Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Það getur nú enginn neitað því að Lindsay er svakalega flott stelpa.

Lindsay Lohgan er an nokkurs vafa í hópi eftirsókknustu kvenna í henni ameríku, og jafnvel þótt víðar væri leitað, en kemst ekki með tærnar þar sem íslenskar konur eru með hælana, eru ekki ALLIR sammála því?

En allt er nú breytingum háð, og ekki er nú allt sem sýnist, smelltu á myndir.

Tímaritið Maxim hefur valið leikkonuna Lindsay Lohan „heitustu konu í heimi,“ en fast á hæla henni koma Jessica Alba og Scarlett Johansson. Lindsay er efst á lista tímaritsins yfir „100 heitar,“ sem ritstjórar þess velja á með tilliti til umtals og fegurðar kvenna í kvikmyndum, sjónvarpi, íþróttum og tískuheiminum.

Ritstjóri Maxim, Jimmy Jellinek, segir að engin önnur stjarna í heiminum valdi jafn miklu uppnámi meðal fólks og Lindsay. „Það er fylgst með og sagt frá hverri einustu hreyfingu hennar,“ segir Jellinek.

Lohan var á Bahamaeyjum með nýjum kærasta um síðustu helgi, og Jellinek segir að lesendur Maxim, sem eru ungir karlmenn, séu með hana á heilanum.

Á eftir Scarlett á lista tímaritsins eru Christina Aguilera, Jessica Biel, Ali Larter, Eva Mendes, Rihanna, Eva Longoria, Fergie, Sienna Miller, Angelina Jolie, Beyonce Knowles og Katherine Heigl.


mbl.is Lindsay er „heitust í heimi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur þetta ekki virkað öfugt?

Ég bara spyr, getur þetta heit Sophia Loren ekkii bara virkað þannig að Napoli neiti að komast í úrvalsdeildina?

Ítalska kvikmyndastjarnan Sophia Loren, sem var ein helsta kynbomba kvikmyndanna á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, hefur lofað því að fækka fötum komist knattspyrnuliðið Napoli upp í ítölsku úrvalsdeildina. Það þarf ekki að taka það fram að Loren heldur með liðinu.

„Ég vona að Napoli vinni síðustu leiki sína. Komist liðið upp verður „striptease". Stuðningsmennirnir eru tryggir og eiga góðan árangur skilinn," er haft eftir Loren, sem er 72 ára.

Napoli er nú í 3. sæti í B-deildinni á Ítalíu. Fimm umferðir eru eftir en tvö efstu liðin komast í úrvalsdeildina. Fleiri lið gætu komist þangað í umspili.


mbl.is Sophia Loren lofar að fækka fötum komist Napoli í úrvalsdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinskilni barnanna.

Margt skemmtilegt og merkilegt dettur uppúr börnunum okkar, skemmtilegt og merkilegt vegna hreinskilningslegra spurninga eða svara þeirra.

Hér ætla ég að skrifa það sem dettur uppúr mínum og eða hefur einhvern tíman gert, svona eins og tími gefst til.

Oft eru svona uppákomur kannski eingöngu skemmtilegar fyrir þá sem þekkja eða eiga það barn sem um ræðir hverju sinni, og þó, mér finnst alltaf gaman að heyra svona gullkorn hjá hverjum sem er.

 

 

Ekki hafa kosningarnar farið alveg fram hjá börnunum, það eitt er víst.

Í gær eftir að prinsessan mín var komin úr skólanum var hún að fá sér eitthvað snarl við eldhúsborðið sem hún gerir yfirleitt þegar hún kemur heim, alltaf glorhungruð og borðandi, samt í vextinum eins og pabbi sinn, getum málað ljósastaurana að innan.

Á meðan hún var að borða fletti hún dagblöðum sem lágu í mikilli Óreglu á eldhúsborðinu, síminn hringdi og ég svaraði og voru það kunningja hjón sem fóru til spánar fyrir eitthvað 2 vikum síðan eða svo, þetta varð svolítið spjall og nokkrum sinnum á meðan kallaði prinsessan í mig og var að reina að fá mig til að segja sér af hverjum hinar og þessar myndir í blöðunum væru, því sinnt ég lítið fyrr en að símtalinu loknu.

Þá spyr ég hana hvað myndir hún hafi verið að spyrja mig um, þá sagði daman, æji það skiptir engu, þú hlustar aldrei á mig!

Ha sagði ég, hlusta ég aldrei á þig?

Æi jú, ég nenni bara ekki að fara að finna alla kallana aftur.

Jæja ok sagði ég þá og var ekkert að þrasa við hana um það.

 

Eftir smá þögn sagði prinsessan::

Pabbi þegar ég verð stór ætla ég að merkja við minn staf.

Ég: Merkja við þinn staf? hvar? og af hverju?

Prinsessan: Jú þegar ég verð stór ætla ég að ráða öllu.

Ég: Ráða öllu? ráða hverju? (hún ræður öllu nú þegar, hér alla vega)

Prinsessan: Og þú átta að merkja við minn staf eins og ég ætla að gera.

Ég: Já ok, en hvar og hvaða staf? G? S? eða hvað áttu við?

Og þá kom það.

Jú manstu ekki þegar við fórum um daginn bak við gardínurnar bláu, þá skrifuðum við saman svona X við eitthvað fólk, og þú sagðir að það gerðum við til að velja þá sem við vildum láta "ráða" íslandi, og þegar ég verð stór skrifum við svona X (sýndi það með puttunum) við stafinn minn því að ég ætla að ráða öllu.

 

Og þar með vissi ég þetta allt saman, og þið vitið núna hver mun ráða ÖLLU eftir nokkur ár.


Ég mundi nú rísa upp frá dauðum og hundskamma ættingjana mína.

Það er með endemum og óskiljanlegt fyrir allavega flest fólk að skilja það að ekki EIN EINASTA sála grafist fyrir um mann í heil 6 ár, enginn sem kannar hvort maður sé veikur eða eitthvað.

Getur það verið möguleiki að maður endi svona? ég bara trúi því ekki, hversu leiðinlegur maður hefur verið í lifandi lífi.

 

Fréttin á Mbl.

Sumt kemur skemmtilega á óvart annað ekki. Ljóst er að hið síðarnefnda á við það þegar karlmaður á Norðaustur-Spáni fór inn í nýja heimilið í fyrsta sinn og sá eitthvað sem hann átti ekki alveg von á.

Inni í húsinu var að finna vel varðveitt lík fyrrum eiganda íbúðarinnar.

Gordi Giro hafði keypt íbúðina í Rosas á Costa Brava á uppboði eftir að fyrrum eigandi hennar hafði vanrækt að greiða afborganirnar.

Fram kemur á fréttavef BBC að hann hafi sagt við lögregluna að honum hefði brugðið verulega þegar hann fór inn í íbúðina í fyrsta sinn og sá vel varðveitt lík gamla eigandans, þar sem það sat í sófanum.

Svo virðist sem að Maria Luisa Zamora hafi ekki staðið í skilum á greiðslum þar sem hún lést fyrir sex árum, eða árið 2001.

Lögreglan telur að sjávarseltan í loftinu eigi þátt í því að lík Zamora hafi varðveist svo vel sem raun ber vitni.

Dánarstjóri segir að Zamora hafi látist af náttúrulegum orsökum.

Lögreglan rannsakar nú hinsvegar hvers vegna enginn hafi vitjað hennar eða undrast um hana síðastliðin sex ár.

Lögreglan segir að hvorki börnin hennar í Madrid né fyrrverandi eiginmaður hennar hafi tilkynnt um mannshvarf, en konan var 55 ára gömul.

 

Ja, ég allavega yrði öskureiður og risi upp frá dauðum og mundi sko bruna í ættingjanaog heldur betur hella úr skálum reiði minnar yfir þessa andsk$%&#$%& ættingja, sem halda bara að maður hafi það gott í sófanum heima hjá sér í 6 ár.

 


mbl.is Fann vel varðveitt lík í sófanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísnagáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Spjöld og kili spjöllum um.
Speki, tekin saman.
Einn part –raðar rit- um skrum.
Rétt til flugs fær daman

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

 

 


Yndisleg heimsókn barnanna til dýranna.

Maður fær hlýja strauma er maður horfir á myndbandið af börnunum heimsækja dýrin við raunverulegar aðstæður, þetta er eitt það allra skemmtilegasta sem ungviðin okkar sjá og gera.

Ekki að ástæðalausu sem Húsdýragarðurinn er vinsæll, en þetta er ennþá raunverulegra.

Börnin á leikskólanum Rauðaborg í Árbæjarhverfinu í Reykjavík fóru í morgun í heimsókn á sveitabæ til að fá að kynnast dýrunum í sveitinni. Á Grjóteyri í Kjós er aðstaðan mjög góð enda hafa þau tekið á móti hópum sem þessum síðast liðin fjörtíu ár. Það eru ekki bara dýrin sem heilla, þar er líka að finna ágætt safn gamalla dráttarvéla en í morgun virtust það vera kettlingarnir sem heilluðu hvað mest.

ATH: Mynd frá Grjóteyri, en ekki af þessari heimsókn.

>Myndbandið<



mbl.is Kettlingar, kálfur, krakkar og kiðlingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framleiðslu á þessarar kerru lauk í september síðastliðnum.

Framleiðslu lauk í September í fyrra 2006 á Ford GT bílnum og er ég ekki að selja það ekki dýrara en ég stal því.

Það eru missparneytnir bílar sem taka þátt í árlegru sparaksturskeppni bifreiðaumboðanna í ár. Sá bíll sem vakti mesta athygli er enginn fjölskyldubíll. Það er Ford GT ofurbíll sem er 550 hestöfl og er 3,4 sekúndur að ná 100 km hraða og 6 sekúndur að komast upp í 160 km siglingu.

Held ég að eigandinn verði nú bara ánægður ef svo vell heppnast að hann komist til baka á sama tnaknum.

Ford GT 40

Myndband


mbl.is Keppir í sparakstri á 550 hestafla ofurbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórundarleg bifreiðastelling svo ekki sé meira sagt.

Fréttamynd 428317Bíll valt á Biskupstungnabraut í Árnessýslu nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er talið að ökumaður og annar farþegi hafi slasast minniháttar.

Bíllinn var með kerru í eftirdragi og mun hafa valdið því að bíllinn tók að rása á veginum og endaði ofan í skurði, mjög skemmdur.

Að sögn lögreglu var ekki nægilega vel gengið frá farmi sem var í kerrunni, og vill hún beina þeim tilmælum til fólks að ganga úr skugga um það að réttilega sé gengið frá kerrufarmi þannig að hann sé tryggur áður en lagt sé af stað.

Stórundarleg bifreiðastelling svo ekki sé meira sagt.


mbl.is Bílvelta á Biskupstungnabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kappinn er nú ekkert unglamb lengur.

Ekki þykir mér það neitt undarlegt við það að Silvester Stallone noti vaxtahórmóna þar sem kallinn er nú farinn að eldast og rembist sjálfsagt eins og rjúpan við staurinn að ganga í augun á stelpunum með því að viðhalda sínum flotta líkama.

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Silvester Stallone viðurkenndi fyrir dómi í Ástralíu, að hafa verið með vaxtarhormóna í fórum sínum þegar hann kom til landsins í febrúar. Stallone var stöðvaður á flugvellinum í Sydney eftir að í ljós kom að flöskur með hormóninu Jintropin voru í farangri hans.

Stallone mætti ekki fyrir réttinn í Sydney í morgun en fyrir lá skrifleg játning. Dómur verður kveðinn upp í næstu viku en Stallone, sem er sextugur, á yfir höfði sér sekt.

Kínverska fyrirtækið CeneScience framleiðir Jintropin en virka efnið í því er Somatropin, sem sagt er draga úr líkamsfitu og auka vöðvamassa.

Þetta er svo sem ekkert í fyrsta skiptið sem kappinn er nappaður með eitthvað í þessum dúr, en það er nú önnur saga.


mbl.is Stallone flutti vaxtarhormón til Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú lifna heldur betur við Tinna sögurnar.

Þegar þessir snillingar Steven Spielberg og Peter Jackson verða búnir að setja þessi vinsælu ævintýri í Spielberg búninginn munu Tinnasögurnar endurlífgast svo um munar.

Þeir Steven Spielberg og Peter Jackson hafa ákveðið að taka höndum saman og framleiða þrjár kvikmyndir byggðar á sögunum um teiknimyndahetjuna Tinna. Kvikmyndablaðið Variety segir að Jackson, sem gerði myndirnar um Hringadróttinssögu, hafi þegar gert um 20 mínútna mynd með Tinna.

Belginn George Remi, öðru nafni Hergé, teiknaði og samdi 23 bækur um Tinna á árunum 1929 til 1976. Tinni er ungur blaðamaður sem ferðast um allan heim, þar á meðal til Íslands, ásamt Kolbeini kafteini vini sínum. Bækurnar hafa verið gefnar út hér á landi.

Mér hlakkar til að sjá þessar útfærslur af Tinna ævintýrunum.


mbl.is Spielberg og Jackson boða myndir um Tinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 158984

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

228 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband