Heimsþekktur og vinsæll íslendingur hérlendis og enn vinsælli erlendis.

Í færslu þann 25 apríl sagði ég að stelpan væri afar eftirsóttur skemmtikraftur, og var þar frétt af henni í Saturday Night Live.

Fyrirsögn færslunnar er French and Saunders grínast með Björk. og er hér á næstu síðu. Þar er hægt að sjá þáttinn og eins að hlusta á nokkur lög. Björk í Saturday Night Live á YouTube

 

Það er óhætt að segja að Björk Guðmundsdóttir sé virkilega heimsþekktur og vinsæll íslendingur erlendis, og ekki vafi að landkynning mikil er hún.

 

Fréttin hér á Mbl.:

Bandaríska dagblaðið The New York Times birtir í dag ítarlegt viðtal við söngkonuna Björk Guðmundsdóttur í tilefni nýútkominnar plötu hennar Volta. Greinarhöfundur ræðir við Björk um plötuna, sem er sú fyrsta sem hún sendir frá sér í þrjú ár.

Í viðtalinu er einnig farið yfir feril Bjarkar og minnst er á svanakjólinn fræga.

Björk mun halda þrenna tónleika í New York á næstunni. Á miðvikudaginn mun hún leika í Radio City Music Hall. Á laugardag mun hún halda tónleika í United Palace Theater og þriðjudaginn þar á eftir verður hún með tónleika í the Apollo Theater.

Hér er svo viðtalið sjálft.

 

 


mbl.is Björk í ítarlegu viðtali í The New York Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

 

-

 

Gáta dagsins er svohljóðandi:

.

Blökk og svört uppbirtir mart,

búin er þessi gáta,

sín hún rífur systkin hart,

svo þau undan láta.

 

-

 

Rétt svar barst við gátu dagsinn kl.12.50

Rétt svar er: Þjöl

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


Viðbjóðslegur skeppnuskapur.

Ég hélt nú að maður missti aldrei af því sem er ógeðslegt, viðbjóðslegt, mannvonsku, dýramisþyrmingum og öðru álíka misbjóðandi viðburðum og eða fréttum, en þessi hefur alveg farið fram hjá mér þar til nú.

Hvað er í gangi eiginlega? Er búið að stinga mannskrattanum inn? vonandi.

Kompás 29/4 07


Kaninn sniðugur.

Nú eru Bandríkjamenn farnir, það er að segja herinn, en þeir tryggðu það með samningum að við vernduðum svæði fyrir þá, bara sísvona ef svo skildi vera að þeim langaði að kíkja í heimsókn, og ekki nóg með það, heldur eigum við að passa "þeirra" svæði eins og önnur leikföng Bandaríkjamanna.

Hvernig er það eiginlega, er Kaninn ekki búinn að spila með rassinn okkar úr buxunum okkar.

Hvað kemur upp úr sarpinum næst?  Hver samdi? Um hvað? Til hvers?

Viðtalið við Erling Erlingsson sendiráðsritara í utanríkisráðuneytinu.


mbl.is Öryggissvæðið að verða tilbúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni var bara barn.

Ég man þegar Bjarni tók við þessi fjármála braski eins margir kölluðu þetta á sínum tíma, mér fannst Bjarni vera bara krakki á þessum tíma, fyrir ekki meyr aen tíu árum eða svo. Ekki leið á löngu þangað til almenningu sá að þarna var jú barn á ferð, en þetta var hreinlega undrabarn, og það hefur Bjarni sýnt allar götur síðan, prúður með endemum og kurteis.

Ég hef trú á að Lárus Welding sé mjög verðugur að þessu starfi og á ekki von á öðru en að þessu batteríi verði áfram vel stýrt.

Frétta mynndbandið


mbl.is Lárus tekur við af Bjarna sem forstjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúir einhver því að fátæktinni verði eytt á næsta kjörtímabili?

Við þessa frétt á Mbl. er nákvæmlega eingu að bæta, bara ein spurning. Trúir því einhver að henni (fátæktinni) verði eytt á næsta kjörtímabili?

Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi

„Það er krafa dagsins að fátækt verði útrýmt í einu ríkasta landi veraldar," segir í ávarpi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, Bandalags háskólamanna, Kennarasambands Íslands og Iðnnemasambands Íslands í tilefni af baráttudegi verkamanna, 1. maí.

Í ávarpinu segir, að á tímum aukins misréttis og vaxandi ójafnaðar í tekjuskiptingu þjóðarinnar sé mikilvægt að launafólk snúi bökum saman til að bæta kjör launafólks og vinna að því að útrýma fátækt í landinu. Yfir 5000 börn á Íslandi lifi undir fátæktarmörkum og bilið milli ofurlaunamanna og þeirra sem lifa á almennum launakjörum breikkar stöðugt. Þeir sem hafi lifibrauð sitt af fjármagnstekjum búa við allt aðra skattlagningu en almennt launafólk. Þetta misrétti í launa- og skattamálum verði að uppræta.

Þá þurfi að gera stórátak í að bæta kjör aldraðra og öryrkja og mikilvægt sé, að draga úr tekjutengingu bóta.

Baráttufundir í tilefni dagsins verða um allt land. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi kl. 13 en gangan leggur af stað kl. 13:30 niður Laugaveg á Ingólfstorg þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Þar mun Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, m.a. flytja ávarp.

 

Ávarp í tilefni af 1. maí

Dagskrá Einingar-Iðju á Akureyri 

 

 

 


mbl.is Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu gráta börnin.

Einkennileg trú þetta.

.

Að sjálfsögðu gráta börnin, gráta af hræðslu hjá þessum ferlíkjum.

.

En á hvorri myndinni heldur þú að barnið gráti hærra og sé óttaslegnara?

 

Þessari mynd?

Fréttamynd 427128

 

 

Eða þessari?

Submit your best caption for this picture!

 


mbl.is Keppt í grátstöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælis og sumarhátíð Einstakra Barna sem haldin var í Íþróttahúsi Gerplu í gær.

Í gær fórum við Guðbjörg Sól á afmælis og sumarhátíð Einstakra Barna sem haldin var í Íþróttahúsi Gerplu.

Þetta var alveg mögnuð skemmtun, ábyggilega hafa verið þarna hátt í eða yfir 300 manns.

Þarna var margt fyrir börnin, svo sem hoppukastalar, andlitsmálanir skemmtikraftar, hljómlistar fólk, happadrætti, grillaðar pylsur og risa afmælisterta vegna 10 ára afmælisins.

Sif Friðleifsdóttir flutti stutt ávarp, lofaði þetta þarfa félag sem Einstök Börn er.

Börn og fullorðnir nutu sín alveg með eindæmum og börnin hreinlega misstu sig í að leika sér í hoppuköstulunum og svo dýnum og dóti íþrótta hússins Gerplu.

Ekki er að ástæðalausu sem félagið ber nafn sitt, það er á hreinu.

 

> Sjámyndir <


Ekki á íslendinga logið.

Fréttamynd 427063Það er sama hvar komið er við útí hinum stóra heimi, alstaðar skulu íslendingar vera í fremstu röð.

Afar ánægjulegt að Garðar Thor skuli ná að vera í fyrsta sætinu á breska listanum, og flotta að komast í ITV, sem er frábær auglýsing og kynning.

 

Sjá og hlusta á myndabandið á ITV


mbl.is Plata Garðars Thors enn í efsta sæti á klassíska listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr heyr og meir meir.

Hér tek ég undir hvert atriði, og vona ég að hvað flokkur sem kemst að verði með þessi atrið á sinni stefnuskrá.

Ég hef nú ekki mikinn skilning á flokki sem ekki ætlar að taka á þessum málum, og vill ég trúa því að sá flokkur sem kemst að taki á þessum málum sem Samfylkingin er að gefa út að hún muni gera, td.:

 

Að gripa til aðgerða til að eyða biðlistum á BUGL og Greiningastöð ríkisins og að veitt verði bráðaþjónusta allan sólarhringinn fyrir börn með geðraskanir og aldraða.

 

Að eyða biðlista þeirra sem eru í brýnni þörf.

 

ÞAð er náttúrulega alveg forkastanlegt að 276 börn séu á biðlista Greiningarstöðvar ríkisins. Þau bíða greiningar á þroskafrávikum þannig að leikskólar, skólar eða aðrir stuðningsaðilar geti hafið viðeigandi meðferð. Sum barnanna hafa beðið allt að þrjú ár eftir greiningu. Það sér hver maður að þetta er óviðunandi, mikilvægustu þroskaárin líða án þess að börnin fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda eða rétta meðferð. Samfylkingin mun sjá til þess að þegar í stað verði gerðir samningar við Greiningastöð ríkisins um að ljúka þessum biðlista og um leið koma á framtíðarfyrirkomulagi til að fyrirbyggja að þeir hlaðist upp aftur.

 

Hvaða flokkur býður sig fram núna sem ekki ætlar að taka á þessum málu? Mér er spurn?


mbl.is Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

 

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:.

 

Allir vilja eiga mig

og að mér henda gaman,

niður við mig setja sig,

og sýna mig þá að framan.

-

Rétt svar barst við gátu dagsinn kl.12.50

Rétt svar er: Spil

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


Er þetta nú ekki kvikindis skapur?

Karl greyinu er puðrað bara eitthvað út í geim, og Drottin hefur ekki nokkur tök á að hafa hald á sálu hans né samferða félagögum hans.

Og eins og hann sé nú ekki búin að þvælast nóg um geyminn, löngu orðið tímabært að hann fái að hvílast bara í kyrrð og ró, niður á 7 fetunum.

Svo er þetta bara orðið eins og einhverskonar úrgangs losunar aðferð, þessu er bara skotið burtu í kippum, núna losuðu þeir sig við 20 úrganga, hvernig er það eiginlega, ef ekki er pláss fyrir þá dauðu, og hvað svo, verður þá pláss fyrir mig?  lifandi

Nei ég bara svona að velta þessu fyrir mér, er ekkert mikið veikari í dag en í gær, enda var ég svona líka í gær.

Vel tókst til þegar ösku leikarans James Doohan, sem er betur þekktur sem Scotty í Star Trek, var skotið út í geim frá skotpalli í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum í dag. Aðdáendur leikarans fjölmenntu og fögnuðu ákaft þegar ljóst var að „Scotty“ var kominn út í geim. Ekkja leikarans, Wende, fylgdist með því þegar Doohan lagði í sína síðustu langferð.

Aska um 200 annarra manna, þar á meðal geimfarans Gordons Coopers, var einnig send út í geim með eldflauginni en fyrirtækið Space Services Inc. skipulagði þessa óvenjulegu útför. Geimfluginu hafði verið frestað ítrekað af ýmsum ástæðum en SpaceLoft XL eldflaugin lagði loks af stað í dag frá skotpalli nálægt bænum Hatch.

Fréttamynd 427039

Þegar eldflaugin var komin í um 110 km hæð yfir jörðu losnaði hylki, sem innihélt öskuna, frá eldflauginni og lenti í um 50 km fjarlægð frá skotstaðnum. Ættingjar og vinir hinna látnu gátu síðan sótt öskuna þangað.

Doohan lést árið 2005, 85 ára að aldri en hann hafði þjáðst af Alzheimersjúkdómi. Hann hóf leik í feril sinn í útvarpi og sjónvarpsþáttum áður en hann sló í gegn sem vélstjórinn Scotty í Star Trek-sjónvarpsþáttunum. Persóna Doohans var þekktust fyrir að bregðast við fyrirskipunum frá áhöfn geimskipsins Enterprice: Beam me up, Scotty.

Doohan fæddist í Kanada og hafði mikla reynslu af leik í útvarpi og á sviði þegar hann fór árið 1966 í áheyrnarpróf fyrir nýja geimþætti, sem NBC sjónvarpsstöðin ætlaði að hefja framleiðslu á. Doohan fór með línurnar sínar með mismunandi hreimi. Framleiðendurnir spurði hann hvaða hreimur honum þætti heppilegastur. „Ég taldi að röddin með skoska hreiminum væri valdsmannslegust," rifjaði Doohan upp síðar. „Svo ég sagði þeim að ef þessi persóna ætti að vera vélstjóri þyrfti hún að vera Skoti."

Þeir sem vilja njóta þjónustu Space Services þurfa að greiða jafnvirði 35 þúsund krónur fyrir að láta senda gramm af ösku út í geim með þessum hætti. Frá og með árinu 2009 ætlar fyrirtækið að bjóða upp á að senda ösku út fyrir gufuhvolfið og sú þjónusta verður öllu dýrari.


mbl.is Scotty skotið út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísna gáta dagsins

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

 

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:.

 

Einn er dreingur endalaus,

er í hörðum skóla;

hvorki fótur finnst né haus

á fögrum þessum dóla.

-

Rétt svar barst við dagsinn kl.09.59

Rétt svar er: Hringur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


Jón Ásgeir fékk sér íbúðar kytru fyrir 1.550 milljónir króna.

650 fermetra auka íbúð til að sofa í, svona í fríum + 120 fm. svalir. Jón Ásgeir og Ingibjörg fengu þetta líka á slikk, eða á 1.55 milljarð ísl.

Á Mbl. er sagt frá að Bandaríska stórblaðið fjallar í dag um fasteignakaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur á Manhattan í New York en blaðið New York Post hefur einnig fjallað um málið. NYT segir að íbúðin sem þau Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi keypt við Gramercy Park sé ein sú dýrasta, sem seld hafi verið á Manhattan fyrir neðan 42. stræti en kaupverðið var yfir 24 milljónir dala, jafnvirði nærri 1,55 milljarða króna.

Blaðið segir að opinber skjöl sýni að Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi í janúar greitt rúmlega 10 milljónir dala fyrir íbúð á 16. hæð í húsinu 50 Gramercy Park North, nýju fjölbýlishúsi. Þau Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi verið svo ánægð með íbúðina og þjónustuna sem veitt er í byggingunni, að þau keyptu einnig þakhæðina fyrir ofan fyrir 14 milljónir dala. Þar af þurftu þau að greiða öðrum íbúðareiganda 4 milljónir dala fyrir forkaupsrétt sem hann átti að íbúðinni.

Samtals er um að ræða 650 fermetra á þremur hæðum auk verandar og tveggja stórra svala sem hvorar eru um 120 fermetrar að stærð.

NYT segir, að þótt álíka margir búi á Manhattan neðan Gramercy Park og á Íslandi muni Jón Ásgeir væntanlega kunna að meta kyrrðina í hverfinu, einkum í ljósi þeirra umbrota sem verið hafi í kringum hann á Íslandi undanfarin misseri.

Mér finnst þetta hið besta mál fyrst þau gátu skrapað fyrir þessu greyin, einhversstaðar verða þau líka að sofa þegar þau skreppa til New York.

 

EKKI allt búið.

 


mbl.is Fjallað um fasteignakaup Jóns Ásgeirs í New York Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill einhver sofa hjá Lindsay Lohan

 
MYND/Getty Images
Lindsay Lohan djammar vegna einmannaleika

Leikkonan Lindsay Lohan, sem hefur mikið verið gagnrýnd undanfarið fyrir að vera úti á lífinu eftir að hún fór í meðferð, segir að hún djammi af því að hún sé einmanna. Þetta segir leikkonan í viðtali við Nylon tímaritið.

,,Þótt það sé erfitt að sleppa því að fara út á lífið í L.A., þá verður líka mjög einmannalegt að vera heima. Mér finnst einmannalegt að vera leikkona og ég vil aldrei vera ein. Ég þoli ekki að sofa ein."
Vísir, 28. apr. 2007 15:56

Oft er sagt að það sé einmanalegt að búa á toppnum, en ég hélt nú að vinafjöldi hennar væri að kaffæra hana, þeir hafa kannski yfirgefið yngismeyna eftir að hún hætt að drekka blessunin.

 


Þetta gæti orðið dýrt spaug.

MYND/Atli


Spaugstofan kvaddi í bili með olíubaði og látum

„Það er alltaf með ákveðinni tregablandinni ánægju sem maður fer í frí," segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar.
Síðasti þáttur hinna dáðu Spaugstofumanna var sýndur í kvöld á Ríkissjónvarpinu.
Samningar Spaugstofunnar og Ríkissjónvarpsins ohf. eru lausir. Þórhallur Gunnarsson er yfirmaður innlends dagskrárefnis og við hann er að eiga hvað varðar framhaldið. Svo er að skilja á Pálma að Spaugstofumenn hafi á því áhuga að halda sínu striki.

 
þórhallur gunnarsson

Og Þórhallur segir að menn hendi ekki af dagskrá svo hæglega þætti sem hefur að jafnaði yfir fimmtíu prósenta áhorf.
„Samningar standa yfir og þeim verður vonandi lokið í næstu viku. Þá kemur í ljós hvað verður," segir Þórhallur og á þar af leiðandi erfitt með að upplýsa nákvæmlega hver niðurstaðan verður. Segir þó að verið sé að semja um mögulegar breytingar á þættinum og náist samningar þar um má búast við Spaugstofumönnum á skjánum næsta vetur en þá í breyttri mynd.

Aðspurður hvort ekki sé um óheyrilega dýrt efni að ræða þar sem hinir rándýru skemmtikraftar að sunnan eru segir Þórhallur það afstætt.
„Hver mínúta í sjónvarpi er dýr. Hvort sem það er Spaugstofan eða aðrir. Og leggja verður allt til grundvallar. Þú getur verið með ódýrara efni sem gæti svo reynst þér talsvert dýrara þegar upp er staðið," segir Þórhallur.
Pálmi segir þáttinn í kvöld verða á léttu nótunum. Kemur kannski ekki á óvart en líkt og meðfylgjandi mynd ber með sér þá eru þeir með puttann á púlsinum og bregða sér í olíubað.

Fréttablaðið, 28. apr. 2007

 

Mbl frétt 28/4 2007

NFS með 23,6% áhorf

Samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun Gallup um sjónvarpsáhorf er uppsafnað áhorf á RÚV 92,7% í vikunni sem könnunin fór fram í mars sl. Áhorf á Stöð 2 reyndist vera 74,3% og áhorf á Skjá 1 64,4%. Sirkus mældist með 35,1% áhorf. Uppsafnað áhorf á NFS, sem er með í fyrsta skipti í Gallup fjölmiðlakönnun reyndist vera 23,6%.

Vinsælasti þátturinn í sjónvarpi er Spaugstofan en alls horfðu 50,6% þjóðarinnar á þáttinn á RÚV. 39,4% horfðu á fréttir Sjónvarpsins, 37,3% á Gettu betur og 33,4% á Kastljós.

Á Stöð 2 reyndust flestir horfa á Idol Stjörnuleit eða 37,5%, 31,5% fylgdust með úrslitum í Idolinu og 27,2% horfðu á fréttir.

Á Sirkus horfðu 10,9% á American Idol sem var vinsælasti þátturinn á þeirri stöð en á Skjá 1 var það CSI með 19,3% áhorf. Kvöldfréttir voru vinsælastar á NFS með 6,1% áhorf.

Mér sýnist því að það verði Ríkissjónvarpinu dýrt spaug að missa spaugið.


mbl.is NFS með 23,6% áhorf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sönn saga úr daglega lífinu

Kona ein í fryggðarhug dembdi á spúsa sinn ástleitnum augum, setti stút á munninn og hóf þvínæst upp raust sína: „Elskan mín, eigum við ekki að borða úti til hátíðarbrigða?“ Spúsinn kenndi góðan hug kvinnu sinnar og tók lofsamlega undir orð hennar, hrósaði henni fyrir ráðvendni og hugmyndaauðgi og gaut augunum flóttalega að ósnertu hádegisuppvaskinu. Karlinn valhoppaði að símanum, lauk greip sinni um tólið og fletti í gulu síðunum með fingurgómum lausu handarinnar. „Langar þig í ítalskt, dúllan mín?“ kallaði hann að kvinnu sinni, sem sat og reimaði á sig skóna. „Mér er alveg sama“ hrópaði hún til baka og herti á lykkjunni um leið. „Nei, fáum okkur eitthvað sterkt.“ sagði karl, mestmegnis við sjálfan sig og síaði út símanúmer hins útvalda veitingastaðar með áræðnum glyrnunum. Hann hringdi. Hann pantaði borð.

Alla leiðina á veitingastaðinn voru skötuhjúin í ógnargóðu skapi. Hún söng hástöfum með lögunum í útvarpinu. Hann trommaði undir á stýrið.

Þau renndu upp að veitingastaðnum í hálfrökkri og voru svo heppin að fá strax stæði. Vonarbirta ljómaði út um glugga vertshússins. Maðurinn bauð maninu arminn og saman leiddust þau inn um anddyrið.

Brosin stirðnuðu á andlitum þeirra. Greiðasalan var í óreiðu. Glysklæddir þjónar hlupu ráðvilltir fram og aftur. Enginn veitti hjónakornunum minnstu athygli. Á strjálum borðum sat feitt fólk, með enn feitari börn, og graðgaði í sig eldpipraðan og fitugljáðan matinn. Við barinn sat einmana boldungs barfluga og sötraði af glasi. Barþjónninn stóð álengdar og pússaði glös.

Til að bæta gráu ofan í svart ruddist framhjá þeim svartklæddur hópur uppskafinna skoffína sem samstundis dró að sér athygli þjónanna. Svartstakkarnir voru sestir og komnir úr jökkum og kápum og enn gaf enginn unga parinu gaum. Spúsinn sá sitt óvænna, þandi út brjóstið og greip um olnboga svitastorkins og bólugrafins þjónsræfils. Hann heimtaði borð af honum með þjósti. Þjónninn tvísté örvinglaður nokkra stund en teymdi loks parið að lágstemmdu borði sem hvíldi í skugga feitvöxnu barflugunnar. Angan af ilmsteinum barst frá salerninu sem lónaði nokkra faðma í burtu. Unga parið settist og þjónninn skottaðist eftir matseðlum. Fituhlassið snéri þykkum hnakkanum til að líta á þau og hálffellingafalið bros opinberaði skort á framtönn. Með erfiðismunum snéri hún höfðinu aftur til baka, sökk ögn dýpra á barstólinn og lágvært söturhljóð ómaði um veitingastaðinn.

Kiðfættur kom þjónninn til baka með matseðlana. Hann rétti manninum annan seðilinn og með hörkudrætti í andlitinu handlangaði maðurinn seðilinn til konu sinnar og þreif hinn úr höndum þjónsins. Þjónninn gerði sig líklegan til að flögra á braut en maðurinn sagði skipandi: „Bíddu.“ Þjónninn þjappaði niður fótunum. „Við ætlum að fá kjúklingavængi. Í forrétt. Og bjór. Eitt glas af bjór og eitt af dæetkók.“ Þjónninn meðtók skipunina og gerði sig líklegan til að taka matseðilinn aftur. Maðurinn sleppti ekki takinu og einblíndi á aðalréttalistann. Þjónninn læddist á braut.

Ró færðist yfir unga parið. Kliður frá feitum, smjattandi börnum og lágvært sorlhljóð frá barnum myndaði ögn rómantíska umgjörð. Þau horfðust í augu og töluðu í hálfum hljóðum um lélega afgreiðslu og krefjandi aðalréttaval. Þau voru einmitt að byrja að ræða enn á ný um vanhæfni þjónsins, þegar hann kom skoppandi með ilmandi kjúklingavængi á fati. Þau litu upp og í sömu mund heyrðist marr í barstól fiskiflugunnar. Sex augu störðu á kryddaðan matinn á bakkanum. Tvö þeirra litu undan og héldu áfram að rangeygjast ofan í glas.

Þjónninn gekk á braut með skrifblokkina ögn þyngri af grafíti og blýantinn sem því nam léttari. Parið gæddi sér á vængjunum. Vel hirtar tennurnar slitu í sundur vöðvavef og sinar og skófu grunn för í beinpíplur fuglsins. Þau rifu hverja kámuga kjöttæjuna af annari af festingum sínum og svolgruðu niður með ísköldum veigunum. Notaleg kennd hríslaðist um líkama þeirra. Þeim fipaðist hvorki við að akfeitur krakki í þverröndóttum bol rúllaði framhjá þeim inn á klósettið né að barflugan slengdi rasskinnunum á barstólinn til skiptis með tilheyrandi braki. Hún var byrjuð að merjast undan eigin þunga.

Sæl hölluðu þau sér aftur á bak í sætunum og ýttu diskunum frá sér með þófum lófa sinna. Á diskunum lágu kjöttætt, hálfnöguð bein. Þjónninn kom glaðlegur askvaðandi enda greindust sinnaskiptin á þeim úr órafjarlægð. „Aðalrétturinn er á leiðinni.“ upplýsti hann þau brosandi. Þau brostu til baka.

Þjónninn gekk glaðsinna af stað með tæjur mannsins, konan ákvað að naga sínar ögn betur. Þau horfðust í augu. Skyndilega kvað við brestur mikill þegar barflugan setti allan sinn þunga á hægri rasskinnina og hallaði sér pískrandi í átt að þjóninum: „Pssssst!“ Þjónninn nam staðar og leit í augu flugunnar. „Hérna, þessi bein sem þú ert með...“ sagði hún ögn drafandi röddu. „...hérna, hvað ætlarðu að gera við þau? Ég meina. Má ég kannski fá þau? Til trúariðkana sko.“

Þjónninn var sem steinrunninn. Hann hagræddi takinu á diskinum og leit örsnöggt í átt að borði elskendanna. Honum mætti hrein forundran á formi augnaráðs. Það virtist kveikja í honum ljós og í flýti veitti hann fituskassinu afsvar og hraðaði sér í burtu.

Hægt og rólega runnu sjónir hjúanna upp skvapholda kvenmanninn þar sem hún hlunkaðist með brosgrettu neðan af stólnum. Átökin gerðu hana móða. Hún gekk vaggandi að borði þeirra og leit ekki af hálfnöguðum beinastúfum konunnar. Hún var komin þétt uppað þeim. Þung remma barst úr vitum hennar og henni var þungt um andardrátt. „Sæl, vinan.“ Orðin bergmáluðu úr digrum barka hennar. „Ég sé að þú ert með kjúklingabein. Viltu nú ekki leyfa mér að eiga þau? Ég nota þau til trúariðkunar.“ Hún brosti svo að ekki skein í tennurnar sem hana vantaði.

Unga konan sat lömuð með hálfnagað bein á milli tveggja fingra. Lystin var þorrin. Hún sleppti beininu og mjakaði diskinum í att til hlussunnar. Brosandi fór flykkið einbeittum höndum um diskinn og stóð upp aftur með lófana fulla af hræi kjúklingsins. Án þess að nefna orð af vörum hljóp hún eins hratt og stubbarnir báru hana inn á salernið. Unga fólkið horfði á eftir henni.

Þjónninn kom með aðalréttina. Horfði glaður á auðan barstólinn og skildi ekkert í fálæti hjónanna. Undrandi tók hann tóman forréttadiskinn og gekk í burtu. Parið sat lengi vel án þess að yrða. Loks áræddu þau að handleika amboðin og kroppa í aðalréttinn. Í sömu svifum sveiflaðist upp salernishurðin og út kom ferlíkið sjálft, enn með beinin í hendinni en óræðan ánægjusvip á smettinu. Barflugan flögraði sem leið lá framhjá borði þeirra án þess að svo mikið sem að líta á þau. Ungu konunni varð ómótt. Á andliti skassins sá hún greinilega fitubrákina og úr öðru munnvikinu lafði kjúklingasin. Í lófanum bar hún gljáfægð og uppnöguð beinin.

Hin rómantíska máltíð tók þar með bráðan enda.

Fyrir margt löngu var þessi saga birt á barnalandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband