja sagði: Þú bara getur lesið um það í blöðunum, ?????? ????? ? ?? ?? ?

 

Hér á Blogginu má sjá marga skrifa um Alcan málið:

Sigurður Á Friðþjófss

Dofri Hermansson

Ómar Ragnarsson

Jón Gestur Guðmundson

 

Ofl ofl.

 

 

Þolum við íslendingar alsekki að annað byggðarlag en við sjálf búum í njóti velgengni?

Ég er eins og styð stækkunina en viðurkenni jafnframt að ég er alsekki sá sem allt veit um þetta mál.

Kv. SigfúsSig.

(sem búsettur er í Hafnarfirði en telst varla Hafnfirðingur með aðeins 10 ára búsetu þar.)


Hvað nú?

Í fréttum Glitnis kemur fram að það sé samdráttur í innflutningi á neysluvörum, þýðir það ekki bara góðæri hjá bændum hverskonar?

Í grein Glitnis segir: En hvað gera heimilin núna?
Það sem af er ári hefur gengi krónunnar hækkað um 8,4%. Gengi krónunnar er nú nálægt hæsta gildi sínu frá upphafi árs 2006. Heimilin hafa því endurunnið hluta af fyrri kaupmætti sínum á þennan mælikvarða og munu eflaust bregðast við því með aukinni gleði í neyslu á erlendri vöru og þjónustu. Merki þess munu sjást í innflutningstölum á næstunni sérstaklega ef gengið helst á þessum stað sem það er á nú eða hækkar en frekar.

>>Sjá frétt.<<

SigfúsSig.


Á einhver flokkur mig? á einhver flokkur þig?

Mig undrar OFT hvernig fólk skrifar um kjósendur, kosningar og flokka, og er þetta fólk yfirleitt með róttækar skoðanir en er ekki að starfa við slíkt (pólitíkina), ekki að beita kröftum sínum á borði, eingöngu í orði. "Þetta fólk" (ekki illa meint) talar um að þessi eða hinn flokkurinn hafi "stolið fólki" frá hinum eða þessum flokki, og oftast vegna þess flokkurinn hafi breytt einhverju í stefnu sinni eða áherslu atriðum gagnvart einhverju máli sem flokkurinn stendur eða stóð fyrir.

Það er á hreinu að ég mun ekki kjósa þann flokk sem ekki getur breytt einu né neinu, að sjálfsögðu breytast áherslur og "stefnur" og flokkur getur jafnvel þurft að falla frá að styðja eitthvað málefni, ef málefnið hefur breyst þá breytast að sjálfsögðu forsendur þess að styðja málið eða hvernig á að vinna með það. 

Það er skárra að vera vitur eftir á en að vaða í villu og þvermóðsku.Thorskhaus4312

Og að flokkur eða flokkar stela fólki með því að "breyta" einhverju til að ná til kjósenda finnst mér bara vera hið besta mál, en þeir sem tala um þetta í neikvæðum skilningi eru bara fúl/ir og með barnalegt tal og skringilegar þorskhausalegar hugsanir og tal..

Stundum gerist það að flokkur er með eitthvað málefni á sinni stefnuskrá og stefna flokksins er að fylgja því eftir með þessari eða hinni aðferðinni, síðan á einhverjum tímapunkti er komin upp einhver allt önnur áhersla, jafnvel vinnur flokkurinn þá gegn því tiltekna málefni, þetta er bara hið besta mál segi ég ef málefni hefur tekið einhverja allt aðra stefnu, grundvöllur upphaflegrar stefnu hefur þá breyst og flokkurinn á þá að breyta sínum áherslum. ostrich32423

Flokkar eiga EKKI að vera eins og strúturinn!! maður sér oft flokk/a haga sér þannig, og þá er jafnvel þetta sama fólk (í orði en ekki á borði fólkið) að ásaka þá fyrir það, skrítið? eða er þetta fólki bara þannig gert að það verður að vera að jagast? þótt EKKERT tilefni sé til þess.

Sem sagt, ég mun ALDREI kjósa þann flokk sem er eins  þorskhaus í frystir og eða strúturinn.

SigfúsSig.


Hverjir haldi þið að hefðu verið fyrstir á þessa ráðstefnu?

Óskráður Sigurður Stefánsson skrifar athugasemd í Athugasemdir við greinina Gleðifréttir hjá mér, og eins og sést er hann alsendis EKKI sammála mér, en fyrir mér er þessu óvirðulega máli lokið og vill ég sem minnst búa til LEIÐINLEGAR umræður um lítt skemmtilega viðburð meyr, vill heldur að við vinnum að því að bæta skaða sem KLÁMHUNDAR hafa valdið íslenskum börnum, sem í ákveðnu og nýlegu máli er orðið fullorðið fólk í dag.

 

Ég bara SKIL ALSEKKI, HVORKI ÞIG SIGURÐUR NÉ AÐRA  sem aðhillast að fá þetta lið hingað eftir alla þá umræðu sem nýlega hefur verið opinberað og á ég þá við börnin öll sem voru misnotuð hér í den, og ekki nóg með það, heldur er enn verið að grípa kynferðislega ruglaða einstaklinga.

 

Heldur þú virkilega Sigurður að þessi klámráðstefna sé bara í lagi? ég held að hún hefði verið bensín fyrir þetta kynferðislega ruglaða fólk.

 

Hverjir haldi þið að hefðu verið fyrstir á þessa ráðstefnu? jú ég held einmitt að það sé fólkið sem jafnvel gæti framið svona voðaverk eins og við íslendingar (sumir) erum búnir að vera uppvísir að, og hvað kom ekki í ljós? jú þetta var bara "venjulegt" fólk sem framdi ódæðin, fólkið sem varð fyrir ódæðunum er sko ábyggilega í sorg vegna þessa hroðalega verks sem íslendingar (sumir) eru búnir að gera af sé,

 

sem sagt bönnum klámráðstefnuna.

 

Ég held því líka fram ALLIR þeir sem heitast þrá þessa ráðstefnu séu eitthvað,,,,,,, já gettu nú.

 

Kv. SigfúsSig


« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 158937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

240 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband