Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Ha, er verið að fara að kjósa á íslandi!

Ég er alveg sammála bæði ungum og öldnum í þessu viðtali, enginn hasar, sáralítið þref og skotin á milli flokka ákaflega máttvana.

Hvar eru ræðu kallarnir og konurnar, sem jafnvel létu sér ekki muna um að halda þrumu ræðu uppá kassa hér og þar og alstaðar?

Hvar er áróðurinn og slagurinn á milli flokka sem telst vera á mörkum þess að vera saknæmur?

Núna bjóða flokkar bara upp á pulsur, kók og blöðrur, einnig í Húsdýragarðinn og ýmsar aðrar skemmtanir sem koma stjórnmálum hreinlega ekkert við. Er það þetta það sem ræður úrslitunum hvaða flokk fólk kýs? það allavega gerir það hjá mörgum, því annars væru flokkarnir ekki í þessu skemmtana brölti.

Flokkar keppast við að troða og stífla alla póstkassa hjá fólki af myndum af þeim sem í kjöri eru og fagurgala lesefni þar sem ekkert er til sparað, hvorki í pappír né pening.

Flokkarnir halda fundina en lítið ber á að einstaklingar flokkanna séu að þenja sig á almanna færi, stjórnmálamenn fara 3 og 4 saman á vinnustaði ef þeir þá standa nokkuð í svoleiðis veseni, eitthvað hefur verið samt um það.

Ég er svo sem ekki alstaðar og hef aldrei verið, og ætla því ekki að alhæfa allt þetta á allt og alla.

Þessi dauflegheit yfir kosningunum gerir það að verkum að ég er steinhissa á hve fáir sem ég tala við eru óákveðnir, flestir virðast vera búnir að ákveða sig, sem ekki er í takt við þessar sveiflur sem skoðanakannanir eru að sýna.

 >Hlusta á frétt<

En sem sagt, ekki kæmi það mér neitt á óvart að einhver segði - Ha, er verið að fara að kjósa? hvenær?


mbl.is Dauf kosningabarátta að mati kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

 

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Loðin ekur lúxus vagni

lukku ungra vekur

Kom gutta einum að góðu gagni

grimma ketti hrekur.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum.


Risessan mikla.

Þessu ætlum við prinsessan mín ekki að missa af eins ég sagði í færslu hér aftar:::: http://partners.blog.is/blog/partners/#entry-201289

Leiðir risessunnar og risans verða í stórum dráttum þessar dagana 11. og 12. maí:

Föstudagur 11. maí:

Kl. 10:30. Risessan vaknar við Hljómskálann og gengur af stað Fríkirkjuveg, Pósthússtræti, Tryggvagötu, Hafnarstræti, Lækjartorg, Skólavörðustíg og upp að Hallgrímskirkju. Þar leggur hún sig um kl. 13.

Kl. 15 heldur hún aftur af stað frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg, upp Laugaveg, Snorrabraut og gengur eftir Sæbrautinni að hafnarbakkanum en þar mun hún leggjast til svefns.

Laugardagur 12. maí:

Kl. 10:30 Risessan vaknar á hafnarbakkanum og fer í sturtu. Hún gengur inn á Ingólfstorg, Aðalstræti, Lækjargötu og Fríkirkjuveg þar sem hún hittir fyrir risann um kl. 11:30.

Kl. 15. Lokagangan hefst frá Lækjartorgi, upp Hverfisgötuna, Snorrabraut, Sæbraut og að hafnarbakkanum þar sem lokaatriðið hefst um kl. 17.

Auk Listahátíðar og frönsku menningarveislunnar Pourquoi Pas? - Franskt vor á Íslandi 2007 er verkefnið unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg. Einnig koma fjölmargar stofnanir og fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins. Um 200 manns koma að sýningu götuleikhússins hér á landi.

Frétt/myndband.

 Ferðaáætlun laugardagsmorgun
 Ferðaáætlun föstudagsmorgun
 Ferðaáætlun föstudagseftirmiðdag
 Ferðaáætlun laugardagseftirmiðdag

 

 


mbl.is Ferðir risessunnar um Reykjavík gefnar upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

 

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Býr mér innan rifja ró,

reiði, hryggð og kæti.

Kurteisin og kári þó

koma mér úr sæti.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum.

 

Spencer Tunick sýnir hér á landi þann 12 maí 2007

Verk Spencer Tunick hafa vakið mikla athygli undanfarin ár. Frá árinu 1992 hefur hann staðið fyrir gjörningum á opinberum vettvangi þar sem hann safnar saman fjölda sjálfboðaliða í einn hóp, raðar nöktum líkömunum þeirra saman og ljósmyndar undir berum himni. Hann hefur ferðast víðsvegar um Bandaríkin, Ástralíu, Suður Ameríku og Evrópu og staðið fyrir slíkum gjörningum. Hvarvetna flykkist fólk að til þess að taka þátt, en þó hefur þetta ekki alltaf gengið vandkvæðalaust fyrir sig því Tunick hefur oftar en ekki verið handtekinn fyrir þessa iðju sína. Hann hefur þó aldrei verið lögsóttur, því fyrirsæturnar taka allar þátt af fúsum og frjálsum vilja. Segir í kynningu um Tunick.

Sjá meira pdf. - Sjá meira - Sjá mera


mbl.is 20 þúsund naktar manneskjur í Mexíkóborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísna gáta dagsins

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

 

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Ferðast er til og farið er frá

farið helst ef að hýtt er

sífelt úr viði og talin smá

skokkað um kring og tínd ber.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


Ellý Ármannsdóttir lang lang flottust.

FréttamyndEllý segist bara ekkert skilja í þessu, en þetta er auðskilið, hún segir sögur af því sem fólk vill hlusta á, segir krassandi sögur af lífi annarra með skemmtilegum stíl, svo er spurning hvers vegna fólk er svona sjúkt í að lesa þessar sögur hennar um einkahagi vina sinna, hvort þessir svokölluðu vinir séu raunverulegir eða ekki skiptir ekki neinu máli finnst mér, og það er bara allt annar handleggur, sem jú alveg er pælandi í. Eins er hægt að velta sér uppúr því hvernig fólk það er sem lifir og hrærist í svona sögum. Allavega, þetta er frábært hjá kasóléttri stelpunni.

 Viðtalið við Ellý

Fréttin:

Ellý Ármannsdóttir, þula í Sjónvarpinu, segir miklar vinsældir bloggsins hennar koma sér mjög á óvart. Hún er langvinsælasti bloggari landsins um þessar mundir, og eru daglegar heimsóknir á bloggsíðuna hennar vel yfir tíu þúsund á dag.

Ellý segist ekki hafa neina sérstaka fyrirmynd að skrifunum, þau séu fyrst og fremst til þess gerð að hafa gaman að þeim.


mbl.is Ellý segist hissa á hvað bloggið hennar er vinsælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarlagið.

 Gott ef aðalröddin er ekki Magnús Stefáns.

Framsóknar söngurinn

Er þetta ekki í anda skátalaganna?


Hvað nú? hvað á ég nú að kjósa?

Nú er sá flokkur hættur við að bjóða fram í kosningunum eftir aðeins eina viku, það var búið að telja mér trú um að eina vitið væri að kjósa Baráttusamtökin og var ég bara alveg að kaupa þá ráðleggingu "vina" minna.

Svo kemur þessi frétt eins og skrattinn úr sauðalæknum, hvað er eiginlega í gangi? Hvað gera vinir mínir nú?

Fimmtudaginn 3. maí, 2007 - Innlendar fréttir Baráttusamtök hætt við framboð

BARÁTTUSAMTÖK aldraðra og öryrkja eru hætt við að bjóða sig fram fyrir alþingiskosningar, sem fara fram eftir rúma viku. Þetta staðfesti María Óskarsdóttir, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær.

Gamla forsíðanBARÁTTUSAMTÖK aldraðra og öryrkja eru hætt við að bjóða sig fram fyrir alþingiskosningar, sem fara fram eftir rúma viku.

Þetta staðfesti María Óskarsdóttir, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær. María situr í efsta sæti framboðslista samtakanna í Norðausturkjördæmi en Baráttusamtökin skiluðu aðeins lista til yfirkjörstjórnar í því kjördæmi í tæka tíð. Hún segir meginástæðuna fyrir ákvörðuninni vera fjárskort.

Arndís Óskarsdóttir, formaður Baráttusamtaka aldraðra og öryrkja, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að það sé mun meira en vonbrigði að samtökin hafi ekki getað boðið fram á landsvísu, listar hafi verið fullmannaðir.

Hún telur að gróflega hafi verið brotið á samtökunum, meðal annars af fulltrúum yfirkjörstjórnar sem að hennar sögn gáfu ekki samtökunum nauðsynlegar upplýsingar.

"Mér finnst líka ansi einkennilegt að yfirkjörstjórn sé öll skipuð sjálfstæðismönnum" segir Arndís sem segir að það væri engu líkara en að fyrirfram hafi verið ákveðið að gera baráttusamtökunum lífið leitt. Þar hafi fjölmiðlar líka spilað stórt hlutverk og segir Arndís suma fjölmiðla varla hafa gefið samtökunum neitt vægi í umfjöllun sinni og nefnir þar Morgunblaðið sérstaklega. Tilv. lokið.

Nú er ég hræddur um að maður verði að bretta upp ermarnar og skoða hvað er næst best, eða hvað?

Þessi ríkistjórn sem hefur verið síðustu kjörtímabilin hefur máské ekki verið alvond, eitthvað hefur hún gert rétt, en þá er það spurningin hvað það er? og hvar hefur henni mistekist?

Nú verð ég bara að finna nýja vini, fá nýjar vísindalegar ráðleggingar, ekki þýðir að taka ákvörðun í svona viðamiklum málum bara eitthvað útí bláinn.

 


Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

 

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Margvís - legur er liturinn,

læst komi óboðinn gestur,

veggina vill svo maðurinn,

vitna um hver er mestur.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

171 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband