Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Föstudagur, 30. mars 2007
Hver má kjósa og hvar er hægt að kjósa?
Hverjir hafa kosningarétt?
Um atkvæðagreiðsluna gilda í meginatriðum sömu reglur og við sveitarstjórnarkosningar, en kosningabærir teljast þeir Hafnfirðingar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum sbr. 2. gr. og 5. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.
Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lýkur föstudaginn 30. mars kl. 16.00.
-----------------------------------------------------------------------------------
1195 manns greiddu atkvæði utan kjörfundar í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins í Straumsvík en utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag.
-----------------------------------------------------------------------------------
Rafræn kjörskrá : Í kosningunum 31. mars verður í fyrsta sinn í Hafnarfirði notast við rafræna kjörskrá. Það þýðir að kjósendur eru ekki lengur bundnir af kjördeildum heldur geta nú farið á hvaða kjörstað sem er til að kjósa.
Á kjörskrá eru 16.648 manns.
Kjörstaðir : Áslandsskóli, Íþróttahúsið við Strandgötu og Viðistaðaskóli.
Kjörfundur hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 19.00.
---------------------------------------------------------------------
( Frétt úr Fjarðarpóstinum)
Hægt er að fylgjast meðútsendingunni í mynd og hljóði á www.hafnarfjordur.is og í útvarpi á Útvarpi Hafnafjarðar á FM 96,2. Vonast er til að upp setningu á nýjum öflugri sendi Útvarps Hafnarfjarðar á Vatnsenda verði lokið þá, en tíðni nýja sendisins er FM 97, 2.
ATH: einnig verður RUV eða RUV.is með beina útsendingu heyrði ég í útvarpinu áðan.
Ég hvet hvern einasta kosningabæran Hafnfirðing til að kjósa hvort sem þú kýst með eða á móti.
SigfúsSig.
Sjónvarp | Breytt 31.3.2007 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 30. mars 2007
Leggjast gegn niðurrifi húsa við Laugaveg og Vatnsstíg
Ég er hræddur um að margur æsi sig núna, hér er um gömul hús, mörg hver í ágætis standi, já en gömul og henta enganvegin sem verslunarhúnæði við þá götu sem á að vera verslunargata höfuðborgarinna, en þetta er bara mín skoðun. Ég áttu heima í þessu kverfi í allmörg ár, aldist sem sagt upp þarna að hluta, en ég verða að viðurkenna að þarna er orðið nauðsinlegt að gera endurnýjungar, verslanir eiga erfitt með að vera með rekstur sinn vegna þess hve óhentug og lítil þessi hús eru. Þarna eru líka innanum á þessu svæði algerir skítaskúrar hafa fyrir áratugum lifað sinn fífil fegri og hefði því fyrir löngu átt að vera búið að rífa fjölmörg hús þarna.
Nú kemur náttúrulega þetta gamla góða, að þessi hús hafi eitthvert "sögulegt" gildi, nú og hvað með það? hvað hús hefur það ekki? eiga allir grautfúnir kofar að standa bara þangað til þeir sjálfir vilja falla? og þeir greyin fá ekki einu sinni að falla þótt þeir gjarnan vilji það, því það er alltaf til fólk sem vill "lappa" upp á þessi hreysi. Áður en ég bjó í nálægð þessa staðar bjó ég í gömlu tvíliftu húsi. það hefur verið í kringum 1960, 20 árum seinna byggði ég stórt hús við hlið þess gamla (tilviljun) og Guð hvað ég vonaði að jarðíta kæmi og rækist "óvart" aðeins í það.
Burtu með ljót hús og hús sem passa ekki við þá starfsemi sem á að vera þar og á að laða að moldríka ferðamenn, hverjum heilvita manni dettur svo sem í hug að fólk með fullt rassgat af peningum sé að fara inn í einhverja grautfúna og illa liktandi kofa til að versla, ekki mundi ég gera það og ekki gerir fólk það í New york. Ég segi burtu með kofana og Guð blessi þá.
ATH: myndin tengist ekki fréttinni, er bar á sama svæði.
Leggjast gegn niðurrifi húsa við Laugaveg og Vatnsstíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Og þessi handa mínum vinum.
Þrír menn Frakki, Breti og Sjálfstæðismaður
voru að ræða saman um kraftaverk læknisfræðinnar. Bretinn sagði "læknar okkar eru svo frábærir að þegar okkar besti fótboltamaður missti fótinn þá saumuðu þeir hann á aftur og nú spilar hann fótbolta betur en áður". Frakkinn og Sjálfstæðismaðurinn litu hvor á annan og kinkuðu kolli og töldu þetta ágætis afrek en svo sagði Frakkinn " iss þetta er nú ekkert, okkar mesti pianósnillingur missti alla puttana og læknar okkar saumuðu þá aftur á og nú leikur hann betur en nokkru sinni fyrr". Sjálfstæðismaðurinn og Bretinn voru sammála um að þetta væri nú mikið afrek en þá sagði Sjálfstæðismaðurinn "okkar læknar slá ykkar læknum alveg út því forsætisráðheran okkar Davíð Oddson missti eitt sinn hausinn en þá brugðust læknar okkar skjótt við og saumuðu á hann hausinn aftur og nú starfar hann betur en nokkru sinni fyrr"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Einn laufléttur.
Forstjórafrú lenti í eldsvoða og brenndist. Andlit frúarinnar fór verst og þurfti að græða nýtt skinn á hana. Hún var ekki með nóg skinn sjálf í ígræðsluna svo bróðir hennar sem jafnframt er bílstjóri (sendisveinn) forstjórans, eiginmanns hennar, bauðst til að gefa skinn. Það gekk upp og var tekið skinn af rasski bróðurins og grætt á kinnar forstjórafrúarinnar.
Þegar kinnarnar voru grónar kom forstjórafrúin til bróður síns og vildi launa honum greiðann en hann sagði, þú ert sko margbúinn að launamér. Mér er það sérstök ánægja að sjá manninn þinn kissa þig á kinnarnar. Ég þarf ekki meira.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Krónikan búin að leggja upp laupana.
Ekki hefur Björgúlfi litist á blikuna, eða var þetta allt saman eitt stórt trikk?
DV kaupir Krónikuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Hvaða heilvita manneskju dettur í hug að kalla það hræsni
Bloggarinn Hafsteinn Viðar kallar þetta hræsni, ég spyr er honum alvara? Alcan fyrirtækið er búið að fylgjast með Vatnajökulsþjóðgarðar málinu í mörg ár og tekið þátt í því. Hvaða heilvita manneskju dettur í hug að kalla það hræsni að fyrirtækið fagni þessu?
En það er eins og hefur komið fram hér hjá mörgum bloggurum, að þeir sem eru á móti stækkun nota afar staðhæfalausar yfirlýsingar til að sverta málstaðinn.
Eða eins og Bloggarinn Ragnar Bjarna segir: Faðir minn tjáði mér í gær að vinstri menn hefðu látið ýmis stór orð falla þegar Álverið opnaði á sínum tíma. Þeir sögðu að mengunar áhrifin yrðu gríðarleg og það yrði vart hægt að búa í næsta nágrenni, t.d á Suðurnesjunum. Ég hef kynnt mér málin og mér finnst Alcan hafa staðið í mjög svo málefnanlegri umræðu. Það hafa umhverfisverndarsamtök ekki gert og öfgar og múgæsing fylgt þeirra málflutning. Það yrðu stór mistök að kjósa ekki með stækkun. En hvernig er ástandið, hvernig halda menn að þetta fari? Tvísýnt? Ef atvinnuástandið væri bágborið hér á landi væru ekki svo margir á móti stækkun Álversins. Það virðist vera ákveðið tískufyrirbrigði að vera á móti öllu í dag, háværir öfgahópar eru að komast í tísku. Þetta er hvimleitt tískufyrirbrigði og oftar en ekki eru menn á móti hlutunum án þess að geta fært fyrir því haldbær rök. Undarlegt en svona er Ísland í dag.
Eða eins og Bloggarinn Örvar þór ritar:Ég lenti i karpi við manneskju um daginn sem var á móti Álversstækkun. Þar var rætt vel og lengi um kosti og galla. Við vorum sammála um að vera ósammála en allt fór fram í góðu og rólegheitum. Þessi manneskja tók eigi að síður undir með mér að ýmis samtök sem væru á móti stækkuninni færu offari í öfgum og ómálefnanlegum málflutningi. Það eru slíkir hópar sem setja svartan blett á alla svona umræðu. Eins og ég sagði hér í fyrri athugasemd þá virðist það vera í tísku hjá mörgum að mótmæla öllu og oftar en ekki án raka. Þetta er hvimleitt tískufyrirbrigði og væri nú ekki til staðar ef atvinnuástand væri bágborið. En óska Hafnfirðingum velgengni og velmegunar í framtíðinni. Ekki síst góðrar skemmtunar á laugardagskvöld enda alltaf líf og fjör á kosningarnótt.
Sem sagt alveg með eindæmum, hroki í andstæðingum stækkunarinnar (flestum) og ekki nóg með það, fæst af þessu fólki eru ekki Hafnfirðingar, tjáningarþörfin fer bara svona með það í gönur, veður úr einum mótmælum í aðra og svo koll á kolli, enginn endir á mótmælum hjá mörgum af þessum einstaklingum.
Og til Alcan eða annarra fyritækja á íslandi, látið náttúrumálin ykkur varða.
Alcoa tekur ofan fyrir Alþingi vegna stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Fáum svona neytendur til að koma til íslands.
Eyddi 20 milljónum í fríhöfninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Hógværir og kurteisir hjá Alcan.
Það sannast enn betur fyrir mér það sem ég hef áður lýst yfir í fyrri færslum.
Ég fékk upphringingu frá Alcan starfsmanni um sjöleitið í gærkvöldi og ætla ég að fara orðrétt með það hér:
Síminn hringir:
Ég: Sigfús hér.
Alcan starfsmaður: Já góðan daginn, ég er starfsmaður hjá Alcan og er að hringja vegna kosninganna á laugardaginn, og er bara að kann hvort þú vitir hvar kjörstaðirnir eru.?
Ég: já ég er með það á hreinu.
Alcan starfsmaður: Ljómandi gott, eigðu gott kvöld.
Ég: Bíddu bíddu bíddu, ætlar þú ekkert að pretika yfir mér? viltu ekki vita hvað ég muni kjósa?
Alcan Starfsmaður: Nei nei, ég er bara að hringja út í íbúa Hafnarfjarðar til að minna á að kjósa.
Og þar með kvaddi hann.
Ég átti bara ekki til eitt einasta orð, maðurinn reyndi ekki einusinni að leiðbeina mér um að kjósa með stækkun.
Það sannast enn betur fyrir mér það sem ég hef áður lýst yfir í fyrri færslum að þeir sem standa með stækkun eru kurteisin uppmáluð en atferli þeirra (flestra) sem eru á móti er harkaleg, oft með fyrirlitnagar svip og allt að því svívirðingar í gangi.
Nú eru á sjöunda hundrað utankjörstaða atkvæði komin en hátt í 17000 Hafnfirðingar eru á kjörskrá.
Eins og flestir vita stend ég með stækkun, en það er hinsvegar sama á hvorn veginn þetta fer mun ég verða sáttur Hafnfirðingur.
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Engin smá smíði.
200 metra langt, 148 þúsund tonn og svona skipakomur munu máské fjölga á næstu árum, það þýðir meyri sala á td. olíu, vistum, meyra að gera hjá fyrirtækjum sem sjá um viðgerðir og viðhald, hærri hafnargjöld og fleiri liðir sem renna til íslenskra fyrirtækja og ríkis.
Ég næ einhverrahluta vegna alsekki að blogga fréttina sjálfa svo ég tengi bara vefslóðina hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1261630
(Ps.Fyrirgefðu Sigurður, en hér er hún aftur komin endurbætt)
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar