Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hefur Helgi eitthvað batnað? eða hef ég batnað?

Ég man þá tíð er Helgi Tómasson var að kenna ballett og var með sýningar hér heima löngu áður en hann tók við ballettinum útí San Francisco, þá töluðum við gárungarnir ekki fallega um hvorki hann né dansinn hans, við vorum hrokfullir gaurar sem vorum miklu betri en ALLIR aðrir, vegur lífsins var sko okkar.

Eitt sinn er ég var skipstjóri á bát sem gerði út frá grindavík vorum við á landleið er einn skipsfélaginn kom á tal við mig og spurði hvort hann fengi ekki að sleppa við að landa þegar í land væri komið.

Við vorum á landstími og nokkrir kallar í brúnni að kjafta saman um sjálfsagt ekki nokkurn skapaðans hlut eins og sjálfsagt oftast, þegar þessi ágæti skipsverji innti mig eftir þessu, ég spurði hann hvað honum lægi eiginlega á, hann svaraði.

Mér og konunni minni langar svo mikið til að sjá BALLETT SÝNINGU með Helga Tómassyni.

Það vað löng þögn í brúnni, ég sagði að það væri ekkert mál og átti alveg gríðalega erfitt með mig, en stóðst það að springa úr hlátri.

Þegar þessi mæti maður (Sigurður) var farinn úr hólnum sprungum við úr hlátri og eftir það var hann kallaður Sigríður.

Ekki hef ég tekið neitt sérstaklega eftir neinum breytingum hjá mér, né Helga, en það eru æði mörg ár síðan ég fór að bera virðingu fyrir þessum snillingi, og virðingin hefur bara aukist með árunum.

 

Og því segi ég: hefur Helgi eitthvað batnað? eða hef ég batnað?

Kannski hef ég bara þroskast, þótt flestir mínir vinir sjálfsagt mótmæla því, og það ábyggilega hástöfum.

 

Frétta viðtalið við Helga Tómsson

Viðtal við Helga Tómasson english

 

Margt og merkilegt er hægt að lesa um Helga erlendis, eins og td.    HÉR    HÉR   HÉR   HÉR   

 

Hér eru svo nokkur ballett vidio frá San Francisco ballettinum.

San Francisco ballettinn undir stjórn Helga Tómassonar sýnir nú á Listahátíð í Reykjavík fimm verk sem Helgi samdi á árunum 2003 til 2006. Helgi hvetur unga dansara til að gefast ekki upp, hann segir að það kosti fórnir að stunda ballett.

Helgi hefur gengt stöðu listræns stjórnanda San Francisco ballettsins frá árinu 1985 en ballettinn er elsti atvinnudansflokkur Bandaríkjanna og mun verður haldið upp á 75 ára afmæli flokksins á næsta ári.

Helgi segist vera ánægður með að fá að koma heim til Íslands með flokkinn sinn til að sýna verkin sín.

Sýningin heitir í höfuðið á danshöfundinum eða „Helgi" og verður hún sýnd alls sjö sinnum í Borgarleikhúsinu.


mbl.is Ballett kostar fórnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Skrögg einn sá ég skurrandi

er skrafar vítt um heima;

át hann mat sinn urrandi,

eins og köttur breima.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


Þetta lýst mér sko barasta alsekki neitt á.

Eins og áður hefur koið fram kom hér undurfögur blómarós frá Samfylkingunni fyrir kosningar og færði MÉR þessa líka sætu rauðu rós, óútspungna, og átti hún að springa út á kosningadag, rósaskrattinn sprakk aldrei út, blómstraði aldrei út, fékk ég alskonar heilla ráð við að hjálpa rósinni í þessum rembingi sínum, en allt kom fyrir ekki.

Eitt má hún eiga, hún tórir enn, en er orðin svo hörmulega vesældarleg að ég bara get ekki haft hana í vasa nema í mestalagið til morguns.

Ég hét því að Samfylkingin fengi 1 til 10 prik hjá mér, eftir því hve vel hún blómstraði, nú er alveg ljóst að þetta verður bara eurovision stigagjöf, hún fær 0.

Fréttamynd 428471Fréttin á Mb.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að ljóst hafi legið fyrir, að Vinstrihreyfingunni-grænu framboði hugnaðist ekki að reyna að mynda vinstristjórn með Framsóknarflokknum. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði að samstarf flokksins og Sjálfstæðisflokks hefði endað á gríðarlegum trúnaðarbresti.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já í Guðana bænum flýtið ykkur að þessu.

Vísindamenn í Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum segja, að erfðavísatilraunir gefa vísbendingu um að hægt sé að örva hárvöxt hjá karlmönnum sem fengið hafa skalla en vísindamönnunum hefur tekist að láta ný hár vaxa á músarhúð.

Fjallað er um tilraun vísindamannanna í tímaritinu Nature. Þar kemur fram, að um 100 þúsund örsmáir hársekkir eru á mannshöfði og til þessa var talið, að ef þessir sekkir skemmdust gætu nýir ekki myndast. Vísindamennirnir komust hins vegar að því, að erfðavísirinn wnt, sem er mikilvægur þegar sár gróa, virðist einnig leika hlutverk í framleiðslu nýrra hársekkja.

Í tilraun vísindamannanna var örsmár hluti af yfirhúð músa fjarlægður. Þetta virtist vekja stofnfrumustarfsemi á svæðinu og þar á meðal mynduðust nýir hársekkir.

Ef komið var í veg fyrir starfsemi wnt erfðavísisins mynduðust ekki nýir hársekkir en ef erfðavísirinn var örvaður mynduðust margir sekkir.

Vísindamennirnir segja, að þessar tilraunir bendi ekki aðeins til þess að hægt sé að lækna skalla heldur hafi þær einnig áhrif á þróun meðhöndlunar sára.


mbl.is Vonir glæðast um að hægt sé að meðhöndla skalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kona er tínd.

Ég setti inn færslu hér á síðunni varðandi Guðríði Björgu Gunnarsdóttur sem lögreglan hefur aulýst eftir.

Í færslunni var einnig getið um að auglýst hafi verið eftir Guðríði áður.

Þessi færsla sem um ræðir fór fyrir brjóstið á fólki og hefur fólk (sumir) eitthvað tekið færsluna öðruvísi en höfundur ætlaði sér, ég virði þær ábendingar sem komu og fjarlægði færsluna.

Ég hefi ekki nokkurn áhuga á að koma illa fram við einn eða neinn, allavega ekki fólk sem mér hefur ekki gert neitt á hlut.

Biðst ég bloggara velvirðingar og Guðrúnu fyrirgefningar ef færslan hefur verið óviðeigandi, sem ég get svo sem alveg verið sammála eftir nánari íhugun.


AFTUR?

Er verið að auglýsa aftur eftir Guðríði?

Fréttamynd 425537Þann 9 apríl var auglýst eftir Guðríði og kom auglýsingin einmitt hér á Mb.:

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 30 ára gamalli konu, Guðríði Björgu Gunnarsdóttur. Guðríður sást síðast laust eftir hádegi 08. apríl sl. við Hafnarbraut í Kópavogi.

Guðríður er þéttvaxin, um 1,70 sm. á hæð með stutt dökkt hár. Hún er klædd  í tvílitan jakka (ljósblár/milliblár), bláar gallabuxur og í brúna uppháa skó.

Ef einhver hefur upplýsingar um ferðir konunnar eða veit hvar hún er, er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Núna 17 maí:

Lögregla lýsir eftir konu

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 30 ára gamalli konu, Guðríði Björgu Gunnarsdóttur. Guðríður er þéttvaxin, um 1.70 sm. á hæð með stutt dökkt hár. Ekki er vitað um klæðaburð. Þeir sem vita um ferðir Guðríðar eftir þriðjudaginn 15. maí eða vita hvar hún er, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

Hér er nú bara eitthvað að, jú eða mikil tilviljun.


mbl.is Lögregla lýsir eftir konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úpppssssss.

Þar fór 20.000 kallinn minn, einn af alveg svakalega fáum.

Aukið umferðareftirlit er hafið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það er gert í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra en næstu mánuði verður lögreglan mjög sýnileg víða á höfuðborgarsvæðinu. Eftirlitið beinist ekki síst að hraðakstri og ógætilegum framúrakstri og jafnframt mun lögreglan kanna ástand ökumanna og einnig verður fylgst með bílbeltanotkun og ýmsum öðrum öryggisbúnaði. Síðast en ekki síst sektar lögreglan grimmt þá ökumenn sem keyra enn um á nagladekkjum.

Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar, sagði í samtali við mbl.is að eftirlitið standi fram á haust og fari fram við þjóðvegi í kringum höfuðborgina og stofnbrautir á svæðinu. En ökumenn þurfa ekki eingöngu að vanda sig enn meir við aksturinn þessa dagana því lögregla höfuðborgarsvæðisins tekur afar hart á notkun nagladekkja í dag og á föstudag og kærir hiklaust alla ökumenn sem keyra um á nagladekkjum.

Samkvæmt sektarreglugerðum ber ökumönnum að greiða 5000 krónur á hvert einasta dekk og því ljóst að betra er að drífa sig á sumardekkin.

 >Myndband<

 


Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Þangað vilja flestir fara
 flík sem ekki hentar mér,
 í búðunum er vinsæl vara
 verkfæri í hendi þér.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

  

  


Þetta er enginn smá bálköstur.

2500 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. sjá Video.

 HÉR     HÉR     HÉR

Kjarreldar loguðu glatt í New Jersey ríki í Bandaríkjunum í dag og neyddust þúsundir íbúa til þess að flýja heimili sín. Kjarreldar hafa gert mörgum lífið erfitt í Bandaríkjunum í þessum mánuði.

Eldurinn breiddist hratt út yfir friðlýst landsvæði í suðurhluta ríkisins í nótt, en það var F-16 orrustuflugvél sem olli eldsvoðanum þegar vélin kastaði út blysi á skraufþurra jörð er hún var við æfingar á svæðinu.

Um 2.500 manns þurftu að flýja heimili sín en um 13.500 ekrur lands sviðnuðu í eldsvoðnaum.


mbl.is Þúsundir flýja eldsvoða í New Jersey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskingjar eða sjúkt fólk hér á ferð.

Það er með endemum hve fólk getur gengið langt í heimskulegum og fíflalegum viðbrögðum í sínum mótmælum á því sem það líkar ekki við.

Það er kannski ekki furða að einhverjir vitleysingar gangi svona berserksgang þegar forustusauðurinn Gunnlaugur Ólafsson sýnir sauðum sínum forsmekkinn af hvernig skal haga sér.

Fréttamynd 428412Skemmdarverk voru unnin á vinnuvélum í Helgafellshverfinu í Mosfellssveit í nótt. Verktakinn telur að skemmdirnar muni tefja framkvæmdirnar í tvo daga. Varmársamtökin sem mótmælt hafa framkvæmdum við tengibraut sem fyrirhuguð er milli Helgafellshverfisins og Vesturlandsvegar fordæma skemmdarverkin og telja að lausn málsins felist í íbúakosningu um málið.

Verktakafyrirtækisins Helgafellsbyggingar hf. hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem skorað er á þá sem frömdu skemmdarverk á vinnuvélum við Álafosskvos í nótt, að gefa sig fram og axla ábyrgð gjörða sinna.

>Fréttamyndband<

 

PDF-skráYfirlýsing frá Helgafellsbyggingum
PDF-skráYfirlýsing frá Varmársamtökunum

mbl.is Skemmdarverk unnin á vinnuvélum í Helgafellshverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 159098

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

218 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband