Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Gáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu gátu,en í verstafalli eigi síðar en að morgni dags.

 

Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.

 SSvisnagatur

Gefið getur kul og hita

Heyrist stundum í

Frá er rifinn fer að smita

Fær á vetrum sjaldan frí

 

Rétt svar barst kl.07.16

Rétt svar er: Ofn

Höf: Sigfús Sigurþórsson

Rétt svar gaf bloggarinn: Gunnar Þór Jónsson 

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

 

 

ATH: 2 Bloggvinir eru búnir að stinga upp á að ef gáta er ráðin frá miðnætti til hádegis muni ég setja inn nýja eftir hádegið. Þetta hefur verið samþykkt.

 

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


Tillögur óskast.

Ég er að fara að halda upp á 7 ára afmæli prinsessunar minnar sunnudaginn 22 apríl, hún á afmæli 18 apríl.

Mig langar að hafa afmælið á einhverjum stað þar sem leiktæki eru fyrir börn og er búinn að kanna td. barnastaðina í Kringlunni og Smáralindinni, en þar sem ég vill að foreldrarnir geti átt stund saman og snætt af afmælistrétt/um með börnunum er aðstaðan þar ekki sniðug að mínu mati.

Tilögur óskast kæru bloggarar.


Mest eykst fylgið meðal kvenna!

 

Grænu flokkarnir á niðurleið, með ca 18% fylgi samanlagt.
Ef næstu skoðanakannanir verða á svipuðum nótum, hvað þá?
Í þessari skoðanakönnun tóku tæplega 60% aðspurðra afstöðu.

 

Fréttablaðið í dag birti eftirfarandi grein um skoðanakönnunina:

Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Sjálfstæðisflokkur fengi 29 þingmenn, væri gengið til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi Vinstri grænna dalar verulega frá síðustu könnun og er nú tæp sautján prósent. Hvorki Íslandshreyfingin né Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja fengju mann kjörinn.
Skoðanakönnun Landsfundir Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gætu haft nokkur áhrif á niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gær.

Samkvæmt henni eykur Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt verulega og mælist nú með 43,4 prósent. Vikmörk reiknast 4,4 prósentustig og því er hægt að segja með 95 prósenta vissu að fylgi flokksins sé nú á bilinu 39,0 til 47,8 prósent. Ef þetta yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn 29 þingmenn kjörna. Mest eykst fylgið meðal kvenna og á höfuðborgarsvæðinu, um tíu prósentustig, en alls eykst fylgið um 7,3 prósentustig frá síðustu könnun blaðsins þegar 36,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku sagðist myndu kjósa flokkinn.

Frjálslyndi flokkurinn eykur einnig fylgi sitt milli kannana og segjast nú 5,8 prósent myndu kjósa flokkinn. Fengi flokkurinn samkvæmt því þrjá þingmenn kjörna. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 4,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Mest eykst fylgi flokksins á landsbygginni, um 3,8 prósentustig. Vikmörk við fylgi Frjálslynda flokksins er 2,1 prósentustig og er fylgið þá á bilinu 3,7 til 7,9 prósent.

Þriðji flokkurinn sem eykur fylgi sitt á milli kannana er Samfylkingin, sem líkt og Sjálfstæðisflokkur heldur landsfund sinn nú um helgina. Áhrif landsfundar virðast þó minni á Samfylkingu en Sjálfstæðisflokk og eykst fylgi flokksins um rúm prósentustig á milli kannana. Nú segjast 22,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn samkvæmt því fimmtán þingmenn kjörna. Í síðustu könnun blaðsins hafði hann 21,0 prósenta fylgi. Samkvæmt þessari könnun er Samfylking aftur orðin næststærsti flokkurinn. Mest eykst fylgið á landsbyggðinni, um 4,1 prósentustig. Vikmörk við fylgi Samfylkingar eru 3,7 prósentustig og fylgið því á bilinu 18,6 til 26,0 prósent.

Hvorugt tveggja nýrra framboða myndi ná manni á þing, ef skoðanakönnunin yrði niðurstaða kosninga. Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja mælast einungis með 0,8 prósenta fylgi með vikmörk upp á 0,8 prósentustig. Allt fylgið mælist á höfuðborgarsvæðinu.

Íslandshreyfingin er nú komin niður fyrir fimm prósenta markið og fengi því engan jöfnunarmann. 2,3 prósent segjast nú myndu kjósa hreyfinguna en í síðustu könnun blaðsins sögðust 5,0 prósent myndu kjósa hana Mest missir hreyfingin fylgi meðal karlmanna, 3,8 prósentustig. Vikmörk reiknast 1,3 prósentustig.

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs dalar verulega frá síðustu könnun blaðsins en það fer úr 23,3 prósentum í 16,7 prósent. Fylgið dregst því saman um rúman fjórðung. Samkvæmt þessu fengi flokkurinn ellefu þingmenn kjörna, í stað sextán í síðustu könnun blaðsins. Mest minnkar fylgið meðal kvenna, um tíu prósentustig. Þá dregst fylgi flokksins saman um tæp átta prósentustig á landsbyggðinni. Vikmörk fylgis Vinstri grænna eru 3,3 prósentustig og er fylgið því á bilinu 13,4 til 20,0 prósent.

Fylgi Framsóknarflokksins dalar lítillega frá síðustu könnun. Nú segjast 8,6 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn, en í síðustu könnun blaðsins voru það 9,4 prósent. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá fimm þingmenn kjörna. Vikmörk reiknast 2,5 prósentustig, sem þýðir að fylgið er á bilinu 6,1 til 11,1 prósent.

Þingmeirihluti núverandi stjórnar heldur því, samkvæmt þessari könnun. Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir 52,0 prósenta fylgi og fengju 34 þingmenn kjörna. Stjórnarandstöðuflokkarnir og ný framboð fengju 48,0 prósent atkvæða og 29 þingmenn

Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 14. apríl og skiptust kjósendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 59,9 prósent aðspurðra tóku afstöðu en 31,3 prósent voru óákveðin. 6,6 prósent svöruðu ekki spurningunni og 2,3 prósent sögðust ætla að skila auðu eða ekki ætla að kjósa. svanborg

@frettabladid.is

Ef myndband virkar ekki þá smelltu hér.

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn þá bara að rúlla þess upp?

 

Ef næstu skoðanakannanir verða á svipuðum nótum, hvað þá? Það er eingin spurning, að sjálfsögðu heldur ríkisstjórnin velli. Hvernig á að snúa þessu við?

 

 

Hann Ragnar Bjarnason bloggvinur Framsóknarmaður með miklu meiru setti upp nokkuð "skemmtilega" töflu um hverjir yrðu Alþingismenn miðað við nýjustu könnun Capacent-Gallup, og læt ég hana flakka hér.

 

Reykjavík Suður Reykjavík Norður Suðvestur 
Geir H HaardeDGuðlaugur Þór ÞórðarsonDÞorgerður Katrín GunnarsdóttirD
Ingibjörg Sólrún GísladóttirSKatrín JakobsdóttirVBjarni BenediktssonD
Kolbrún HalldórsdóttirVGuðfinna BjarnadóttirDÖgmundur JónassonV
Björn BjarnasonDÖssur SkarphéðinssonSGunnar SvavarssonS
Illugi GunnarssonDPétur BlöndalDÁrmann Kr. ÓlafssonD
Ágúst Ólafur ÁgústssonSÁrni Þór SigurðssonVJón GunnarssonD
Álfheiður IngadóttirVSigurður Kári KristjánssonDGuðfríður Lilja GrétarsdóttirV
Ásta MöllerDJóhanna SigurðardóttirSRagnheiður Elín ÁrnadóttirD
Birgir ÁrmannssonDPaul NikolovVRagnheiður RíkharðsdóttirD
Auður Lilja ErlingsdóttirVMagnús Þór HafsteinssonFKatrín JúlíusdóttirS
Ásta R. JóhannesdóttirSHelgi HjörvarSGestur SvavarssonV
    Kolbrún StefánsdóttirF
Norðvestur Norðaustur Suður 
Sturla BöðvarssonDKristján Þór JúlíussonDÁrni M. MathiessenD
Jón BjarnasonVSteingrímur J. SigfússonVBjörgvin G. SigurðssonS
Guðbjartur HannessonSValgerður SverrisdóttirBÁrni JohnsenD
Magnús StefánssonBArnbjörg SveinsdóttirDAtli GíslasonV
Einar Kristinn GuðfinnssonDKristján MöllerSGuðni ÁgústssonB
Guðjón Arnar KristjánssonFÞuríður BackmanVKjartan ÓlafssonD
Einar Oddur KristjánssonDÓlöf NordalDLúðvík BergvinssonS
Ingibjörg Inga GuðmundsdóttirVBjörn Valur GíslasonVBjörk GuðjónsdóttirD
Herdís SæmundardóttirBBirkir Jón JónssonBAlma Lísa JóhannsdóttirV
  Höskuldur Þór ÞórhallssonBGrétar Mar JónssonF

Einhver smávægilegur nafna ruglingur getur verið hér með fólk og kjördæmi en gaman að þessu samt.

Verður þessu nokkuð snúið við úr þessu?


mbl.is Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er tilgangur Höfuðborgarsamtakannan/Baráttusamtakanna?

Hver er tilgangur Höfuðborgarsamtakannan/Baráttusamtakanna? Einhverveginn finnst mér þetta brölt þeirra tómt rugl og bull, get ekki betur séð en þarna sé tómur hringlandaháttur í gangi.

Ef tilgangurinn er að fella núverandi stjórn segir sig sjálft að betra hefði verið að efla einhvern af þeim flokkum sem eru fyrir hendi, varðandi hagsmunamál þessa fólks, þá eiga þau ábyggilega ágætlega heima í einhverjum hinna flokkanna.

Höfuðborgarsamtökin segja í yfirlýsingu, sem þau sendu frá sér í dag, að samstarf innan Baráttusamtakanna hafi gengið brösuglega frá upphafi því stjórn þeirra hafi verið galopin fyrir undirróðri flugvallarsinna. Í mars var gerður var samstarfssáttmáli milli Höfuðborgarsamtakanna og Baráttusamtaka eldri borgara um sameiginlegt framboð en upp úr því samstarfi slitnaði í síðustu viku.


mbl.is Segja samstarf innan Baráttusamtakanna hafa gengið brösuglega frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegt myndbandsefni.

 

Hér myndband um andspyrnuna í Írak.

Alveg skelfileg þessar eylífu mannfórnir og eyðileggingar, hatur og grimmd um allan heim.

 

 Hver er til í að commenta og opna umræður hér um þetta myndband og efni þess?

 


Gáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á.

SSvisnagatur

Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.

Þegar ég puða sérhvert sinn,
sjást ei lappir stíga á jörð.
En þegar hvíldar þörf ég finn,
þá munu fætur snerta svörð.

 

Rétt svar barst kl.03.58

Rétt svar er: Hjólbörur 

Rétt svar gaf bloggarinn: Dúa Dásamlega (Sigþrúður Þorfinnsdóttir.)

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

 

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


Athyglisverðar umræður, en ruglingslegar.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag kom meðal annars fram:

Miklar umræður urðu um ályktun um skóla- og fræðslumál á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag, þó einna mest um það hvort taka skyldi fram að í samræmi við grundvallarreglu um að fé fylgi barni skipti engu hvort sá styrkur færi til opinberra aðila, einkaaðila eða til heimilisins sjálfs.

Hér stoppar maður eins ég sem ekki er með betri kvörn en fiskurinn og það bara koma fullt af ???????????????????

 

Síðan kemur einhverskonar útskýring:

Þannig stóð setningin í upphaflegum ályktunardrögum, sem lágu fyrir landsfundinum en í starfshópi um skólamál á fundinum voru heimilin tekin út úr textanum. Á landsfundinum sjálfum kom síðan fram tillaga um að bæta heimilunum inn á ný.

Og hvað svo? hvað þýðir þetta? hvað breyting er gerð með þessu?

Fréttamynd 425972

Og enn meyri útskýring:

Sú skoðun kom m.a. fram á fundinum að með þessu orðalagi væri verið að stuðla að því að konur yrðu bundnar yfir börnum sínum og færu síður út á vinnumarkað. Aðrir sögðu að málið snérist um frelsi einstaklingsins og rétt foreldra til að eiga val til að vera heima með börn sín. Það yrðu óviðkunnanleg skilaboð landsfundar, að slá því föstu, að útilokað væri, að foreldrar geti sinnt börnum sínum yfir hábjartan dag heldur verði þau að vera á stofnunum.

 

 

Næst kom enn meyri heilabrot fyrir fiskakvarnirnar, nú eru þær alveg að brenna yfir:

Einnig kom fram tillaga um að fellt yrði út úr skóla- og fræðslumálaályktuninni, að efla beri leikskólann sem fyrsta skólastig. Kom fram sú skoðun, að með þessu orðalagi væri í raun verið að ýta undir að skólaskyldu í leikskólum. Aðrir báru á móti þessu og sögðu að með þessari setningu væri verið að viðurkenna starf leikskólakennara. Mikill meirihluti fundargesta var andvígur því að setningin væri felld út.

 

 

Og hvað nú? var meiningin að banna einhverjum brjáluðum og snarvitlausum ofsatrúar félögum að fræða íslendinga um sína trú.

Þá var fellt með miklum meirihluta atkvæða tillaga um að bæta í ályktunina, að hvers kyns starfsemi trúfélaga eigi ekkert erindi innan ríkisrekinna skóla.

Og þá spyr ég, voru þetta lykilmálin? voru þetta aðal þjóðfélagsmálin á fundinum?

 

Hvað var ég aftur að tala um? eða er ég að skrifa? eða lesa? jæja sennilega er best að hvíla kvarnirnar ef það þá hefur einhvern tilgang.


mbl.is Miklar umræður um skólamál á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ekki stendur nú á Ingibjörgu Sólrúnu!

Fréttamynd 426051Já og enn er hún ekkert á bakið dottin hún Ingibjörg Sólrún, skellti fram kraftmikilli lokaræðu,,,, og hvað?? segir hún þá aldrei neitt meyr?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í lokaræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar í dag að fundurinn hafa sýnt það hvað það sé mikill karakter og taktur í flokknum þrátt fyrir þann mótbyr sem hann hefði verið í á undanförnum vikum og mánuðum. Sagði hún það sýna mikinn styrk og vera til marks um það að hann sé nú orðinn fullmótaður flokkur jafnaðarmanna.

Hér er greinilega verið að berja þolið inní flokksfélaga, nokkuð sem flokkum er bráðnauðsinlegt að gera, sumum allavega.

 

Ingibjörg Sólrún sagði fundinn jafnframt hafa sýnt það og sannað að flokkurinn geri ekki út á óánægju fólks heldur hlusti á áhyggjur þess og leiti leiða til úrlausnar.

 

 

Svo nú þarf maður ekki neitt lengur að vera að velta sér uppúr því hvað maður á að kjósa, ja eða hvað?


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur þetta verið gert áður?

 

Fréttamynd 425988Hefur Sjálfstæðisflokkurinn einhvern tímann lagt það undir á landsfundi hvort þeir eigi að styðja þjóðir sem eru með stuðningi við ríkisstjórnir, sem hryðjuverkahópar eiga aðild að, eða sem fjármagna hryðjuverkasamtök?

Og það er greinileg andstaða þarna og ekki lítil.

Ætli þetta sé svona í td. Svíþjóð, Noregi, og Danmörku? Styðja td. þessar þjóðir við ríkisstjórnir, sem hryðjuverkahópar eiga aðild að, eða sem fjármagna hryðjuverkasamtök???


mbl.is Tekist á um orðalag í utanríkismálaályktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibörg kann sko með peninga að fara

Rúmlega 63 milljóna króna afgangur.

Segir flokkurinn að sá rekstarafgangur geri meira en standa undir afborgunum flokksins af langtímaskuldum.

Við stofnun Samfylkingarinnar yfirtók hún skuldir þeirra flokka sem stóðu að stofnun hennar upp á rúmar 45 milljónir króna.

Þessar skuldir hafa verið greiddar niður jafnt og þétt samkvæmt áætlun og var staða þeirra rúmar 17 milljónir króna um síðustu áramót.

Segir flokkurinn, að fjárhagsleg staða Samfylkingarinnar hafi því styrkst mikið á undanförnum tveimur árum og aldrei verið betri en nú.

Það væri nú ekkert vitlaust að eyða þessum peningu í að efla fylgið, eða hvað?


mbl.is Afgangur af rekstri Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband