Laugardagur, 28. apríl 2007
Vísnagáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:.
Einginn hjálmur
í undaskúrum
jafnast við mig,
ég er tilbyrgður,
eingin sprúnga
eða rifa
á mér finnst,
því óhultur reynist.
-
Rétt svar barst við gátu dagsinn kl.16.35
Rétt svar er: Fingurbjörg
Rétt svar gaf: Davíð Geirsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.
Bækur | Breytt 1.5.2007 kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 28. apríl 2007
Skemmtileg gáta.
-
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.
Bækur | Breytt 1.5.2007 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 28. apríl 2007
63 módelið af Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso á 1 milljón dollara!
Það gerir $100.000 fyrir hvert ár sem kappinn ók bílnum og sleit.
Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso árgerð 1963, sem einu sinni var í eigu leikarans Steve McQueen, verðu seldur á uppboði hjá Christie´s í New York í ágúst. Er jafnvel búist við að rúm ein milljón dollara verði greidd fyrir gripinn.
Uppboðshúsið sýndi bílinn í dag. Hann er brúnn að lit með drapplitri leðurklæðningu. McQueen var bílasafnari og sérpantaði þennan Ferrari 1963 og átti hann í um tíu ár. Talsmaður Christie´s sagði að líklega væri þetta besta eintak sem væri á markaðnum af Ferrari Lusso.
Þetta hafi verið fyrsti Ferrari-bíllinn sem McQueen eignaðist, og hafi hann notað bílinn dags daglega, en ekki í neinni kvikmynd. Núverandi eigandi bílsins keypti hann 1997 og lét endurgera hann í upphaflegri mynd, en sú vinna tók samtals um 4.000 stundir.
En ekki neitar maður því að þessa kerru væri gaman að eiga.
Og hver vill svo ekki eiga svona drossíu þótt gömul sé?
Ferrari sem var í eigu Steve McQueen seldur á uppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt 30.4.2007 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Nú spretta upp rómantískar fréttir af fjölda heimsókn hvalanna til íslands.
En hver er ástæðan fyrir þessum fjölda hér við strendur núna?
Hverjum eigum við að þakka þessa virðulegu heimsókn þessara keppinauta.
Í fréttinni segir að gríðarlega er mikið af hval á Steingrímsfirði þessa stundina og segir á fréttavefnum Strandir.is, að engu sé líkara en að hnúfubakurinn hafi ákveðið að slá skjaldborg um hrefnurnar á firðinum. Hrefnuveiðiskipið Dröfn lónar um fjörðinn í leit að hrefnu og allt í kringum skipið má sjá sporðakast fjölmargra hnúfubaka. Dröfn fékk fyrstu hrefnuna á vertíðinni á Steingrímsfirði í morgun.
Strandir.is segir, að undanfarnar vikur hafi verið mikið um hvali á Steingrímsfirði og lofar .það góðu fyrir verkefnið WOW! sem unnið hefur verið að undanfarið ár. Verkefnið gengur út á náttúruskoðun og hvalaskoðun úr landi.
Aðstandendum verkefnisins var nokkuð brugðið þegar fréttist af hrefnuveiðum á firðinum í morgun en héldu ró sinni þar sem Hafrannsóknastofnun vissi ekki um fyrirætlanirnar þeirra. Haft er eftir talsmanni Hafrannsóknastofnunar, að stofnunin reyni að forðast að veiða hvali á hvalaskoðunarsvæðum líkt og á Skjálfanda og öðrum ákveðnum svæðum við landið.
Eitthvað bloggaði ég um hvalinn í morgun og er fyrirsögnin á færslunni: Nú gleðjast landsmenn, og ég tala nú ekki um náttúrverndarsinnar.
Hnúfubakar slá skjaldborg um hrefnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 30.4.2007 kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Tryggvi hefur ekki skýringu, en það hef ég.
Tryggvi hefur ekki skýringu, en það hef ég að ég held, ástæðan er bara hvað íslendingar hafa það rosalega gott, það sem Tryggvi segir í viðtalinu undirstrikar það bara eins og svo margt annað.
Það verður ábyggilega kátt á Sögu á sunnudaginn, hefi ég trú á að slegist verði um verk Nínu, Jóhannesar og Ásgrím, þótt verðið verði einhver 6 til 8 millur.
Í fréttinni segir að eitthundrað og fimmtíu listmunir verða boðnir upp á listmunauppboði Gallerís Foldar sem fram fer á sunnudaginn. Um er að ræða verk eftir marga af merkustu listamönnum þjóðarinnar, t.a.m. Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson og Nínu Tryggvadóttur. Þá verður einnig hægt að bjóða í verk eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol.
Tryggvi P. Friðriksson, listmunasali og annar eigandi Gallerís Foldar, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins finna fyrir mikilli uppsveiflu í sölu á málverkum. Fólk vilji hafa falleg og skemmtileg listaverk í kringum sig. Aðspurður segir hann marga vera reiðubúna til þess að greiða háar fjárhæðir fyrir verkin.
Sem dæmi má nefna eru dýrustu verkin á listmunauppboðinu metin á 5 til 6 milljónir kr. Þau ódýrustu eru aftur á móti metin á 5 til 10 þúsund kr.
Tryggvi segir að vel hafi gengið að fá verk á uppboðið en erfiðlega hafi gengið að fá það sem hann kallar afbragðsverk.
Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga meðal fólks á uppboðinu bæði hér á Íslandi sem og erlendis, og eru margir farnir að nýta sér netið til þess að kaupa verkin. Aðallega er þá um íslenska kaupendur að ræða að sögn Tryggva.
Listmunauppboðið hefst kl. 18:45 á sunnudag og fer fram í Súlnasal Hótel Sögu.
Hægt er að kynna sér verkin nánar á vef Gallerís Foldar auk þess sem það er hægt að líta þar við í dag og á morgun.
Sjá viðtal við Tryggva P. Friðriksson.
Verk meistaranna á listmunauppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 30.4.2007 kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Hver er þessi Björk?
Eitthvað finnst mér vanta í þessa frétt,,,,,,jú það er að sjáfsögðu, hver er þessi Björk?
Það er oft með endemum hverig fréttir og pistlar eru stundum settir í prent, sundum eins og höfundur hafi ekki haft nokkurn tíma til að klára fréttina eða pistilinn, eins og í þessu tilfelli, getur einhver sagt mér hvernig ég á sjá útúr fréttinni hver þessi Björk er?
Fréttin:
Skapstóra Anna sigurvegari á Ítalíu
Teiknimyndin Anna og skapsveiflurnar vann til verðlauna á alþjóðlegu teiknimyndahátíðinni Cartoons on the Bay á Ítalíu á dögunum. Verðlaunin, sem nefnast Pulcinella, fékk Anna í flokki sjónvarpsmynda.
Að sögn Hilmars Sigurðssonar, hjá Caoz, sem gerir myndina, voru upphaflega sendar 162 myndir inn í keppnina. Af þeim voru svo 40 tilnefndar í 8 flokkum. Anna má því vel við una þrátt fyrir glímuna við erfiða skapgerð.
Það er Björk sem ljáir Önnu rödd sína en sagan er eftir Sjón.
hver þessi Björk er?
Skapstóra Anna sigurvegari á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 30.4.2007 kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Nú gleðjast landsmenn, og ég tala nú ekki um náttúrverndarsinnar.
Það er yndislega gaman að fylgjast með þessum skepnum og hef ég gert mikið af því undanfarin 35 ár eða svo, gallinn er bara sá að ef maður var að stunda sjómennskuna á minni bátum, það er að segja ábátum sem voru að sækja á svokölluð heima mið þá var alveg eins gott að sitja heima, því fiskur hvarf af öllum blettum sem maður var að leggja net eða línu.
Eftir að hvalir, sem í þá daga voru ekki eins mikið af vill ég meina, voru við land eða inn á fjörðum gat maður hiklaust bókað að síli, loðna og álíka fæða hyrfi á örfáum dögum, ekki veit ég hvað varð um þorskinn og ýsuna við þessar hvala heimsóknir, en eitt er víst að sílið og loðnuna át hvalurinn upp til agna.
Ég eins og svo margir hafa margoft fengið hvali í veiðarfæri og það er alveg hægt að sjá þar í hverju hvalurinn hefur verið hverju sinni.
Þetta eru fallegar skepnur og synd að það sé barátta vegna of lítils framboðs af fiski milli td. sjómannsins, fuglalífsins og hvalsins um fiskinn við íslands strendur.
Hvalablástur og sporðaköst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 30.4.2007 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Vísnagáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:.
Aptur og fram það fer
svo furðu lítt á ber,
mörgum er það missir sár,
meðan óspilt er
hressíng gefur góða,
geingur á milli þjóða
-
-
Rétt svar barst við gátu dagsinn kl.16.54
Rétt svar er: Mannorð
Rétt svar gaf: Davíð Geirsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.
Bækur | Breytt 1.5.2007 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Konur sem eyðileggja börnin sín.
Ég vara að fletta sjónvarpsrásunum áðan og staldraði við á sjónvarpstöðinni Omega, sem ekki er nú neitt frásögu færandi nema að það hitist þannig á þar var ungur maður sigurður Júlíusson að tala um hjónabönd, hjónabands slit og hvað það gerði börnum illt, sem jú allir vita.
Hann pretikaði þetta aftur og aftur með útskýringum inn á milli hversu slæmt þetta væri, og endurtók mikið það sem snéri að börnunum.
Ég tek undir hvert orð sem þessi Sigurður sagði, á meðan ég hlýddi á hann, en svo varð "greyinu" á er hann sagði: Hvernig haldi þið að þetta farið með börnin þegar móðirin er með hinum og þessum karlmönnum, einn daginn með þessum og annan dag með hinu, þetta er til, eina vikuna með þessum manni og aðra komin með allt annan. Ha hvernig haldi þið að börnum líð? Hvernig haldi þið að þetta fari með börnin? og hvernig haldi þið að þau verði?
Ég er ekki í nokkrum vafa að drengurinn meinti vel og hvert orð sem hann sagði var "rétt", NEMA að hann tók KONUNA sér fyrir.
En þá spyr ég: Er pabbinn alltaf saklaus? EÐA ERU KANNSKI EKKI TIL EINSTÆÐIR PABBAR?
Hvað kallast þetta?
Sjónvarp | Breytt 28.4.2007 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Blablabablabla.
Ég skil - þetta er mikill harmleikur - ég skil og ég skil- EN VIÐ VERÐUM AÐ HALDA ÍRAK STRÍÐINU ÁFRAM.
Fréttin á Mbl.:
McCain segir Íraksstríðið mikinn harmleik
Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain, sem berst fyrir útnefningu sem forsetaframbjóðandi repúblíkana, sagði í dag að Íraksstríðið væri mikill harmleikur, en gagnrýndi jafnframt harkalega samþykkt öldungadeildarinnar um að hefja skuli brottflutning bandarískra hermanna frá Írak 1. október.
Ég geri mér grein fyrir hve langt þolinmæli bandarísku þjóðarinnar nær. Ég fylgist með skoðanakönnunum. Ég skammast mín ekki fyrir að segja það. Ég skil örvæntinguna og sorgina sem bandaríska þjóðin finnur til vegna þessa stríðs. Það er mikill harmleikur, sagði McCain á kosningafundi í Suður-Karólínu, en hann tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni í öldungadeildinni í dag.
Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp er gerir ráð fyrir tímasetningu á brottflutning hermanna frá Írak, en George W. Bush forseti hefur ítrekað sagt að hann muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum.
Ef við hverfum frá Írak skapast óreiða og þar verður framið þjóðarmorð, og þeir munu elta okkur hingað heim, sagði McCain, og bætti við að stríðið gegn al-Qaeda væri barátta góðs og ills.
Svo flettum við upp stjörnukorta bókinni, og hvað kemur íljós?
Ekki lýgur stjörnukortið og ekki lýst mér á.
McCain segir Íraksstríðið mikinn harmleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.4.2007 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Borgarleikhúsið byrjar sýningu Krónikur.
Þetta á eftir að verða umdeilt verk spái ég.
Það er kannski ekkert merkilegt við þessa leiksýningu, nema hvað að efnið sem notast skal í leikverkið skal vera sori og neikvæni að mestu, safnað er úr umdeildri bók Durrenger.
Um sýninguna Sýningin Krónikur dags og nætur er byggð á bók Durringer "Les chroniques des jours entiers et des nuits entières" sem inniheldur fjölmarga stutta prósatexta og samtöl. Verkefni leikstjóra og þýðenda var að finna 26 texta héðan og þaðan úr bókinni og mynda þannig eina heild sem sýnir glöggt viðfangsefni höfundar; firringu, ofbeldi og tilgang eða tilgangsleysi í mannlegum samskiptum sem og um lífið, ástina sem við dreymum um, og dauðann að lokum. Tilgangur verksins er um leið að fólk til að spyrja sig spurninga, réttu spurninganna en ekki endilega svara þeim. Textarnir eru lítil brot, lítil sár, raddir sem leysast hægt upp og eru eins konar bros í felum fyrir ofbeldi.
Sýningin er samstarfsverkefni menningarhátíðarinnar Franskt vor á Íslandi "Pourquoi pas?" og Háskóla Íslands.
Hvernig væri að búa til leikverk sem ætlað er fólki til að spyrja sig jákvæðra spurninga
Hvar eru leiksýningar eins og Love Story og álíka leikverk? er bara ást og fagrar tilfinningar óspennandi efni og úrelt hjá nútíma fólki, ekki gott mál ef svo er.
ATH: Mynd valin af vefnum af bloggara.
Bækur | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Vantaði okkur samninga við friði? gegn friði? með friði?
Ekki er þetta varnasamningur við og á stríðstímum, ef ófriður og stríð brýst út erum við með samning við Bandaríkjamenn sem eiga að "tryggja" okkar varnir.
Og hvað ku svo þetta kosta okkur?
Forsætisráðherra segir varnir Íslands tryggðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Seinni gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Seinni gáta dagsins er svohljóðandi:.
Augnadapur, eyrnalaus,
einn á bergi risi stóð,
gaur nefjaður með gildan haus,
grimt hann lamdi risa þjóð.
Rétt svar barst við síðari gátu dagsinn kl.21.04
Rétt svar er: Steðji
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt 1.5.2007 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Ekki spurning, þetta verður vinsælasti borgarstjórinn í áratugi.
Kappinn lét sko hvorki rok né rigningu aftra sér við að kynna málefnið í verki.
Sjá einnig: Afmæliskveðja til borgarstjóra Reykjavíkur. í færslu neðar.
Vorhreinsun í Reykjavík hefst um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Af hverju hefur allt verið svona erfitt hjá Ingibjörgu Sólrúnu?
Ég hef oft velt fyrir mér hvað skeði, hvað gerði það að verkum að þessi leiðtogi sem var á hvínandi siglingu upp vinsældastigann hrapaði eins hratt niður vinsældarlistann og raunin ber vitni.
Hvað skeði? hver er ástæðan? hverjar eru ástæðurnar?
Ég var svo að lesa stjörnuspá Ingibjargar Sólrúnar þegar ég rakst á grein sem ég vill tileinka Gunnlaugi Péturssyni stjörnuspekingi og þar þykist ég sjá mörg svörin við vangaveltum mínum.
Ég hefur töluvert verið að hugsa um Ingibjörgu Sólrúnu undanfarið. Um feril hennar og þá stöðu sem hún er í um þessar mundir. Samfylkingin sem á að vera 30-40% flokkur er einungis að mælast með rúm 20% í skoðanakönnunum. Hvernig stendur á því að þessi fyrrum vinsæli og óumdeildi foringi á við slíkan mótbyr að stríða?
Ástæðurnar fyrir þessu eru nokkrar. Ingibjörg gerði mistök þegar hún yfirgaf borgarstjórastólinn. Tímasetningin var ekki rétt, ári eftir kosningar. Hún hefði átt að sitja út kjörtímabilið, hætta árið 2006, taka sér eins árs frí frá stjórnmálum og koma sem sigurvegari og 'frelsari' inní kosningabaráttuna 2007.
Það að fara burt í óþökk margra samstarfsmanna og veltast síðan um sem óbreyttur borgarfulltrúi og varaþingmaður og fara að lokum í stríð við Össur um formannsstólinn, allt þetta veikti stöðu hennar og um leið 'áru' hennar sem hins mikla stjórnmálaleiðtoga. Basl undanfarinna ára hefur dregið hana niður í 'svað' hins venjulega stjórnmálamanns.
Þetta er einungis hluti skýringarinnar, því margir hafa virt þá ákvörðun hennar að segja skilið við borgarstjórastólinn á þann hátt sem hún gerði. Fleira kemur til.
Tíminn og tíðarandinn skiptir máli í því sambandi. Ingibjörg Sólrún var forystumaður Kvennalistans á síðari hluta síðustu aldar. Hún var ótvíræður leiðtogi vinstri manna í borginni í kringum aldamótin. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Umræðan í þjóðfélaginu og þau mál sem brenna á þjóðinni hafa færst yfir á nýjar áherslur. Þessar nýju áherslur hafa sameinað vinstri menn undir nýju flaggi ef svo má að orði komast.
Stóriðjustefnan og náttúruverndin. Þetta eru mál sem brenna á mörgum. Ingibjörg er ekki leiðtogi í þessu máli. Aðrir hafa tekið upp þann sprota, fyrst og fremst Vinstri græn og nú síðast Íslandshreyfing Ómars Ragnarssonar.
Peningamálin. Auður, hagsæld, ójafnvægi í tekjuskiptingu, ímynduð eða raunveruleg. Hávaxtastefna og efnahagsstjórn. Þetta er annað mál sem miklu skiptir þegar horft er til landsstjórnar. Þar er Ingibjörg ekki leiðtogi. Sem fyrrverandi borgarstjóri hefur hún ágæta stjórnunarreynslu, en sem menntaður sagnfræðingur og kvenréttindabaráttumaður hefur hún ekkert umfram aðra þegar kemur að stjórn efnahagsmála.
Það má því með nokkrum rétti segja að málefni tíðarinnar hafi færst frá Ingibjörgu yfir á aðra. Hún fær ekki meira fylgi einfaldlega vegna þess að aðrir hafa tekið við kyndlum baráttunnar. Aðrir hafa farið þangað sem baráttan er hörðust. Þeir sem hafa barist á vígvelli náttúrunnar og peningamálanna, þeirra er fylgið. Tíminn bíður ekki eftir foringjanum. Foringinn verður að vera í fararbroddi. Annars verðskuldar hann ekki fylgi.
Að lokum vil ég beina athyglinni að persónuleika Ingibjargar. Mér finnst Ingibjörg Sólrún ekki hafa góða ímynd í fjölmiðlum þessa dagana. Hún er of hörð, köld og stíf. Í málrómi hennar birtist of oft skrækur og stríður ómur sem ekki er aðlaðandi. Það vantar mýkt og húmor í ásjóna hennar. Ef Ingibjörg ætlar sér að verða móðir þjóðarinnar, þjóðar sem er stöðugt að verða sjálfstæðari, hugrakkari og kraftmeiri í orðum og æði, þá þarf hún að gera sér grein fyrir því að slík þjóð vill milda móður, ekki grimma og stranga. Fátæk og einhæf þjóðfélög sækja sér oft harða leiðtoga. Auðug fjölmenningarþjóðfélög þurfa víðari faðm.
Ingibjörg var sterkust þegar Davíð Oddsson var á hátindi ferils síns. Bæði kunna þá list að fyrirlíta andstæðinga sína og brjóta þá niður með nokkrum meitluðum og kaldhæðnislegum orðum.
Spurningin er sú hvort hið nýja, frjálsa og auðuga Ísland vilji slíkt? Viljum við sterka leiðtogann eða fagmanninn?
Ég tel að þarna sé komið að einum kjarna málsins. Hið nýja Ísland hæfra fagmanna og sérfræðinga dáist ekki að leiðtoga sem lítillækkar andstæðinga sína, það dáist að Geir H. Haarde sem hefur lært til forsætisráðherra. Málefnalegir fagmenn njóta vaxandi virðingar.
Ekki má skilja við Ingibjörgu með því að horfa einungis á yfirborðið og tala um kalda ímynd. Hvað með vitsmuni og máltjáning?
Vinir Ingibjargar segja hana afburðagáfaða. Ég held að engin ástæða sé til að efast um það. En spyrja má þá, hvernig eru þessar gáfur að skila sér til kjósenda?
Ef sest er niður og hlustað á það sem Ingibjörg segir þá er augljóst að hún hefur sett sig vel inní flest öll mál. Og hún skoðar allar hliðar hvers máls. Ingibjörg er enginn George W. Bush sem átti eitt sinn að hafa sagt eitthvað á þá leið að í huga hans væru engin grá svæði.
Menn segja Bush heimskann, en staðreyndin er sú að hann kann að 'skera glerið'. Þegar hann talar þá vitum við hvað hann er að segja. Með öðrum orðum, í hinum hávaðasama nútíma þarf leiðtoginn að kunna þá list að láta rödd sína heyrast. Það gerir hann með því að orða boðskap sinn á meitlaðan hátt.
Ingibjörg Sólrún með áherslu sína á samræðustjórnmál hefur ekki náð tökum á þessu. Þegar hún fjallar um ákveðin málefni þá er hún gjörn á að ræða um það svarta, gráa, hvíta og allt þar á milli. Fréttamenn þurfa oft að ítreka spurningar sínar til að fá afgerandi, skiljanleg og meitluð svör.
Þarna er kannski kominn helsti veikleiki Ingibjargar Sólrúnar sem stjórnmálamanns. Hún er of klár, of mikill pælari. Við þessir venjulegu og lötu kjósendur, lötu í þeirri merkingu að við nennum ekki að kryfja til botns stefnumál 6 flokka og 100 frambjóðenda, við þurfum að fá meitluð og skýr skilaboð. Skattar verða ekki hækkaðir. Ekkert verður virkjað næstu 5 árin (íbúalýðræði breytir þar engu), verðtrygging verður afnumin, ellilífeyrir hækkaður o.s.frv.
Margir kjósendur skilja Ingibjörgu ekki nógu vel, vita ekki hvað hún er virkilega að meina og vita því ekki hvar þeir hafa hana.
Tilv. lokið
Hér er komið inn á það helsta sem ég tel að hafi "eyðilagt" feril og vinsældir Ingibjargar Sólrúnar, og meti svo hver fyrir sig, hve mikið er til í þessu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Afmæliskveðja til borgarstjóra Reykjavíkur.
Ég vil óska borgarstjóra Reykjavíkur til hamingju með afmælið sitt í dag þótt ekki sé Reykvíkingur.
Vilhjálmur er fæddur 26. apríl 1946 í Reykjavík.
Nokkuð er skrautleg saga Vilhjálms og auðséð að maðurinn hefur ekki setið auðum höndum:
Eiginkona Vilhjálms er Anna J. Johnsen
Menntun:
1966 Verslunarskólapróf
1968 Stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands
1974 Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands
Starfsferill:
Borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
1978-1984 Framkvæmdastjóri Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið
1974-1978 Framkvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
1971-1973 Framkvæmdastjóri SUS
Trúnaðarstörf:
1964-1966 Varaformaður AFS
1969-1970 Í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og ritstjóri Vökublaðsins
1972-1973 Í stjórn Orators, félags laganema, og ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema
1979-1980 Formaður Stúdentafélags Reykjavíkur
1971-1973 Í Stúdentaráði HÍ
1965-1967 Í stjórn Heimdallar, FUS
1971-1977 Í stjórn SUS, þar af varaformaður 1973-1977
1973-1977 Skólastjóri Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins
1977-1981 Formaður skólanefndar Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins
Í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík frá 1978-1990
Frá 1969 Í flokksráði Sjálfstæðisflokksins
1978-1982 Í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins
Frá 1984 Í stjórn SÁÁ
Frá 1992 Formaður málanefndar Sjálfstæðisflokksins um sveitarstjórnar- og byggðamál.
Trúnaðarstörf fyrir Reykjavíkurborg:
Frá 1982 Borgarfulltrúi
Frá 1986 Borgarráðsfulltrúi
Frá 1986 Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar af formaður frá 1990
1982-1994 Skipulagsnefnd, formaður
1982-1994 Stjórn sjúkrastofnana í Reykjavík, varaformaður
1982-1986 Heilbrigðisráð Reykjavíkur
1986-1994 Hafnarstjórn
1986-1994 Byggingarnefnd aldraðra
1982-1986 Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, varaformaður 1982-86
1990-1994 Stjórn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins
Frá 1991 Stjórn Landsvirkjunnar
1990-1995 Formaður Þróunarfélags Reykjavíkur
Ritstörf:
Greinar í blöð og tímarit um sveitarstjórnarmál og önnur þjóðmál.
Núverandi nefndarstörf:
Borgarráð
Félagsmálaráð Reykjavíkur
Stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar
Stjórn veitustofnana Reykjavíkur
Miðborgarstjórn Reykjavíkur
Stjórn Landsvirkjunar
Formaður Eirar og Eirarhúsa, hjúkrunarheimili
Viðtalstímar:
Ráðhús Reykjavíkur, þriðjud. kl. 11.00 -12.00.
Viðtalspantanir í síma 563 2005.
Valhöll skv. samkomulagi.
Viðtalspantanir í síma 515 1730.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Fyrri gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Fyrri gáta dagsins 26/4 er svohljóðandi:.
(Innsett nú vegna fjarveru frá tölvu fram eftir nóttu)
.
Kerlíng ein um bekki brýzt,bragnar styrkja hennar mátt,
gegnum þraungar gjár hún skýzt,
gnægðar korni skirpir þrátt.
Rétt svar barst við fyrri gátu dagsinn kl.10.20
Rétt svar er: Sög
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt 26.4.2007 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar