Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Föstudagur, 25. maí 2007
Guðni Ágústsson er alger perla, alger draumur.
Ekki veit ég um neinn sem kemst í hálfkvist hvað varðar skemmtilegan og yndislegan karakter eins og hann guðni okkar Ágústsson er, hann ber af í skemmtilegum orðatiltækjum, og uppátækjum hann er ábyggilega líka yndislegur félagi, og eins fjölskyldumaður, og eiginmaður Margrétar Hauksdóttur
Hér í viðtalinu segir hann er hann gengur inn í Bessastaði:: Þetta er nú yndislegur dagur til að taka út úr sér beislið og af sér hnakkinn.
Í Kastljósþætti um daginn: Guðni sagði Ögmund vera eins og úlfinn í ævintýrinu, vera farinn að éta krít til að verða mjúkmálli til að reyna að verða aðlaðandi kostur í stjórnarmyndun.
Einhvern tíman á Guðni að hafa sagt: Þar sem 2 stjórnmálafræðingar koma saman, þar eru leiðinlegar umræður.
Vísir 9 maí 2007
Landbúnaðarráðherra klæðist kindinni Þetta er óskaplega skemmtilegt og íslenska sauðkindin er mikið módel," segir Guðni Ágústsson en Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, annar eigandi bolabúðarinnar Ósóma, afhenti landbúnaðarráðherranum eitt stykki Kind-bol í gær. Mér þótti mjög vænt um þetta boð því mér þykir mjög vænt um íslensku sauðkindina," sagði Guðni en bolurinn sem hann fékk er grænn eins og litur Framsóknarflokksins. Við getum étið kindina upp til agna og svo er ullariðnaðurinn í miklum blóma enda unga fólkið allt í ullarpeysum um þessar mundir," sagði hann. Og það er eitt sem er svolítið merkilegt við íslensku kindina og það er að hún er í eðli sínu íslensk en líka ákaflega alþjóðleg. Og þannig nær hún til hjarta allra," bætir Guðni við. Svo er íslenska kindin líka í tísku og ég vil tolla í henni."
25 maí 2007
Ég beiti svipunni hóflega fast þegar þið farið af leið, sagði Guðni Ágústsson, fráfarandi landbúnaðarráðherra við arftaka sinn Einar K. Guðfinnsson, við lyklaskiptin í ráðuneytinu í dag.
15 Október 2006 segir Róbert Marshall (Viðtalið var tekið heima hjá Guðna og stóðu þeir úti á tröppum)
Meðan Varði tökumaður stillti upp stóðum við Guðni og spjölluðum. Ég tók eftir því að á gólfinu var einhverskonar selskinsteppi. "Er þetta jakkinn hans Halldórs?" spurði ég. "Já", svaraði Guðni án þess að hika, "hér stend ég á kvöldin," hann tók kúnstpásu og bætti við "og treð hann fótum". Guðni hefur húmor.
Maí 2007
Verið var að taka skóflustungu fyrsta-önnur og þriðja skóflustunga að byggingu reiðhallar hestamannafélagsins Hornfirðings við Stekkhól.
Þegar skóflustungum var lokið bauð Guðni viðstöddum að koma og fá súpu og brauð á Hótel Höfn og þar skrifuðu Guðni og Þorbjörg Gunnarsdóttir gjaldkeri hestamannafélagsins undir samning vegna reiðhallarinnar. ,, það er vissara að ganga frá þessum samningi og undirskrifa hann þar sem kosningar eru á morgun , ef allt fer á verri veg ´´ sagði Guðni og brosti.
Okt 2005
Guðni Ágústsson og Ísólfur Gylfi Pálsson voru á fundi um atvinnu- og samgöngumál í Austur-Skaftafellssýslu.
Ég er bjartsýnn á atvinnulífið og auðvitað þarf að fylgja því eftir og gamalt máltæki segir ,,hamra skal járnið meðan það er heitt" og gera nú af miklum krafti sagði Guðni Ágústsson.
57. fundur, 125. lþ. mánudaginn 7. febr. árið 2000
Hæstv. forseti. Ég þakka þá umræðu sem hér hefur verið um þessi mál. Ég vil segja í upphafi máls míns að ég --- hvernig orðar maður það, hæstv. forseti? --- hér stend ég og get ekki annað.
Þessi færsla varð bara til vegna þess að ég lenti í einhverjum vangaveltum um einn af þeim mönnum sem mér finnst gríðalega mikið til koma í okkar blessaðri pólitík.
Síðasti ríkisráðsfundur fráfarandi stjórnar; Alltaf sóknarfæri í breytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 25. maí 2007
Minn tími mun koma, sagði góð og merk manneskja fyrir margt löngu síðan.
Minn tími mun koma, sagði góð og merk kona eitt sinn margt fyrir margt löngu síðan.
Einhvern veginn leggjast málin nú þannig í mig að þessi stjórn fái nú að heyra meira í stjórnarandstöðunni en oft áður.
Og ef það reynist rétt held ég að það muni koma mjög brátt í ljós, það er margt gott fólk í stjórnarandstöðunni og nú er enginn krataflokkur í henni.
En ég er ekki að fatta málin alveg, er bara ekkert mál fyrir eitt ráðaneyti að stýra bæði landbúnaði og sjávarútvegi? eru þetta "bara" einhverjar rugl vangaveltur í mér?
Ný ríkisstjórn tekin við völdum - lagt á djúpið í herrans nafni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 25. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Oft eg brellinn er að sjá,
ei með hrelling sáran,
þá löndum skellur liðugt á
lífsins fellibáran.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Victoria Beckham er ekkert smá umdeild kona.
Hvers vegna þessi kona er svona umdeild verður nú bara hver og einn eða ein að dæma um, kannski er það vegna þess hve lygin hún er, eða vel klædd, framagjörn fyrir börnin sín, nú eða vegna þess að Bretar vilja ekki sjá hanna blessaða stúlkuna, kannski fyrir hve fallegar tennur þessi yndislega blómarós er með, Nú svo er hún voða eftirsótt hjá kynsystrum sínum, allavega sumum, jafnvel getur það verið ástæðan að hún er eilíft í einhverju þrasi við blaðamenn og aðra.
Nýlega var greint frá því að Beckham hefði varið 250.000 sterlingspundum í verk eftir breska listamanninn Damien Hirst og gefið eiginkonu sinni Victoriu það í afmælisgjöf.
Fótboltakappinn David Beckham er nú sagður vinna að því að koma sér upp sínu eigin listaverkasafni og mun hann njóta við það aðstoðar listamannsins og listaverkasalans Sacha Jafri. Hann er virkilega að kynna sérlistaheiminn. Hann tekur þessu mjög alvarlega og vonast til að koma sér upp verðmætu einkasafni.
Beckham vill eignast einkalistasafn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Einn á uppleið.
Frábær árangur hjá Héðni, þessi drengur á eftir að komast á toppinn, gríðalega öflugur skákmaður svo ekki sé dýpra í árina tekið.
Héðinn Steingrímsson er einn efstur á Capo d'Orso skákmótinu á Sardiniu á Ítalíu. Héðinn er með 6½ vinning eftir sjö umferðir og hefur prýðismöguleika á að ná sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli.
Héðinn enn efstur á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
En hvað er að frétta af Paul Watson?
Dauðir smáhvalir dregnir á Sergelstorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Þetta verður án nokkurs vafa farsæl og góð stjórn, en ábyggilega átakamikil.
Ég er klár að það sé mikið til í þessu hjá Stefaníu Óskarsdóttir stjórnmálafræðingi, ég hinsvegar reikna fastlega með að innan hennar verða innanbúðarátök sem þetta fólk er hinsvegar alveg fært um að leysa.
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir málefnasamning hinnar nýju ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar benda til þess að takist hafi að sameina það besta í stefnu þessara flokka. Þá segist hún vonast til þess að hinni nýju stjórn muni takist að leiða til lykta ýmis erfið deilumál í þjóðfélaginu, m.a. vegna þess að stærri meirihluti sé að baki þessari ríkisstjórn en þeirri síðustu og því komi stærri flokkar að stefnumörkun hennar.
Stefanía segir jafnframt að svo virðist sem frjálslyndar og framsæknar áherslur hafi orðið ofan á innan hinna nýju stjórnarflokka og að þau öfl innan þessara tveggja flokka hafi náð saman við myndun hinnar nýju stjórnar.
Vonast til að ný stjórn leiði erfið deilumál til lykta" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Gaslega finnst mér hann gamall
gigtin er augljóst að segja nú til sín
svo er á honum heilmikill vaðall
heyrist nú sjaldan, þá hrín eins og svín.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Ja dýrt er
Mjög gott framtak hjá Finnair, en samt hef ég nú meiri áhuga á að vita hvenær maður getur notað nettengdar fartölfur í flugvélu.
Farþegar með nýjum Airbus A340 þotum sem Finnair tekur í notkun í næsta mánuði geta sent sms og tölvupóst á ferðum frá Helsinki til Japan og Kína.
Hægt verður að senda boðin úr símum sem verða við hvert sæti í vélunum, að því er félagið greindi frá í dag. Þá munu farþegar geta hringt á milli sæta.
Hver skilaboð sem send eru eða tekið er á móti munu kosta sem svarar rúmlega eitt hundrað krónum.
Netþjónusta sem boðið hefur verið upp á í flugferðum hefur hlotið misjafnar undirtektir til þessa. Boeing bauð upp á slíkt í fyrra og náði samningum við stór alþjóðleg flugfélög á borð við Lufthansa og JAL, en hætti við þar sem stór bandarísk félög voru treg til að fjárfesta í þjónustunni.
Finnair hyggst bjóða upp á sms-þjónustu í flugferðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Það er bara alsekki neitt skrítið, þeir komast svo margir fyrir í hverju rúmi.
Nei annars, þetta má maður ekki segja, þetta er klárlega eitt það indælast fólk sem maður hefur hitt.
Vinsælustu ferðamenn í heimi eru Japanir, því næst koma Bandaríkjamenn og Svisslendingar, samkvæmt niðurstöðum könnunar á meðal evrópskra hótelrekenda. Japanskir ferðamenn þykja kurteisir og hreinlátir, og hlutu 35% fleiri atkvæði en Bandaríkjamenn, sem urðu í öðru sæti.
Svissneskum feramönnum var hrósað fyrir að hafa ekki hátt og vera tillitssamir, ólíkt breskum ferðamönnum, sem urðu í fimmta sæti á listanum yfir óvinsælustu ferðamennina vegna ruddalegrar framkomu, hávaðasemi og nísku á þjórfé.
Þeir ferðamenn sem hótelhaldarar segja eyða mestum peningum á ferðalögum eru Bandaríkjamenn, Rússar og Bretar.
Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum frá um 15.000 hótelrekendum, en vefsetrið Expedia gerði könnunina.
Óvinsælustu ferðamennirnir eru Frakkar, þá koma Indverjar, Kínverjar og Rússar.
Verst klæddu ferðamennirnir eru aftur á móti Bandaríkjamenn.
Japanir eru vinsælustu ferðamennirnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 159244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar