Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hvaða líkamspart má bjóða þér?

Nú gengur yfir afhausanir og aflimana alda í Japan og nóg framboð.

Sautján ára gamall japanskur piltur kom inn á lögreglustöð í borginni Aizuwakamatsu, norður af Tókýó, og sagðist hafa orðið móður sinni að bana. Var hann með höfuð móður sinnar meðferðis í íþróttatösku. Lík konunnar fannst síðar á heimili hennar, að sögn japanskra fjölmiðla.

Pilturinn mun hafa sagt lögreglu, að hann hafi verið einn að verki en hann gaf engar sérstakar skýringar á verknaðinum.

Nokkur óhugnanleg morð hafa verið framin í Japan að undanförnu. Í gær fannst mannsfótur á floti í á í miðborg Tókýó. Í janúar var kona handtekin eftir að hún viðurkenndi að hafa myrt eiginmann sinn og sagað líkið sundur og skilið líkamspartana eftir á víð og dreif um Tókýó.

Þessi gæi hefur nú eitthvað átt bágt.

Skildi vera stutt í að ástandið verður svona á íslandinu saklausa.


mbl.is Kom inn á lögreglustöð með höfuð móður sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stimplaður glæpamaður á leið á íslandsmið.

Enn eina ferðina er einn af þekktustu glæpamönnum heims á íslandsmið.

Sjálfumglaður Paul Watson er hryðjuverkamaður sem hefur alla tíð þráð að vera í sviðsljósinu, var hér áður fyrr búinn að reyna margar aðferðir til þess þar hann fann Sea Shepherd leiðina.

Það er ekki nokkur vafi á að margt gott hafa þessi samtök látið leiða af sér, en það er ekki afsökun fyrir hryðjuverkum, sem Sea Shepherd er í dag.

Samtökin voru stofnuð af Paul Watson og fleirum úr umhverfissamtökunum Greenpeace þar sem þeim þóttu aðferðir Greenpeace ekki nógu róttækar.

Paul Watson er hryðjuverkamaður sem sem hefur komið íslenskum mannslífum í bráða hættu, að árið 1986 var tveimur hvalbátum sökkt af Paul Watson og samstafsfólki hans í Sea Shepherd-náttúruverndarsamtökunum.

Sea Shepherd samtökin hafa mörg mannslíf á samviskunni og alveg með eindæmum að þessi samtök skuli enn vera til.

Í liði með Paul Watson er allskonar líður, hann er þekktur fyrir að sanka að sér óþjóða liði sem hefur skrautlegar sakaskrár, þótt ekki ætla ég að stimpla þar alla sem einhverskonar glæpamenn.

Þótt ég hafi hug á að við íslendingar sem og aðrar þjóðir förum varlega í veiðun hvalanna tel ég ábyrgðaleysi hjá okkur að veiða ekki hvalinn, hvort sem er til manneldis hérlendis eða til sölu erlendis, í hófi og undir eftirliti að sjálfsögðu.

Íslendingar hafa frá alda öðli stundað hvalveiðar líkt og þorskveiðar með hléum þó, elstu heimildir um hvalveiðar eru frá 1651. Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunnar er ástand hvalveiðstofna við Ísland almennt gott og talið er að hvalirnir skipti þúsundum. Mikil hætta er fólgin í því að láta hvalastofna stækka hömlulaust en það er talið hafa neikvæð áhrif á fiskistofna og hefur mikil áhrif á möguleika Íslands til fiskveiða.

Samtökin Sea Shepherd/Greenpeace hafa ítrekað verið sökuð um að stunda umhverfishryðjuverk og hæla sér meðal annars af því að hafa sökkt tíu hvalveiðiskipum frá 1979. Þeirra á meðal eru íslensku hvalveiðiskipin Hvalur 6 og Hvalur 7 sem samtökin söktu í Reykjavíkurhöfn árið 1986. Þess vegna var Watson fangelsaður þegar hann kom til Íslands árið 1988 og í kjölfarið vísað úr landi.

Hleypum þessum vitleysingi alsekki inn fyrir íslensku lögsöguna, og ef þeir gera það þá er það fangelsismál, það er á hreinu.

Íslenskir dómstólar hafa nú þegar dæmt Paul Watson, og má hann aldrei stíga á íslenska grundu, það er bara ekki nóg.

Náum Watson sjálfum, læsum hann inni og fleygjum lyklunum, ekki vísa úr landi eins og síðast.


mbl.is Skip Sea Shepherd leggur af stað áleiðis til Íslands í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísnagáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Treður túnið slétta,

tvo ber fætur létta,

magur á munni gekk,

lúðist lítt við þetta,

leið fór jafnan rétta,

fylgd þá góða fékk.

Leysi úr lýðir enn,

hann lítið drakk í senn,

mannlaus einga fæðu fann,

ferilinn röktu menn.

Sporin urðu að orðum,

alt svo stóð í skorðum.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


Nei nú er nóg komið

París Hilton í síðasta mánuði.<br><em>Reuters</em>Það bara gengur ekki að refsa grei manneskjunni, sem meyra að segja heimsækir pabba sinn á sjúkrahús, og refsa henni fyrir einhver fáráðanleg lagabrot, sem eru bara fyrir almúgann, svo lifir hún þar að auki eins og nunna um þessar mundir í því skyni að komast hjá því að þurfa að fara í fangelsi.

Það hljóta allir að sjá það að manneskjan á ekki skilið að vera dæmd bara eins og hver annar elmenningur, ekki sýst í ljósi þess að hún heimsótti pabba sinn.

Hefur hún sagt vinum sínum að hún sé hætt að drekka og fara í partí, og klæðist nú látlausum fötum sem þekja mun meira en þau efnislitlu sem hún hefur hingað til klæðst.

Þá hefur hún hegðað sér eins og góð stúlka og farið og heimsótt föður sinn á sjúkrahús.

Vinur dægurdrottningarinnar tjáði breska blaðinu The Sun: „Lögfræðingar Parísar sögðu henni að hún yrði að lifa eins og nunna. Þeir leggja hart að henni að hætta að hegða sér eins og óþekktarormur og sýna á sér Hér gefur að líta mynd af venjulegum fangaklefa í Century Regional fangelsinu í Lynwood, sem er úthverfi Los Angeles, sem búast má við að Hilton muni dvelja í þegar hún hefur afplánun. <br><em>AP</em>hógværari hlið.“

París var dæmd í 45 daga fangelsisvist fyrir að rjúfa skilorð. Lögfræðingar hennar hafa áfrýjað dómnum og ætla að fá refsivistina stytta.

Til að svo megi verða þarf París að sýna dómaranum auðmýkt og að hún geti tekið tillit til annarra. Vinur hennar segir að hún þurfi einnig að vera með fjölskyldunni og taka upp heilbrigðari lífsstíl.

París á að mæta til afplánunar í Century-kvennafangelsið í Los Angeles 5. júní. Fregnir herma að hún sé farin að læra sjálfsvörn ef ske kynni að áfrýjuninni verði synjað og hún þurfi að sitja inni, en fangar í fangelsinu munu hafa hótað að láta hana fá fyrir ferðina.

Já ég mótmæli þessari meðferð á París hástöfum, vill bara að við íslendingar setjum á stað undirskriftar lista, já eða bara að byðja afmælisbarnið að gera eitthvað í málunum.


mbl.is París Hilton „lifir eins og nunna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki orð meira um: Britney Spears, Paris Hilton og Lindsay, Tom Cruise, Katie Holmes, Federline, Nicole Richie, Önnu Nicole Smith

Britney, Paris og Lindsay mega fara að hvíla sig að mati bandarísku þjóðarinnar. Í nýrri könnun komast þær allar á lista yfir þær stjörnur sem fjölmiðlar ytra veita of mikla, og óverðskuldaða, athygli.
 
 Það er fyrirtækið E-Poll Marketing sem hefur tekið saman listann, sem er byggður á viðamikilli skoðanakönnun. Það þarf vart að undrast að poppprinsessan Britney Spears trónar á toppnum, en 72 prósent svarenda töldu hana hafa hlotið allt of mikla fjölmiðlaathygli miðað við afrek. Enda getur klipping, þó um snoðun sé að ræða, hárkollu- og brjóstahaldaraval varla talist til mikilla afreka. Fyrrverandi eiginmaður Spears kemur sterkur inn í þriðja sætið, en á milli þeirra hjúa er hin margumrædda Paris Hilton, sem 68 prósent telja hljóta of mikla fjölmiðlaathygli.
 
 Tom Cruise fylgir fast á hæla Federline, en nýjar fréttir og bölspár af hjónabandi hans og Katie Holmes virðast berast á fimm mínútna fresti. 48 prósent svarenda töldu Lindsay Lohan fá allt of mikla umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum, en stúlkan sú á heiðurinn af hverri fyrirsögninni á fætur annarri. Nicole Richie toppar Lohan þó með fjögurra prósenta mun.
 
 Lestina á topp-tíu listanum reka hinn merkilegi Michael Jackson, Donald Trump hinn hárprúði, ruðningsstjarnan Terrell Owens og Howard K. Stern, syrgjandi ástmaður Önnu Nicole Smith.   Fréttablaðið, 14. maí. 2007 10:00

Hvað kom fyrir Eirík Hauksson?

http://www.mafia-pc.unas.cz/mafia.jpgEurovision er svo sannarlega umdeild íþróttagrein.

Eftir keppnina lýsti kappinn því yfir að um klíkuskap væri að ræða og að mafían stjórnaði þessu, þegar fréttamaður benti honum á að þetta væru alvarleg fullyrðing sagðist hann standa fyrir því.

 

Var Eiríkur tekinn á beinið eða hvað?

 

Nú segir hann: menn ekki mega gerast of gagnrýna á keppnina.

 

Eiríkur segir menn ekki mega gerast of gagnrýna á keppnina, tónlistin sé það sem skipti öllu máli.

 

Hann vildi þó gjarnan leggja niður sms-kosningu í keppninni og taka upp gamla stigagjafarfyrirkomulagið, að dómnefnd í hverju landi gefi lögunum stig. Ekki mætti gera lítið úr tónlist ríkjanna sem komust áfram, mikið væri af góðri tónlist frá austanverðri Evrópu. Ísland hafnaði í 13. sæti í undankeppninni, hlaut 77 stig. 14 stigum munaði að Eiríkur kæmist í úrslit.

Aftenposten segir mikið hafa verið rætt um það í Helsinki seinustu daga að níu af þeim tíu löndum sem komust áfram í forkeppninni skyldu vera frá Austur-Evrópu.

 

Varla hefur Mafían náð að múta okkar manni.

 

Serbia zwyciężyła w konkursie Eurowizja 2007

 


mbl.is Vill ekki skipta Evrópu í tvennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skildi það kosta að tryggja alla píuna?

America Ferrera, sem fer með hlutverk Ljótu Betty í samnefndum sjónvarpsþáttum, hefur tryggt í sér framtennurnar fyrir sem svarar 640 milljónir króna hjá Lloyds í London. Það er reyndar tannvöruframleiðandi, sem leikkonan er í samstarfi við, sem greiðir iðgjaldið, að því er BBC greinir frá.

Ferrera, sem er 23 ára, kveðst ákaflega upp með sér af því að brosið sitt skuli vera tryggt. Talsmaður Lloyds segir fyrirtækið hafa 300 ára reynslu af óvenjulegum tryggingum, og má þar nefna fingurna á Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, og fótleggina á Marlene Dietrich.


mbl.is Bros „Ljótu Betty“ tryggt fyrir 640 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann fékk þó að liggja í friði kall anginn.

Maður fannst látinn í rúmi sínu þar sem rotnandi lík hans hafði legið undanfarin sjö ár, að því er lögreglan í Essen í Þýskalandi greindi frá í síðustu viku.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið 59 ára og atvinnulaus er hann lést, að öllum líkindum 30. nóvember 2000, en þann dag hafði honum borist bréf frá almannatryggingum, er fannst í íbúð hans.

Við hlið líksins fannst sígarettupakki og opið sjónvarpsdagskrárblað, ásamt nokkrum þýskum mörkum, en þau féllu úr gildi þegar evran var tekin upp árið 2002.

Íbúð mannsins er í byggingu sem hýsir skrifstofur og íbúðir, sem margar standa nú auðar.

„Það saknaði hans enginn. Hvarf hans var aldrei tilkynnt,“ sagði lögreglan.

Allt getur nú skeð útí hinum stóra heimi.


mbl.is „Það saknaði hans enginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísnagáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Búið er þessu býli á.
Besta traustið er hann.
Allir vilja hann ólmir fá.
Öllu færri bera hann.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


Það er skítalikt af þessari keppni og við eigum ekki að koma nálægt þessu meir . basta.

Fréttamynd 428045Serbneska söngkonan Marija Serifovic vann Eurovision söngvakeppnina með yfirburðum í kvöld. Hvíta-Rússland var í öðru sæti og Tyrkir í þriðja sæti. Íslendingar gáfu Finnum 12 stig, Svíum 10. stig og Ungverjum 8 stig. Eiríkur Hauksson hafnaði í 13. sæti í undankeppninni með 77 stig og varð Ísland efst af Norðurlöndunum í undankeppninni. 14 stigum munaði að Eiríkur kæmist í úrslit.

Serbar fengu 376 stig, Hvíta-Rússland 297 stig, Tyrkland 207 stig, Úkraína 195 stig og Rússland 138.

Í undankeppninni fengu Íslendingar 46 stig frá hinum Norðurlöndunum, þar af 12 stig frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og 10 stig frá Danmörku.


mbl.is Serbía vann Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 159098

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

218 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband