Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Vill einhver sofa hjá Lindsay Lohan

 
MYND/Getty Images
Lindsay Lohan djammar vegna einmannaleika

Leikkonan Lindsay Lohan, sem hefur mikið verið gagnrýnd undanfarið fyrir að vera úti á lífinu eftir að hún fór í meðferð, segir að hún djammi af því að hún sé einmanna. Þetta segir leikkonan í viðtali við Nylon tímaritið.

,,Þótt það sé erfitt að sleppa því að fara út á lífið í L.A., þá verður líka mjög einmannalegt að vera heima. Mér finnst einmannalegt að vera leikkona og ég vil aldrei vera ein. Ég þoli ekki að sofa ein."
Vísir, 28. apr. 2007 15:56

Oft er sagt að það sé einmanalegt að búa á toppnum, en ég hélt nú að vinafjöldi hennar væri að kaffæra hana, þeir hafa kannski yfirgefið yngismeyna eftir að hún hætt að drekka blessunin.

 


Þetta gæti orðið dýrt spaug.

MYND/Atli


Spaugstofan kvaddi í bili með olíubaði og látum

„Það er alltaf með ákveðinni tregablandinni ánægju sem maður fer í frí," segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar.
Síðasti þáttur hinna dáðu Spaugstofumanna var sýndur í kvöld á Ríkissjónvarpinu.
Samningar Spaugstofunnar og Ríkissjónvarpsins ohf. eru lausir. Þórhallur Gunnarsson er yfirmaður innlends dagskrárefnis og við hann er að eiga hvað varðar framhaldið. Svo er að skilja á Pálma að Spaugstofumenn hafi á því áhuga að halda sínu striki.

 
þórhallur gunnarsson

Og Þórhallur segir að menn hendi ekki af dagskrá svo hæglega þætti sem hefur að jafnaði yfir fimmtíu prósenta áhorf.
„Samningar standa yfir og þeim verður vonandi lokið í næstu viku. Þá kemur í ljós hvað verður," segir Þórhallur og á þar af leiðandi erfitt með að upplýsa nákvæmlega hver niðurstaðan verður. Segir þó að verið sé að semja um mögulegar breytingar á þættinum og náist samningar þar um má búast við Spaugstofumönnum á skjánum næsta vetur en þá í breyttri mynd.

Aðspurður hvort ekki sé um óheyrilega dýrt efni að ræða þar sem hinir rándýru skemmtikraftar að sunnan eru segir Þórhallur það afstætt.
„Hver mínúta í sjónvarpi er dýr. Hvort sem það er Spaugstofan eða aðrir. Og leggja verður allt til grundvallar. Þú getur verið með ódýrara efni sem gæti svo reynst þér talsvert dýrara þegar upp er staðið," segir Þórhallur.
Pálmi segir þáttinn í kvöld verða á léttu nótunum. Kemur kannski ekki á óvart en líkt og meðfylgjandi mynd ber með sér þá eru þeir með puttann á púlsinum og bregða sér í olíubað.

Fréttablaðið, 28. apr. 2007

 

Mbl frétt 28/4 2007

NFS með 23,6% áhorf

Samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun Gallup um sjónvarpsáhorf er uppsafnað áhorf á RÚV 92,7% í vikunni sem könnunin fór fram í mars sl. Áhorf á Stöð 2 reyndist vera 74,3% og áhorf á Skjá 1 64,4%. Sirkus mældist með 35,1% áhorf. Uppsafnað áhorf á NFS, sem er með í fyrsta skipti í Gallup fjölmiðlakönnun reyndist vera 23,6%.

Vinsælasti þátturinn í sjónvarpi er Spaugstofan en alls horfðu 50,6% þjóðarinnar á þáttinn á RÚV. 39,4% horfðu á fréttir Sjónvarpsins, 37,3% á Gettu betur og 33,4% á Kastljós.

Á Stöð 2 reyndust flestir horfa á Idol Stjörnuleit eða 37,5%, 31,5% fylgdust með úrslitum í Idolinu og 27,2% horfðu á fréttir.

Á Sirkus horfðu 10,9% á American Idol sem var vinsælasti þátturinn á þeirri stöð en á Skjá 1 var það CSI með 19,3% áhorf. Kvöldfréttir voru vinsælastar á NFS með 6,1% áhorf.

Mér sýnist því að það verði Ríkissjónvarpinu dýrt spaug að missa spaugið.


mbl.is NFS með 23,6% áhorf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sönn saga úr daglega lífinu

Kona ein í fryggðarhug dembdi á spúsa sinn ástleitnum augum, setti stút á munninn og hóf þvínæst upp raust sína: „Elskan mín, eigum við ekki að borða úti til hátíðarbrigða?“ Spúsinn kenndi góðan hug kvinnu sinnar og tók lofsamlega undir orð hennar, hrósaði henni fyrir ráðvendni og hugmyndaauðgi og gaut augunum flóttalega að ósnertu hádegisuppvaskinu. Karlinn valhoppaði að símanum, lauk greip sinni um tólið og fletti í gulu síðunum með fingurgómum lausu handarinnar. „Langar þig í ítalskt, dúllan mín?“ kallaði hann að kvinnu sinni, sem sat og reimaði á sig skóna. „Mér er alveg sama“ hrópaði hún til baka og herti á lykkjunni um leið. „Nei, fáum okkur eitthvað sterkt.“ sagði karl, mestmegnis við sjálfan sig og síaði út símanúmer hins útvalda veitingastaðar með áræðnum glyrnunum. Hann hringdi. Hann pantaði borð.

Alla leiðina á veitingastaðinn voru skötuhjúin í ógnargóðu skapi. Hún söng hástöfum með lögunum í útvarpinu. Hann trommaði undir á stýrið.

Þau renndu upp að veitingastaðnum í hálfrökkri og voru svo heppin að fá strax stæði. Vonarbirta ljómaði út um glugga vertshússins. Maðurinn bauð maninu arminn og saman leiddust þau inn um anddyrið.

Brosin stirðnuðu á andlitum þeirra. Greiðasalan var í óreiðu. Glysklæddir þjónar hlupu ráðvilltir fram og aftur. Enginn veitti hjónakornunum minnstu athygli. Á strjálum borðum sat feitt fólk, með enn feitari börn, og graðgaði í sig eldpipraðan og fitugljáðan matinn. Við barinn sat einmana boldungs barfluga og sötraði af glasi. Barþjónninn stóð álengdar og pússaði glös.

Til að bæta gráu ofan í svart ruddist framhjá þeim svartklæddur hópur uppskafinna skoffína sem samstundis dró að sér athygli þjónanna. Svartstakkarnir voru sestir og komnir úr jökkum og kápum og enn gaf enginn unga parinu gaum. Spúsinn sá sitt óvænna, þandi út brjóstið og greip um olnboga svitastorkins og bólugrafins þjónsræfils. Hann heimtaði borð af honum með þjósti. Þjónninn tvísté örvinglaður nokkra stund en teymdi loks parið að lágstemmdu borði sem hvíldi í skugga feitvöxnu barflugunnar. Angan af ilmsteinum barst frá salerninu sem lónaði nokkra faðma í burtu. Unga parið settist og þjónninn skottaðist eftir matseðlum. Fituhlassið snéri þykkum hnakkanum til að líta á þau og hálffellingafalið bros opinberaði skort á framtönn. Með erfiðismunum snéri hún höfðinu aftur til baka, sökk ögn dýpra á barstólinn og lágvært söturhljóð ómaði um veitingastaðinn.

Kiðfættur kom þjónninn til baka með matseðlana. Hann rétti manninum annan seðilinn og með hörkudrætti í andlitinu handlangaði maðurinn seðilinn til konu sinnar og þreif hinn úr höndum þjónsins. Þjónninn gerði sig líklegan til að flögra á braut en maðurinn sagði skipandi: „Bíddu.“ Þjónninn þjappaði niður fótunum. „Við ætlum að fá kjúklingavængi. Í forrétt. Og bjór. Eitt glas af bjór og eitt af dæetkók.“ Þjónninn meðtók skipunina og gerði sig líklegan til að taka matseðilinn aftur. Maðurinn sleppti ekki takinu og einblíndi á aðalréttalistann. Þjónninn læddist á braut.

Ró færðist yfir unga parið. Kliður frá feitum, smjattandi börnum og lágvært sorlhljóð frá barnum myndaði ögn rómantíska umgjörð. Þau horfðust í augu og töluðu í hálfum hljóðum um lélega afgreiðslu og krefjandi aðalréttaval. Þau voru einmitt að byrja að ræða enn á ný um vanhæfni þjónsins, þegar hann kom skoppandi með ilmandi kjúklingavængi á fati. Þau litu upp og í sömu mund heyrðist marr í barstól fiskiflugunnar. Sex augu störðu á kryddaðan matinn á bakkanum. Tvö þeirra litu undan og héldu áfram að rangeygjast ofan í glas.

Þjónninn gekk á braut með skrifblokkina ögn þyngri af grafíti og blýantinn sem því nam léttari. Parið gæddi sér á vængjunum. Vel hirtar tennurnar slitu í sundur vöðvavef og sinar og skófu grunn för í beinpíplur fuglsins. Þau rifu hverja kámuga kjöttæjuna af annari af festingum sínum og svolgruðu niður með ísköldum veigunum. Notaleg kennd hríslaðist um líkama þeirra. Þeim fipaðist hvorki við að akfeitur krakki í þverröndóttum bol rúllaði framhjá þeim inn á klósettið né að barflugan slengdi rasskinnunum á barstólinn til skiptis með tilheyrandi braki. Hún var byrjuð að merjast undan eigin þunga.

Sæl hölluðu þau sér aftur á bak í sætunum og ýttu diskunum frá sér með þófum lófa sinna. Á diskunum lágu kjöttætt, hálfnöguð bein. Þjónninn kom glaðlegur askvaðandi enda greindust sinnaskiptin á þeim úr órafjarlægð. „Aðalrétturinn er á leiðinni.“ upplýsti hann þau brosandi. Þau brostu til baka.

Þjónninn gekk glaðsinna af stað með tæjur mannsins, konan ákvað að naga sínar ögn betur. Þau horfðust í augu. Skyndilega kvað við brestur mikill þegar barflugan setti allan sinn þunga á hægri rasskinnina og hallaði sér pískrandi í átt að þjóninum: „Pssssst!“ Þjónninn nam staðar og leit í augu flugunnar. „Hérna, þessi bein sem þú ert með...“ sagði hún ögn drafandi röddu. „...hérna, hvað ætlarðu að gera við þau? Ég meina. Má ég kannski fá þau? Til trúariðkana sko.“

Þjónninn var sem steinrunninn. Hann hagræddi takinu á diskinum og leit örsnöggt í átt að borði elskendanna. Honum mætti hrein forundran á formi augnaráðs. Það virtist kveikja í honum ljós og í flýti veitti hann fituskassinu afsvar og hraðaði sér í burtu.

Hægt og rólega runnu sjónir hjúanna upp skvapholda kvenmanninn þar sem hún hlunkaðist með brosgrettu neðan af stólnum. Átökin gerðu hana móða. Hún gekk vaggandi að borði þeirra og leit ekki af hálfnöguðum beinastúfum konunnar. Hún var komin þétt uppað þeim. Þung remma barst úr vitum hennar og henni var þungt um andardrátt. „Sæl, vinan.“ Orðin bergmáluðu úr digrum barka hennar. „Ég sé að þú ert með kjúklingabein. Viltu nú ekki leyfa mér að eiga þau? Ég nota þau til trúariðkunar.“ Hún brosti svo að ekki skein í tennurnar sem hana vantaði.

Unga konan sat lömuð með hálfnagað bein á milli tveggja fingra. Lystin var þorrin. Hún sleppti beininu og mjakaði diskinum í att til hlussunnar. Brosandi fór flykkið einbeittum höndum um diskinn og stóð upp aftur með lófana fulla af hræi kjúklingsins. Án þess að nefna orð af vörum hljóp hún eins hratt og stubbarnir báru hana inn á salernið. Unga fólkið horfði á eftir henni.

Þjónninn kom með aðalréttina. Horfði glaður á auðan barstólinn og skildi ekkert í fálæti hjónanna. Undrandi tók hann tóman forréttadiskinn og gekk í burtu. Parið sat lengi vel án þess að yrða. Loks áræddu þau að handleika amboðin og kroppa í aðalréttinn. Í sömu svifum sveiflaðist upp salernishurðin og út kom ferlíkið sjálft, enn með beinin í hendinni en óræðan ánægjusvip á smettinu. Barflugan flögraði sem leið lá framhjá borði þeirra án þess að svo mikið sem að líta á þau. Ungu konunni varð ómótt. Á andliti skassins sá hún greinilega fitubrákina og úr öðru munnvikinu lafði kjúklingasin. Í lófanum bar hún gljáfægð og uppnöguð beinin.

Hin rómantíska máltíð tók þar með bráðan enda.

Fyrir margt löngu var þessi saga birt á barnalandi.


Vísnagáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

 

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:.

 

Einginn hjálmur

í undaskúrum

jafnast við mig,

ég er tilbyrgður,

eingin sprúnga

eða rifa

á mér finnst,

því óhultur reynist.

-

Rétt svar barst við gátu dagsinn kl.16.35

Rétt svar er: Fingurbjörg

Rétt svar gaf: Davíð Geirsson 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


Skemmtileg gáta.

Ég er án upphafs, þó fæðist ég, líka er ég endalaus. samt dey ég, ég hefi hvorki augu né eyru, þó sé ég og heyri, ég sést ekki, þó sjást verk mín, ég yfirvinnst lengi, ég yfirvinnst  ekki, samt sigrast ég, ætíð erfiða ég, en þreytist aldrei, skynsamur er ég, en bý meðal þeirra skynlausu, forsjónarelskari er ég, samt kann mér sýnast að hún hati mig. Oft dey ég áður en ég fæðist, samt er ég ódauðlegur; oft kem ég óvörum, án minnar vitundar. Hjá kristnum byggi ég, hjá heiðnum er ég, hjá fordæmdum í helvíti fordæmist ég, í dýrðinni ríki ég -

 

-

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


63 módelið af Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso á 1 milljón dollara!

Það gerir $100.000 fyrir hvert ár sem kappinn ók bílnum og sleit.

Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso árgerð 1963, sem einu sinni var í eigu leikarans Steve McQueen, verðu seldur á uppboði hjá Christie´s í New York í ágúst. Er jafnvel búist við að rúm ein milljón dollara verði greidd fyrir gripinn.

Uppboðshúsið sýndi bílinn í dag. Hann er brúnn að lit með drapplitri leðurklæðningu. McQueen var bílasafnari og sérpantaði þennan Ferrari 1963 og átti hann í um tíu ár. Talsmaður Christie´s sagði að líklega væri þetta besta eintak sem væri á markaðnum af Ferrari Lusso.

Þetta hafi verið fyrsti Ferrari-bíllinn sem McQueen eignaðist, og hafi hann notað bílinn dags daglega, en ekki í neinni kvikmynd. Núverandi eigandi bílsins keypti hann 1997 og lét endurgera hann í upphaflegri mynd, en sú vinna tók samtals um 4.000 stundir.

En ekki neitar maður því að þessa kerru væri gaman að eiga.

 Myndir ofl.

  Myndir ofl.

 Myndir ofl.

Myndir ofl.

Og hver vill svo ekki eiga svona drossíu þótt gömul sé?


mbl.is Ferrari sem var í eigu Steve McQueen seldur á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú spretta upp rómantískar fréttir af fjölda heimsókn hvalanna til íslands.

En hver er ástæðan fyrir þessum fjölda hér við strendur núna?

Hverjum eigum við að þakka þessa virðulegu heimsókn þessara keppinauta.

Í fréttinni segir að gríðarlega er mikið af hval á Steingrímsfirði þessa stundina og segir á fréttavefnum Strandir.is, að engu sé líkara en að hnúfubakurinn hafi ákveðið að slá skjaldborg um hrefnurnar á firðinum. Hrefnuveiðiskipið Dröfn lónar um fjörðinn í leit að hrefnu og allt í kringum skipið má sjá sporðakast fjölmargra hnúfubaka. Dröfn fékk fyrstu hrefnuna á vertíðinni á Steingrímsfirði í morgun.

 

Strandir.is segir, að undanfarnar vikur hafi verið mikið um hvali á Steingrímsfirði og lofar .það góðu fyrir verkefnið WOW! sem unnið hefur verið að undanfarið ár. Verkefnið gengur út á náttúruskoðun og hvalaskoðun úr landi.

 

Aðstandendum verkefnisins var nokkuð brugðið þegar fréttist af hrefnuveiðum á firðinum í morgun en héldu ró sinni þar sem Hafrannsóknastofnun vissi ekki um fyrirætlanirnar þeirra. Haft er eftir talsmanni Hafrannsóknastofnunar, að stofnunin reyni að forðast að veiða hvali á hvalaskoðunarsvæðum líkt og á Skjálfanda og öðrum ákveðnum svæðum við landið.

 

 

Eitthvað bloggaði ég um hvalinn í morgun og er fyrirsögnin á færslunni: Nú gleðjast landsmenn, og ég tala nú ekki um náttúrverndarsinnar.

 


mbl.is Hnúfubakar slá skjaldborg um hrefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggvi hefur ekki skýringu, en það hef ég.

 114	Þorvaldur Skúlason Tryggvi hefur ekki skýringu, en það hef ég að ég held, ástæðan er bara hvað íslendingar hafa það rosalega gott, það sem Tryggvi segir í viðtalinu undirstrikar það bara eins og svo margt annað.

Það verður ábyggilega kátt á Sögu á sunnudaginn, hefi ég trú á að slegist verði um verk Nínu, Jóhannesar og Ásgrím, þótt verðið verði einhver 6 til 8 millur.

Í fréttinni segir að eitthundrað og fimmtíu listmunir verða boðnir upp á listmunauppboði Gallerís Foldar sem fram fer á sunnudaginn. Um er að ræða verk eftir marga af merkustu listamönnum þjóðarinnar, t.a.m. Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson og Nínu Tryggvadóttur. Þá verður einnig hægt að bjóða í verk eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol.

Tryggvi P. Friðriksson, listmunasali og annar eigandi Gallerís Foldar, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins finna fyrir mikilli uppsveiflu í sölu á málverkum. Fólk vilji hafa falleg og skemmtileg listaverk í kringum sig. Aðspurður segir hann marga vera reiðubúna til þess að greiða háar fjárhæðir fyrir verkin.

Sem dæmi má nefna eru dýrustu verkin á listmunauppboðinu metin á 5 til 6 milljónir kr. Þau ódýrustu eru aftur á móti metin á 5 til 10 þúsund kr.

Tryggvi segir að vel hafi gengið að fá verk á uppboðið en erfiðlega hafi gengið að fá það sem hann kallar „afbragðsverk“.

Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga meðal fólks á uppboðinu bæði hér á Íslandi sem og erlendis, og eru margir farnir að nýta sér netið til þess að kaupa verkin. Aðallega er þá um íslenska kaupendur að ræða að sögn Tryggva.

Listmunauppboðið hefst kl. 18:45 á sunnudag og fer fram í Súlnasal Hótel Sögu.

Hægt er að kynna sér verkin nánar á vef Gallerís Foldar auk þess sem það er hægt að líta þar við í dag og á morgun.

Sjá viðtal við Tryggva P. Friðriksson.

 


mbl.is Verk meistaranna á listmunauppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er þessi Björk?

Fréttamynd 154487Eitthvað finnst mér vanta í þessa frétt,,,,,,jú það er að sjáfsögðu, hver er þessi Björk?

Það er oft með endemum hverig fréttir og pistlar eru stundum settir í prent, sundum eins og höfundur hafi ekki haft nokkurn tíma til að klára fréttina eða pistilinn, eins og í þessu tilfelli, getur einhver sagt mér hvernig ég á sjá útúr fréttinni hver þessi Björk er?

Fréttin:

Skapstóra Anna sigurvegari á Ítalíu

Teiknimyndin Anna og skapsveiflurnar vann til verðlauna á alþjóðlegu teiknimyndahátíðinni Cartoons on the Bay á Ítalíu á dögunum. Verðlaunin, sem nefnast Pulcinella, fékk Anna í flokki sjónvarpsmynda.

Að sögn Hilmars Sigurðssonar, hjá Caoz, sem gerir myndina, voru upphaflega sendar 162 myndir inn í keppnina. Af þeim voru svo 40 tilnefndar í 8 flokkum. Anna má því vel við una þrátt fyrir glímuna við erfiða skapgerð.

Það er Björk sem ljáir Önnu rödd sína en sagan er eftir Sjón.

 

 hver þessi Björk er?

 

 


mbl.is Skapstóra Anna sigurvegari á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú gleðjast landsmenn, og ég tala nú ekki um náttúrverndarsinnar.

Það er yndislega gaman að fylgjast með þessum skepnum og hef ég gert mikið af því undanfarin 35 ár eða svo, gallinn er bara sá að ef maður var að stunda sjómennskuna á minni bátum, það er að segja ábátum sem voru að sækja á svokölluð heima mið þá var alveg eins gott að sitja heima, því fiskur hvarf af öllum blettum sem maður var að leggja net eða línu.

Eftir að hvalir, sem í þá daga voru ekki eins mikið af vill ég meina, voru við land eða inn á fjörðum gat maður hiklaust bókað að síli, loðna og álíka fæða hyrfi á örfáum dögum, ekki veit ég hvað varð um þorskinn og ýsuna við þessar hvala heimsóknir, en eitt er víst að sílið og loðnuna át hvalurinn upp til agna.

Ég eins og svo margir hafa margoft fengið hvali í veiðarfæri og það er alveg hægt að sjá þar í hverju hvalurinn hefur verið hverju sinni.

Þetta eru fallegar skepnur og synd að það sé barátta vegna of lítils framboðs af fiski milli td. sjómannsins, fuglalífsins og hvalsins um fiskinn við íslands strendur.

 Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

 Mynd

 


mbl.is Hvalablástur og sporðaköst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 158944

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband